Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Page 3
TEXTI OG MYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON voru upphaflega svonefndar þurrabúðir. En í Stykkishólmi var einnig fyrr á árum yfirstétt kaup- manna og embættismanna. Þeir byggðu vegleg hús eftir þeirrar tíðar mælikvarða og flest þeirra eru enn í góðu gildi. Þarna voru höfuðstöðvar dönsku selstöðu- verzlunarinnar fyrir Dali og Snæ- fellsnes: Selstöðuverzlun Tang og Riis í Stykkishólmi varð raunar lífseigust slíkra verzlana á Is- landi. Að henni komum við siðar. Skammt frá þeim stað i miðju bæjarins, þar sem danskir höndl- uðu, sitja unglingarnir í Stykkis- hólmi inni i Tehúsinu á lognkyrru sunnudagssiðdegi. Þeir súpa að vísu ekki te, heldur líklega öllu fremur kók eða eitthvað þess konar og hlusta á músik. Þeir sögðu að það væri alveg æði að eiga heima I Stykk- ishólmi og mér skildist, að þeir væru allir í góðri at- vinnu, ýmist i skelinni eða öðru. Eftir nokkurt hlé var aftur byrjað að moka upp skelfiskinum stein- snar fyrir utan og húsmæðurnar í plássinu, sem hingað til hafa haft nóg að gera við að sjóða soðning- una og vökva blómin bak við gluggatjöldin, þær ku nú vera komnar í skelina og óvist, að karl- arnir fái nokkra soðningu, þegar þeir koma heim. Fleiri vinnustað- ir í Stykkishólmi hafa sótzt eftir húsmæðrum, hálfan eða allan daginn, og getur það víst kallazt tímanna tákn. Hér er — og hefur ugglaust alltaf verið — náma af skelfiski rétt fyrir utan, sem þyk- ir viða um heim eftirsótt góðgæti. En Hólmarar, sem fyrr meir þreyðu þorrann og góuna á sultar- fæði, hefðu líklega ekki lagt sér hann til munns. Bókasafnið stendur frá gamalli tíð á hæsta klettinum; þaðan er dáindis fagurt að virða fyrir sér Stykkishólm og nágrenni. Útsýnið er fagurt, hvert sem litið er: Drápuhliðarfjallið i suðri og eitthvað eftir af því enn, þótt megnið hljóti að vera komið á arinveggi i Reykjavík. Síðan Kerl- ingarskarðið og fjallgarðurinn til vesturs. En perlan er fjörðurinn og eyjarnar, síbreytilegt eftir birtunni og enn meira þó eftir sjávarföllum. Stundum allt eins og spegill, eyjarnar hreinar og klárar á sínum stað, unz þær renna saman í ógreinilegan fjölda. Og þar fyrir handan: Hvammsfjörðurinn og Fells- strandarfjöllin. En að stundar- korni liðnu kann allt að vera breytt. Barðaströndin horfin, blá- grátt yfirbragð á Breiðaf irðinum í stað spegilsins; útfiri. Allt í einu hefur urmull skerja og granda komið uppúr. Dökkleitar fjörur sýnast tengja eyjarnar saman. Hvergi hef ég vitað sjó eins sí- breytilegan og við Breiðaf jörð. Á göngu um Stykkishólm gleður þetta augað ásamt hús- unum litlu,, sem maður veit þó, að ekki muni eiga framtíð fyrir sér. Þau eru, þegar öllu er á botninn hvolft, minjar um kreppu og mikil vanefni. Fáir munu víst fróðari um Stykkishólm þeirra ára en Jóhann Rafnsson, fræði- maður I Stykkishólmi. Auk þess Clausenshús, orðið meira en 100 ára gamalt, en hefui verið gert upp. Hjaltalínshús, sem var f bygg- ingu fyrir 99 árum. 0 Sjaldgæf sjón: Heybátur höfninni í Stykkishólmi Heyið átti að fara út í Breiða f jarðareyjar. Norska húsið, elzta húsið miðbænum í Stykkishólmi Þar á að verða byggðasafn. Jóhann Rafnsson, fræðimað- ur í Stykkishólmi. Hann tel- ur, að stórslys hafi átt sér stað á gamla bænum. Peningar voru sjaldséBir hjá Tang & Riis, - segir Jóhann Rafnsson. Hann hóf starfsferíl sinn sem innanbúBarmaBur hjá selstöóuverzluninni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.