Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 16
 i u?p STR- flurrt - KÓiT Klflf)' ■ íic ■ o Zö J3u.fi*.- V UC< SPtl- VÐ - Tft 'l ÖS- V'-- / JtM \ ÞÍ2- i K- KUK FO « - fJHFbl rf Si u !- PtPrtxJ V s r X>ý K 5 'e R.' H Ló'. 1 1 . oJJ KK- o - PP ^(9 K. Ð i rJ N l Vír RVC- i t'l bt • ■ - . V \ / FKPlK o 5 KR' l Pf\ Ué <- r>fP» >HL- ■a re i ■/»'/ uv v/vji :— 'ftU- u £> $tcz- 1 rfl u z. r'í-F- u FL- TÓ 1 r. l£> ÍLrtiTY F£g IK faiZdLk l.o>T- l H m'e k - UÐUR ídR ** i itrr Uo r- kU S OL Kftpp- /Of LU/Í fUVl- Soí) roVN &ue>í - t>r»v- u >r« Ærr/tZ- ;crur< Tib'i & - uUS. L£W- A'R pRLUf/) “ Sfr> ‘ £i i-JS L l n 5K--SOX sróp dRÐ >K - £K?ft IR. F O (< - fiKIC 1 eirtKáit f£úO\ OKÐ SKlMN l£> - « ur. HöUt- fíWl F£ t\l K&“ OTÍ m V fixJpidí, N > STÖK- ftR Lausn á síðustu Rrossgátu * r MfLfl K'flííi v\ í i áat> ST Fl Ýr IR uRm' R. rev’-iBfn SKoxfl 56n*(l mV —> L Æ T V.V P Vr F A K 1- E ge/M-* IÐ V A L A N íoVk S ö L V 1 SfiJCM 1 L L ÓUÐIK v«r<-- /t s l K ÍTrtfgR FIIK- fc Ð Krn- Bló^. I£> r°n- ierrj /uc* K'RcfK HETT- 5 N A 4 A í KrtP- Prt L R 1 L L R Ht6T- rn- F R U T n L £ 4 A K '£KiK uf. N f R LoF- R o' ÍÁ A íí. fiSK- A' A R. «p5 K f<wn.. S U L«M0í F/tRI r* e s m nff- on. F A’ 1 K "AP'* - K 1 T a N U M £ Hua- Uk- s 1 H N> \ Ð RM fc- s BitUic. gbr N 0 T 1 R P s M E l é> WíK - s K 1 N M I £> L£IT spr- i A' H K AR- To3- 1 i> F«R ffK-Kl r» 6£> 5 V A Ð OVl9,M iK-fio N f) U T 1 N e R T Klff- - A' T A K \ N (4 'a a K fí 4 4 T r A R N A R nuo- ■- 1 HUL iKén N A’ ■ r P R T 6 P- R R A 4 N 1 V" F A L L Á 1 l l HB.- eitJ- K A R A N r Foft- JR ' 6i n A L L Nistið Daginn eftir var ungfrú Frost venju fremur eftirlát. HUn svaf í öllum kennslustundum. Og seinna fórum við uppáhaldsleiðina mína — fram hjá sælgætisbúðinni, þar sem hún keypti handa mér brjóstsykur, og siðan eftir gangstígnum meðfram járnbrautarteinunum. Skömmu eftir að við komum heim, heyrði ég vatnið renna í baðkerið. Ég flýtti mér að fara að skoða nistið. Ég var í allra bezta skapi, þegar ég opnaði nistið. Ég sá allra snöggvast bregða fyrir verndarenglunum, eins og ég kallaði hvítu hundana tvo, áður en garðurinn birtist, baðaður tengsljósi. Aftur kom ungfrú Frost gangandi fram á grasflötina. I þetta sinn ætlaði ég ekki að missa af neinu. Égþorði ekki einu sinni að depla augunum. Og þá sá ég dálítið furðulegt. Ungfrú Frost sneri sér við og leit á húsið, eins og til að gá að því, hvort nokkur sæi til sín. Leiftursnöggt breyttist hún í útliti, minnkaði og var, áður en ég vissi af, kominn á fjóra fætur. Hún var hundur — það var enginn vafi á þvx. Ég var stórhrifinn. Ég vildi óska, að ég gæti gert þetta, hugsaði ég með sjálfum mér, meðan ég horfði á hana hlaupa um í garðinum, þefandi af runnunum, og við og við horfði hún upp til tunglsins. Allt í einu sá ég eitthvað til hliðar á grasflötinni. Mér sýndist það vera köttur. Hann hreyfði sig ekki, er hann varð hundsins var. Hann hefði átt að leggja á flótta, því að í einu stökki var ungfrú Frost komin að honum. Það var eitthvað tryllt og hryllilegt við það, hvernig hún hremmdi hann, hristi hann ofsalega og þeytti honum síðan bak við runna — eitthvað hryllilegt. Samt