Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Síða 14
•w*
— Það vantar loft í hana, sagði
hún.
— Rétt hjá þér. Það vantar
meira loft í hana en ég er reiðubú-
inn að hleypa inn. Hann brá hnef-
unum undan og hvíldi hökuna í
sandinum. — Sybil, sagði hann,
— þú lítur afar vel út. Það er fínt
að sjá þig. Segðu mér af sjálfri
þér. Hann teygði sig áfram og tók
höndunum um báða ökkla Sybil.
— Ég er Steingeit, sagði hann. —
Hvað ert þú?
— Sharon Lipschutz sagði þú
hefðir lofað sér að sitja á píanó-
bekknum hjá þér, sagði Sybil.
— Sagði Sharon Lipschutz það?
Sybil kinkaði kröftuglegakolli.
Hann sleppti ökklum hennar,
dró að sér hendurnar og lagði
vangann á hægri framhandlegg-
inn á sér. — Já, sagði hann, — þú
veizt, hvernig svona hlutir gerast,
Sybil. Ég sat þarna og var að
spila. Og þú varst hvergi sjáanleg.
Og Sharon Lipschutz kom yfir um
og settist við hliðina á mér. Ég gat
ekki ýtt henni út af eða hvað?
— Jú.
— Ne-ei. Nei. Það gat ég ekki
gert, sagði ungi maðurinn. — En
ég skal segja þér annað, sem ég
gerði.
— Hvað?
— Ég lét sem hún væri þú.
Sybil laut þegar niður og fór að
grafa í sandinn. — Við skulum
fara í sjóinn, sagði hún.
— Allt i lagi, sagði ungi maður-
inn. — Ég hugsa ég geti fundið
því stað á dagskránni.
— Þú ýtir henni út af næst,
sagði Sybil.
— Ýti hverri út af ?
— Sharon Lipschutz.
— A, Sharon Lipschutz, sagði
ungi maðurinn. — Meir hvað það
nafn leitar á. Blandið minning og
þrá. Hann stóð skyndilega á fæt-
ur. Hann horfði á haf út. — Sybil,
sagði hann. — A ég að segja þér
hvað við gerum. Við skulum vita,
hvort við fáum ekki bananafisk.
— Hvað?
— Bananafisk, sagði hann og
leysti frá sloppnum sínum. Hann
fór úr sloppnum. Herðarnar á
honum voru hvftar og mjóar og
stuttbuxurnar hans voru heið-
bláar. Hann braut saman slopp-
inn sinn, fyrst eftir endilöngu,
svo í þrennt. Hann rakti úr hand-
klæðinu, sem hann hafði haft yfir
augun, breiddi úr því á sandinn
og lagði svo samanbrotinn slopp-
inn ofan á það. Hann laut niður,
tók upp flána og kom henni vel
fyrir undir hægri handleggnum á
sér. Svo tók hann með vinstri
hendinni í hendi Sybil.
Þau lögðu saman af stað niður
að sjónum.
— Ég ímynda mér, að þú hafir
séð þá nokkra um dagana, ban-
anafiskana, sagði ungi maðurinn.
Sybil hristi höfuðið.
— Ekki það? Hvar áttu annars
heima?
— Eg veit það ekki, sagði Sybil.
— Víst veiztu það. Þú hlýtur að
vita það. Sharon Lipschutz veit
hvar hún á heima og hún er bara
þriggjaoghálfs.
Sybil nam staðar og kippti
hendinni að sér. Hún tíndi upp
venjulega öðuskel og virti hana
fyrir sér af nánum áhuga. Hún
fleygði henni til jarðar. —
Hvirfilskógum f Connecticut,
sagði hún og hóf gönguna á ný,
með magann á undan.
— Hvirfilskógum í Connecticut,
sagði ungi maðurinn. — Það vill
þó ekki svo til, að það sé nokkurs
staðar nálægt Hvirfilskógum f
Connecticut?
Sybil leit á hann. — Það er þar,
sem ég bý, sagði hún óþolin. — Ég
bý í Hvirfilskógum í Connecticut.
— Hún hljóp fáein skref fram úr
honum, greip upp vinstri fótinn á
sér í vinstri höndina og hoppaði
tvisvar, þrisvarsinnum.
— Þú getur tæpast gert þér í
hugarlund, hverju ljósi það varp-
ar á málið allt, sagði ungi maður-
inn.
Sybil sleppti fætinum á sér. —
Last þú Litla svarta Sambó? sagði
hún.
— Það er einkar merkilegt, að
þú skyldir spyrja mig að þessu,
sagði hann. — Það vill svo til, að
ég var rétt að ljúka við að lesa
hana í gærkvöldi. Hann teygði sig
niður á við og tók aftur hendi
Sybiljar. — Hvernig fannst þér
hún? spurði hann hana.
— Hlupu tígrisdýrin allt i
kringum þetta tré?
— Ég hélt þau ætluðu aldrei að
hætta. Aldrei séð svona mörg
tígrisdýr.
— Það voru bara sex, sagði
SybiL
— Bara sex! sagði ungi
maðurinn. — Kallarðu það bara?
