Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 7
III Égsver jörðin skal vissulega verða fullkomin fyrir hann eða hana sem verða munu fullkomin, Jörðin varir sundruð og brotin einungis honum eða henni sem vara sundruð og brotin. Ég sver enginn mikilleiki eða máttur er til sem ekki keppir við þessa jarðar, Markverða kenningu getur enga nema hún staðfesti kenningu jarðar, Engin stjórnfræði, söngvar, trúarbrögð, hegðun, eða hvað eina, eru markandi, nema þau tilsvari víddum jarðar, Nema þau spegli nákvæmni, kraft, óhlutdrægni, réttvísi jarðar. Ég sver ég eygi ást með þýðari sveiflur en svara til ástar, Það sem fólgið er í sjálfu sér, sem aldrei býður og aldrei synjar. Ég sver ég finn orðið lítið sem ekkert i heyranlegum orðum, Allt hnígur i átt til opinberunar hins ósagða tilgangs jarðar, Til hans sem syngur söngva líkamans og sanninda j arðar, Til hans sem semur bækur orða sem prent fær ekki snert. IV Slíkt til að bergmála töna sálna og orðstef sálna, (Ef það bergmálaði ekki orðstef sálna hvað væri það þá? Ef það skírskotaði ekki sérstaklega til þín hvað væri það þá?) Égsverég mun aldrei framar áhengjast trú sem tjáir hið bezta, Eg mun einungis hafa með þá trú að gera sem lætur hið bezta ósagt. Vitnið! vottar! syngið! söngvarar! Grafið! mótið! hlaðið upp orðum jarðar! Starfið áfram, öld eftir öld, Égsver ég skil hvað betra er en segja hið bezta, Að láta ávallt hið bezta ósagt. Þegar ég hyggst segja hið bezta f inn ég að ég megna það ekki, Mér vefst tunga um tönn, Ég missi andann, Égverð að málleysingja. Hið bezta af jörðu verður hvort eð er ekki sagt, allt eða hvað eina er bezt, Það er ekki sem þú væntir, það er ódýrara, auðveldara, nálægara, Engu er vísað úr fyrri vistum, Jörðin er alveg jafn heilladrjúg og hreinskiptin sem fyrr, Staðreyndir, trúarbrögð, framfarir, stjórnmál, viðskipti, eru jafn raunveruleg og áður, En sálin er sömuleiðis raunveruleg, . einnig hún er heilladrjúg og hreinskiptin, Engin rök, engar sannanir hafa stofnsett hana, Öræk ræktun hefur stofnað til hennar. engu er búin glötun, Þess mun ef til vill lengi að bíða, en það mun vissulega koma að notum, Þegar efnið allt er undirbúið og reiðubúið, munu byggingameistararnir birtast. Égsverþér aðþað mun ekki bregðast að byggingameistararnir birtist, Ég sver þeir munu skilja þig og réttlæta þig, Mestur þeirra á meðal verður hann sem gjörst þekkir þig, og umlykur allt og er öllu trúr, Hann og hinir muiiu ekki gleyma þér, þeim mun hugljóst að þú ert ekki agnarögn síðri þeim, Þú munt öðlast fulla dýrð í þeim. Walt Withman Bandaríska skáldið Walt Whitman fæddist á önd- verðri nitjándu öld og iézt á henni ofanverðri. Ilann var samferðamaður þeirra Ban- daríkja sent höfðu leyst sig úr nýlendufjötrum, bræðst úr gömlum þjóðabrotum — í frelsisbaráttunni — i nýja og jafn heilsteypta þjóð hverri annarri, og stefndu öðfluga til þeirra Banda- ríkja sem eru núheimi kunn: Bandaríki allsnægta, efnishyggju, einkaframtaks, lýðræðis. Þau Bandaríki voru að sönnu á öldinni framan- verðri mest hugsýn, en „efnið allt var tilbúið og reiðubúið“, bæði hið andlé- ga og hið efnislega — sem með Walt Whitman verður eitt og hið sama. Ef til vill getur ekki sannari Bandarikjamann, am.k. í augum Evrópubúa, en þenna skáld-spámann; í honum sameinast þegar ýmsar mótsagnir þess risa- veldis sem við þekkjum: barnaskapur og einfeldni plús heimsmennska og gáfur, einlægni og sannsögli plús bakieikir og slægð (og auðvitað allt í góðri trú) svo nokkur þjóðkenni séu til- greind — og svo: trúin, á sjálfan sig, framfarir, hag- vöxt, vísindi, frelsi og vald til góðs. Til að gera langt mál stutt: umrætt timabil nitjánda öldin, er í rauninni annar fundur Ameríku, þ.e.a.s. Bandaríkjamenn uppgötva sjálfa sig, og Whitman er jafn stór þeirri uppgötvun — heimsálfa sem teygir sig til stjarnanna. Til þess þurfti einnig hann að finna sjálfan sig. Sú leit stóð alllengi og segja má að hann hafi verið seinþroska ef miðað ervið aðra snillinga. Úr föðurhúsum fékk hann í veganesti álit á róttækum mönnurn þess tíma, Paine og Owen og kvekaraprestinum Hicks, en ekki sízt virðingu fyrir lýðræði — sem er eitt af lykilhugtökum ljóða hans — og ást á innra lífi sálarin- nar. Uppkominn stundaði hann prentverk, kennslu, blaðamennsku. Æskuljóð hans voru furðulega ófrum- leg og skáldsaga sem hann reit innan við þrítugsaldur var yfirborðskennd og þunn í roðinu. Blaðamennsku hans lyktaði með brott- rekstri vegna þesstíma róttækni í skoðunum. Hann hélt sig helzt í félagsskap listmálara, leikhússfólks og iðjuleysingja. Þrjátíu og eins árs verður hann fyrir hugljómun, sem rninnir á reynslu austrænna dultrúarmanna, per- sónuleiki hans og lífsstíll gjörbreytist, og hið mikla æviverk hans hefst, ljóða- safn hans, Grasblöð, sem hann vaxtaði meðan heilsa entist — ásamt dagbókum. sömuleiðis stórmerkum í lífstjáninguogstíl. Af samanburði mynda má sjá að Whitman fyrir og eftir „opinberun“ eru furðu- lega ólíkir menn: sá fyrri byronskur í útliti og stíl, sá síðari spámannlegur — biblíulega aldurshniginn, eins og sést af meðfylgjandi mynd (sem greinarhöfun- dur teiknaði eftir málverki frá fertugasta og fjórða ald- ursári hans). Framh. á bls. 16. ||Í^| a 'ták HÚSGÖGN Gefanýja möguleika Varia húsgögn skera sig úr vegna fjölbreytiiegra möguleika. Mismunandi einingar falla inn í þröng sem rúmgóð húsakynni. Velja má um margskonar gerðir af bókahillum og skápum. Nútímafólk velurVaria húsgögn. Varia fylgist með tímanum. HÚSGAGNAVERZLUN KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR Lmigavegi 13 Rcykjavik simi 25870 #

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.