Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 3
sins í kompu sinni og hefur auga með gestum. Húsið er ytra nær alveg óbreytt frá upprunalegri gerð. Hið innra hefur því nokkuð verið spillt með nú- og þátímalegum endurbótum. Gólf breiðra og háloftaðra ganga eru lögð marglitum mar- mara og milli eininga í húsinu eru þungar svartmálaðar járn- hurðir á sterklegum hjörum — tveggja mannhæða háar og ein- kar rammgerðar. Áður var húsinu tvískapt. I syðri álmunni var rentukammer- ið, þar undir fjármál og at- vinnumál. I nyrðri álmu var kansellíið, þ.e. fræðslumál kirkju- og dómsmál. Þarna var öllum íslands málum i»ðið í meira en tvær aldir. IV Mikill fjöldi Islendinga star- faði þessar aldir í Rauða húsinu á Slotshólma. Það var nær föst venja, þegar stúdentar höfðu lokið prófi í lögfræði að bjóða sig sem voluntairer í kansellii eða rentukammeri. Menn' voru þar ekki ráðnir gegn föstum launum, fengu heldur þóknun hverju sinni, ef starfskraftar þeirra voru brúkaðir á annað borð. Nefndust þeir þá „kópiistar" og þótti afar fínt. Sumir ílentust þó og f engu fast starf. Þekktastir þeirra íslendinga, sem störfuðu í húsinu voru þeir Jón Eiriksson og Brynjólfur Pét- ursson. Jón Eiríksson átti glæsilegan feril innan danskrar stjórnsýslu. Hann var deildarstjóri i rentu- kammeri frá 1772 til dauðadags 1787. Auk þess var hann yfir- maður konungsbókhlöðunnar. Hann gekkst fyrir stofnun Lær- dómslistafélagsins og annaðist útgáfu rita þess meðan hann lifði. I starfi reyndi Jón allt til að bæta haglandssíns. Bragðvísi heimsins barna la- gðist svo þungt á þennan grand- vara mann, að heilsa hans brast og vetrarkvöld eitt árið 1787, þegar hann ók í vagni sínum yfir Löngubrú, bað hann ekilinn að nema staðar. Þar lauk ,ævi þessa landa, sem komizt hefur til mes- tra metorða hjá Dönum. Á sama tíma var þarna lika ritari Lárus Jónsson Sneefjeld, bróðursonur Skúla fógeta; ein- nig hann endaði ævina dapur- lega. Lárus þessi tók nafnið Sneefjeld af Snæfellsjökli. Hafði hann álizt upp á Staðastað á Snæ- fellsnesi. Árni Sigurðsson frá Hlíðar- enda var ritari undir aldamótin 1800. Bjarni síðar amtmaður Þorsteinsson skrifaði þar viðplt 1805-1819. A samaima var þar kansellísek- reteri Vigfús Thorarensen, sonur ■Stefáns amtmanns Þórar- inssonar á Möðruvöllum, en bilaðist á geðsmunum í þjónust- unni. Brynjólfur Pétursson varð starfsmaður i Kanselliinu upp úr 1830. Árið 1848 var stofnuð sér- leg íslandsdeild við rentu- kammerið og varð þá Brynjólfur deildarstjóri hennar. Eftir daga hans tók Oddgeir Stephensen við stjórn þeirrar deildar og gegndi því framundir aldamót. Jón Sveinsbjörnsson, síðar konungsritari, mun síðastur is- lendinga hafa starfað í þessu rauða húsi Islandsstjórnarinnar á 18. og 19. öld. Var hann þar til ársins 1919. I bók Björns Th. Björnssonar. Á íslendingaslóðum í Kaup- mannahöfn, segir skemmtilega frá starfinu í Rauðu bygg- ingunni: „I ýmsum frásögnum er Kansellíinu lýst líkast ráðningar- skrif.stofu á atvinnuleysistímum. Gangarnir voru sem oftast troð- fullir af hvers konar „kandídata- lýð“ sem hímdi þar daglangt i