Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1972, Blaðsíða 11
andi pers&wur, meira a8 segja. á8ur en sagan skýrir frá kristnitökunni. Það er gem sagt kristinn hugsun- arháttur fyrir í landtnu, þó kristni sé ekki emnþá lögtekin og viðurkennd, þetta virðist mér þýða það, að í tíð höfundar, í þessu tilfelii Grims prests, var kristni að vísu komin á en ekki enn komin tii fullra áhrifa, að hans dómi, þrátt fyrir viðleitni ýmsra góðra manna. Vegna samamburðar síðar,. ætla ég að flokka nokkr- ar af persónum Njálssögu á eftirfarandi hátt. 1 fyrsta lagi undirróðursmennina: Mörð og Val- garð grá, föður hans og Skammkel, „at Hofi öðru“ (nú Minna-Hofi). 1 öðru lagi sáttargerðarrnennina: Þorgeir Ljósvetn- ingagoða, Snorra goða, Hall á Síðu og Gissur hvita. 1 þriðja lagi hina sáttgjörnu: Njál á Bergþórs- hvoli, Gunnar á Hlíðarenda, Hrút Herjólfsson, Ketil í Mörk og Þorgeir skorargeir, svo nokkrir séu nefnd- ir. Þessu mæst vil ég litillega ræða nokkra atburði í Njálssögu og bera saman við atburði, sem gerðust í tíð Grims. Árið 1253 er samþykkt á Alþingi: „at þar sem ágreindi guðslög og landslög, þá skulu guðslög ráða.“ Með öðrum orðum verða guðslög, e.k. hæstiréttur í tið Njáluhöfundar, saimþykkt þessi hefur átt að stuðla að því, að deilumálum lyki ekki með Viga- fcrlum, en verður til þess að auka deilur milli höfð- l.i'gjavalds og kirkjuvalds, sem ljósast kemur fram í Staðamálum. 1 Njálu er þessu lýst, eftir því sem ég bezt fæ séð með setnimgu fimmtardómslaganna, en þar er því svo fyrir komið, að þau eru þar sett, að mínum dórni í ákveðnum tilgangi höfundar á undan kristnitökunni, sem er sagnfræðilega rangt, til þess að ná atburðarás sinnar eigin samtíðar. Skyldi eng- inn efast um, að hann (Grímur) hafi ekki vitað betur. I Njálu sýna málaferlin á Alþingi, um vi-g Höskuld- ar Hvítanesgoða og Njálsbrennu, fimmtardómslögin í framkvæmd og um leið, að dómi höfundar, gagns- leysi þeirra. Ég er auk þess viss um, að með hinum miklu málaferlum og flækjum, er hann að sýna fram á vanmátt allra landslaga gegn róstuim og yfirgangi Sínis tírna; þvi setji maður þessa mynd inn þar sem saimþykktin frá 1253 á að koma að gagni, verður út- koman sú hin sama, eins og saga Árna biskups lýsir einna bezt, er hún segir frá fyrstu árum hans og baráttu á biskupsstóli, séð frá sjónarhóli fylgismanna hans. Frá þeim sama sjónarhóli má benda á getu- ieysi Sigvarðar biskups, þrátt fyrir góðan vilja að nýta þessa samþykkt Alþingis. Athygli&vert er það í Njálu, að um kristniboðun á íslandi, er einungis sagður sá hluti þeirrar sögu, er Þangbrandur prestur stóð að, þar sem mestri hörku var beitt við boðunina. Þetta verður þó skiljanlegt, þegar haft er í huga viðhorf og aðgerðir Árna og fyígismanna hans til að koma sínum málum fram. Þá skulum við hugleiða nokkuð kristnitökuna á Alþingi, eins og frá henni er skýrt í Njálu með þeim frávikum, sem gerð voru til samkomulags, þau eru eins og sagan greinir, að: „bera eigi út börn ok eta ei'gi hrossakjöt, — s'kal fjörtoaugssök á vera, ef Víst verður, en ef leyniiega er með farið, þá skal víta- laust.“ — Og þar strax á eftir: „En þessi heiðni var afnumin öli á fárra vetra fresti.