Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Blaðsíða 9
Björn
Jóns-
son
í Nesi
Fyrsti
lyfsali
á íslandi
með full
réttindi
fyrir
200 árum
Átjánda dag- marzmánaðar
siðastliðinn voru liðin rétt 200
ár frá því Islendingar fengu
lyfsöluleyfi; þann dagr árið
1772 veittu ráðamenn í Kaup-
mannahöfn Birni .Tónssyni,
lyfjafraeðingi slíkt leyfi. Hann
varð uni sína daga kunnur
maður á Islandi og endaði ferili
lians l>ví miður raunalegra og
verður koniið að því síðar.
I>essi frumkvöðull í lyfjasölu
má heita gleymdur og má telja
vel til fallið að ril’ja upp nokk
ur atriði úr ævi lians í tilefni
afmælisins.
Björn .Tónsson leit fyrst dags
ins ljós norður í Skagafirði;
hann var fæddur í Þorleifsstöð
um i Blöndtihlíð 1. nóv. 1738
og er þv'í lítillega yngri en
Iiinn frægi samtíðarmaður
»
Bærinn í Nesi við Seltjörn. Apótekið var í svolítilli útbyggingu, sem síðar var gerð, en teikningin
til hægri sýnir, hv'ernig þar var innanstokks.
lians, Skúli Magnússon, land-
fógeti. Um ættgöfgi Björns
þarf víst ekki að efast; faðir
hans, ,Tón Björnsson, var bæði
stúdent og umboðsmaður og
þar að auki sýslumannssonur
úr Vopnafirðinum. Móðirin,
Helga Magnúsdóttir, var af
samsv7arandi fínum ættum, þar
sem sýslumenn koniu fyrir i
röðum.
Þar fyrir er fátt eða réttara
sagt ekki neitt vitað um æsku
og uppvaxtarár Björns. En það
liggur i hlutarins eðli, að af-
komanda sýslumanna í báðar
ættir var ekki ætlað að verða
kotkarl í Blönduhlíðinni; hann
var auðvitað drifinn til
mennta. Samt finnst nafn hans
ekki meðal skólasveina á Hól
um og Skálholti frá þessum
tima. Ekki er heldur vitað,
hvenær Björn sigldi til Dan-
merkur, en þar hafði hann ver-
ið í að minnsta kosti átta ár,
þegar hann kom heim, þrítug-
ur að aldri, árið 1768.
Það virðist raunar furðu-
legt á þessum tíma, að hinn
ungi afkomandi sýslumanna,
skyldi ekki leggja stund á lög-
fræði. Hafði þó staðið talsverð
ur ljómi af þeim sumum, for-
feðrum hans, til dæmis afa
hans, Birni sýslumanni Péturs-
syni á Burstafelli. Um hann seg-
ir svo í Islenzkum æviskrám;
„Hann var afarmenni að burð-
um og hafði eftir því skaplyndi
og vöxt, talinn bjargvættur
sakamönnum, héraðsríkur mað-
ur og hafði á sér höfðingja-
snið, enda auðmaður."
En hvað um það; Björn
Jónsson komst í læri í lyfja-
fræði í Danmörku og var nemi
í sex ár í Vajsenhus apóteki í
Kaupmannahöfn, eða drengur
eins og slíkir nemar voru þá
nefndir, og vann siðan i tvö
ár í apótekinu, unz hann
sigldi heim að nýju og gerðist
aðstoðarmaður Bjarna Pálsson-
ar, landlæknis, árið 1768. Björn
Jónsson hafði ekki stundað
nám við Hafnarháskóla; það
var ekki fyrr en um það leyti
sem Björn lauk prófi, að lyfja
sveinum leyfðist að sækja fyr-
irlestra við læknadeild Hafnar
háskóla. En áður en þeir gætu
hafið störf í lyfjabúð, urðu þeir
að sýna deildarforseta lækna-
deildar háskólans skilriki sin
og vinna eið að þvi að afgreiða
lyfseðla „flitterligen og trolig-
en.“ Sjálft námið fór einvörð-
ungu fram i lyfjabúðunum.
Eftir að Björn Jónsson hafi
flutzt heim og kynnzt skipan
mála hjá landlæknisembættinu
i Nesi við Seltjörn, hefur hon
um trúlega snemma komið í
hug, að heppilegra væri að að-
skilja lyfjabúðina frá land-
læknisembættinu, og raunar
sótti hann um það til konungs
á árinu 1770. Ólafur Stefáns-
son, frændi Björns, var þá amt-
maður og studdi Björn dyggi-
lega. Ljóst er, að Björn hefur
sótt um lyfsöluembættið, þótt
umsóknin sé týnd; aftur á móti
er til greinargerð Thodal stift
amtmanns um þessa umsókn
Björns. Þar segir svo: „Da
Supplicanten er et meget
skikkeligt, ædruligt og flittigt
Menneske, samt af alle her an
seet for habil og man agter det
for Publico tienligt, at Apo-
•theqvet blev fra Landphysicatet
adskildt saa tager jeg ikke i
Betænkning allerunderdan-
igst Ansögning til Eders Konge
iige Majestets Allernaadigste
Forgodtbefindelse.“
Björn Jónsson fór fram á, að
lyfjabúðin yrði skilin frá land
læknisembættinu og honum
veitt lyfsalastaðan „som privil-
egeret Apotequer" eins og það
heitir í rithætti þessa tíma.
