Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 11
Heilagur Frans hefur orðið mörguin máliir- um myndefni og í Assisi eru margar og fagrai' veggmyndir,' sem sýna lif hans. dýrailífið yfirleitt var það karl- 'kynið, sem var stóruim skraut- legra að ölitum búnaði en kven- kyriið. Hugmyndaflugið í klæða búnaði var mikið, og tízikan breyttist í sífellu. Ýmist voru ermarnar og buxnaskáClmarnar viðar eða þröngar, litir og lita- samsetning skiptust á sem og mynztur og snið. Og sá, sem bezt fyigdist með bizkunni og ávallt var bez' og skrautlegast ki'æddur, var Frans, sonur ríka kaupmannsins. Hann aðstoðaði föður sinn í verzluninni, þegar ihonum sýndist svo, en annars þurfti hann ekkert að gera. Hann umigekkst glaðværa og iðju'lausa syni aðalsmanna, sem höfðu oft svo hátt um nætur, að þeir röskuðu svefnró borgar anna — og höfðu gaman af. Frans var uppvöðsiumikiil, eyðsiiusamur og öriátur og var þvi gott tiQ vina og félaga. Margur aðaismaðurinn þurfti að fá ián hjá föður Frans, svo að hann og fjölskyldan gætu lif að sajmkvæmt tign sinni, i>ú iif ir eins og konunigssonur, en ekki eins og kaupmannssonur, sagði faðir Frans við hann, en lét sér vel líka. Frans var stoiit föður síns og eftirlaeti móður sinnar. Sú kaami tíð, að hann tæki við verziunimni a:f föður sinum, og hamn virtist hafa alla hæfiieika til þess. HINIR HELZTU REGLU- BUNDNU VIÐBURÐIR i borg arOifinu voru refsingar afbrota manna, slagsmál milli borgar- hverfa og háitíöahiödd kirkju.nn- ar. Dómar voru upptkveðnir og 'líkamisrefsitnigar framkvæmdar fyrir utan ráöhúsi'ð eða á aðal- torginu. Henigingar og afhöfð- anir voru manmúðiegar aðferð- ir samanborið við hinar fjöl- breytilegu pyndingar. Hverfa- slaigsmáiim byrjuðu jafnan í gaimni, en enduðu oftasit í meiri eða minni alvöru. 1 samkeppni sinni við hinar ruddaiegu al- menmimgsskemimtamár bauð 'kh'kjan upp á viðbafnarmikiar og litríkar háfíðir, skrúðgöng- ur og heligiteitki, þar sem efn- ið var sótt í savi Krists, þján- ingu og dauða eða í aldimgarð paradisar. Ýmsa hátíðisdaga úr heiðni hafði kirkjan tekið í sina uimsjá, till dæmis jólin, en u'pprunalega hafði sólguðnum þá verið haldin hátáð. Það há- tíðahaid hafði um aldir verið ósiðlegt og gróft á margan hátt, en kir'kjunni tókst smám sam- an að beina því inn á fegurri og fágaðri háttu, en til þess þurfti mikið átak, mikla dýrð og viðhöfn. Hátiðin varð tákn 'hinnar ei'liifu þrár mannkyns- ins eftir friði á jörðu og Guðs riki. Það var í þessu umhverfi, sam Frans, sonur Pietro Berna done, ólst upp, en hann fór einnig með föður sínum i ferða- lög bæði til Provenee og suður tii Rómaborgar og fleiri staða. Bóki'ega fræðslu húaut hann ekki milda, en iærði þó iatínu, sem þá var eina ritmálið. FERÐALÖGIN MEÐ FÖÐ- URNUM víkkuðu sjóndeildar- hring hans, og honum þótti æ minna koma til þess óþrifabæj- ar, sem Assisi var. Og bezt undi hann sér úti í Guðs grænni og ósnortinni náttúr- unni. Þó hélt hann lengi áfram að taka þátt i ærslum, leikjum og svalli með félögum sínum, og reyndar hafði hann iöngum haft forustu alla i þeim efnum og verið heiðursfélagi í samfé- lagi hinna ungu manna, eins og Búddha hafði verið fj'rir löngu og Leo Tolstoy miklu síðar, áð ur en þeir sögðu skilið við heiminn. EN VI» KYNNI SÍN AF IIINUM STÓItA