Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 3
leÍKamerki, sem lætur sjaldan eða aldrei í ljós tilfinningar sínar. Sem dæmi um þá hugmynd að lilutar mannlegs líkamsskapnað- ar eigi sky.lt við árásareinkenni annarra dýra, má taka til athug- unar ýmis mannleg lfkamsein- kenni og hlutverk þeirra nú. Skeggið og hakan. Flest spen- dýr berjast annaðhvort með munninum (vígtennur, skögul- tennur) eða höfðinu (horn). Vopn þessi eiga mikilvægu hlut- verki að gegna sem ógnunartæki, en eru studd öðrum einkennum, sem eru ekki síður mikilvæg. Ilirtir sýna til dæmis hálsinn þeg ar þeir eigast við. Enda þótt stærð og þungi hornanna skipti miklu máli, er það hálsinn, sem er afl- gjafinn; að öðru jöfnu er það dýr- ið sem sterkari hefur hálsinn, er gengur með sigur af hólmi. Háls- stærðin hefur þannig úrslitaþýð- ingu þar sem tveir hirtir berjast. Að þessari vitneskju fenginni eig- um við hægt með að skilja hlut- verk hálsskrautsins á hjartardýr- um — hálsstærðin er ýkt, annað- hvort með þrútnum vöðvum eða þykkum makka. Makkinn er venjulega i öðrum lit en aðrir líkamshlutar og dregur það at- hyglina að hálsinum. Sama gildir um skeggið. Svo virðist sem hreinsun andlitsins af hári hafi verið snar þáttur i þróun mannapanna. Þessi breyting virð- ist hafa átt sér stað á sama tíma og þróun og serhæfing andlitsvöðv- anna. Þetta tvennt má áreiðan- lega rekja til aukins mikilvægis andlitsins sem tjáningarmiðils. Enda þótt missir andlitshársins sé áhugaverð þróun í sjálfu sér, vaknar einkum sú spurning hversvegna hárvöxtur helst enn á vissum blettum likamans og and- litsins. Mannapar eru bítir og þótt menn heyri að vissu leyti til und- antekninga, er tannasýning enn þáttur í félagslegu atferli okkar. Villidýrafræðingar hafa rakið bros, grettur og geiflur mannsins til frumstæðra tannasýninga mannapa. Sumir bitir — úlfar, kattadýr og bavíanar— sýna ekki aðeins tennurnar heldur vekja auk þess athygli á stærð neðri hluta andlitsins. Þannig eru kjálkavöðvarnir oft 'ýktir með hárkraga eða skeggi. Sú fullyrðing, að skeggið sé ógnunareinkenni, verður áleitn- ari þegar tekið er til greina að það er aðeins að finna á fullorðnum karldýrum. Ögnunareinkenni eru hjá flestum mannöpum aðeins ásköpuð öðru kyninu. Það er sömu leiðis algengt hjá dýrategundum með skörp vald'askil, að ung kar|- dýr standi nær kvendýrum að tign. bar sem oftast kemur til alvarlegra átaka um völd milli kynþroska karldýra, gera ógnun- areinkenni aðeins vart við sig hjá karldýrum uin kynþroskaaldur, en aldrei hjá kvendýrum. Svo virðist samt sem áður, að skegg mannsins sé á undanhaldi. Þegar forfeður okkar tóku að fleygja hver i annan og berjast með kylfum, fengu ógnunarein- kennin minni beina þýðingu. Engu að síður hefur stærð og lög- un hökunnar ennþá mikil áhrif á mat okkar á hreysti. Sterkir kjálk- ar eða veikbyggð haka eru tákn stöðu, hreysti, eða stöðuskorts. Það er athyglisvert, að ef frá eru taldar andlitslyftingar og hár- igræðingar eru silikónhökur á meðal eftirsóttustu andlitsað- gerða hjá karlmönnum. Yfirskeggið. Munnurinn er mikilvæg tjáningarmiðstöð, sem höfðar bæði til sjónar og heyrnar. Hugtakið „veikgerðja munnsvip- ur“ er ekki út í bláinn — það lýsir tilfinninganæmum, varamjúkum, slöppum munni. „Samanbitinn'' munnsvipur John Wayne eða Riehard Boone getur ekki sýnt veiklyndi. Hvert er þá hlutverk yfir- skeggsins? Sé það skoðað úr tengslum við hökuskeggið, óklippt, óvaxborið, er það tjald, sem hylur munnsvipinn, áföst gríma, sem gefur til kynna félags- legan styrk með þvi að leyna öll- um svipbreytingum er kynnu að benda til veiklyndis. Eins og höku- og vangaskegg er yfirskegg- ið einkenni fullorðinna karl- manna — þess kyn- og aldurs- flokks, sem verður fvrir hvað sterkustum valdaþrýstingi meðal flestra dýrategunda. Augun. A meðal þeirra tjáning- ■armeðala, sem mannapar nota, eru augun ekki síður mikilvæg en munnurinn. Það eru ekki að- eins mannaparnir. heldur flestöll hryggdýr, sem stara eða einblina til þes's að skj.