Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 4
Munaðarnes er nú nyrzti bær í byggð á Norður-Ströndum. Bærinn stendur á nesi, sem skagar mót hafi utan við mynni Ingólfsfjarðar. Við blasa í fjarska hrikafagrir Drangar og seiasker nær. Vegurinn til næstu byggðar liggur um 5 km leið undir hárri fjallshlíð. Hann Iok- ast oftast vegna snjóa í október og er ekki reynt að moka hann nema mikið liggi við vegna þungaflutninga,. ef það er þá hægt. Annars birgir fólkið sig upp fyrir veturinn. Léttavarning er nú orðið hægt að sækja á snjósleða, en áður varð alltaf að fara fótgangandi undir þessari hlíð, þar sem snjóflóðahætta er míkil. Þarna niður við sjóinn eru leifar af eyðibýlinu Miðhús, sem átti að hafa borizt út á sjö í snjóflóði. Og fyrir aðeins 3 árum sáust snjó- skriðurnar fara með allri hlíðinni ofan í sjó og mökkurinn steig upp af sjónum, sagði Guð- mundur Jónsson, hreppstjóri f Munaðarnesi. í vetur kom eitt snjóflóðið á geymsluhús heima við bæ, sem í voru allar vélar heimilisins — bíll, tvær dráttar-' vélar og önnur verkfæri, sem nauðsynleg eru á slíku búi — og mölbraut húsið og eyðilagði það sem i því var. Munaðarnesmenn hafa sótt um bætur úr bjargráða- sjóði, en ekki fengið svar enn. Skúr þessi var jafnframt notaður tii að verka í grásleppu, og í vor varð að byggja til þess nýtt hús, gott og vandað, sem uppfyllir kröfur fiskmatsins fyrir leyfi til grásleppuverkunar. Það hús var byggt svo neðarlega að ekki væri hætta á að snjófióð taki það. Og bærinn á að vera öruggur fyrir slíkri hættu, eftir því sem slfkt er hægt. Það gefur augaleið að þarna er harðsótt að búa og ekki ætlandi neinum aukvisum. En í Mun- aðarnesi er ekki fámennt heimi- li, eins og víða á afskekktum Pálína húsfreyja á hlaðinu í Munaðarnesi. í baksýn má sjá Drangana. Nyrzti bœr á Ströndum Hart líf en frjálst stöðum'. Þar eru 12 í heimili og skiptast raunar á þrjú heimili. Þarna býr Jón Jens Guðmundsson með konu sinni og hafa þau aiið þar upp 9 börn, og eru tvö enn heima. Sonur Jóns, Guðmundur, er hreppstjóri i sveitinni og býr í Munaðarnesi með konu og þrjú börn. Og bræður Jóns, Indriði og Einar Guðmundssynir búa þar, á- samt þriðja manni, Jóhannesi Einarssyni. Næg verkefni eru í Munaðar- nesi. Þar er hægt að hafa margt fé. Fjáreignin á bænum var hátt á þriðja hundrað fyrir kalárin, en þá varð að fækka fénu. Sums staðar var ekki stingandi strá, svo illa fór kalið með gróðurinn. Það var ekki fyrr en í fyrra að jörðin hafði náð sér eftir það. En Munaðarnes gefur fleira, sem ekki er eins háð veðri. Selur er á eyjunum skammt framan við bæinn og þar fást vanalega 30 kópar ár hvert, sem er búbót, þegar 3000 kr. fást fyrir góðu skinnin. Rekaviður berst á f jörur og má saga í girðingarstaura, sem seldir eru bændum annars staðar. I ár f engust 2000 staurar, sem seldust á 70 kr. þar heima. Og hægt er að sækja sjó, þó lítið sé orðið af „Bretafiskinum" svo- kallaða. En grásleppan bjargar. I Munaðarnesi fengust 48 tunnur af grásleppuhrognum i vor, sem gáfu rúma hálfa milljón króna. Þó allir væru við heyskap. gaf heimilisfólk í Munaðarnesi sér tíma til að setjast