Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Qupperneq 2
 Ir* >. 1 ir»r jj' i Til hægri á sjávarbakkanum stendur Kúldshús, sem flutt varfrá Flatey í Helgafellssveit og þaðan í Stykkishólm. 0 Egilsstaðir, tvílyft timburhús f rá 1868. í því er enn búið. Oft hefur verið á það bent með réttu, að landnámsmenn hafi haft gott auga fyrir fögrum bæjarstæð- um. Þegar breyttar aðstæður svo sem vegir, hafa orðið til þess að bæir voru færðir, hefur eins oft komið í ljós, að upprunalega bæjarstæðið hafði fleiri kosti. Þessir forfeður okkar voru líka svo fundvísir á hljómfögur og frumleg bæjanöfn, að þar stöndumst við þeim áreiðanlega ekki snúning. En það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Þegar kaupstaðir tóku að myndast með sjávarsíðunni, réðu lendingarskilyrði mestu þar um. önnur atriði, svo sem útsýni og náttúrufegurð, hafa naumast verið tekin með í þann reikning. Hins vegar hefur á nokkrum stöð- um hitzt svo blessunarlega á, að saman fór fagurt bæjarstæði og góð lendingarskilyrði. Þannig háttaði til dæmis til f Reykjavík, á Akureyri, Borgarnesi og síðast en ekki sízt í Stykkishólmi. Mér finnst vafasamt, að náttúran hafi á öðrum stöðum hérlendis skapað ákjósanlegri skiiyrði fyrir veru- lega fallegan bæ. Til að rökstyðja þessa skoðun með fáeinum orðum má nefna, að bæjarstæðið er mátulega hæðótt til' þess að byggðin getur varla orðið flatneskjuleg. Hafnarsvæð- ið með eyjuna úti fyrir er framúr- skarandi fallegt, auk þess sem vogar skerast inn í landið milli klapparásanna. Það minnir á tangana og eyjarnar í Stokkhólmi, sem mjög þykja prýða þá borg. En I stað tilbreytingarlausra háhýsa, sem Svíar hafa byggt á sfnum Stokkhólmstöngum, getur að líta í Stykkishólmi ólíkt manneskju- legri byggð: Lítil hús, klædd bárujárni, garða með rabarbara og rænfangi, þvottasnúrum og kannski árabát f vörinni. En þetta er ugglaust ekki alveg sambærilegt; annars vegar upp- bygging stórborgar samkvæmt nýjustu kröfum, — hins vegar gömul rómantík og leyfar liðins tima. I Stykkishólmi er líka á ferðinni uppbygging samkvæmt kröfum tímans; þar ræður stein- steypan ferðinni. Samt er ennþá talsvert mikið af litlum báru- járnshúsum, sem bjóða af sér slíkan þokka, að þess vegna meðal annars er ánægjulegt að ganga um Stykkishólm. Sum eru byggð á svó litlum grunni, að undrum sætir. Eftir núgildandi mæli- kvarða getur naumast verið öllu meira en eitt herbergi á hæðinni. En það er kannski önnur hæð ofan á, eða herbergi í risinu. Það er heldur ekki verið að flenna gluggana út um allt. En þeir eru samt augu og sál hússins, karm- arnir málaðir í sama lit og þakið og hinir hefðbundnu blómstur- pottar á sínum stað bak við gluggatjöldin. Sums staðar hefur ef til vill í tímans rás verið byggður örlítill skúr fyrir forstofuna, — ellegar smávegis viðbygging, þegar fjöl- skyldan var búin að sprengja rammann. Það er einkenni húsa af þessu tagi, að slíkar viðbygg- ingar fara vel og eru í sátt við hejldina. Mörg þessara smáhúsa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.