Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Qupperneq 6
Það voru niutíuogsjö auglýs-
ingamenn frá New York á hótel-
inu og þeir einokuðu svoleiðis
landsímalínurnar að stúlkan á 507
varð að bíða frá hádegi og næst-
um til hálfþrjú eftir símtalinu
sinu. Hún notaði nú samt tímann.
Hún las grein í vasabrotstímariti
fyrir kvenfólk, sem hét „Kynlíf er
grín —eðahelvíti".
Hún þvoði greiðuna sína og
burstann. Hún tók blettinn úr
pilsinu á grábrúnu dragtinni
sinni. Hún færði töluna á Saks-
blússunni sinni. Hún kippti út
tveimur nýuppkomnum hárum á
fæðingarblettinum sínum. Þegar
símastúlkan loksins hringdi upp
til hennar á herbergið, sat hún í
gluggatillunni og hafði næstum
lokið við að lakka neglurnar á
vinstri hendinni á sér.
Stúlkan sú lét sér nú fátt úr
hendi falla fyrir eina símhring-
ingu. Hún lét sér eins og síminn
hennar væri búinn að hringja
stanzlaust, allt frá því hún komst
til kynþroska.
Sfminn hringdi og hún fór með
litla lakkburstanum sínum yfir
nöglina á iitlafingri; gerði sér
einkum far um hálfmánann. Svo
skrúfaði hún tappann aftur á
lakkglasið, stóð upp og veifaði um
sig vinstri hendinni — þeirri
blautu — fram og aftur. Með
þurru hendinni tók hún upp troð-
fullan öskubakka úr gluggatyll-
unni og hélt á honum með sér yfir
að náttborðinu, þar sem síminn
stóð á. Hún settist á annað tveggja
umbúið rúmið og tók upp tólið —
það var fimmta eða sjötta hring-
ingin.
— Halló, sagði hún, hafði teygt
á fingrum vinstri handar og út
fyrir hvíta silkisloppinn sinn;
annað hafði hún ekki utan um sig,
nema hællausa inniskó, töfflur,
— hringirnir hennar voru frammi
á baði.
— Það er komið símtalið yðar
við New York, frú Class, sagði
símastúlkan.
— Ég þakka, sagði stúlkan og
tók frá á náttborðinu fyrir ösku-
bakkann.
Kvenrödd kom í símann. —
Muriel? Ert þetta þú?
Stúlkan vék tólinu aðeins frá
eyranu. — Já, mamma, hvernig
hefurðu það?
— Ég er búin að vera vitlaus af
hræðslu um þig. Af hverju hring-
irðu ekki? Er allt í lagi með þig?
— Ég reyndi að ná í þig í gær-
kvöldi og kvöldið þar áður.
Sfminn hérna er búinn að vera
— Er allt í lagi með þig,
Mauriel?
Stúlkan skákaði tólinu aðeins
meir frá eyranu. — Ég hef það
fínt. Mér er heitt, þetta er heitasti
dagur, sem hefur komið í Flórida
í. . .
— Af hverju hefurðu ekki
hringt? Ég er búin að vera alveg
— Elsku mamma, ekki æpa
svona á mig. Ég heyri prýðilega
til þín, sagði stúlkan. — Ég
hringdi f þig tvisvar í gærkvöldi. í
annað skiptið rétt eftir . . .
— Ég sagði föður þínum, að þú
mundir sjálfsagt hringja í gær-
kvöldi. En — nei, hann þurfti
cndilega að . . Er allt í lagi með
þig, Muriel? Segðu mér nú satt.
— Ég hef það fínt. Gerðu það,
hættu að spyrja mig um þetta.
— Hvenær komuð þið?
©
FINN DAGIl
Smásaga eftir J.D. Salinger
Ásgeir Ásgeirsson þýddi
banana-
fískveiðar
— Ég man ekki. A miðvikudags-
morguninn, snemma.
— Hver keyrði?
— Hann keyrði, sagði stúlkan.
— Og farðu nú ekki að æsa þig
upp. Hann keyrði voða vel. Egvar
alveg bit.
— Keyrði hann? Muriel, þú
sórst upp á . . .
— Mamma, tók stúlkan fram i.
— Ég var að segja þér það; hann
keyrði alveg sérstaklega vel. Und-
ir fimmtíu alla leiðina; það er
hreina satt.
— Var hann nokkuð með þessar
dillur um trén?
— Ég sagði hann hefði keyrt
alveg sérstaklega vel, mamma.
Gerðu það nú. Ég bað hann að
halda sig við hvíta strikið og það
og hann vissi alveg hvað ég meinti
og hann gerði það. Hann reyndi
meira að segja að líta ekki á trén
— ég fann það alveg á mér. Er
pabbi búinn að láta gera við bíl-
inn, annars?
— Ekki ennþá. Þeir vilja fá
fjögur hundruð dollara, bara fyr-
ir. . .
— Mamma, Leymour sagði
pabba, að hann mundi borga það.
Það er engin ástæða til . . .
— Jæja, við sjáum til. Hvernig
var hann í bilnum og því?
— Alveg ágætur.
— Kallaði hann þig ekkert
þessu hræðilega . . .
— Nei. Hann er kominn með
nýtt núna.
— Hvað?
— Æi, hvaða máli skiptir það
nú, mamma?
— Eg vil fá að vita það, Muriel.
Faðir þinn . . .
— Allt i lagi, þá það. Hann
kallar mig ungfrú Sáluflakkara
ársins 1948, sagði stúlkan og fliss-
aði.
— Þetta er ekkert fyndið,
Muriel. Þetta er hreint ekkert
grín. Þetta er hræðilegt. Þetta er
sorglegt, hreint og beint. Þegar ég
minnist þess, hvernig . . .
— Mamma, tók stúlkan fram í,
hlustaðu nú á mig. Þú manst eftir
þessari bók, sem hann sendi mér
frá Þýzkalandi? Þú veizt — þessi
þýzku ljóð. Hvað gerði ég af
henni? Ég er búinn að vera að
brjóta heil. . .
— Þú ert með hana.
— Ertu viss, sagði stúlkan.
— Auðvitað. Það er ég sem er
með hana. Hún er inni í herbergi
hjá Freddy. Þú skildir hana eftir
þar og ég hafði ekki pláss fyrir
hana í — Af hverju? Vill hann fá
hana?
— Nei. Hann bara spurði mig
eftir henni á leiðinni niðureftir.
Hann langaði að vita, hvort ég
hefði lesið hana.
— Hún var á þýzku!
— Já, elskan, það skiptir engu,
sagði stúlkan og krosslagði á sér
fótleggina. — Hann sagði, að það
vildi svo til, að ljóðin væru ort af
eina stórskáldi aldarinnar. Hann
sagði ég hefði átt að kaupa þýð-
ingu eða eitthvað. Eða læra máliö,
þakka þér fyrir.
— Voðalegt. Þetta er sorglegt,
hreinlega. Það er það sem það er.
Faðir þinn sagði í gærkvöldi. . .
— Rétt aðeins, mamma, sagði
stúlkan. Hún fór yfir að glugga-
tyllunni eftir sígarettunum sín-
um, kveikti i einni og fór aftur í
sætið sitt á rúminu. — Mamma?
sagði hún og blés reyk.
— Muriel. Hlustaðu nú á mig.