Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 6
Sveinn frá Elivogum. — Kannast ekki flestir við nafnið? Þá á ég við þá, sem eitt- hvað fylgjast með á bók- menntalegu sviði og eru komn- ir til vits og ára. Það er líka einhver dulúð yfir nafninu Eli- vogar, en við samnefndan bæ i Skagafirði kenndi Sveinn sig jafnan. Þar var hann að vísu ekki fæddur og ólst þar lítt upp, en eyddi þar beztu árum ævinnar. Hann varð snemma þekktur fyrir vísur sínar, sem voru ótviræðar og beinskeyttar. Vísur Sveins flugu, ef svo mætti segja, um allt land, og menn lærðu þær. Eink- um vegna þess, að í þeim var jafnan einhver broddur. Það var líka eins og menn héldu, að Sveinn gerði aldrei annað en kersknisvísur. Hann orti um vorið og ástina, veturinn og hin daglegu störf. En íslendingar eru nú einu sinni þannig gerðir, að þeim finnst meir um persónulegt allt, einkum ef í því er ádeila, en um umhverfið og hið daglega. Lýsa ekki eftirfar- andi vísur vel áliti fólks á kveð- skap Sveins? Hann ykrir: Þó um vorið vandi ég óð vill það enginn heyra. En kveði ég sora- og kersknisljóð kitlar sérhvert eyra. Nær af manni ber ég blak brosir enginn kjaftur. En ef grannans bft ég bak f bojlann fæ ég aftur; Þótt nú séu senn liðnir þrír áratugir frá andláti Sveins frá Elivogum, er mikið af kveðskap hans á vörum fólks. Margir muna líka eftir honum. Hann var sér- kennilegur maður. Ekki þó svo mjög á ytra borði, heldur í fram- komu og dagfari öllu. Svipur hans var sterkur. Allur var maðurinn eftirminnilegur. Ég, sem rita þessa grein að beiðni Lesbókar Morgunblaðsins, er sonur Sveins. Ég ólst upp með honum til tvítugsaldurs, að mestu óslitið. Mér er hann því í fersku minni. Og áhrif þau, sem ég varð fyrir öll þessi ár, geri ég ráð fyrir, að séu ómæld. En það er nokkur vandi fyrir mig að skrifa um föður minn. Hlutlaus vil ég reyna að vera í frásögn minni, sem vitan- lega verður hvergi tæmandi. Ég ætla mér að rekja í stórum drátt- um lífssögu Sveins frá Elivogum og vitna í ljóð hans, ekki sízt þau, sem hvergi hafa fram að þessu birzt á prenti. Sveinn frá Elivogum var fædd- ur í Móbergsseli í Engihliðar- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu 3. aprfl árið 1889. Voru foreldrar hans Hannes Kristjánsson og Þóra Kristln Jónsdóttir, kona hans. Bjuggu þau þar við þröngan kost, enda jörðin afar lítil. Er furða, að fólk skuli hafa búið þarna, uppi í háfjöllum, þar sem nær engin ræktun var. Aðeins örlítill, þýfður kragi í kringum bæjarhúsin, gerð úr grjóti og torfi að mestu. Hannes hafði fáeinar kindur og eina kú til að fram- fleyta fjölskyldunni. Börnin fæddust eitt af öðru, og var Sveinn yngstur þeirra. Nokkur búbót var að silungsveiði í Móbergsselstjörn, rétt hjá bæn- um. Þar er bæði urriði og bleikja. En silung var ekki aðeins að fá í vatninu, heldur líka í brunni ein- um, skammt frá bænum. Þurfti ei annað en sökkva skjólu í brunn- inn til að fá silung í matinn! Þetta © hljómar nú á dögum sem hrein þjóðsaga. En satt mun þetta vera. Er talið, að samband hafi verið neðanjarðar milli vatns og brunns, og silungurinn átt greiða leið. Einhverjir óhappamenn munu hafa eyðilagt brunn þennan, fyllt hann það grjóti, að silungur hætti að ganga f brunninn. Um dvölina í Móbergsseli orti Sveinn. Hér ég á mfn ungdómsspor, ég þá dái minning kæra fyrst hvar sá ég sól og vor, svellin blá og vatnið tæra. Man ég bezt, er fært var frá, fyrir sést það bernsku minni. Lömbin mest mig lysti að sjá, leið þá verst að bælast inni. Ut réð gá og ekki beið, orkan þá var heldur mögur. Höndum á og hnjám ég skreið; hugðist ná í lömbin fögur. Móbergssel liggur í Litla-Vatns- skarði, sem gengur austur úr Laxárdal (fremri) í Húnavatns- sýslu, sunnanverðum. I skarðs- kjaftinum vestanverðum er bærinn Litla-Vatnsskarð, sem nú hefur verið í eyði nær fjóra ára- tugi. Skarðið er stutt. Við austur- enda skarðsins eru sýslumörk Húnavatns- og Skagaf jarðarsýslu. A vordögum 1895, þegar Sveinn var réttra sex ára, fluttist foreldrar hans með barnahópinn frá Móbergsseli. Enn lengra norður í fjöllin var haldið. Þvert á Litla-Vatnsskarð liggur Víðidal- ur, frá norðri til suðurs nokkurn veginn. Fyrir enda dalsins, að norðanverðu, var numið staðar. Þar eru Gvendarstaðir. Túnið lítið og kargaþýft — í