— Finnst þér gott vax? spurði
Sybil.
— Finnst mér hvað gott? spurði
ungi maðurinn.
— Vax.
— Afskaplega. Þér líka?
— Sybil kinkaði kolli. — Finnst
þér góðar ólívur? spurði hún.
— Ólfvur — já. Ólfvur og vax.
Ég fer ekki fet nama hafa þau
með mér.
— Finnst þér Sharon Lipschutz
góð? spurði Sybil.
— Já. Já, það finnst mér, sagði
ungi maðurinn. — Það sem mér
fellur alveg sérstaklega við hana,
er að hún er aldrei að hrekkja
litla hunda í ^anddyrinu á
hótelinu. Til dæmis- þennan litla
leikfangabolabit, sem hún á,
frúin þarna frá Kanada. Þú trúir
því sjálfsagt ekki, en sumum
litlum stúlkum finnst gaman að
pota í þennan litla hund með spýt-
um.
Sybil þagði.
— Mér finnst gott að tyggja
kerti, sagði hún loks.
— Hverjum finnst það ekki?
sagði ungi maðurinn og bleytti sig
í fæturna. — Úff! Það er kalt. —
Hann lét gúmmíflána detta öfuga.
— Nei, biddu rétt aðeins, Sybil.
Biddu þangað til við komum
dálítið lengra út.
Þau óðu út þar til sjórinn tók
Sybil í mitti. Þá tók ungi maður-
inn hana upp og lagði hana niður
á magann á flána.
— Ertu aldrei með sundhettu
eða neitt svoleiðis? spurði hann.
— Ekki sleppa, skipaði Sybil. —
Haltu mér, núna.
— Ungfrú Carpenter. Verið nú
svo vænar. Ég kann mitt fag,
sagði ungi maðurinn. — Hafðu
bara augun opin fyrir banana-
fiski. Þetta er ekta dagur fyrir
bananafiskirí.
— Égsé enga, sagði Sybil.
— Það er skiljanlegt. Þeir eru
mjög einkennilegir í háttum.
Mjög einkennilegir. Hann hélt
áfram að ýta flánni. Sjórinn tók
honum ekki alveg í bringu.
— Þeir lifa miklu mæðulífi,
sagði hann. — Veiztu hvað þeir
gera, Sybil?
Hún hristi höfuðið.
— Nú þeir synda inn í holu þar
sem er fullt af banönum. Þeir eru
ósköp venjulegir fiskar á að líta,
þegar þeir synda inn. En þegar
þeir eru einu sinni komnir inn, þá
haga þeir sér eins og skepnur.
Hvað, ég veit um bananafiska,
sem syntu inn í bananaholu og
átu upp sjötíu og átta banana.
Hann ýtti flánni og farþega
hennar feti nær sjóndeildar-
hringnum. — Eftir það eru þeir
auðvitað orðnir svo feitir, að þeir
komast ekki út úr holunni aftur.
Komast ekki út um dyrnar.
— Ekki langt út, sagði Sybil. —
Hvað verður um þá?
— Verður um hverja?
— Bananafiskana.
— A, þú meinar þegar þeir eru
búnir að éta svo marga banana, að
þeir komast ekki út úr bananahol-
unni?
— Já, sagði Sybil.
— Ja, mér er bölvanlega við að
segja þér það, Sybil. Þeir deyja.
Af hverju? spurði Sybil.
— Jú, þeir fá bananaveiki. Það
er hræðilegur sjúkdómur.
— Þarna kemur alda, sagði Sy-
bil östyrk.
— Við ignórerum hana. Látum,
sem við sjáum hana ekki, sagði
ungi maðurinn. — Tveir smokkar
— Hann tók höndum um ökklana
á Sybil og ýtti áfram og niður á
við. Fláin stakkst yfir öldu-
toppinn. Sjórinn rennbleytti ljóst
hárið á Sybil, en veinið var
þrungið ánægju. Þegar fláin lá
rétt í aftur, strauk hún burtu
flatan blautan hárborða frá aug-
unum og tilkynnti: — Ég var að
sjá einn.
— Sjá hvað, ástin mín.
— Bananafisk.
— Nei, nú er ég alveg! sagði
ungi maðurinn. — Var hann með
nokkra banana upp í sér?
— Já, sagði Sybil. — Sex.
Ungi maðurinn tók allt í einu
upp annan blautan fótinn á Sybil;
þeir héngu út af fláarendanum;
og kyssti bogann.
— Hæ! sagði eigandi fótarins og
sneri sér við.
— Hæ, sjálf! Við förum upp úr
núna. Búin að fá nóg?
— Nei!
— Þykir það leitt, sagði hann og
ýtti flánni í átt til strandar, þar til
Sybil fór af henni. Hann hélt á
flánni það sem eftir var.
— Bless, sagði Sybil og hljóp án
eftirsjár í áttina heim að hótelinu.
