Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 5
erlendar bækur # * • Elizabeth Jane Howard. Skáldsagan „odd girl out“ eftir brezku skáldkonuna Eliza- beth Jane Howard vakti mikla athygli, þegar hún kom út á s.l. ári. Margir gagnrýnendur tóku svo djúpt í árinni að segja, að þetta væri fyrsta snyrtilega og vel skrifaða „klám“bókin, sem þeir hefðu lesið árum saman. Elizabeth Jane Howard hefur sent frá sér fimm aðrar bækur, en engin þeirra hefur vakið viðlíka athygli og þessi siðasta. Geta má þess, að Elizabeth er gift hinum þekkta rithöfundi Kinsley Amis. Efni bókarinnar er tekið sér- stæðum tökum. Ung dekur- stúlka, Ara, er send á heimili fósturbróður síns, Edmound og Anne konu hans, til dvalar þar um tima. Stúlkan hefur flækzt til og frá undanfarin ár og móðir hennar hefur lítið sinnt henni, enda upptekin við að gif- tast nýjum og nýjum mönnum. Arabella kemur til þeirra hjón- anna sama dag og hún hefur látið gera á sér fóstureyðingu en hún hafði staðið í sambandi við giftan mann, sem hafði um hríð farið frá konu sinni, e'n snýr síðan til hennar aftur. Þau Edmond og Anne hafa búið í barnlausu, farsælu og dálítið leiðinlegu hjónabandi í tíu ár og þessi heimsókn Ara- bellu raskar heimilisbragnum meira en þeim gezt að í fyrstu. Arabella er mjög áhugasöm um að gera þeim allt til geðs og sýna í hverjum hlut þakklæti sitt fyrir að fá að dvelja hjá þeim, m.a. með því að ausa í þau gjöfum og reyna af vanmætti að aðstoða við heim- ilisstörfin. Smám saman tekur Edrnond að fella ástarhug til Arabellu og þau eiga saman eina stund. Hann vill iialda leiknum áfram, en um þær sömu mundir er hann sendur til Grikklands, á vegum fyrirtækis síns. Hann hefur uppi ráðagerðir um, að reyna einhvern veginn að fá Arabellu til að koma með sér, en Anne er þá lasin og Arabella er ófáanleg að skilja hana eina eftir. Þær verða síðan eftir tvær í húsinu. Samkomulag þeirra er með eindæmum hlýtt, svo hlýlegt, að þær taka að lifa saman og virðast báðar hafa af því hina mestu ánægju. Um það leyti sem Edmond kemur heim — og hefur haldið rösklega framhjá bæði eiginkonunni og viðhaldinu — hefur Arabella gert sér ljóst, að hún gengur með barn Edmonds. Hún segir allt af létta og þegar upp kemur að hún hefur haft mök við bæði hjónin verður andstyggð þeirra takmarkalaus. Þó fannst þeim báðum samskiptin sjálfsögð og eðlileg, meðan þau stóðu í þeim hvort fyrir sig. Til annarra ráða er ekki að grípa en Arabella fari tafar- laust af heimilinu. Lesandinn veit ekki, hvað um hana verður. Edmond og Anne standa eftir á rústum hjónabands sins og svo virðist sem þau geti ekki sætzt, fyrr en Anne hefur heyrt um framhjáhöld hans í Grikklandi. Þar með endar bókin en ein- hverra hluta vegna heldur hún áfram að leita á hugi lesandans; manni er ekki sama um hvað verður um þetta fólk. Og enda þótt gerðir söguper- 'sónanna virðist ekki alltaf ýkja geðugar, þegar þeim er lýst og þær eru endursagðar, verður ekki annað sagt, en höfundur fari ákaflega nærfærnum augum um efnivið sinn, og al- drei hvarflaði það að mér við lestur hennar, að hún væri klámfengin, yfir henni er þvert á móti ákaflega viðfelldinn einfaldleiki 'og heiðríkja, sem gripur lesandann verulega föst- um tökum. Jón