Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 12
Jón Sigurðsson forseti. -Þœttir um Rentukammer og Kansellí Framh. af ibls. 3 dönsku, leggja þeir samt ekki niður íslenzkt mataræði, einkum ef þeir komast yfir súrsmér, rikl- ing eða hákarlsbita: „Maðurer nefndúr Skúli Thorlacius, kópíi- sti. — Honum þykir góður há- kall, bæði upp úr súr og hertur. — Hann hefur beðið mig um að skila til yðar, sem hann segir sé gamall vinur sinn, að hann biðji yður fyrir alla muni að útvega sér tvær tunnur af hákalli, önnur á að vera hert, en önnur á að vera súr, og hákallinn á að verff góður fyrir alla muni.“ Þetta erindisbréf skrifar Árni Thorsteinsson Páli fóstbróður sínum á Stapa árið 1848. Og hákarlinn kemur. „Skúli hefir beðið mig um að skila þekklæti, sem hann með kollegial iver og taktik dikteraði mér um daginn, hann er nl. orðinn kopíisti í Indenrigsministeríinu. A móti sendingu í haust tekur hann líka, svo skal eg með póstskipi skrifa nákvæmar um það.“ Og kópíist- inn er svo stór maður, að hann býðst til að borga tunnurnar tvær — með bók. „Sömuleiðis talaði hann um — að hann útve- gaði yður t.a.m. einhverja bók, sem yður langar til að eiga.“ — Þrátt fyrir þetta höfðinglega boð virðist kópíistinn ekkert áfram um borgunina, og láir víst enginn Árna þótt hann ráðleggi Páli — með stakri hæversku — „smátt og smátt að draga sig út úr þessum verzlunarviðskiptum". Það er svo heldur alls ekki víst, hvort að nokkurri bók hafi Verið að ganga hjá þessum hákarlsunn- andi kópíista, — og sízt ef það er sá Skúli, sem Gröndal nefnir alllöngu siðar í bréfi til Jóns for- Jón Eirtksson, deildarstjóri i rentukammeri 1772-1787. seta er hann segir: „Mikj’andskoti er Skúli á rassin- um. Hann segist vera búinn að setja allt — kápuna og gullhring- inn — til föðurbróður,” þ.e. til „Frænda“.“ V Það er dáldið annarlegt' að koma nú í þetta aldna hús, sem geymir í þögn sinni svo mikið af íslenzkri persónu og þjóðarsögu. Svartur marmarinn er slitinn af sporum genginna kynslóða. Drungalegir háloftaðir gang- arnir með ægiþungum svörtum málmportum gefa svipmót ótta og hvetja undirdánuga til lotn- ingar við yfirvald hússins. Nú eru hér ekki á ferð um ganga íslenzkir bændasynir forframað- ir til kopíistatignar í þénustu hans hátignar. Léttstigir einkaritarar dönsku ráðuneytanna tipla nú á mar- maragólfunum með „kópíur“ sínar. Hér voru þeir allir og margir fleiri. Jón Eiríksson, Grimur Thom- sen, Jónas Hallgrímsson, Jón Sig- urðsson . . . Andi þeirra býr í mettuðu lofti hússins. . . . Island . . . sögðuð þér Is- land, segir þriflegur embættis- maður í föðurlegum tón; ónei, hér hafa aldrei verið neinir íslendingar, ha? En ef þér vilduð fá að hitta Per Hækkerup . . .? STÓRADÍM°N Sú undarlega meinloka hefur; fangað suma fræðimenn, ís- lenzka, að örnefnið Stóra-Dímon undir Eyjafjöllum sé karlkyns- orð. Síðast sá ég þetta á prenti í örnefnagrein Árna Ola: „Forn írsk nöfn á Islandi" i Lesbók Morgunblaðsins, 28. tbl. 1973. Varðandi þá grein ber auðvitað fyrst að geta þess, að Dímonir báðar eru að mestu í landi Vestur-Eyjafjalla, önnur (Litla- Dímon) meðöllu. Eyfellingar, Austur-Land- eyingar og ýmsir Fljótshlíðingar hafa kvenkynsmynd orðsins enn með öllu óbrjálaða. Um Miklu- Dímon getur í heimildum