Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 9
urnar og teiknuðu við þær pennateikningar. En kápu- teikningar eru í litum. Hér er um aS ræða merki- legt framtak i útgáfu og eru þjóðsögurnar vissulega þess verðar, aS dálítið sé hlaSið undir þær við ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar. Gjarnan hefði ég kosið að geta hrósað þessu í bak og fyrir, en þaS er því miður erfitt. Bersýnilegt er, að þessu unga fólki lætur betur að vinna í litum; kápu- teikningarnar bera oftast af að minni hy.ggju og þess- vegna eru heftin mjög ásjáleg tilsýndar. Og þá er að vísu hálfur björninn unninn. Um teikningarnar sjálfar við þjóð- sögurnar væri ugglaust bezt að segja sem minnst; annað hvort hafa þessir ungu teiknarar ekki áhuga á verk- efni af þessu tagi og kasta þessvegna til þess höndun- um, eða getan verður að teljast alveg ótrúlega slöpp meSaS við vel skólað fólk. Þó er til í dæminu, að hinir svinnu teiknarar hafi verið i „óstuði" af einhverjum ástæðum, líkt og taflmenn, sem tefla undir getu. Bragi Ásgeirsson minntist á i gagn- rýni í Morgunblaðinu að myndirnar hlytu að vera „undir getu" og vegna skói- anna, sem hafa útskrifað þetta fólk og þess sjálfs, skulum við vona að það sé rétt. Sá er þó kosturinn við að ráða unga listamenn til starfans, aS búast má við að þeir nálgist efnið frá nýju sjónarhorni; jafnvel að þeir færi hinar sígildu þjóðsögur að einhverju leyti til nútim- ans. Þetta hefur þó aðeins tekizt hjá Gylfa Gislasyni og í forsiðumyndinni hjá Guð- mundi Ármanni Sigurjóns- syni. Forsiðumynd Gylfa frá Árbæ kemur mjög á óvart og er prýðisgóð, auk þess er skoplegt að sjá turninn á Hallgrimskirkju snarhallast. En Gylfi sameinar þarna á listrænan hátt torfbæinn i Ár- bæ og tákn nútímans, sem eru háspennumöstrin og blokkirnar. Forsiðuteikning Guðmund- ar Ármanns af kerlingunni og skrattanum er nútímalegust af öllu þvi, sem þarna er lagt til málanna: Skilgetið af- kvæmi poplistar og mynda- sagna. Hýbýlin eru líka nú- timaleg, en ekki hin gamla, hefðbundna baðstofa. Langsamlega dramatískust er forsiðumynd Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur: Andlit i klettóttu landslagi, mikið notað myndefni, sem hér er meðhöndlaS á sérstæðan og persónulegan hátt. Kápumynd Jóhönnu Þórð- Framhald á bls. 12. „Ekkert verður gert fyrr en ég kem", sagði sá sem átti að hengja. Teikning eftir Guðmund Ármann Sigurjónsson. „Þú nýtur þess guð, ég næ ekki til þin", sagði kerlingin. Teikning eftir Jöhönnu Þórðardóttur. r Oxneyjarbræður koma í kaupstað. Teikning eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Þórir Haukur Einarsson: Hugsað til tveggja meistara í Lesbók Morgunblaðs- ins hinn 30. desember sl. birtist hugleiðing eftir Hannes Pétursson i minn- ingu Magnúsar Björnsson- ar á Syðra-Hóli. Yfirskrift: HUGSAÐ TIL EIIMS MEISTARA. Sjaldséðir hvitir hrafnar. Það gerist víst ekki á hverj- um degi, að þjóðfrægt skáld leggi leið sína til Skagastrandar. Það, sem gerir heiður byggðarlags- ins tvímælalausan varð- andi þessa heimsókn, ersú óvænta staðreynd, að heimsóknin er ekki til- viljun, ekki óhjákvæmi- legur áfangi lengri ferðar. Listamaðurinn á gagngert erindi þarna norður á ströndina. Hann er aS leita að einhverju, sem hann telur sig munu finna þarna og vill meS engu móti fara á mis við. En hvað er ég aS blanda mér óboðinn i þessa pila- grimsför Hannesar Péturs- sonar til Skagastrandar? Til þess liggja ástæður, er nú skal greina. Þegar ég las grein Hannesar, varð mér innanbrjósts eitthvað likt og manni, sem vegna tilviljunar augnabliksins er þannig staðsettur, að hann hefur góða yfirsýn yfir fjöl- farin gatnamót. ViS slik tækifæri getur svo margt boriS fyrir augu, eins og allir vita. Kannski sjáum við skyndilega aðsteðjandi árekstur og slys, án þess að fá þar nokkru um þok- að. Eða við sjáum tvær manneskjur leita hvor annarrar, nálgast, en farast svo á mis og fjar- lægjast á ný. Það var eitthvaS í ætt við þaS siðar nefnda, sem ég þóttist hjá fyrir mér við lestur nefndrar greinar. Að sjálfsögðu ekki svo að skilja, að mér sé ekki Ijóst, aS Hannes Pétursson hefir þegar að eigin eðlisávisan fundið Magnús Björnsson sem listamann, enda um- rædd för hans beinlinis ávöxtur þeirra kynna. Eigi að siður er Ijóst af grein Hannesar, að hann er kom- inn þarna norður til að kynnast nánar, ef verða mætti, persónuleika manns, er með verkum sinum hefur tekiS hug hans fanginn og valdið honum næsta tregabland- inni löngun eftir nánari kynnum. En hér er hængur á. Magnús bóndi á Syðra- Hóli er genginn til hvíldar fyrir nokkru. Ferðalangur- inn veit þetta, og þvi er hann kominn — „í þeim einu erindagerðum að horfa heim til föðurtúna Magnúsar Björnssonar." „Syðri-Hóll á Skaga- strönd er vinalegur bónda- bær. Þar er hvitt íveruhús undir grænmáluðu þaki, . . ." Þetta er vissulega rétt. Þarna er snyrtilegt og hlý- legt ibúðarhús, eins og við var að búast á þeim bæ. En þarna eru líka einmitt krossgötur hins gamla og hins nýja, og skáldiS má gæta sín vel að láta ekki villa um fyrir sér, ef það ætlar ekki að farast á mis við meistara sinn. Magnús er ekki þarna. Litum utar og ofar. .....en út og upp í túni er trjáreitur." — ÞaS var gott, aS gesturinn tók eftir þessum trjálundi. Hann leynir á sér. íbúðarhúsið á Syðra- Hóli er til þess að gera nýlega byggt. Flestir þeir, sem á undanförnum ára- tugum hafa ferðast fram og aftur milli Blönduóss og Skagastrandar, muna vafa- laust eftir gamla bænum með tilheyrandi trjágarði uppi á hólnum. Þessi bær var listaverk og augnayndi þeim, sem um veginn fóru. Ekki vegna þess, að hann væri svo sérstaklega reisu- legur, sem kallaS er, held- ur líklega miklu fremur vegna hins hógværa yfir- bragðs og látlausa þokka. Fegurð hans var meira í ætt við gleym-mér-ei en rósir skrúðgarðsins. Stað- setningin á hólnum, byggingarstíllinn, trjá- garðurinn, túnið, lands- lagiS, fjöll og himinn, — Framhaid á bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.