bratta, uppi undir fjalli. Útsýni er hér nokkru meira en frá Móbergsseli. Víðidal- urinn blasir við augum til suðurs. Voru þar nokkur býli á miðöld- um, og sér nokkur merki þess dag, því að á stöku stað eru græn- ir blettir. Er ótrúlegt, hversu lengi sér til mannabyggða. Þarf ekki að skýra slíkt fyrir þeim, sem ferðazt hafa um löngu mann- auðar slóðir. Sagnir eru um, að kirkja hafi verið á Helgastöðum á Víðidal og grafreitur. Hafa menn fyrir satt, að sézt hafi mannabein í árbakkanum, þar sem kirkju- garður á að hafa verið, og áin er sífellt að brjóta. Væri hér um verðugt rannsóknarefni að ræða fyrir fornfræðinga. Á Gvendarstöðum bjuggu Þóra og Sveinn aðeins í þrjú ár, eða f rá 1895 til 1898. Og enn er haldið lengra norður á bóginn, því að næsti áfangastaður er Hryggir í Hryggjadal, eða á Staðarfjöllum. Er þar sízt búsældarlegra um að litast en á Gvendarstöðum og í Móbergsseli. Túnið örlítið og upp úr því grjót víðsvegar. Skammt fyrir neðan bæinn rennur áin, sem á upptök sin fremst á Víðidal. Eru klettabelti að ánni báðum megin, svört og ógnvekjandi, ógeng. Það undur hefur þó gerzt, að klettabelti þessi hafa verið klifin, og það af sofandi manneskju! En svo er mál með vexti, að Jónína, systir Sveins, þá unglingur, gekk í svefni þessa leið. Sagt hefur verið, að fólk komist það í svefni, sem því er ekki fært í vöku. Þarna sannaðist það áþreifanlega. — Til sjávar fellur áin norðan við Sauðárkrók og nefnist þá Gönguskarðsá. Hefur hún nú verið virkjuð, og Sveinn frá Elivogum 45 ára. lýsir nú og yljar fall hennar Sauð- kræklingum. í suðaustur frá Hryggjum er fjallið Molduxi, gróðurlítið og dökkt að lit. Sveinn orti kvæði um Hryggjadal. Lýsir hann þar vel umhverfinu, jafn skemmtilegt og það hefur nú verið, svo og viðhorfi sinu til lífs- ins á þessum árum — 9-14 ára. Hryggjadalur. Lágt f skjóli ljótra hnjúka liggur þröngur fjalladalur, þar sem vindur sffellt svalur sandinn lætur hátt upp rjúka. Þar er engan yl að finna, ekki neitt, sem hjartað gleður, heldur eintóm voðaveður; vetrartök þar aldrei linna. Yfir dalinn, ef vér Htum, augum mæta blásnir rindar. Unnið hafa voða vindar válegt mein á gróðri nýtum. Þar sem eikur áður stóðu umkringdar af reyniviði, blasa nú við sjónarsviði sandar — huldir þokumóðu. Eftir dalnum endilanga áin fellur jökulkalda, ferðatáimun fús að valda, feigða — ymur hátt af — söngum. Hefur mörgum hraustum manni haldið fast á sfnum armi, leyst þá burt frá böli og harmi, beint þeim Ieið að sólarranni. Fátt er þar af byggðum býlum, bæjarrústir þöglar Iiggja. Enginn vill þar aftur byggja; autt er Iand svo skiptir mflum. Mitt f botni dalsins djúpa dimmur stendur moldarkof i, gildur upp af grjóti og rofi, grafinn niður f foldarstrjúpa. Þarna hef ég aldur alið uppi f þessu lága hreysi, sölnað þar af sólarleysi, sálargróður burtu kalið. Aðeins litið auðnir fjalla, eyrum skemmt við storm og hríðar. Minning þeirrar myrku tíðar mfna varir lffstfð alla. Auðunn Bragi Sveinsson Skáldiö og dalabóndinn Sveinn frá Elivogum Fyrri hluti \________________r Kvæði þetta, sem er nokkru lengra, lýsir vel liðan og lífsvið- horfi drengsins. Þarna hefur verið lítið um tilbreytni. Lífið í einu orði sagt snautt. Auðvitað var ekki um neina uppfræðslu að ræða á nútímavísu. Lög um lágmarksfræðslu barna komust ekki í framkvæmd fyrr en nokkrum árum síðar. Eina aðkeypta fræðslan, sem Sveinn hlaut undir fermingu, kostaði 15 krónur, og verður að þeim þætti vikið síðar f þessari grein. En dvölin varð aðeins fimm ár á Hryggjum, því að Hannes bóndi lézt úr krabbameini, 4. des. 1903, hálfsjötugur að aldri. Ekkjan, Þóra Kristín Jónsdóttir, fluttist að Elivogum í Sæmundarhlíð. Börnin voru þá uppkomin, nema Sveinn, sem fermdist þetta vor í Sauðárkrókskirkju, af síra Áma Björnssyni, er síðar varð prestur í Görðum á Alftanesi. Sveinn var f fyrstu móður sinni til aðstoðar við búskapinn, en með auknum aldri og þroska varð hann fyrirvinna heimilisins. Og I Elivogum var hann til heimilis allt til haustsins 1922, að hann kvæntist Elínu Guðmundsdóttur frá Skottatungu í Gönguskörðum. Var hún tæpum 15 árum yngri en hann. Ekki var þó Sveinn óslitið í Elivogum, þvi að fardagaárið 1910-11 var hann vinnumaður á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.