IIEIMI tók honum að vaxa metnaðargirnd. Hann langaði ekki til að feta í fótspor föður síns og gerast kaupmaður. Hann vildi afla sér orðstírs fyrir hugprýði og ljóð- list, verða skáld og hermaður, riddari og farandsöngvari. Hann söng oft og spiiaði fyrir félaga sina, og úr einni ferð- inni hafði hann komið með trúbadúrs-klæðnað, sem hann hafði látið sauma sér. Hann viidi afla sér frægðar og frama, valda og virðingar. Og fyrsta tækifærið til þess bauðst honum árið 1202, en þá brauzt út stríð milli Assisi og Perugia. Assisimenn voru sigur vissir og hinir æskuglöðu félag ar bjuggust syngjandi kátir til að lumbra á óvinunum. Orslitin urðu þó á annan veg, Frans var meðal þeirra, sem teknir voru til fanga, og í heilt ár urðu þeir að dúsa í dimmum og rök- um kjallara við rýran kost í samfélagi við rottur og mýs. Það dofnaði fljótt yfir hinum glaðværu félögum, — öllum nema Frans. Hann skar sig úr og var sikátur og bjartsýnn. Þeir sögðu, að hann hefði aldrei getað þagað. Þeir komu fölir og veikluleg ir til Assisi að fangelsisvist- inni lokinni, en náðu sér brátt. Ævintýraþrá Frans hafði ein- ungis magnazt við þessa fyrstu raun, og hann var sannfærður um það, að nú biðu sin stór- kostleg ævintýri. — Og það reyndist rétt vera. ÞEGAR HANN KOM DAG NOKKURN AÐ VANDA 1 KRÁNA, fékk hann merk tíð- indi að heyra. Keisarinn og páf inn voru komnir i stríð. Það fór ekki á milli mála, á hvors bandi Assisibúar voru. Páfinn væri æðsti maður Guðs á jörð- inni, en ekki venjulegur kóng- ur eða keisari. Og þótt þeir væru ekki sérlega guðræknir félagarnir i kránni, þá var þeim að mæta, ef eitthvað illt væri sagt um páfann. Heilaga Maria! Og þeir ræddu um Gauthier de Brienne, hertoga, hei'foringja páfans. Annar eins riddari væri ekki til með kristnum mönnum. Sá myndi kenna hverjum þeim Faðir- vorið, sem dirfðist að rísa gegn páfa, jafnvel þótt hann væri keisari. Þeir skáluðu fyrir því. Þeir ræddu þetta fram og aftur, og brátt hitnaði mönnum svo i hamsi, að þeir hétu því allir sem einn hástöfum að fylkja liði undir merki hins fræknasta riddara Gauthiers de Brienne. Og þeir gerðu þeg- ar áætlanir og létu til skarar skríða um framkvæmdir. Pietro Bernadone samþykkti allt og lét ekkert til sparað, hvað út- búnað Frans sonar hans snerti. Allt skyldi vera af beztu get'ð, vopn, reiðtygi og klæði. Og þegar Frans var kominn í öll herklæði, i brynju og brynhos- uir með hjálm á höfði og sverði gyrtur, þá grét hann af gleði. Og svo héldu fulihugarnir af stað. Fagnaðarlæti kváðu við, er hin glæsta fylking reið út um borgarhliðið. Frans réð sér ekki fyrir kæti. Hann var 22ja ára, hraustur og sterkur — og frjáls. Nú biðu hans riddarans glæstu ævintýr, sem hann hafði svo lengi þráð. EN ÞAÐ LEIÐ EKKI A LÖNGU þar til hann gerðist svo þögull, að félagar hans veittu því athygli. Þú ert þó ekki farinn að verða smeykur? Þú ert náfölur. Ertu veikur? — Frans fann, að það var einmitt það, sem var að gerast. Hann fann til mikillar vanliðunar, sem stöðugt ágerðist. Hann var ýmist bullsveittur eða ískaldur. Þegar þeir komu til Spoleto, var hann orðinn svo veikur af hitasótt, að honurn var komið fyrir á gistihúsi þar og beðið um, að honuni yrði hjúkrað. Fé lagarnir kvöddu og héldu áf'i'am. Hann varð einn eftir. Bezt búni