andartak og spjalla við gestinn. Lengst til hægri eru bræðurnir Indriði og Einar. Sitjandi er Guðmundur hreppsstjóri, bróðir hans og tvö . börn. En erfitt er að hafa mörg net í sjó áþessum slóðum. Grásleppan er þarna fyrir opnu hafi og netin fyllast af þangi, ef einhver sjór er. Og ekki er hægt að koma frá sér grásleppunni sjálfri, verður að henda henni eftir að búið er að hengja upp það sem heimilið getur notað sjálft. í sumar hefur sjálfsagt verið hent frá þessu eina heimili um 1200 grá- sleppum. Sama er um rauð- magann. En honum er reynt að sleppa lifandi, eftir að tekið hefur verið til reykingar fyrir heimilið og smávegis til að senda vinum og ættingjum. Heldur ekki er hægt að nýta selinn, eftir að búið er að taka frá selkjöt til heimilisins i frystikistuna og setja selshreifa f súr. Hinu verður að henda. Og þó rækju- mið séu fyrir utan, vantar bæði aðstöðu og mannskap til að geta nýttþau. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, er ekkert fararsnið á fólkinu í Mun-' aðarnesi. — Það verður þó erfið- ara að vera eftir því sem fleiri fara, segir húsfreyjan, Pálina Guðjónsdóttir frá Þaralátursfi- rði, þegar við hittum hana á hlað- inu, þar sem hún er með fullt fangið af rabbarbara á leið inn í bæ. — Enginn fór úr hreppnum í ár. En ekki þarf mörg hörð ár, til að flóttinn grípi um sig aftur. Svo f átt er eftir, sem býr hér allt árið, að ekki mega margir flytj- ast burtu. Þó er mikill munur núna að hafa vegasambandið við aðra landshluta á sumrin, frá mai til október, bætir hún við. Sonur hennar, Guðmundur hreppstjóri Jónsson, segir, er við hittum hann ásamt heimafólki úti á túni: — Maður verður að klóra í bakkann meðan ekki fara fleiri. Og hann fræðir okkur á því að i hreppnum eigi um 200 manns lögheimili. Margir þeirra sjáist þar þó sjaldan. Sumir koma á sumrin og nýta hlunnindi jarðanna, bæði þeir sem enn eiga lögheimili og þeir sem skráðir eru annars staðar. — Nokkrar fjölskyldur sem farnar eru, eiga hér enn heimili og greiða sína skatta hér og hinir greiða þá an- nars staðar, geri ég ráð fyrir, svarar Guðmundur spurningu okkar. Hér eru þá aðeins greidd fasteignagjöld. Og Guðmundur samsinnir þeirri athugasemd okkar, að varla veiti svo fámen- num hreppum af að fá sín- gjöld af því sem þar er tekið, því margt þyrfti að framkvæma, ef hægt væri. — Það væri erfitt fyrir mig að vera verkamaður i kaupstað eftir það frjálsa líf, sem ég hefi lifað hér, sagði Jón Jens Guðmunds- son, faðir hans, sem við hittum við vinnu sína á teignum þarna skammt frá. En Jón er mikill fjallamaður og veiðimaður, eins og þeir feðgar raunar báðir, því Guðmundur fór snemma að fara með honum um fjöll og firnindi í leit að ref, mink, sel eða rjúpu. Jón hefur stundað refaveiðar síðan hann var 13 ára gamail og veiddi sína fyrstu tvo refi. Hann kveðst hafa náð í 26 refi, mest á einu ári. Nú i ár veiddi hann 5 refi og 5 minnka. En áraskipti eru að þvi hve mikið er um ref og mink. Refum hefur heldur fækkað, en talsvert er um min- kinn þarna, hafa náðst 20 minkar á einu ári. Jón sér um refaeyð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.