Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Blaðsíða 10
Capo Metapont: í þessari hafnarborg við Tarentoflóa, sem stofnuð var lok 8. aldar f. Kr., bjó Pythagoras og þar lézt hann um 480 f.Kr. Heruhofið (sjá mynd) liggur utan borgarmarkanna og var byggt í kringum 520 f. Kr. Rannsóknir fornleifafræðinga í Metapont hafa einkum beinzt að efnahagslegri og félagslegri sam- setningu borgarinnar sem grískrar nýlendu og viðskipta- tengslum hennar við héruðin inni i landinu. Eitt áhrifamesta augna- blikið í nýjustu kvikmynd Fellinis, „Roma“, er þannig: Kvikmyndatöku- hópur virðir fyrir sér, hvar verið er að vinna að nýrri neðanjarðarlest í Róm. Með mælitækjum er búið að finna stórt hol- rými að baki vegg. Greftinum er hætt að sinni, en með skurðarvél er opnað gat á vegginn. Við blasir algjörlega ós- nortið stórhýsi frá því í fornöld. f skini kast- ljósanna má sjá lit- skrúðugar veggmyndir. En þá gerist undarlegur hlutur. Hvítur hjúpur hylur allt í einu vegg- myndirnar. Þær molna í sundur. Á fáeinum sek- úndum hefur andrúmsloft 20. aldarinnar eyðilagt það, sem varðveitzt hafði í árþúsundir undir yfir- borði jarðar. Það sem þarna er sýnt f kvik- rætur Vesúvíusar nú, en þar hefur verið unnið að fornleifa- grefti allt frá árinu 1748. Þau eru mörg ummælin, sem skirskotað hefur verið til í þessu tilefni, svo sem orð Martials: — Jafnvel guðir hefðu ekki átt að leyfa sér slíkt. Eða þá orð Goethes: — Það hefur gerzt mörg ógæfan í heiminum, en varla nokkur, sem veitt hefur síðari kynslóðum jafn mikla ánægju. Ummæli sem þessi hafa reynzt lífseig, þegar eyðilegg- ingu Pompeji hinn 24. ágúst árið 79 eftir Krist af völdum eldgoss í Vesúvíusi og uppgröft borg- arinnar síðar hefur borið á góma. Ummæli sem þessi eru jafn óaðskiljanleg huga manns og ljósmyndirnar, sem sjá má frá þessari borg fornleifanna. í fyr- sta lagi hin sígilda mynd af Pom- peji, þá myndin af ferðamanna- þyrpingunni í Pompeji. Þröngin við Porta Marina, búðarmenn- irnir, minjagripasölurnar. Allt verður þetta til þess að setja strikið undir fyrstu sýnina. En hjá þessu er unnt að komast með því að byrja komu sína til Pom- peji á því að skoða Villa dei Mi- steri, sem stendur fyrir utan bor- gina. Hinar heimsfrægu vegg- myndir þar hafa gefið húsinu nafn og þrátt fyrir það, að þúsun- dir endurprentana hafa verið gerðar af þessum myndum, þá Porta Ercolano til Via Consolare, þá má sjá til hægri nokkrar óhrjálegar byggingar, sem en- ginn ferðamaður annars veitir nokkurn gaum. Þeirra á meðal er hús Fabíusar Rufusar, stærsta einkahúsið (villa) innan borgar- markanna, og var það grafið upp þegar fyrir tíu árum. Þrátt fyrir það er starfinu við varðveizlu þess ekki lokið. Þegar horft er á þetta hús borgarmegin, virðist það sannarlega óhrjálegt. En þegar húsið er skoðað þeim megin frá, sem er utan borgar- múranna, liggur við, að maður grípi andann á lofti. líkist hún óvenjulega mikið nútí- ma húsagerðarlist. Húsið er í samræmi við þetta að innan. Þar eru stórir salir og tröppur og grasfletir og garðar milli útbygginga. Húsin í Pompe- ji, einnig hús hinna ríku, eru annars þröng í sniðum. Fabíus Rufus, sem við vitum ekkert um, hver og hvað hann var, hlýtur að hafa dáðst að hinu mikilfeng- lega, stórum sölum með hrin- glaga hvelfingum þar sem hátt var til lofts og breiðum svölum ofan á traustum undirbygging- um. í einni af hinum mörgu tröppum bregður manni í brún. Þar liggur maður, að minnsta kosti það, sem eftir er af honum eftir 1894 ár. Þetta er líkast hol- mynd, því að lík þeirra íbúa Pom- peji, sem fórust í náttúruham- förunum, þöktust rakri ösku, sem síðan harðnaði. Holdið rotn- aði og eftir varð eins konar hol- steypa. Með því að hella gipsi í hana var síðan unnt að fá fram Nýir fornleif afundir á Italíu * Geysileg verkefni bíða fornleifafræðinga enn á Italíu en í starfi