Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Blaðsíða 12
Gabriel García Márquez Síðdegi þriðjudagsins SMÁSAGA Guðbergur Bergsson þýddi Lestin ók gegnum rautt, hljóðbært kiettaskarðið inn á óendanlegar og einslaga ban- anaekrurnar og loítið varð rakt, og nú fannst ekki lengur hafgolan. Kæfandi reyikjar- mökkur barst inn um glugga- boruna á klefanum. Á mjóum stágnum fram með brautarlín- unni stóðu uxakerrur hlaðnar grænum greinum. Hinum meg in brautarinnar, á óhrjálegum, ósánum svæðum, voru skrifstol ur útbúnar rafmagnsviftum, starfsmannaskálar úr rauðum tígulsteini, en milli rykugra pálma og rósalunda, íbúðarhús með hvít borðkríli úti á svölum. Klukkan var ellefu að morgni, og hann var ekki ennþá skoll- inn á með hitasvækjuna. Það er betra að þú lokir glugganum, sagði konan. Hárið á þér fyllist af koiaryki. Stúlkan reyndi það, en rim’a hlifin stóð föst í ryðinu. Þær voru einu farþegarnir i vagnkríli þriðja farrýmis. Þeg- Gabriel García Márquez fæddist í Kólumbíu árið 1928. Hann er þekktastur fyrir sína stóru ættar- sögu, Hundrað ára einangrun, sem út kom árið 1967, og vakti litla athygli í hinum spænskumæl- andi heimi, áður en hún þar þýdd af tilviljun á erlend mál og fór að tröllríða bókmenntaheámin- um. Saga hans, og reyndar allar hans sögur, f jall- ar um þorpið Macondo og Búendía-fjölskylduna, sem einnig kemur lítillega hér við sögu í þessum stutta þætti. Sagan ber öll þau einkenni, sem sögð eru suður-amerísk: kúgun, byltingar, hugsjónir, hnignun, glötun hugsjóna og byltinga, og svo sami svefninn og áður í hitanum, kæruleysinu og frum- skóginum. Allt þetta streymir fram eins og á breið- tjaldsmynd í eðlilegum litum, en þó er verkið allt annað: eins konar mjófilma. í þeim galdri er list Márquez fólgin. ar reykurinn héCit áfram að streyma inn, reis stúlkan úr sætinu og lét í staðinn þann litla farangur, sem þær hötfðu meðferðls: poka úr plastefni og bíóm vafin innan í dagblöð. Hún sett'st í sætið á móti, fjær ig’ugganum, gegnt móður sinni. Báðar voru í svöi'tum og fátæk legum sorgarkiæðum. Stúlkan var tódif ára, og þetta var hennar fyrsta ferða- lag. Vegna bláleits æðanets á augnalokunum og smávaxins, mjúks óiögulegs lílkama í kjól l'íkurn sniðiausri hempu, virtist konan vera of gömul til þess að geta verið móðir stúOkunn- ar. Hún sat teinrétt og þrýsti bakinu fast upp að sæt.mi og hé’.t báðum höndum um s’Kitna vaxdúkstösíku. Or svip hennar iýsti aliger ró þess fól'ks, sem er samigróið fátæiktinni. Hann skall á með hitasvækj una á hádegi. Lestin nam stað- ar i tíu mínútur á brautar- stöð úti í óbygigð til að taka vatn. Fyrir utian, í dularfullri kyrrð bananaekranna, var skugginn tær. En inni i vagn- inum lyktaði staðnað loftið af hráu skinni. Lestin jók ekki aftur ferðina. Hún kom við í tveimur nákvæmlega eins þorp um með timburhúsum máluð- um í skærum litum. Konan hneigði höfuðið og féll í mók. Stúlkan tók af sér skóna. Síð- an fór hún á klósettið til að láta skrælnaðan blómakrans- inn í vatm. Þegar hún sneri aftur í sætið beið móðir hennar með matinn. Hún rétti stúlkunni ostbita, hálfa maisköku og sæta kex- köku, og handa sj'álfri sér sótti hún sama skammtinn i plast- pokann. Á meðan þær mö>tuð- ust rann lestin hægt yfir jám- brú og ók fram með nákvæm- iega eins þorpi og hin, nema í þessu stóð mannfjöldi úti á torgi. Hljóansveit lók fjörugt lag í steikjiaindi sólsikininu. Ban anaræiktin endaði handan við þorpið úti á sprunginni og hrjóistrugri siéttu. Konan hætti að borða. Farðu i skóna, sagði hún. Stúlkan leit út. Hún sá ekkert annað en slétluna þar sem lestin herti aftur ferðina, en hún stakk síðasta bitanum af kexkökunni i pokann og dreif si:g í akóna. Konan rétti henni kambinn. Greid'du þér, saigði hún. Lestin fór að flauta á meðan stúikan greiddi sér. Konan þerraði svitann af hálsinum og strauk fitu af andllitlnu með fingrunum. Þegar stúlkan lauk við að greiða sér fór lestin fram hjá yztu húsuim þorps, sem var stærra, en óhrjálegra en hin. Ef þú þarft að gera eittihvað, gerðu það þá núna, saigði kon- an. Og svo, þótt þú sért að deyja úr þorsta, drekktu hvergi vatin. En einkum farðu ekki að gráta. Stúlkan hneiigði hiöfuðið til samþykkis. Gegnum glugga- boruna blés sjóðheitur, þurr vindur, biandaður pípi lestar- innar og gjökti gamalla vagn- anna. Konan vaíði pokanum saman og stakk í töskuna. And artak sást gegnum gluggann út yfir þorpið, ljótnandi i heið- ríkju ágústdagsins. Stúlkan vafði gegnvotum dagblöðunum utan um b'.