óta öðrum skelk í bringu. Það á sennilega uppr.una sinn sem undanfari árásar. Við v.itum öll, að starandi augu geta svó.sannarlega verið ógnvekjandi. Og hið gagnstæða, þegar einhver forðást augnaráö annars, er há- mark undirgefninnar — „Hann getur okki horfst i augu við mig." En einn áberandi munur er á augum mynna og mannapa. Mennirnir einir hafa sjáanlega augnhvitu. Hjá öðr.um mannapa- tegundum sést aðeins augasteinn- inn ög lithimnan. Því virðist sem aðafþátturinn i þróun augnhvít- unnar hjá mönnum hafi verið þetta tjáningarhlutverk augans. Veg]Va-hi.r)nar- sýnilegu augnhvítu hefui' maðurinn þann dularfulla hæfileiká að géta séð nákvæm- lega úr hokkurri fjarlægð hvert annar máður horfir. Auk þess að stará og einblina nota -mennirnir augun til að tjá anai’gvislegar tilfinningar. Ná- kVærn merkingv’Viúgnaráðs er að ínfklú ley.ti háð sámhenginu — ■ lauslegt augnatillit þarf. ekki að vera artnað' en -íauslþgt augnatil- ..li’t;' eri það má einnig túlka sém undanbrögð eða feitnni, allt eftir kringUmstæðúm. Tegund augnatillits leiðir i ljós hverskon- ar athygll menti yeita hverjir öðr- um, ekki sí.ðÚT en viðmót þeirra að.öðru 'leyti! bað sem'einkum er ath.vglisvert við augu mannsins, er fjölbrevtni þeirra að 'stærð og lögun. Hjá sumum,þa|tum mannk.vnsins hef- ur borið á afturhvarfi í þá átt að gera aúgað „minna opinskátt" samanber augnsvipur Mongóla, en það virðist afleiðing af mjög flóknum félagplegum metingi. bessi litbrigði-leiða af sér fyrir- sjáanleg hegðu'narviðbfögð þegar tveir k.vnþættir mætast — hinum opineygða vesturlandabúa virðist hið austræna andlit ófætt. Augabrúnin. Augabrúnin er, eins og líffæri það, senvhún fylg- ir, annað og meira en ógnunar- tæki. Augabrúnin getur'.jéð star- andi augnaráði talsverðaaógnun, en með því einu að skipta um stöðu getur hún gerbreytt svipn- um. Sennilegt virðist, áð auga- brúnin og forveri hennar, þykk beinbryggjan á forfeðrum okkar. hafi verkað sem ógnunartæki. Og um augabrúnina virðist gilda sama lögmál og skeggið; hún ger- ir beinabygginguna undir kraft- meiri áaðsjá. Hvað augu og augabrúnir áhrærir, hefur fjölhæfni þeirra sem félagslegra tjáningarmeðala komið í veg fyrir skiptingu milli kynja: karlar og konur hafa svip- aða andlitsdrætti. Þó hafa konur og börn stærri augu og sýnilegri augnhvítu, augabrúnir eru sömuleiðis yfirleitt þynnri með fínni hárum. Hærur. Villidýrafræðingar, sem fást við bavíana, górillur og ýms- ar aðrar spendýrategundir, hafa sýnt fram á að eitt mikilvægasta stöðutáknið er hægfara litabreyt- ing á feldinum, sem á sér stað með aldrinum. Hjá nánast öllum tegundum er staðan fasttengd aldrinum: þvi eldra sem dýrið er. þeim mun reyndara, stærra og sterkara er það, þar til það verður ellihrumt. Ungur Hamadryas bavíani sem rekst á hrímgráan, gamlan karlapa, gerir sér undir eins ljóst að hér er „öldungur" á ferð. A þessu hagnast báðir aðil- ar, unglingurinn sparar sér sdr og sviða og ósigur, en sá eldri þarf ekki að sóa orku i það að verja stöðu sína. Afstaða okkar til með- bræðranna virðist einnig taka breytingum með gráu hári. Silfur- hærur og hvítt við gagnaugun er merki um lengri félagsaldur. Full ástæða virðist tí 1 að ætla að grátt hár manna hafi þróast á sama veg og gegnt sama hlutverki og silfur hært bak gamallar górillu eða hrímgrátt fax bavíanans. Hörundsgerð og lykt. Enda þótt of lítil áhersla hafi verið logð á það í náttúrusögulegum ritum, er lvktin mikilvægasta félagslega ógnunartækið hjá spendýrum. Stvrkur og tegund lyktar gefur til kynna aldur og kyn — það tvennt, sem úrslitum ræður i stöðuskiptingu. Flest spendýr .hafa tvennskonar lyktargjafa, annarsvegar saur og þvag. hinsvegar sérhæfða bletti í hörundinu hlaðna kirtlum sem gefa frá sér þefsterkt, slimkennt e'fni. Yfir þessum kirtlum er hár- búskur. sem hefur það hlutverk að safna i sig og dreifa lyktinni. Þefurinn kemur eða verður sterk- ari á kynþroskaaldri og magnast yfirleitt með aldrinum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, eru okkur einnig áskap- aðir slikir kirtlar. Og i auglýsing- um um svitameðul fer ekki á milli mála ltvar þeir eru — i handar- krikanum og á milli fötanna. En svitaki rtlar þessir byrja ekki starf sitt fvrr en einstaklingurinn nær kynþroskaaldri — barn þarf hvorki svitameðul né rækilega þvotta til að forðast ólykt. Kirtlar þessir eiga stóran þátt í velliðan okkar. Sjálfsmat okkar og sjálfsöryggi er meira þar sem við könnumst við okkur og þar af leiðandi verða öll átök yfirleitt auðveldari og árangursrikari hjá einstaklingum allra dýrategunda þar sem þau eru heima hjá sér. Að heiman erum við öll dálítið óöruggari og vansælli. Ef til árekstra kemur og andstæðingur- inn getur kaffært mann með ókunnum sk.vnáhrifum. mun liann að öllum likindum ná yfir- höndinni. Flest spendýr, þar á meðal maðurinn. géfa frá sér sterka lykt á hættustund. gagn- taka andstæðinginn með sínum einka líkamsþef. Framhald á bls. 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.