“ Þetta tel ég eigi að lýsa þeim árangri sem Árni toiskup hefur náð — og nær síðar, með einbeitni og hörku í líkiwgu við aðferðir Þanigbrands, enda var efltir komu hans til Noregis frá þessari för svo hertur róðurinn af Ólaifi konungi, sem leiddi til þess, að kristni var lögtekin á íslandi sumarið eftir, sem kunnu'gt er. Þessu rnæst mun ég taka ti(l íhugunar nokkrar persónur í Njálsisögu svo þar með ýmsa atburði í sambandi við þær til samanburðar samtimamanna Grims. Er þá komið að þeim kafla, sem hefur verið einna erfiðasitur fyrir mig, bæði vegna takmarkaðs bökakosts, og eins vegna hins yfirgripsmikla efnis, Kirkjan í Odda sem þar er að finna, enda lanigt frá, að ég hafi getað tæmt það til fullnustu, læt ég því aðeins fljóta, sem ég tel mér fært að svo komnu, jafnvel þó að margt af því taigi freisti manns, sem meiri vafi leikur á um, hvort staðizt geti. Til þess samanburðar hefi ég að mestu leyti stuðzt við Islendingasögu Sturlu Þt,'ðarsonar og Árna sögu biskups Þoriákssonar, enda mest á þeim að græða viðvíikjandi þessu efni. Um mat á mönnum og at- burðum i sögu Árna, má hiklaust fullyrða, að hafi verið hið sama hjá Grimi og þeim, er skrifaði sögu Árna, sem var Árni Helgason (bisikup 1304—1320) systursonur Staða-Árna og eftirmaður hans á biskups stóli. Hið sama gildir ekki hvað viðkemur Grími og Sturlu, þótit ekki séu þeir hreinar andstæður, má þvi finna þar margt, sem hnígur i sömu átt og furðu keimlikt, eins og reynt verður að benda á með nokkr- um dæmum, þó af mörgu sé að taka, eftir þvi sem tilefni gefast. Sá hluti Njálu, þar ti'l Gunnar á Hlíðarenda fellur, tel ég að eigi að lýsa ástandinu í landinu á þrettándu öld, fraim að þeim tíma, er Árni verður biskup, 1269, þá er konungsvaldið búið að ná öllum yfirtökum í landinu og hinir veraldlegu höfðingjar einskis megn- ugir gegn því og nýtt tímabil hefst með baráttu kon- ungsvalds og kirkjuvalds. Þá skail snúið sér að fyrirmyndum höfundar, sem ég hef að þessu sinni augastað á. Verður þá fyrir mér fyrstur Gunnar á Hlíðarenda, framar í bókina, í þessu skyni, treysti ég mér ekki, að svo komnu máli. Hans fyrirmynd tel ég nokkuð öruggt vera, Gizur Þorvaldsson, jarl, skulum við þvi byrja með að Hta á, hvernig þeim er lýst, öðrum í Njálu, hinum í Sturlungu: STUBLUNGA UM GIZUB ÞOBVALDSSON: „Gizurr var meðalimaðr á vöxt ok a'lira manna bezt á sik kominn, vel limaðr, snareygr — ok lágu fast augun, — ok skýrlegr í viðbragði, betr talaðr en flestir menn hér á landi, bliðmæltr ok mikill rómur- inn, en engi ákafamaður ok þótti jafnan iinn drjúg- ligsfi til ráðgerðar. En þó bar svo oft til, þá er hann var við deilur höfðingja eða venzlamanna sinna, at hann var af- skiptalítill, ok þótti þá eigi víst, hverjum hann vildi veita. Hann var frændrikr, ok flestir inir beztu fyrir suninan land ok viðar váru vinir hans.“ NJÁLA UM GUNNAB FRA HLÍÐABENDA: ....Hann var mikili maðr ok sterkur, manna bezt vigur. . . . Hann var vænn at yfirliti ok ljóslitaðr, réttnefjaðr og hafit upp í framanvert, bláeygr og snareygr ok roði í kinnum, hárit mikit ok fór vel ok vel litt. Manna kurteisastr var hann, harðgör í öllu, fé- mildr ok stilltr vel, vinfastr ok vinavandr. Hann var vel auðigr at fé.“ Það er varfa nein ti'lviljun að koma með sama lýs- ingarorðið „snareygr“ einnig svo þetta, sem segir alveg það sama „engi ákafamaðr,"...........ok stiltr ve1“, þótt orðin séu ekki hin sömu; nánari saman- burð á þessum mannlýsingum, sem fara i sömu átt, álít ég hverjum iæsum manni auðveldan tii þess að sjá, að hér er átt við sama manninn. Þá er nœst að ra'ða lítilsháttar um Haillgerði, konu Gunnars, þar verð ég sem annars staðar að fara stutt yfir sögu, brátt fyrir lokkandi efni. Margan heifur hneykslað meðferð höf. á þessari glæsilegu og vel ættuðu konu og talið honum þá persónusköpun tiil óútmálanlegrar vanvirðu, jafnvel gengið svo