ómin, færði siig ögn frá glugganum og leit ákveðin á móður sína, Konan svaraði með rólegu augnaráði. Lesfin hætti flautinu og dró úr hrað- anurn. Skömmu siðar nam hún staðar. Jámbrautarstöðin var mann- auð. Allt var lokað, nema bilj- ardsalur handan götunnar i sikugiga möndlutrjáa á gang- stéttinni. Þorpið synti í hitakóf inu. Konan og stúlkan stigu úr lestinni, gengu í gegnum tóma stöðina, sem farin var að sprimga undan ágangi gróðurs- ins, og leituðu yfir götuna í Skug.gann á gangstéttinmi. Klukkan var næstum orðin tvö. Á þessum tírna dags svaf þorpið kæft í móki síðdegisins. Vöruhúsln, opinberar skriístoí ur og þorpsskólinn lokuðu klukkan eilefu, og opnuðu ekki aftur fyrr en rétt fyrir klukk- an fjögur, þegar lestin kom tii baka. Aðeins síiöðvarhótelið, biljardskáli þess og drykkjar- stofa, og skeytastöðin við einn enda torgsins, vöru opin. Hús- in, flest byggð í stíil bananafé- laigsins, voru harðCæst og með 'gluggahlerana aftur. I sumum þeirra var slíkur hiti, að ibú- arnir borðuðu í húsagarðinum. Aðrir færðu sæti inn í skugga möndlutrjánma og sváfu síðdeg ið úti á götunni. Konan og stúikan þræddu skugga möndlutrjánna og kom ust inn í bæinn, án þess að haifa raskað ró síð'degisins. Þær hé’du beina leið að prestisbú- staðnum. Konan renndi fingri yfir járngrind á hurðinni. Fóta takið heyrðist ekki. Lágt marr í hurð heyrðist, og 9íðan var- færin rödd við netið: „Hver er það?“ Konan reyndi að sjá i gegnum möskvana. Ég þarf að tala við prestinn, sagði hún. Hann sefur. Það er áriðandi, sagði konan ákveðln. E>yrnar opnuðust hljóðiega, og í gættinni stóð íeitlagin, mið aldra kona náföl í andliti og með járngrátit hár. Augu henn ar virtust vera óeðlilega smá að baki þykkra gleraugnanna. Komið inn, sagði hún og lauk upp fyrir þeiim. Þær gengu i sal, sem iyktaði af gömlum blómailmi. Hússtýr- an fylgdi þeim að trébakk og benti þeim að fá sér sæti. Stúlkan settist, en móðlr hsnn- ar kre’.sti hreyfingariaus tösk- una á milii handanna. Þögn ríkti að baki rafmagnsviftunn- ar. Hússtýran birtist í dyrunum fyrir enda salarlns. Hann biður yk'kur að koma aftur eftir klukkan þrjú, sagði hún lágróma. Hann lagði sig fyrir fimm mínútum. Lestin fer kluk.kan hálf fjög- ur, svaraði konan. Svarið var stutit og ákiveðið, en röddln var áfram róieg og h.jómrí'k. Þá fyrst brosti hús- stýran. Jæja, sagði hún. Konan settist hjá stúikunni, þegar dyrnar íyrir enda saiar ins lokuðust. Biðsaiurinn var þröngur, fátiæklegur, hreinn og í hirðu. Handan við trébrík, sem skipti herberginu í tvennt, stóð einfa.it vinnuborð klætit vaxdúk, og á því stóð gömul ritvél hjá blómavasa. Að baki þess kirkjubækurnar. Auðséð var að ógiít kona sá um skrif- stofuna. Hurðin opnaðist, og að þessu sinni birtist presturinn, ,sem fægði gieraugun með vasa- klútnum. Eftir að hann hafði iátið þau á sig sást, að hann var bróðir konunnar, sem opn- aði fyrir þeim. Hvað er yður á höndum? spurði hann. Að fá lyklana að k'rkjugarð inum, svaraði konan. Stúlkan hélt á biómuTium í kjöltunni og krækti saman tán- um undir bekknum. Prestur- inn leit á hana, síðan á konuna, og því næst út um járngrind giuggans á bjartan, heiðan him ininn. 1 þessum hita, sa.gði hann. Þér hef&uð getað beðið þess að sólin læfckaði á lofti. Konan hristi höfuðið þegj- andi. Presturinn dró vaxdúks- klædda bólk úr skápnum á bak við brikina, pennastokk og biekbytitu, o,g sett'st við borðið. Hárið, sem hann vamtaði á höf uðið, óx villt á höndum hans. Að hvaða gröf ætlið þér? spurði hann. Gröf Carlos Centenos, svar- aði kionan. Hvers? Frainliald á bls. 16. ]?, L.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. april 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.