sínu mæta þeir ótal erfiðleikum. Hann er einn af fimm, sem hér hafa fundizt og þeir gefa — hversu mótsagnakennt, sem slíkt kann að hljóma — þessu húsi eitthvert líf, sökum þess að þeirra vegna er unnt að gera sér í hugarlund íbúa hússins. Þeir hafa verið lágvaxið, fíngert fólk. í stað þeirrar þrúgandi kyrrðar og einmanaleika, sem ríkir í þessum sölum og görðum, svölum og tröppum, á meðal þessa látna fólks andspænis vel varðveittum myndum, þá er öðru vísi umþorfs í húsi Gaiusar Juliusar Polybiusar. Þar hvin í steypuvél á fyrstu hæð og allt minnir þar á nútíma nýbyggingu. Gatan fyrir framan húsið er Via Abondanza. Bakhluti hússins liggur enn undir eins m þykkri eldfjallaösku. Herbergin við norðurhluta súlnaganganna hafa ekki enn verið grafin upp og útimúrinn austan við húsið er enn á kafi í ösku. Aðeins tvö hús hafa verið grafin upp í Pompeji á sl. tíu árum. Mestur hluti þess fjár, sem fyrir hendi er, er notaður til þess að varðveita þau, sem þegar hafa verið grafin upp. Hávaðinn í steypuvélinni er ekki ástæðulaus. Ef ekki væri gripið til steypuvélarinnar þegar í stað, þá myndi Iinur múrinn, sem nú er ekki lengur haldið saman af öskunni, hrynjasaman. Hvort heldur eru dyr, gluggi eða hvelfing, þá verður að hella steypu í allt, ef unnt á að vera að varðveita það, sem áður hefur verið grafið upp. Ferðamaðurinn hugsar fyrst og fremst um uppgröftinn og fornleifafundina, en fornleifa- fræðingarnir verða að einbeita sér í svo ríkum mæli að var- ðveizlu þess, sem grafið hefur verið upp (uppgröfturinn við hús Fabiusar Rufusar hefur staðið yfir i 10 ár), að um meiri háttar uppgröft þýðir ekki að hugsa að sinni. Mestur hluti þess fjár, sem fyrir hendi er, fer í að viðhalda fornminjunum. Bygg- ingarnar f Pompeji voru að langmestu leyti íbúðarhús og hvorki byggingarefni þeirra né byggingarlag var á þann veg, að þeim væri ætlað að standa í þúsund ár. Á sl. ári voru veittar 100 millj. lírur til uppgraftar og varð- veizlu á fornminjum og svo 120 millj. lírur til launagreiðslna, umhirðu eftir ferðafólk og í öðrum svipuðum tilgangi. En i þvi skyni einu saman að varð- veita Pompeji fyrir ferða- mönnum þarf i raun og veru tvöfalda þessa upphæð, því að á ári hverju heimsækja um 1.200.000 ferðamenn borgina. Gott og vel, hver þeirra greiðir 150 lirur i aðgangseyri og það gera á ári 180 millj. lírur, en hvað er það svo sem? Mörg hinna Á myndinni, er í reynd eitt megin- vandamál nútima fornleifa- fræði: Örðugleikarnir við að varðveita þær minjar, sem verið er að grafa upp. Tökum þekkt- asta dæmið: Pompeji, tákn fornleifauppgraftar í alþýðu- skilningi. Hvernig ætli, að um- horfs sé í þessari fornu borg við gleymast öll ofnotuð orðatiltæki, þegar þær ber fyrir augu. Þarna er sannarlega um stórfenglega myndlist að ræða. í súlnagöngunum í húsi Gaiusar Júlíusar Polybiusar eru. enn öskuhaugar frá 24. ágúst 79. Þegar gengið er frá þessu húsi yfir Via dei Sepolcri í gegnum Hús Fabíusar Rufusar er hvorki meira né minna en stær- sta einkahús þessarar borgar. A sínum tíma hefur það verið í aðeins 500 metra fjarlægð frá sjávarströndinni, sem nú blasir við sjóndeildarhringinn. Þessi bygging er 42 metra há. Með svölum sínum og útbyggingum. eftirmynd hins látna. Slikar gips- myndir löngu látinna manna er víða að sjá í Pompeji, sums staðar í heilum röðum. En I stað þess að koma slíkri afsteypu fyrir ein hvers staðar, hefur hinn látni í þessu tilfelli verið skilinn kyrr á sfnum stað, þar sem hann hafði fallið í neðstu þrepunum. frægu húsa er ekki framar unnt að skoða, þar sem skemmdir á þeim eru þegar orðnar of miklar og fólkið, sem á að halda þeim við og gæta þeirra of fátt. Það fé, sem til Pompeji rennur, kemur frá menningarmálaráðuneytinu í Róm og frá „Cassa per il Mezzo- giorno", sem er eins konar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.