Jens Guðmundsson bóndi í Munaðarnesi við heyskap. Minkahundurinn fylgir honum þar sem á fjöllum við veiðiskap. Nyrzti bœr á Ströndum ingu á stóru svæði, allt norður í Skjaldabjarnarvík og suður i Reykjarfjörð. Á vorin er farið og leituð grenin, sem vitað er um. Og verði jarðeigendur varir við refi á nýjum slóðum, er leitað þar. Það er kalsamt verkefni að liggja á grenjum norður á Ströndum. Jón kveðst hafa lengst legið við greni í 3 sólar- hringa. Og að vetri hefur hann lengst legið úti á víðavangi á refaveiðum í 13 klukkutíma. — Það er mikið sport, segir hann. Þá er legið í klettadröngum í tunglskyni. Þegar frost er og kalt, þarf refurinn að hlaupa svo langt rneð fjörunni eftir æti. Þá býr maður sig vel og fer út, til að liggja fyrir honum. Kalt? Jú, en það venst. Maður skelfur fyrst, svo kemst það upp i vana. Hve kalt? Hér verður oft 8-11 stiga frost. Við minkaveiðarnar notar Jón hund. — Eg hefi góðan minka- hund og fer með hann á fjör- urnar. Á vorin náum við ung- unum í grenjunum. Minkurinn er óhemjulega grimmur, drepur mikið af fugli. Ég hefi fundið 40 unga við eitt hreiður. Hann bun- kar þá upp. Minkurinn eyði- leggur allt líf. Refurinn er ekki eins slæmur, en hann fer í lömb- in. Samt er hann grimmt kvik- indi og þarf enginn að vorkenna honum. Og slóttugur! Ég hefi oft sigrað hann, en hann hefur lika átt sina sigra á milli. Fleiri veiðidýr hefur Jón feng- izt við. Áður skaut hann dálítið af sel á ís. Þá kom útselur inn á ísnum, en lítið er orðið um hann nú orðið. Hringanóri kemur inn fjörðinn, en honum hefur fækkað. En nú eru veiddir kópar á vorin. — Skemmtilegt dýr, sel- urinn, segir Jón. Og leiðinlegt að þurfa að veiða hann svona. Það má ekki skjóta á kópana, við verðum að taka þá í net, drekkja þeim. Selurinn er svo tryggur við okkur. Við fáum árvisst 30 kópa og auðvitað verður að gæta þess að einhverjir verði eftir. Á vetrum er Jón oft á ferðinni inni á fjöllum í leit að rjúpu og nýtur þess. í fyrra skaut hann 90 rjúpur. Þá gekk hann einu sinni i 8 tima samfleytt inn á fjöllum, 60 ára gamall, með 32 rjúpur á baki- nu, og munaði ekki um það. — Það er þjálfunin, segir hann til skýringar. Ég var áður póstur, fór allt frá Seljanesi að Dröngum gangandi, á hálfs mánaðar frésti. Var 7 tíma á leiðinni, gisti á Dröngum og gekk svo næsta dag til baka. — Þetta er gott lif og frjálst, segir Jón. En fyrir kvenfólkið, •sem er inni í bæ og ekki uppi um fjöll og firnindi, er veturinn langur. Og okkur er farið að leiðast biðin eftir sjón- varpi. Það mundi stytta einveru- na að vetrinum. Með því að fá endurvarpstöð þarna uppi á Eyrarfell eða Glissa, ættum við og Djúpvíkingar að geta séð sjón- varp, alveg eins og Víkarar gera nú. Ég vildi miklu til kosta að geta séð sjónvarp hér. Ég hefi boðið að fara með geyma fyrir ekkert ef þyrfti. Ekki veit ég hve kvenfólkið endist lengi hér að vetrinum, án þess að hafa nokkra dægrastyttingu. Við lítum á fjallahringinn. Sá sem ekki lætur sig niuna um að skreppa með geyma upp á þessa fjallstinda i frostum á vetrum, er vissulega mikil kempa. Og hæfir betur að búa í hinu hrikalega umhverfi á Ströndum, en i hlýjunni i fjölmenninu.— e. pá. #

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.