Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Page 6
Er staða fjölskyldunnar að breytast? Hugleiðingar um hjónavígslur, barneignir og hjónaskilnaði I. GREIN Jóhanna Kristjónsdóttir tók saman Er fjölskyldan að stækka eða minnka? Hvenær er vinsælast að giftast? Gengur fólk í hjónaband yngra en áður? © Margir hafa velt því fyrir sér, hvort íslenzka fjöl- skyldumyndin sé að brey- tast: hvortfólk gangi síður í hjónaband en áður, hel- dur lifi i óvígðri sambúð, hvaða áhrif slfkt hefur til dæmis gagnvart börnum og ættingjum, hvort dregið hefur úr hjóna- vígslum hjá ákveðnum stéttum í þjóðfélaginu, hvort barneignum hefur fjölgað eða fækkað og þar fram eftir götunum. En þar með er ekki öll sagan sögð, þvi að undur mörg hjónabönd enda með skil- naði, og þá er forvitnilegt að kanna á hvaða skeiði hjónabandi er hættast við að fara í hundana, ástæður fyrir skilnaði — sem að vísu geta aldrei verið hlut- lægar, þar sem aðilum ber yfirleitt ekki saman um ástæður fyrir skilnaði. Sömuleiðis hvernig er með börn hjóna v.ið skilnað, fylgja þau undantekninga- lítið móðurinni, eða er faðirinn farinn að sýna meiri áhuga á að taka eitthvað af börnunum. Spurningar vakna um eignaskipti við skilnað, þar sem það virðist mjög útbreidd skoðun, að „konan plokki manninn inn að skinninu" eins og margir karlmenn orða það, og ótal margar aðrar spurningar vakna, þegar farið er að kanna þessi mál. Mbl. hefur leitað eftir þvf hjá ýmsum aðilum að fá svör við sumum þessara spurninga og verður reynt að gera grein fyrir þeim f tveimur greinum. Þær upplýsingar verða að sjálf- sögðu aldrei tæmandi, þar sem sagan sem til dæmis er að baki hverjum hjóna- skilnaði, verður aldrei sögð, nema að takmörkuðu leyti. 1 þessari grein verður aðallega fjallað um tölu- legar upplýsingar, sem fyrir liggja, í sambandi við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.