riddarinn hafði að- eins komizt eina dagleið i átt- ina til ævintýranna, afreks- verkanna, í öllum þessum her- tygjum, sem áttu vart sinn líka. f GISTIHÍJSINU I SPOL- ETO LÁ HANN LENGI meira og minna með óráði. Hann bölv aði óláni sínu. Af hverju þurfti hann einn að liggja þarna, en ekki hinir? Hvað hafði hann gert, svo að hann verðskuldaði slíka refsingu? Þegar bráði af honum, fór hann að hugsa um það með skelfingu, hvernig tekið yrði á móti sér í Assisi. Hann sá fyrir sér háðsglottin og heyrði giósurnar, skensið, hvislið. Riddarinn af Spoleto! Og hvað skyldi pabbi segja, þegar hann kæmi lullandi til baka, einn og aumingjalegur. Nei, ætli það væri þá ekki betra að leggja einn út í ævin- týri, ræna ríka og hjálpa fá- tækum, eins og sagt var að sumir riddarar hefðu tekið sér fyrir hendur. — Nú fékk hann nógan tíma og næði til að hugsa ráð sitt og rifja upp fyr- ir sér og brjóta til mergjar það líf, sem hann hafði lifað fram að þessu. Hafði hann ekki i rauninni hagað sér eins og fífl? Hann hafði svo oft verið mið- depillinn í samkvæmunum. En allt þetta fólk, sem hló að gam- ansögum hans og ástarsöngv- um, drykkjubræður og spilafé- lagar, þjónar og gleðikonur, sem höfðu æpt af hlátri, tekið undir og heimtað meira og meira, hafði það ekki hlegið jafnmikið að honum sjálfum? En hann hafði látið blekkjast af lófaklappinu og lofsyrðún- um. Hann hafði virzt vera vin- sæll, alls staðar var hann vel- kominn, félagar hans fögnuðu honum ávallt hjartanlega og föðmuðu hann að sér. En var það vegna verðleika hans sjálfs? Nei, nú skildi hann þetta betur. Hann átti peninga, og hann hafði verið ör á þá, alltaf verið vel klæddur og rið- ið gæðingum. Og það varð að gera ráð fyrir þvi, að hann myndi á sinurn tima erfa föður sinn og verða ríkur maður í borginni. Það var þvi full ástæða fyrir menn til að gefa sig að honum og sækjast eftir vináttu hans. EN HVERNIG MYNDU ÞEIR HAFA LITIÐ A IIANN, ef hann hefði ekki verið rík- ur? Ef hann hefði verið fátæk- ur vesalingur og komið til þeirra til að biðja um brauð eða glas af víni? Það þurfti ekki að spyrja að því. Svo oft hafði hann séð, hvernig slíkir menn voru meðhöndlaðir sem aðeins voru þeir sjálfir, voru ekki ríkir, ættgöfugir eða hátt- settir. Göt ustrákarnir ráku út úr sér tunguna tii þeirra og hentu í þá hrossataði, en karl- mennirnir litu ekki við þeim nema þeir vildu ryðja þeim úr vegi sínum með sparki eða barsmíðum. Hefði hann ekki átt peninga, hefði hann ekki verið sonur hins ríka Pietro, hefðu þeir, sem hann hafði kall að vini sína, meðhöndlað hann á alveg sama hátt. Já, hvað væri hann í rauninni, ef hann væri ekki sonur föður sins? Hann var það, sem klæðastrangar meistara Pietros gerðu hann að. EN F ÁTÆKLIN G ARNIR, SEM EKKERT ÁTTU, þeir voru þeir sjálfir. Það myndi hann einnig vera, ef hann stæði nakinn á götunni. Þá myndi enginn biðja hann um velgjörning eða greiða, vinirn- ir myndu hverfa og stúlkurnar hætta að brosa til hans. En hvað var það að vera „ég sjálf- ur“? Var það eitthvað meira en ekki neitt? Hafði hann kynnzt nokkurri manneskju, sem var nokkuð, ef hún var alein án klaiða og peninga? Nei. Var þá allt mannlífið hreinn loddara- leikur? Fi-anihald í nirsla blaðl. 9. apríl 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.