Ungi maðurinn fór f baðkáp-
una, hneppti hnezlunum þétt og
tróð handklæðinu niður í
vasa sinn. Hann tók upp
slimblauta, umfangsmikla
flána og stakk henni und-
ir handlegg sér. Hann
þrammaði einsamall mjúkan heit-
an sandinn í átt upp að hótelinu.
A neðri aðalhæð hótelsins, sem
hótelvöldin ætluðu baðgestunum
að nota fór kona með zinksmyrsl á
nefinu á sér inn í lyftuna með
unga manninum.
— Ég sé þér eruð að horfa á
fæturna á mér, sagði hann við
hana þegar lyftan var komin af
stað.
— Fyrirgefið, hvað sögðuð þér?
sagði konan.
— Ég sagði: ég sé þér eruð að
horfa á fæturna á mér.
— Fyrirgefið. Það vildi svo til,
að ég var að horfa á gólfið, sagði
konan og sneri sér að lyftudyr-
unum.
— Ef yður langar að horfa á
fæturna á mér, þá er bara að
nefna það, sagði ungi maðurinn.
— En verið ekki neinn andskot-
ann að læðupokast við það.
— Hleypið mér út hérna, vilduð
þér gera það, sagði konan fljót-
mælt við lyftuvörzluna.
Lyftudyrnar opnuðust og konan
fór út án þess að Ifta um öxl.
— Ég hef tvo normala fætur og
ég kem ekki auga á neina anskot-
ans ástæðu fyrir neinn að glápa á
þá, sagði ungi maðurinn.
— Sjötta, takk. Hann tók
herbergislykilinn sinn upp úr
kápuvasanum.
Hapn fór út á sjöttu hæð, gekk
inn ganginn og lauk upp dyr-
unum á 507. Herbergið lyktaði af
nýjum kálfskinnstöskum og
naglalakksupplausn.
Hann leit sem snöggvast á
stúlkuna sofandi á öðru rúminu.
Svo fór hann yfir að annarri
ferðatöskunni, opnaði hana og tók
fram, undan stafla af stuttbuxum
og nærskyrtum, sjálfvirka Ortgies
skammbyssu með hlaupvídd 7.65.
Hann losaði um skothulstrið, virti
það fyrir sér, og festi það svo
aftur f. Hann dró upp bóginn. Svo
fór hann yfir um og settist niður á
auða rúmið, leit á stúlkuna,
miðaði skammbyssunni og skaut
kúlu gegnum hægra gagnaugað á
sér.
Athvarf í himingeimnum
Framhald aí bls. 5.
eldinn og umbrotin. Eins
og hraunið, sem rennur
fast og bítandi úr eld-
spúandi gígkeilum, þannig
er menntað og íhugandi
yfirborð þessara ljóða, sem
eiga meira skylt við hellu-
hraunið en úfnar hraun-
öldur apalsins. En undir
niðrieldkvikan.
Athyglisvert er að
fylgjast með Jóhanni og
ferð hans um skáldskap og
sýnir. Með ástarljóðunum
losnar skáldskapur hans úr
kvikuþrónni í brjósti
skáldsins, eins og jarðfræð-
ingar mundu segja. Orð og
setningar brjótast upp-
skafningslaust upp á yfir-
borðið: nýr tími er runninn
upp í skáldskaparlífi Jó-
hanns:
Gefðu mér aðeins einn dag
og eitt kvöld
og síðan:
Hvern dag hvert kvöld á
meðan viðlifum.
(Áköllun)
Vandratað er einstigi
Ijóðlistarinnar. Jóhann
Hjálmarsson þekkir þetta
einstigi, og þess vegna er
honum óhætt að yrkja um
það, sem öðru fólki er
einkamál, en skáldi dæmi
um algild verðmæti.
í nýjustu Ijóðabók Jó-
hanns, sem er íslenzkasta
bók hans, ef svo mætti
segja, situr þetta einfalda
en menntaða tungutak í
fyrirrúmi, auk þeirrar
mystísku skynjunar á
hversdagsleikanum, sem
einkennir Ijóð hans öll:
Hvíldu augu þín á
haustlaufunum.
Fallvaltleikinn
mun fylla þig
hamingju
eins og þú hvílir augu þín á
eilífðinni.
(Haustlauf)
Líkingar og myndir eru
að vísu ekki eins óvæntar í
nýjustu ljóðabók Jóhanns
Hjálmarssonar og þegar
æskueldurinn brann sem
heitast. Hér ríkir hin kalda
íhygli og verkkunnátta
ofar hverri kröfu. En jafn-
vægið er þeim mun áhrifa-
meira. Trúverðugleikinn
og sú ábyrgð, sem lögð er
skáldinu á herðar. í Hlut-
verki skálds segir Jóhann,
að snjóflygsurnar eigi sér
það göfuga takmark — að
bráðna. Er það einnig hlut-
verk skáldanna? Kannski,
eða öllu heldur: auðvitað.
En hvað gerir það:
Líkt og borgin fyllist
af hvítklæddum þegnum
loftsins
er hugur þinn alsnjóa. . .
Einkennilegur og mis-
kunnarlaus
er tíminn . . .
(Hlutverk skáldsins)
Hér er skírskotað til hins