Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 16
GÆÐI FEGURÐ - ENDING Gólfteppi yfir allt gólfið Innréttingabúöin býöur úrval gólfteppa í fimmtíu mismunandi tegundum og litum. Ný véltækni sem viö höfum komið okkur upp, gerir nú kleift að breiöa á svipstundu úr heilum rúllum á stóran gólfflöt svo aö viðskiptavinir geti afráöið kaup sín viö æskilegustu aöstööu. Sérhæft starfsfólk annast teppalagningar fljótt og vel, hvort sem um er að ræöa íbúðir, stigaganga, skrifstofur, eöa samkvæmissali, o.fl. o. fl. Viö kostum kapps um, aö veita mönnum upplýsingar og ráö, sem þeir geta örugglega treyst. Munið, að beztu og vönduðustu teppin þurfa ekki endilega að vera hin dýrustu. SÉRVERZLUN MEÐ GÓLFTEPPI OG VEGGFÓÐUR Sveinn frá Elivogum Framhald af bls. 14 Stefán var góður kennari og kenndi hann unglingum á heimili sínu. Hann var gagnfræðingur frá Möðruvöllum. Því miður varð Stefán skammlífur mjög, aðeins hálffertugur. Eftir lát hans fluttist ekkjan með börnin norður f Eyjafjörð. Meðal barna Stefáns og konu hans, Svanfríður Bjarna- dóttur frá Vöglum í Glæsibæjar- hreppi, eru hinirkunnu kennarar Eiríkur, Marinó og Svava Fells. A Sneis bjó Sveinn, eins og áður sagði, í 9 ár. Þar fæddist þeim hjónum barn, Þóra Kristfn, sem dvalizt hefur í Vesturheimi frá unga aldri. Áður en Sveinn kvæntist, eignaðist hann tvö börn með Sigríði Önundardóttur frá Dæli í Sæmundarhlíð, Maríu og Þórarin. Eru þau bæði á lífi. Maria býr á Sauðárkróki, en Þórarinn í Reykjavík. Hann er kvæntur Halldóru Nellý Páls- dóttur og eiga þau þrjú börn, tvær dætur og einn son. Eftir að börnin tvö voru fædd, orti Sveinn: Eg úr læðing leyst hef snák, Iátið fæðast næturgaman, smfðað bæði stelpu og strák, stöku og kvæði bundið saman. Sveinn gerði ekki víðreist meðan hann bjó á Sneis. Þá fór hann einu sinni til Reykjavíkur, i nóvember 1932. Hann las upp ljóð eftir sig — og kvað. Hann hafði sterka rödd og heldur hrjúfa. Að hann hafði svo sterka rödd og raun bar vitni, stafaði sjálfsagt af því, að hann heyrði illa. Agerðist sá kvilli með aldrinum, og undir ævilokin var hann næstum heyrnarlaus. Oft var Sveinn að því spurður, hvort honum félli ekki heyrnardeyfan þungt. Sagði hann þá jafnan, að hann væri búinn að heyra það margt um dagana, að hann langaði ekki til að heyra mikið meira. Um það orti hann: Þó að mitt sé ófrjótt eyra, eldinn mun ég geyma f hjarta. Sælla er að sjá en heyra, sæmir ei um slíkt að kvarta. Að Refsstöðum kom sr. Gunnar að húsvitja, eins og áður er getið. Eitt sinn, er hann var í slíkri heimsókn, las hann að venju úr Biblfunni. Er síra Gunnar hóf lesturinn úr hinni helgu bók, brá svo við, að Sveinn fór út. Þetta líkaði síra Gunnari miður, og hann kallaði: Sveinn, Sveinn, hvers vegna ferðu út? Þetta heyrði Sveinn, og varpaði fram vísu: Heyrnardeyfan hamlar mér að hlusta á Drottins orðið. En allir leyfa að óska sér einhvers góðs á borðið. Það var aðeins heyrnardeyfan, sem olli því, að Sveinn fór út, en hvorki andúð á síra Gunnari né sjálfri Biblíunni. Vel að merkja var 'þó Sveinn enginn presta- né kirkjuvinur, eins og áður hefur verið getið. Sumarið 1934, fluttist Sveinn frá Sneis að Móum á Skagaströnd. Komið var fram að slætti. En hvað olli því, að svo skjótlega var við brugðið? Því held ég sé óhætt ^ að svara nú, þegar þetta Iangt er nfa liðið. Sveinn hafði orðið fyrir ónæði og árásum af grönnum í dalnum. Þeir komu ölvaðir um nætur og létu mjög ófriðlega, brutu glugga og hótuðu að drepa Svein. Við slfkt var ekki hægt að una. Var ekki uni annað að gera en flytja sem skjótast burt af dalnum. Þá var það, að húsnæði fékkst í Móum á Skagaströnd, ein stofa og aðgangur að eldhúsi. Sneis var seld Engihlíðarhreppi fyrir sáralítið verð, enda varla við miklu að búast fyrir kot, illa hýst og með litla ræktun. Sveini var ekki umhugsað um miklar um- bætur á jörðum þeim, er hann sat um dagana. Hugur ’hans var við annað bundinn lengstaf. En hey- skaparmaður var hann dágóður. Að vfsu beit aldrei verulega vel hjá honum. Hann notaði bakka- ljái framan af og klappaði þá á steðja. En eftir að Eylandsljáirnir komu, einjárnungar, notaði hann þá og dró þá á hverfisteini. Til Skagastrandar var komið f sláttarbyrjun. Nú þurfti Sveinn að fara að vinna hjá öðrum, undir annarra stjórn, en það hafði hann ekki gert lengi og líkaði allt annað en vel, eins og eftirfarandi vfsa ber með sér: Löngum er ég ófarsæll yfir að vera sjálfs infn herra. En að gerast þrælsins þræll þykir mér þó hálfu verra. Niðurlag f næsta blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.