Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Qupperneq 8
Nú hefur yfirlitssýning Sverris Haralds-
sonar staðið yfir á Kjarvalsstöðum. Um það
leyti er undirbúningur þessa blaðs hófst, var
Sverrir ekki búinn að hengja upp. Undir-
búningurinn mótaði samt dagsins önn í
Hulduhólum; það er annars ótrúlegt, hvað
mörgu þarf að hyggja að fyrir sýningu. Og
það telst alltaf merkur áfangi í lífi lista-
manns, þegar hann hefur yfirlitssýningu.
Sverrir Haraldsson hefur um sína daga ekki
farið varhluta af blaðamönnum. En í stað
þess að gera eitt viðtalið enn, fór Baltasar
einn á stúfana og hann teiknaði það, sem
hann»sá á Hulduhólum: í fyrsta lagi húsið
sjálft, fallegt hús og sérkennilegt. Allir
þekkja það, vegna þess að það stendur á
brún þjóðvegarins. Þar er ævintýralegt um
að listast, þegar inn kemur; heimur fullur af
myndum. Ef við fylgjum myndunum frá
hægri til vinstri, þá sjáum við húsið fyrst og
hauststörfin í garðinum: Sverrir með ein-
hvers konar klóru, Steinunn með könnu og
Haraldur sonui þeirra horfirá.
Síðan inn úr dyrunum. Sverrir situr í
ruggustöl, eða öllu tremur rólu. Þarna getur
hann bæði slappað af eða notað tímann og
. hugleitt áframhald einhverra'r myndar. Við
höldum áfram: Kassi og á honum litaspjald
Sverris. En að baki heilir staflar af myndum,
sumar á byrjunarstigi, sumar hálfkaraðar og
margar fullunnar. í horninu til hægri komum
við að teikniborðinu: Hér er unnið að skyssu
og blýanturinn flýgur yfir blaðið. Kaffi-
ketillinn er líka þarna nærri. Listfengi hús-
ráðendanna segir til sín í stóru sem smáu.
Innréttingarnar að mestu úr furu. Og svo til
dæmis hvernig rótinni er komið fyrir, þannig
að hún verður eðlilegur hluti af öllu saman.
Við sjáum rótina hér. Hægra megin við hana
liggur kisa í stól og þvær sér. Hún heldur
sínu striki eins og aðrir kettir og tekur ekki
þátt í sýningarundirbúningi. Yfir kisu sjáum
við einkennilega dranga. Þeir sjást líka af
þjóðveginum. Raunar eru þeir gerðir af
manna höndum, höndum Sverris. Hann