Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Page 15
Þeir eiga það líka til a8 vera sér á parti í Stykkishólmi. Þessi mynd gæti eins verið úi Myndin er af skreytingu áArnarnesi, Skerjafirði eða nýju husi. Laugarásnum, en raunar er hún úr Stykkishólmi. vandskýrða nútímaljóðs Jónasar Hallgrímssonar, Alsnjóa, og einnig í Heið- inni og Vetur í Hrútafirði. Jónas segir: „Dauðinn er hreinn og hvítur snjór,“ en í Vetri í Hrútafirði er talað um, að. Tröllakirkja sé „hrein og hvít eins og tíminn“. í Heiðinni segir: „Hvítur er eilífur snjór- inn,“ þegar rætt er um veg- villur vorra daga: „Við göngum alltaf í hring.“ Þannig gefa skáldin gömlum táknum nýja merkingu. Öll reynum við miskunn- arleysi tímans, en þá er að læra af barninu, sem „hverfur til nýrra drauma“, eins og Jóhann Hjálmarsson kemst að orði í einu ljóða sinna. Tíminn er miskunnar- laus: erlendur ferðamaður sækir helgimynd vora, landið sjálft, og stingur henni í skúffu, þegar heim kemur: Þá ertu horfið að fullu, og hver veit hvort þú hefur nokkurn tima verið til. (Helgimynd) En í þessari síðustu bók Jóhanns Hjálmarssonar er einnig von reynsluríks og þroskaðs skálds. Vér finn- um hana einkum í ljóð- um um æskuslóðir skálds- ins á Snæfellsnesi, einnig í ljóðaflokknum Athvarf I himingeimnum, svo að dæmiséu nefnd: Kalt tunglskin flæðir yfir ferðbúið skipið. (Tilbeiðsla) Og skáldið heldur inn í þessa óræðu framtíð himin- víddarinnar, þetta ná- komna hlutfall milli lífs og dauða eins og Gunn- laugur Scheving kallaði það — með barnið við hönd sér: eða öllu heldur inn I heim barnsins fullan af fyrirheitum (sbr. Guð, kærleikur). Stundum er líkt og barnið vilji fljúga: Kannski er það aðeins fugl úr kynlegum skógi, sem hvílir sig um stund áður en lengra er haldið. (Heimur barns). Eða eins og segir I stuttu, eftirminnilegu erfiljóði um ömmu skáldsins, sem varð Jóhanni eins konar ímynd fornra hetjudáða, gamla konu sem kom með seltu tímans inn í líf hans: Myrkrið kom til mín með andlitþitt. Stykkis- hólmur Jóhann Rafnarsson segir frá Stgkkishólmi á dögum Tang & Riis, gömhim verðmœtum og baráttunni fyrir varðveizlu þeirra Framhald af bls. 4. föSur SigurSar alþingismanns, sem síðar keypti þessa verzlun og rekur hana raunar enn.“ „Þér hefur ekki verið skipað að „vigta rétt“ eins og Skúla forð- um?“ „Eg held, að vigtin hafi alveg verið í lagi. Ég var aðallega við afgreiðslu og í rauninni þótti mjög gott að geta fengið vinnu á borð við þessa.“ „Þótti kaupið gott?“ „Það held ég. Samt var það vita- skuld mjög lítið, eða eitthvað um 100 krónur á mánuði. Nokkru seinna, árið 1928, keypti ég mér föt hjá klæðskera í Reykjavík. Kaupið hefur þá að vísu verið eitthvað hærra, kannski 150 krónur á mánuði. En svona til samanburðar við kaupgetuna nú á dögum má geta þess, að fötin kostuðu 225. Ætli það samsvari ekki því, að föt kostuðu nú um 70 þúsund núna?“ „Já, maður yrði áreiðanlega feiminn í svo dýrum fötum.“ „Allt slíkt var dýrt í þá daga og sumt svo, að manni finnst með ólíkindum. Ég man til dæmis, að frostaveturinn 1918 voru menn eins og að líkum lætur mjög upp á það komnir að geta hitað upp með einhverju móti, ella var ólíft. En skippundið af kolum — 160 kg — kostaði þá 300 krónur. Jafnvel á þeim tíma var mánaðarkaupið ekki nema 120—130 krónur, því það lækkaði aftur eftir stríðslok- in. Fyrir heil mánaðarlaun hefði þá mátt fá eitthvað um 70 kg af kolum og það er enginn feiknar bingur.