Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Qupperneq 12
setin lagðhvítri fjárbreiðunni. Flest féð liggur og hvilist eftir langan heiðarekstur. Allt í einu kemur hreyfing á kvika fjárkösina. Reka þarf safnið yfir Svartá i gerðið, þar sem það biður réttar í birt- ingu að morgni. Hægt og hægt liður breiðan niður að ánni. Fyrstu kindurnar hika við ána, en verða að láta undan siga fyrir þrýstingi rekstrarmanna. Svo ein- kennilega vill til, að fyrstar fara í ána tvær svartar ær báðar með flekkótt lömb. Er ekki ólíklegt, að þar hafi forystuær verið á ferð. Slitn- aði nú aldrei reksturinn. hélzt samfelld, þétt og breið fjárbru yfir ána í 55 mín., komu þá síð- ustu kindurnar upp úr ánni, stönzuðu aðeins á bakkanum og hristu af sér mesta vatnið, áður en þær skokkuðu heim grundina og inn í gerðið, en þar var nú full á skipað. Hefði féð ekki mátt vera öllu fleira, svo að vel færi um það yfir nóttina. Gerðið leysti af hólmi nætur- vörzlu fjárins í Vökuhvammi skamman spöl innan við rétt- ina. Sú var tíðin, að margt ungmennið í Blöndu- og Svartárdal beið með óþreyju eftir að njóta þess trausts að mega vaka yfir safninu í Vökuhvammi. Sigurður Guðmundsson á Fossum er gangnastjóri á Eyvindarstaðaheiði. Þrír ætt- liðir á Fossum hafa rækt þetta veglega trúnaðarstarf senn í eina öld. Sigurður var ánægður með göngurnar að þessu sinni. Veður gott til leitar, bjart og milt, og allt gekk eðlilega og samkvæmt áætlun. Féð sýndist vænt og vel á sig komið eftir gott sumar. Gangnastjórinn hefur nú með sínu trausta liði fært til réttar fleira fé en nokkru sinni fyrr eftir fjárskiptin vegna hinnar illræmdu mæði- veiki. Bróðir Sigurðar Guð- mundssonar, Sigurjón á Fossum, er réttarstjóri fjár- réttar. Að morgni bíður hans að rétta og hafa eftirlit með sundurdrætti hartnær tveggja tuga þúsunda fjár á sem allra stytztum tima, svo að sem flestir nái með rekstur sinn heim helzt fyrir myrkur. Tekið er að húma í botni Svartárdals. Miklu dagsverki er lokið, en ekki ganga allir snemma til náða í kvöld. Auglýst hefur verið réttarball í Húnaveri. Menn ætla, að þar verði allmannmargt og væntanlega á sinn hátt nokkur réttarblær. Á.Þ. Göngur og réttir Myndirnar tók Ósvaldur Knudsen. i sömu andrá kemur í Ijós framriðill stóðfylkingarinnar á brúninna vestan Fossár. Hrossahópurinn þéttist, fer greitt niður afliðandi brekk- urnar, hikar ekki við Svartá, og gusurnar ganga hátt, tekur stökksprett á harðri grundinni beinustu leið í rétt- ina, enda fast eftir fylgt af vel riðandi gangnamönnum. Hrossin eru með færra móti, þeim fækkar í afréttinni, en fénu fjölgar. Menn ganga rösklega að drætti hrossanna undir for- ystu Valtýs Guðmundssonar í Brattahlíð, réttarstjóra stóð- réttar. Það þarf áræði, lagni og karlmennsku til að vera liðtækur 5 stóðrétt. Strax og drætti lýkur, er hrossa- hópnum hleypt út og þeir reknir til síns heima. Skag- firzku hrossin reyndust nú snöggtum fleiri en þau hún- vetnsku. Meðan á stóðréttinni stendur, hnappsitja gangna- menn safnið i Lækjahlíðinni austan Fossár. Kunnugir áætla að þarna sé saman safnað 15—17 þúsund fjár. Hér getur að líta fágæta, áhrifarika mynd, samstillta úr náttúru landsins og atvinnu- lífi þjóðarinnar, þar sem fagurformuð hlíðin er þétt- dómar eða harðræði ekki herjað á bústofn norðlenzkra bænda, enda eiga þangað að sækja þrír hreppar í tveim sýslum. Þangað er fært til skila fé og hross af Eyvindar- staðaheiði, en svo nefnist geysiviðlent heiða- og há- lendissvæði milli Blöndu og Vestari-Jökulsár allt sunnan frá Hofsjökli og norður til byggða. Réttardagar eru tveir, stóðrétt miðvikudag í 22. viku sumars og fjárrétt daginn eftir. í ár voru þessir dagar 19. og 20. september. Að afliðnu hádegi renna fyrstu fjárhóparnir í tunguna milli ánna úr tveim áttum, og Hluti safnsins í Lækjahlíðinni austan Fossár. Leitað í markaskrá. Bræðurnirá Fossum Sigurður Guðmundsson gangnastjóri og Sigurjón Guðmundsson réttarstjóri. c> Jafnvel nafnið eitt vekur sérstök geðhrif. Margur þráir að koma á staðinn, þegar allt er þar i fullu fjöri, þótt ekki hafi hann átt neitt kvikt á heiðinni. Réttin stendur við ármótin, þar sem Fossá fellur í Svartá. Réttarstæðið er einkar vel valið, og mannvirk- ið fellur að umhverfinu eins og það sé upprunalegur hluti þess enda er svo í vissum skilningi. Veggir eru hlaðnir úr torfi og grjóti úr næsta nágrenni og eru nú grasi grónir ofan og utan. Þeir eru því þægilegt áhorfendasvæði þeim, sem fylgjast vilja með margbreytileik atburðarás- arinnar á leiksviði almenn- ingsins, meðan á réttum stendur. Stafnsrétt hefur löngum verið ein allra fjár- og stóð- flesta rétt landsins, hafi sjúk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.