frá 14. öld og allar götur síðan er mynd orðsins rétt í rituðum og pren- tuðum heimildum, þar til óstað- fróðir menntamenn þessarar aldar fara að fjalla um staðina. Fróðleikskonan Helga Pálsdóttir á Grjótá i Fljótshlíð sagði mér, að Nikulás Þórðarson kennari á Kirkjulæk hefði kennt nem- endum sínum að rangt væri að segja Stóra-Dímon, málfræðilega væri rétt Stóri-Dimon og það hefði leitt til þess, að margir i Fljótshlíð tóku karlkynsmyndina upp. Rétt væri að láta hinn gamla framburð heimamanna, sem enn heldur velli í Landeyjum og undir Eyjafjöllum, ráða þarna. Og svo voru það Rauðuskriður Njálu. Ég held, að engin herra- þjóð hafi hér viljað kveða niður Dímonarnöfn Keltanna á þessu svæði. Höfundur Njálu hefur áreiðanlega vitað, að Mikla- Dimon hét því nafni, en í henni var örnefnið Rauðuskriður og það var það, sem þar skipti máli. Hluti af Stóru-Dímon heitir enn Rauðaskriða og ber nafn með réttu. ÞórðurTómasson. BRIDGE HÖFUNDUR inýja saginkierfilsiinisi „PreclBilon Sysitem" eða ílákvœmmislaiuíið, eiinis og iþað heÆur verið nefnl á islenzku; e.r Chumig Ghiing Wei. Hann er 'fæddúr í 'Kina, em varð bandaniskur rliikisiborgar.i 'árið 1957. Wei er fyrst og freimst Iþeikktur fyrilr saigmkerfið, em er eúnnig ‘tailimm ágætur splHairi. Elkki aCtls fyrir löngu var hainn1 áhorfandi að Tneistar'aikeppnii í Bandarikjiun- um og að einiu spili lotoniu ibemtiil hanm á viinnilmgsleið, sem sagnbafi haifði ekki fcomi'ð au'gia á. Við' skuilium athiuiga 'þetita spil og áðiur emi DiitlLð er á vinningsleið- ina er rétt að iesienidur reyni ajáilfir 'að vilnna sipiHið. Norður: 4 8-2 V Á-5-2 4 K-D-4 4 K-DhG-10-2 Vestur: Austur: ÁhK-10-6-3 4 D-7-4 — V D-G-9-7 10-8-7-6-2 4 'G-5-3 7-4-3 * 9-6-5 Suður: 4 G-9-5 V K-10-8-6-4-3 4 4 Á-8 4 V 4 * Suður var sagnlhaifi í 4 ihijömtuim, em veistumhafði eimu siintnlii sagt spaða. Vesibur .tók ás og kór.g í sip'aða og Qét út ’spaöa i þriðja sinini. Sagnlhafi trompaði i borði' og varð harla gllaðlur, þegar auslíiur fýlgdi lit. NæJt' tók sagmhiatfi hjadtá áis og þá toom í Cjós' 'hvem- ið trompin ski'ptusit á millDil amdstæðiniganina. Saignhafi l'ét út hjjanta 5, aus'tiur draip með giosa og sagmhafii drap imeð kómgi. Sagnhalfi reynidi síðam að fækka trampum 'dírnum heiima: með því að fara inm í borð og trompa heima, en Iþetltia hepipnaöaisit eikki, þvi hanm á aðei'ms tvær immkomur a ibarðið. IHamn varð því að getfa 2 slagi' á tnomp og tapaði spil'imu. Að spiLiinu toknu iben'ti' Wei 'á vininiimigste'ið, sem er afar einiföld, þegar bemt hefur veri'ð á hama.. Sagnhaifi lætur eikki úií ihjarta ás, heJdur hjarita 5 og lájti aiustu'r hvorlki gosa né drlotltmjilnigiu, þá er drep- ið heima með tiumnrí. Ekki skipt'ir málá, þótt vesitiur drepi, því þá fafflla tromupimi, s'eim eftir cnu, í és og kóng. — Drepi amisitur með gosa, þá drepur sagnihafi með kóinigil, tekur ás i laufi, leeltur aftur lauif, drepur í borði, tetur emn út lauif og trompar heiiima. Næst •tekur hamm' tíguQ ás, lætur enn tíigul, drepiur í borði, læltiur ú't annaðihvoint laiulf eða tigui, itnomipar heima, fer síðam imn í borð á tromp ás og l'ætiur út úr borði láiuf eða tigul og feer þ'amm'ig 10. sQag,iinm á hjarta 10 og vJimniur spiliið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.