Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Blaðsíða 11
Gamlir munir úr Reykjavíkur apóteki LítiU pottur nieð raufum í lokinu, sein notaður var til g-ufuhitun- ar. Til htegri er vatnshitaður burrkskápur fyrir pillur. ir spænir til að setja skammta í bréf, en ástaeðan er einfaldlega sú, að spænirnir þykja svo góðir, að skeiðar úr öðruni ei'mnn taka þeim ekki frani. f gamalli verzlunarbók getur að Iíta úttektir manna í Reykjavík og ber Jiar talsvert á vín- og vindlingaúttektum, en sú munaðar- vara var þá seld í apótekinu. Hér er síða úr verzlunarbókinni frá 1892 og úttektin tilheyrir þekktum borgara á þeirri tíð, Birni 31. Olsen. hvorki né drakk og var nær óhuggandi.“ Hvenær þessi veikindi bar að höndum er þó ekki vitað með vissu. Guðfinna er horfin úr sóknarmannatali 1792, dánar dag hennar hefur þó ekki tek- ist að finna. En elzta hejimild um veilu apótekarans er að finna í bréfi frá Jóni Sveins- syni, landlækni til Ólafs Stef ánssonar, stiftamtmanns, 25. maí, 1792. Þar segir meðal ann- ars svo: „Viðvíkjandi Apótekaranum, hann hefur um nockra tíð ver ið bágt haldinn uppá Gieðs- muni, en afvexlar, so hann er stundum betri, og stundum aft- ur lakari, heíur þetta merkz einkanlega síðan fyrst í innver andi Mánuði, og skyldi það fara í Vöxt með öðrum Bágind- um, vill verða grátlegt, með hann, og honum næstum ómögulegt lengur að viðblífa. Yðar háveiborinheitum mun ei að öllu ókunnigt hans áform, i að vilia afstanda Apó- tekinu til Mr. Magnúsar Orms- sonar. Þetta, so vel sem eftir- sión að Apotekinu, þreingir nú til yðar Hávelborinheita háu Nærveru, Ráðleggingar og Hiálpar, hverrar ég og einn- inn undirdánigast óska fyrir mig og hann að meiga niótandi verða við fyrstu Belegheit . . .“ Landlæknir ítrekaði þetta er indi sitt hálfum mánuði síðar og má af. því ráða, að Birni apótekara sé í rauninni lítill greiði gerður með því að hafa hann áfram i embætti; svo af- leitt er ástand hans orðiö um þessar mundir: „Pra omlrent den 6. Maii sidste har Apotheqver Björn Jonsen veret saaledes forrykkt og forhindret i hans forstand at han ekki kan betroes alle- ene at forestaae Aportheqvet ..“ Jafnframt var mælt til að Magn úsi Ormssyni yrði falin forsjá lyfjabúðarinnar. Hefði nú mátt ætla, að þetta mál væri til lykta leitt og hefði það áreið- anlega verið Birni Jónssyni fyr ir beztu úr því sem komið var. En þá gerðist það, að hann fór að jafna sig og náði „fuldkomm en Hilse“ um sumarið. Þá skrif aði hann stiftamtmanni og beiddist þess að fá að nýju full yfirráð yfir lyfjabúðinni. Og ekki stóð á góðum undir tektum: Ólafua’ Stefánsson, stiftamtmaður á Innra hólmi, skrifaði svo i nafni embættis- ins og að sjálfsögðu á dönsku: (Björn er ýmist skrifaður Jon sen eða Johnsen). „Da Hr. Apotheqver Johnsen er nú kommen til fulkommen Hilse, saa tilhörer ham, men ikke Mr. Magnus Ormsen læng er Bestyrelsen saa vel over hans Hus som Apotheqvet . .“ En bati Björns var því mið ur líkt og skin milli skúra. Eft ir að hann var kominn í emb- ættið að nýju, sótti fljótlega í sama horf og gengu klögumál- in milli embættismanna. I júli- mánuði 1794 skarst Sigurður Pétursson, sýslumaður, i málið að beiðni Magnúsar Ormssonar og landlæknis. Skrifaði sýslu- maður stiftamtmanni langt bréf og segir Björn drekka ákaf- lega mikið; að hann sé orðvond ur, skammi og berji ókunnuga jafnt sem heimafólk. Þá hefur það einnig borið við, að Björn hefur tekið hesta ókunnugra, að hann reyni að skemma í draga efni úr jurtum. lyfjabúðinni, gangi berfættur og jafnvel hálfnakinn. Sýslu- maður lagði til, að apótekarinn yrði fluttur í burtu eða settur i varðhaid heima. Af einhverjum ókunnum ástæðum þóttist stiftamtmaður ekki geta svipt Björn Jóns- son frelsi. En Magnús Orms- son var nú búinn að taka próf og kominn með réttindi til að reka lyfjabúð. Nú var engu hægt að bera við lengur og tók Magnús við starfinu, en Björn lifði enn um fjögurra ára skeið. Urðu endalokin á emb- ættisferli hans mjög raunaleg og varla hægt að álykta ann- að en Ólafur stiftamtmaður hafi gert honum bjarnar- greiða, með þvi að tryggja hon um sjúkum lyfsöluréttinn. Björn Jónsson var barn átj- ándu aldar. Hann braut dálít- ið blað í verzlunarsögunni; hann var samtiðarmaður Skúla fógeta, fylgdist með uppbygg- ingarviðleitni hans og lifði Móðuharðindin. En þar fyrir varð hann ekki gamall maður á nútiðarmælikvarða; hann and aðist í Nesi í september, 1798, sexlugur að aldri. Og grafinn er hann i kirkjugarðinum í Nesi. Af vísukorni einu má ráða, að hann hafi ekki verið grát- inn, en vera má að visan sé ort í grini og gefi ranga hugmynd um þau eftirmæli, sem Björn Jónsson hlaut. En vísan er svona: Þá apótekarinn andaðist Björn engum varð mjög þungt um. Þeir settu hann niður Sels í tjörn svo er það búið. Punktum. 23. apríl 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.