“ „En fólk hefur þá ekki getað keypt þessi kol?“ „Nei, auðvitað ekki. Menn reyndu að ná sér í mó og hrís og svo varð bara að sætta sig við kuldann." „Voru menn mjög tortryggnir i garð selstöðuverzlunarinnar?" „Danska verzlunin lá alltaf undir þeim grun, að hún reyndi að snuða viðskiptavini sína. En því fór víðs fjarri. Ágúst faktor var enginn gyðingur, en hjálpaði mörgum án þess að hafa hátt þar um. Hann var ekki einn þeirra manna, sem predika hjálpsemi, en sjálfur hjálpaði hann þó níanna mest.“ „Er verzlunarhús Tang & Riis ennþá notað?" „Nei, það stóð á sjávarbakk- anum, þar sem Tehúsið stendur núna. Verzlunar- húsið brann árið 1913, en síðan var pakkhúsið innréttað. Það eru nokkur gömul og verð- mæt hús frá menningarlegu sjón- armiði hér í Stykkishólmi. Elzta hús bæjarins er Norska húsið svo- nefnda, byggt úr tilhöggnum viði frá Noregi. Þar hefur alla tíð verið íbúðarhús, en núna nýtur það sin ekki til fulls vegna vinnu- palla. Þar á að vera byggðasafn fyrir Snæfellsnes og viðgerð á húsinu stendur yfir. Ég veit ekki betur en Norska húsið sé elzta tvílyfta hús á Iandinu, byggt 1828. Næst elzt eru Egilsstaðir, sem er þrílyft hús í bænum miðjum, og frá sama tíma, eða árinu 1868, er einnig annað merkilegt og fal- legt timburhús, sem kallað er Kúldshús. Eiríkur Kúld byggði það hús upphaflega í Flatey, en flutti með það að Þingvöllum í Helgafellssveit og sfðan hingað í Stykkishðlm." „Sumum finnst nógu erfitt að flytja búferlum með búslóðina, þótt ekki taki þeir íbúðarhúsið með i hvert skipti. En það er rétt, sem þú segir, að húsið er fallegt og kannski stendur það líka á fegursta stað, sem hér er hægt að finna, þarna norður á tanganum með órofið Utsýni yfir Breiða- fjörð.“ „Fyrst ég er búinn að geta Norska hússins, Egilsstaða og Kúldshúss, þá langar mig til að bæta tveimur við, sem bæði eru gömul og merkileg. Það er Clausenshús, sem talið var i bygg- ingu fyrir 99 árum og Hjaltalíns- hús, sem er eitthvað eldra og orðið 100 ára. Annars var það ekki einsdæmi, að hús væru flutt hingað. Þegar Soffia Thoraren- sen, ekkja Boga Thorarensens, flutti í Stykkishólm frá Staðar- felli i Dölum, hafði hún húsið með sér. Þetta hús er með þeim eldri hér, löngum nefnt Frúar- húsið, vegna þess að sýslumanns- ekkjan var að sjálfsögðu titluð „frúin“ í daglegu tali. „Mig langar til að spyrja þig lítið eitt nánar um daglegt líf í Stykkishólmi á þeim tíma, sem þú afgreiddir hjá Tang & Riis. Mér hefur skilizt, að hjá selstöðu- verzluninni hafi einkum farið fram vöruskiptaverzlun. Sáust þá peningar ekki?“ „Peningar voru sjaldséðir, það er rétt. Hjá Tang & Riis voru allir í reikningi. Fiskverkunarkonur jafnt sem verkamenn fengu inn- skrift fyrir vinnunni og tóku síð- an út vörur eftir þörfum. Kaupið mitt fór til dæmis inn á reikning og ég tók út á það vörur eftir því sem ég þurfti. En ég hefði getað fengið kaupið greitt I peningum; sá háttur var bara ekki hafður á. Það var að nokkru leyti vegna þess, að flestir voru í skuld við verzlunina og þá fóru launin beint upp í skuldina. Vextir voru ekki greiddir af inneignum, en samt voru rnenn að braska við að eiga inni. Munurinn var einkum sá, að þeir skuldlausu gátu fengið örlítinn afslátt af úttekt og það gerði vitaskuld sama gagn og vextir." „Verzlunin hefur urn leið verið eins konar banki og kannski ekki háð bankastofnunum?" „Tang & Riis fengu að minnsta kosti ekki sitt rekstursfé frá sparisjóðnum í Stykkishólmi; það kom annars staðar frá.