Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Side 5
Matthías Johannessen
Athvarf í
himin-
geimnum
Jóhann Hjálmarsson á
það sammerkt með
Hannesi Péturssyni að
hafa sýnt óvenju mikinn
skáldlegan þroska í fyrstu
ljóðabók sinni, Aungull í
tímann (1956). Það var
engin tilviljun, hvernig
helzti talsmaður órímaðra
ljóða, Jón úr Vör, tók þessu
unga skáldi, og síðar
skrifaði hann um ljóð
Jóhanns af hlýju og að mig
minnir gleði. Slík gagnrýni
skálda á verk starfsbræðra
er mikilsverð, ekki vegna
þess þau hafi meira „vit“ á
skáldskap en aðrir les-
endur, heldur af því hún
getur varpað ljósi á verk
skáldanna sjálfra, sem
gagnrýnina skrifa. Af þeim
sökum kemur okkur slík
gagnrýni meira við en um-
sagnir annarra. Brýnt
erindi mikilsverðra skálda
við samtíðina gefa orðum
þeirra aukinn slagkraft.
Þetta má þó ekki skilja
svo, að skáld og lista-
menn séu alltaf óskeik-
ul eða öðrum ein-
lægari í skrifum sínum og
afstöðu til starfsbræðra,
síður en svo. Jafnvel
Kjarval, sem reis úr um-
hverfinu eins og Dyrfjöll,
gat, ef því var að skipta,
breytt um svip, eins og
þetta goðmagnaða gullna
hlið þeirra Austfirðinga,
t.a.m. sagðist hann ekki
geta snætt í borðstofu
Björns Pálssonar flug-
manns, vegna þess að
mynd Ásgrfms á veggnum
hefði truflandi áhrif á sig.
Hann var öllum stundum
að velta þvf fyrir sér, af
hverju myndin hefði ekki
verið máluð einhvern
veginn öðru vísi. Þannig
getur sterkur persónuleiki
listamannsins og mótuð af-
staða til vinnubragða
komið í veg fyrir, að hann
sjái verk starfsbræðra
sinna réttum augum. Til-
finningin, skynjunin er
önnur. Öll afstaða svo per-
sónuleg, að hún verkar
truflandi.
Þetta eru aðeins al-
mennar og ófullnægjandi
hugleiðingar vegna þeirrar
— vafalaust að margra
dómi — óafsakanlegu
framhleypni að geta hér
síðustu ljóðabókar Jó-
hanns Hjálmarssonar
nokkrum orðum. Jóhann
hefur á undanförnum
árum fengizt við að skrifa
um önnur íslenzk skáld og
skýra stöðu þeirra, mark-
mið og tilgang og hafa þeir
Kristján Karlsson unnið
meira og þarfara verk í
þeim efnum síðustu ár en
nokkrir aðrir, Jóhann ekki
sízt með umsögnum sínum
í Morgunblaðinu og þeirri
markverðu bók, sem hann
hefur skrifað um nútíma-
ljóðlist. Enginn, sem vill
kynnast ljóðlist vorra daga
á íslandi, getur gengið
framhjá þessari bók, svo
athyglisverð og þaulhugs-
uð sem hún er. Hitt er
vafalaust rétt, að hún lýsir
Jóhanni Hjálmarssyni,
skáldinu og lesandanum,
betur en viðfangsefn-
unum. Er það segin saga,
eins og kunnugt er.
1 fyrstu ljóðabók Jó-
hanns Hjálmarssonar er
fersk óvænt skynjun ungs
leitandi skálds, sem telur
sér á engan hátt skylt að
loka sig inni f læstum
þagnarmúr hikandi ótta.
Síðar gekk skáldið inn í
þessa þögn, enda var hún í
tízku og ung skáld næsta
veik fyrir því, sem þau
halda að sé „fínt“. Þessi
ferð Jóhanns inn í
hálflukta hamra inn-
hverfrar ljóðlistar var
álíka óviss og för Þórs til
Útgarða-Loka, þar sem
hann glímdi við Elli kerl-
ingu, meðan sól lífsins
var enn í hádegis stað. En
eins og Þór kom Jóhann
aftur, reynslunni ríkari.
En ný áskorun kallar á
ný átök: við lífið sjálft,
nakinn veruleika hvers-
dags og jarðneskra drauma
í hnotskurn samtíma og
næsta umhverfis; gatan,
garðurinn, fólkið, landið —
verður skáldinu æ áleitn-
ara umhugsunar- og yrkis-
efni.
Og ljóðiðopnast.
Það sem úrslitum réð:
skáldið kynntist Ragnheiði,
konu sinni og svo auðvitað
síðar börnum sínum, sem
hann tileinkar síðustu
ljóðabókina, Athvarf í
himingeimnum. Ástarljóð-
in í Mig hefur dreymt þetta
áður (1965) eru merkileg
tímamót f ljóðlist Jóhanns
Hjálmarssonar og þar með
íslenzkri ljóðlist, því að án
þeirra vantaði ómissandi
kafla í nútímaljóðlist vora.
En svo mjög sem Jóhann
hefur skrifað um önnur
skáld, hefur ljóðum hans
sjálfs ekki verið haldið
fram sem skyldi, og þá ekki
sízt vegna andróðurs
þeirra manna, sem sýknt
og heilagt vilja ekki sjá
skáldið fyrir eigin fordóm-
um. Það er gömul saga og
ný á íslandi, þó að fordóm-
arnir komi engum við,
heldur aðeins skáldin og
verk þeirra.
Ástæða væri til að skrifa
langa og upplýsandi rit-
gerð um ljóðlist Jóhanns
Hjálmarssonar, þótt það
verði ekki gert þessu sinni.
Mig langar aðeins að vekja
athygli á nýjustu bók hans.
Hún er ort með því mennt-
aða og varfærna tungutaki,
sem Jóhanni er eiginlegt,
og fer það einkar vel í hóg-
værum og einföldum stíl
þessara yfirlætislausu, en
kröfuhörðu ljóða. En þau
dýpka við nánari kynni, því
að þau eiga sér innra líf,
Framhald á bls. 14.
©