Einnig vildi Björn að húsinu í
Nesi við Seltjörn yrði skipt
jafnt milli landlæknis og lyf-
sala og að þeir fjármunir (400
rd sem ætlaðir voru til lyfja-
kaupa, rynnu til lyfjabúðarinn
ar. Hann stóð ekki einn; auk
Ólafs Stefánssonar og Thodals,
mælti sjálft kanseliið með skipt
ingunni ásamt Collegium Medi-
cum. En það var með því skil-
yrði, að Björn tæki próf og
fengi erindisbréf frá Collegi-
um Medicum.
Bjarni Pálsson, landlæknir,
var ekki talinn fagna þessari
fyrirhuguðu breytingu, enda
var þarna um að ræða talsvert
hagsmunamál fyrir hann. Ein-
hvern ágóða hefur hann trú-
lega haft af lyfsölunni. Auk
þess kvartaði Bjarni landlækn
ir mjög yfir skerðingu þeirri á
húsrými, sem fyrirhuguð var á
Nesi; „Men skulde da apoteqv
eren með tiden behöve meere
husrum, maate hand eftir
haanden tillægge sig den selv.
Naadige Herre. De veed selv
hvor knapt Husrum her er, . “
Málið og stafsetningin er
óneitanlega það athyglisverð-
asta, þegar Ólafur stiftamt-
maður svarar landlækni. Og
þetta átti þó að heita íslenzka:
Það var í tizku að skrifa lang
ar setningar. Dragið nú and-
ann djúpt og lesið í einni lotu
fyrstu setninguna í svarbréfi
Ólafs!
„I Andledning af Cancelliets
Befaling til Apothekarans Mr.
Biorns Jónssonar ad hann
skule reisa niður til Khafnar til
að taka þar sitt Examen og á
máti Jnstruction sem bestalter
Apotheqver her i Lande, er Ég
heyri og formerki yður sé ey
gedfelt, má Ég hripa þessar
Línur, er eiga að gefa ydur til
kynna, að Ég næstlidet Ár eft-
er Hr. Stiftamtmannsins befal-
ing gaf honum Underrettning
um ydar Laun og hvad til Apo-
theksins af hanns Maj.t. lagt
være, eirnenn mitt Álit um
þad hvert ydar og publico
mundi vera hentugra og fordel
agtugra ad þar væri erin a
parte Apotheker, edur ad Apo-
thekid væri alltiid undir eins
Landphysici Höndum og An-
svare.“
Um haustið 1771 hélt Björn
Jónsson utan að nýju og tók til
skilið próf 5. desember það ár.
Nokkru síðar, 18. mai’z 1772,
var hann síðan skipaður fyrsti
lyfsali landsins með konungsúr
skurði og eru því nýlega liðin
200 ár síðan. Veitingin var þó
dýrt spaug fyrir Björn; hann
þurfti að greiða fyrir það
nokkurn veginn fjórðapart af
árslaunum lyfsalans, sem þá
voru ákveðin 50 rikisdalir. En
erindisbréf Björns var gefið út
hinn 10. maí þá um vorið og
var honum þá ekkert að van-
búnaði.
Aðstæður til lyfjaverzlunar
á Nesi við Seltjörn hafa ugg-
laust ekki verið á marga fiska.
Nokkru eftir embættistöku, fór
Björn fram á, að byggð yrði
ný vinnustofa (laboratorium
fyrir lyfjabúðina. Thodal stift-
amtmaður mælti með þeirri
beiðni um haustið 1772 og kvað
núverandi vinnustofu of litla,
óþægilega og að auki „farlig
for Huset,“ sem liklega táknar
eldhættu. Kostnaðaráætlun fyr
ir viðbótarbyggingu upp á 600
ríkisdali var lögð fram, en
Rentukammerið var sjálfu sér
likt og hét aðeins 200 rikisdala
styrk. Ekkert var þó gert fyrr
en eftir að Bjarni Pálsson dó
um haustið 1779 og Jón Sveins-
son tók við landlæknisembætti.
Endanleg skipting hússins fór
fram 1782. 1 hlut lyfsalans
Keykjavík árið 1770, tveiiriur árum áður en Björn Jónsson fékk lyfsöluleyfi í Nesi.
23. april 1972
L.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9