“ „En hvað um vöruaðdrætti?" „Gullfoss var hér alltaf mánaðarlega, því Stykkishólmur var umskipunarhöfn. Skipið kom með vörur beint frá Kaupmanna- höfn og Leith. Að sjálfsögðu verzluðu þeir Tang & Riis mest við Kaupmannahöfn." „Var vínverzlunin úr sögunni, um þetta leyti?“ „Já, hún var úr sögunni með banninu. Ég man samt, að verzlunin átti stórar ámur undan brennivíni. Og þegar húsið brann, voru heilar hillur með vínflöskum og menn minntust þess löngu síðar, hvað það var sárt að sjá þær fara í eldinn." „Var beinlínis mikil fátækt í Hólminum á öðrum tugi aldar- innar og þar um bil?“ „Já, það var alltaf mikil fátækt á þessum árum, en útvegir nokkrir, — sjórinn og eyjagagnið. Bammörg heimili höfðu oft heila eða hálfa kú og kýr urðu yfir 100, þegar þær voru flestar." „Manstu beinlínis eftir sulti?" „Eg held, að ekki hafi verið beinn sultur. En matur var vissu- lega oft mjög af skornum skammti og sumar fæðutegundir ekki til. Það var orðtæki að segja allt mat, sem I magann kæmi. En í því fólst að sjálfsögðu hrapalleg villukenning. Meinið var nefni- lega ekki sízt, að fæðan var ekki nógu holl; hvaða gagn er að kaffi og skonroki? Breytingin varð fyrst og fremst með frystihúsi kaupfélagsins, sem tók til starfa 1932. Þá fóru menn að geta fengið nýmeti í stað þess að nærast á endalausu saltketi og saltfiski." „Það má furðulegt kallast i sjávarþorpi að verða að lifa á sölt- uðum mat vetrarlangt. Voru engin tök á þvf að veiða nýjan fisk til matar?“ „Á þessu tímabili var millibils- ástand. Áður höfðu skúturnar komið inn hálfsmánaðarlega og þá var fáanlegur nýr fiskur. En það var ekki fyrr en seinna að farið var að róa á smærri bátum og þá fór aftur að fást fiskur. En á timabili var alls ekki til nýmeti á vetrum.“ „En þrátt fyrir bágborið fæði, var Stykkishólmur menningar- bær að ýmsu leyti?“ „Félagslíf var mikið á árunum milli 1920 og 1930. Leiklist var mjög í hávegum höfð og hér starfaði með talsverðu fjöri Glímufélagið Þór. I Stykkishólmi voru þá nokkrir ágætir glimu- menn og fram til 1930 virtust ungir fþróttamenn hafa mestan áhuga á glímu. Upp úr fyrra striði byrjaði útstreymið; þá fór fólk að flytja burtu. Þá fóru Clausen- arnir og Richterarnir og fleiri.“ „En húsin standa eftir og bera nöfn þeirra. Hér er mikið um menningarsöguleg verðmæti og veltur á miklu að vel takist að sipuleggja bæinn þannig, að þetta einstaka bæjarstæði njóti sin og að gömlum verðmætum verði ekki spillt að óþörfu. Ertu bjart- sýnn á að það takist?" „Það er erfitt að vera bjartsýnn eftir það sem á undan hefur gengið. Stórslys hafa orðið við uppbygg- ingu á gamla bænum. Aftur á móti er allt í stakasta lagi með nýju íbúðarhúsahverfin í kring. Ég tel fullkomlega fáránlegt að setja frystihúsin í hjarta miðbæj- arins. Ég tel, að gamli miðbærinn hafi verið eyðilagður; stór- hýsi byggð á stöðum, þar sem verst var fyrir þau sjálf að vera. Fyrir utan frystihúsin og allt endemis draslið, sem þeim fylgir, má nefna slökkvistöðina og umfram allt annað þó vöruskemmu kaup- félagsins; framúrskarandi ljótan steinkumbalda í hjarta bæjarins. Mér finnst þó eins og nú sé að vakna áhugi á að vernda gamla bæinn. En ég vil klykkja út með því að lokum, að ég er drullu- hræddur við enn frekari slys.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.