voninni um að fá eitthvað að gera. Oftar en einu sinni voru skrifuð opinber kvörtunarbréf út af þessum skriftarfúsu auðnu- leysingjum, að þeir hangi uuti í gluggunum allan liðlangan da- ginn, slíti gólfum og stórskemmi veggi. Þegar náðugur departe- mentsjeffinn gengur um, verður skyndilega uppi fótur og fit. menn hlaupa til og bjóðast til að bera fyrir hann skjölin; þeir út- smognustu titla hann einu stigi ofar en virðingu hans ber. Og tilfalli einhverjum sú náð að mega standa uppi við púlt í nokkra daga með hérafót kan- sellísins, kallar sá hinn sami sig óðar kópiista, sem reiknast allt að þvi jafngildi embættisíitils i alþýðueyrum. Hversu einfalt sem málefnið var, þótti sjálfsagt að flúra það með sex eða sjö vitaóþörfum aukasetningum á undan andlaginu í hverri máls- grein. Með því að, og sökum vorra stóru anna, yðar mál i þén- ustusamlegu bréfi datum . . . umtöluðu, og þá af yður um- beðnu suspensation áhrærandi, eigi fyrr höfum, nauðsynlegra undirvísana þaruppá ennú skort- andi og málið í sinni heild, af díverse dokumentum eigi nóg- samlega upplýst verandi, getað uppá besvarað . . . Nokkuð á þessa leið er ritmál það sem nef- nist kansellístfll. Embættismenn norður á ís- landi voru í þennan tíma ólatir til bréfaskrifta, og ekkert bar undir þá svo smátt, að þeir þyrftu ekki óðar að rita rentu- kammeri eða kansellíi langhund þar um. Skriffinnskan var óska- pleg. Þegar frú Guðrún Stefáns- dóttir, móðir Gísla Brynjólfs- sonar, reynir að fá prestsekkna- laun sin greidd i Höfn, er boð- leiðin þessi: „Rentukammerið á að skrifa póststjórninni að biðja sig að biðja það að biðja sig að biðja landfógetann á íslandi að senda aftur kvitteringar, svo hún geti beðið einhvern að borga út pensiónina." Til þess að anna öllum þessum skipsförmum af pappír þurfti að skrifa mörgbréf og taka enn fleiri afrit, þvi þetta var fyrir tfma kolpappírs og ljósmyndunar. íslenzku „vol- untairarnir" voru þvi vel settir, og ekki sizt meðan þeir Brynjól- fur og Oddgeir veittu stjórn- ardeildinni forstöðu. En þótt menn hefjist upp í það að verða kópíistar og fari að tala knosaða iFramh. á Ibls. 12. ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI BOEING Flugþol án viðkomu er km. Rúmgott, bjart, farþegarými, búið sann- kölluðum hægindastólum. Ákjósanleg aðstaða fyrir hinar lipru flugfreyjur Flugfélagsins til að stuðla að þægilegri og ferð. Flugáhöfn þjálfuð og menntuð samkvæmt ströngustu kröfum nútlmans. Flughraði 950 km á ' klukkustund f 10 km hæð. Flugtími til London og Kaupmannahafnar um 2Vz klukkustund. Hreyflarnir þrlr, 16000 hestöfl, eru aftast á þotuniii. Farþegarýmið verður þvl hljótt og kyrrlátt. Flugvélin er búin sjálf- virkum siglingatækjum og fullkomnum öryggisút- búnaði. Reynslan sýnir, að við höfum valið rétta leið inn í þotuöldina. Það er Boeing 727, sem nú nýtur mestrar hylli í heiminum. Rúmlega 900 þotur eru af þeirri gerð í almennu farþega- flugi. Jafnt sérfræðingar sem farþegar hafa lært að meta, hvernig tekizt hefur í Boeing 727 að sameina hraða og þægíndi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.