langt, að mikið af svívirðunni hefur bitn- að á Gunnari, en frá minum bæjardyrum séð, er þe9su öðru vísi háttað, eins og ég mun nú reyna í stuttu máli að gera grein fyrir. Skal þá fyrst geta þess, að mér virðist höf. gera Hallgerði í sögunni að sni'lidarfegri tá'knmynd konungsvalds'ins í höndum Framh. á l»ls. 12 Að leysa af sér svuntu vanans Ekki skil ég i öðru en fleiri húsmæðrum en mér hafi stundum orðið hugsað til þess, hvort þær væru nú stadd- ar í gærdeginum, deginum í dag eða morgundeginum, þegar þær stóðu við eitthvert vanaverkið: uppþvott, að leggja á borð, taka af borði eða þess háttar. Reyndar gæti slíkt hið sama hent útivinnandi konur, sitjandi við ritvélar, reiknivélar eða saumavélar. Undir slíkum kring- iimstæðiim verður mér stundum hugsað um „blessun rúmheigarinnar“ — og verra gæti það verið. En þarna erum við heimakonurnar lánsamari en þær, sem úti vinna. Við eigimi nefnilega hægara með að leysa af okk- ur svuntu vanans. Þá sjaldan blessuð sólin lætur sjá sig, getum við hent frá okkur uppþvottaburstanum, ryksug- unni eða strauboltanum og farið í sólbað — jafnvel orðið svo fallega brúnar, að fólk heldur að um Mallorca-brúnku sé að ræða, þó að hennar sé nú bara aflað í Breiðholts- eða Árbæjarhverfinu. Við ættimi heldur ekki að vera feimnar við að leysa af okkur sviuitu vanans og bregða á leik með börnum okkar, þó að árunum og kíióunum fjölgi — ef okkur Iangar til þess. I»að er nefnilega ýmislegt hægt að gera á frídögum annað en fara „út að keyra“ og kaupa sér ís í einhverri sjoppunni. Og margt er hægt að fara, að enginn toíll sé fyrir hendi — ýmist gangandi eða í stræt- isvagni. Mér verður hugsað til Öskjuhlíðarinnar i hjarta borgarinnar. I»ar er hægt að ganga um gróin tún, móa og klappir og jafnvel fara i berjamó. Tilvalið er að liggja l>ar í sólbaði í skjóli við stóra steina og virða fyrir sér furnrnar, sem þar hafa verið gróðursetfar á undanförn- um áruni. Ljómandi er líka skemmtilegt að ganga um fjöruna vestast á Seltjarnarnesi og tína þar skeljar, steina og mislit glerbrot, — að ég minnist nú ekki á f jör- nna, þar sem gömlu öskuhaugarnir voru. I»ar ijóma gler- brotin í öllum regnbogans litum, slípnð og fáguð i bylgju- rótinu. Og allt druslið á malarkambinum! I»ar gengur maður yfir ótrúlegustu hluti: gömul ieikföng, búsáhöld og allar mögulegar og ómögulegar tegundir af skóm. En ég ráðlegg fólki með lítil börn að fara ekki þangað, þau vildu áreiðanlega taka allt dótið heim með sér. Og ef maður byrjar að grafa þarna í sandinn!! Heyrt hef ég um miðaldra frú hér í bænum, sem varð svo æst, þeg- ar hún fór að grafa upp gamia peninga og hnífapör með börnimi sínum, að maður hennar ætlaði ekki að fá hana heim, þó að hann lægi á bílflautunni. Já, margir eru |>eir staðir innan bæjar og utan, þó að í lítilli f jarlægð séu, sem gaman er að koma á og athnga. En í lok þessara orða ætla ég aðeins að minnast á einn enn, sem afar gaman er að heimsækja með börnum sín- um. Það er Ásgrímssafnið við Bergstaðastræti. Ekki eru það einungis myndirnar og málverkin, sem gaman er að sýna börnunum, heldur og hin fábrotnu en fallegu luisakynni og húsmunir listamannsins látiia: Búmið hans og náttborðið, þar sem liggja blýantsstubbar i öskju, ferðagrammófónninn, tuskuteppið frá Theódóru Thorodd- sen og litli teketillinn í eldhúsinu. Já, hann Asgrímur var sannarlega einn af þeim, sem höfðu efni á því að vera fátækir. Anna María Þórisdóttir. 1. okitóber 1972 r FSE-ÓK MO^GUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.