Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Blaðsíða 10
kom: 1. Búrið. 2. Eldhús og öndin. 3. Göngin. 4. Baðstoía. 5. Smiðjuhús. 6. Hjaliur við sjó i-qjl. 7. Húsmannshús. 1 hlut landlæknis féll hins- vegar: 1. Bæjardyr. 2. Stofan. 3. Skáiinn með skálahúsi. 4. Skemman. 5. Fjósið. 6. Tómthús ið Nýienda. í einkamáium Björns Jóns- sonar gerðust þau tiðindi merkust, að hann gekk að eiga G-uðfinnu Guðiaugsdóttur hinn 3S. ekt. 1774. Gaf hann brúði sinni 160 ríkisdaii í morgun gje-f eins og siðvenja og lög gerSu raunar ráð fyrir; auk þess gerðu þau hjónin með sér kaupmála. Guðfinna var góðr ar se-ttar, dóttir Guðlaugs Þor- geirssonar prófasts í Görðum á Álftanesi. Ekki fara sögur af sambúð þeirra hjóna, en efcki vascð þeim barna auðið. Aftur á móti óiu þau upp að mestu ieyti þrjú bróðurbörn Björns. Samkvæmt manntali 1784 eru um 20 manns í heimili hjá Birni. Það hefur verið áskipað í þeim húsakynnum, sem hann hafði til umráða í Nesi. Þar að auki voru 19 manns tii heimilis hjá iandiækni og samkomulagið ekki upp á það bezta. Ekki eru heldur nein merki þess, að menn hafi almennt fagnað því að fá lærðan lyf- saia, nema síður væri. Kannski er það skiljanlegt. Til þess var ætiazt, að apótekarinn gæfi fá- tækum meðul. En hvar átti hann að draga mörkin? Sjálfur át'ti hann að fá 50 rikisdali til framfæris af þeirri 400 rikis- dala upphæð, sem veitt var til iyfsölunnar. Kjailaraholan í Nesi við Seltjörn varð vagga Reykja- vikur Apóteks. Þar voru þykk ir veggir en kaldir og birtan af skornum skammti. Sótt- hreinsun var þá ekki komin til sögunnar og iíklegt má teija, að meðálaúrvalið þætti í fátæk iegra lagi nú á dögum og þar að auki nokkuð furðulegt. 1 grein, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 2. marz, 1930 um sögu Reykjavikur Apóteks, segir svo: Mest hefur vafaiaust kveðið að ails konar grasaseyðum, er þá voru mjög móðins". Var Birni Jónssyni apótekara eitt sinn veittur 200 ríkisdala styrkur til þess að reisa ,,elda- stofu" í sambandi við Apótek- ið, eítir því sem Magnús Steph ensen segir í „Eftirmæium 18. a)dar“. Eins mun hafa komið til orða, að Björn apótekari kæmi upp grasagarði í Nesi, þar sem ræktaðar væru alls- kenar lækninga- og iyfjajurtir. Er ókunnugt hvað orðið hefur úr framkvæmdum í þvi efni. Nokkra hugmynd um iyf og lyfjafræði þeirra tíma geta menn fengið af upptalningu eða eins konar efnisyfirliti í ritgerð 1 Lærdómslistaféiags- ritum um „aigengustu" læknis- meðul. Meðulin eru þessi talin: Bygg, hafrar, rúgur, humall, tóbak, ger, mjóik, edik, vín, terennivín, hunang, sykur, fíkj ur rúsínur, tjara, gult bik, sápa, salt, álún, brennisteinn, sét kiit, kalk járn, egg, nauts- gail og vatn. Um hið algenga „læknismeð- aJ" kait vatn, er sagt i ritgerð þessari m.a.: Kalt vatn hefur ein upp- hwtjandi, styrkjandi og aðherð- andi verkun, gerir því stórt gagn í sjúkdómum, er ieiða aí likarhs, og einkanlega sina- kerfisins linleika; sjaldan brúkast það mikið innvortis, þí sje dreypt á þvi, eður lítið drukkið, er það viðurkveikj- andi, og hjálpar við Jítilieika og öngvitum." Engin afnot hafði Björn af jörðinni Nesi meðan Bjarni landlæknir lifði. Hins vegar hafði hann löngum haft mikinn áhuga á ræktun ýmiss konar og eftir lát iandlæknis fór hann fram á skiptingu jarðarinnar og gerði síðar merkar korn- ræktartilraunir. Hann hafði einnig einlægan áhuga, á að aðrir landsmenn fylgdu for- dæmi sínu og til að stuðia að því, þýddi hann úr dönsku „Breve om Agerdyrkning" eít- ir Hannes Finnsson biskup. Taisverða athygli vakti til- •raun, sem Björn gerði til korn ræktar í Nesi sumarið 1769. Þá fékk hann fuilvaxta korn og var þó ekki góðærinu fyrir að þakka, því sumarið var eitt hið kaldasta um langt bil „svo að melurinn, sem vex sjálfkrafa, hafi þá eigi orðið fuHvaxta." Thodal stiftamtmaður studdi þessa viðieitni Björns í Nesi; lét hann árið 1775 mala grjón af byggi því er hann fékk ár- ið áður og gerði úr því graut um sumarið á Aiþingi og gaf embættismönnum að borða þeim til uppörvunar. Ári síðar er þess getið, að Björn hafi fengið eina tunnu af vel þrosk- uðu byggi úr 100 ferföðmum iands. En tímaskeiðið var ekki hag- stætt til ræktunar; nú fóru í hönd þau ár, er harðindi hafa orðið einna mögnuðust á ísiandi ekki ósvipað því er verið hafði nákvæmlega 100 árum áð- ur og endurtók sig að veru- legu leyti 100 árum siðar, þeg- ar Isiendingar gáfust í hópum upp á harðbýlinu og héldu til Vesturheims. Sem sagt; Björn Jónsson hélt tilraunum sínum áfram, en árangurinn varð smár sökum mikilla vorkuida og óhagstæörar sumarveðráttu. Árið 1777 varð uppsVerubrest ur af þessum sökum og er ekki getið um komrækt hjá Birni eftir það. En hann hafði ekki einskorðað sig við korn; eitt árið fékk Björn lyfsali 6 tunn- ur af karrtöflum og meðai ann- ars, sem hann ræktaði með góð um árangri voru Botfelskar rófur. Sveinn Pálsson getur þess í dagbók sinni í október 1791, að á Görðum, Bessastöðum, í Nesi hjá Birni lyfsala og i Reykja- vík hjá Scheell fangaverði séu beztu garðarnir „um þessar slóðir." Hann getur þess einn- ig á öðrum stað í dagbókinni, að Björn sé merkur maður fyr ir þekkingu sína á grösum og atorku í framkvæmdum. Nokkuð hafði borið á geð- veiiu hjá ýmsum ættmönnum Björns lyfsala og á síðari hluta ævi hans, fór að bera á slík- um einkennum hjá honum sjáif um. Hannes Þorsteinsson tei- ur í Ævum lærðra manna, að fyrst hafi borið á þessari veiiu í fari Björns, eftir að Guðfinna kona hans, veiktist: „Hann gekk út og inn grátandi, át m^m^mm.... i -v* y mmmt mmim a-v- ^mill l ■■■ i r lUVi. I Þannig leit Reykjavíktir apótek út eftir að það hafði verið Iluti irS Nesi vifl Seltjörn í Thorvald- sensstræti við Austurvöll 1832. FÁL5SO.N \77l maúkús onusw* U*i ^ UDDBBANDU* YlOfUSSON f*li OiU'slW ntOltABKXSRN íouah iMukn unux* M4* Am*K* BAwriBtfr U77 muj. sowitn kbouer 12 i V' 5/ 4 liíí km:í, hans tvkpf ífi** JíAjtTJN CHHISTÍAN MICHAEl. I.ARS- UND. tVll PF.T&H OLttf' CHRJSTEN'SKS P SCHEVINtí TMORSTKISSSOS SíOVKm-fi ÓLAKS$ON í afgreiðslusal Reykjavíkur apóteks má sjá hver jir hafa verið lyfsalar þar, allt frá Bjarna Páls- syni og Birni Jónssyni í Nesi til Sigurðar Ólaíssonar, núverandi lyfsala. Táknræn afsteypa af einu af verkum Thorvaldsens í af- greiðslusal apóteksins, Heba, gyðja æsku og þjónustu. afgamlar trékrukkur, sem enn eru í notkun. Mortél og stautur, hvort tveggja gamalt og slitið. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. apiil 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.