var það heillandi á sinn hátt. Nú sá ég myndina af garðinum leysast upp, og verndarenglarnir birtust á ný. En það var merki um það, að ég ætti að draga mig i hlé, ég var alveg viss um það. Þeir voru áreiðanlega á mínu bandi, þeir ætluðu ekki að láta mig lenda i klónum á hinni undarlegu ungfrú Frost. Ég sneri aftur inn í barnaherbergið. Ekki vissi ég, hvað ég ætti að hugsa um allt þetta, sem fyrir augu mi'n hafði borið. Eftir á að hyggja, var ég ekki viss um, að það væri svo skemmtilegt að njósna um ungfrú Frost, þó að ég vildi helzt ekki viðurkenna, aðég væri raunverulega hræddur. Eftir morgunverðinn næsta dag, ráfaði ég einn út í garðinn. Eiginlega á móti vilja mínum nálgaðist ég runnann, sem ég mundi eftir frá því kvöldinu áður. Ég gægðist bak við hann. Þar lá köttur nágrannans. Hann var bersýnilega hálsbrotinn, og það var fullt af ógeðslegum flugum kringum augun á honum. Andartak stóð ég og starði á hann og minntist þess, hversu fallegur þessi köttur hafði verið, og hve oft ég hafði klappað honum og strokið hann. Svo hljóp ég aftur inn, og tárin runnu niður kinnar mfnar. „Hvað er eiginlega að þér?“ spurði ungfrú Frost, meðan hún reyndi að þurrka mér um augun. „Viðbjóðslegi .. . grimmi .. . hundur," sagði ég, milli þess se:n ég öskraði. Sfðan sleit ég mig lausan, hljóp inn f svefnherbergið aitt og henti mér upp i rúm. Innan úr bamaherberginu heyrði ég hásan og kaldrananlegan hlátur. Á þessum aldri eru flestir fljótir að skipta um skap, býst ég við, og margt gleymdist á stuttri stundu. Undir kvöldið hafði ungfrú Frost tekizt að róa mig, þótt ég liti ekki lengur á hana sem meinlausa, gamla konu, er byggi yfir þeirri undra- gáfu að geta breytt sér í hundslíki að eigin geðþótta. Ég var heldur ekki lengur hrifinn af því að hafa njósnað um hana. Þegar hún fór í bað um kvöldið, sat ég í mesta sakleysi inni í barnaherberginu. Þannig liðu tveir eða þrír dagar. Eg komst að þeirri niðurstöðu, að nistið hefði leyft mér að skyggnast inn í framtíðina. Enn liðu nokkrir dagar, áður en ég fór að fá sjálfstraust mitt á ný, og um leið fór ég aftur að verðaforvitinn. Einu sinni enn, sagði ég við sjálfan mig, ég ætla að skoða nistið aðeins einu sinni enn og svo aldrei framar. Nokkra daga sagði ég þetta við sjálfan mig, en það var eitthvað, sem hélt aftur af mér. En dag nokkurn reiddist ég við ungfrú Frost, rétt áður en hún var að fara í bað. Ég held, að hún hafi reitt mig til reiði af ráðnum hug. Ég ákvað að hefna mín á henni, fór borubrattur inn í her- bergið hennar og opnaði nistið. Ég hafði ennþá tima til að skipta um skoðun, því að það liðu einar tvær mínútur, þar til skýin fóru að myndast í glerinu. Þá var það um seinan því að nú tók ég að gerast æstur. Ég horfði óþolinmóður, þar til verndarenglarnir birtust, og loks kom garðurinn í ljós. En var þetta garðurinn? Þarna var sedrusviðurinn og grasflötin — en hvernig stóð á þessum girðingum, og hvað var orðið af rósagarðinum? Ég trúði varla mínum eigin augum, og nú fór ég að verða smeykur. Mig langaði til þess að loka nistinu í flýti og hlaupast á brott, en ég gat hvorki hreyft legg né lið. Á móti viljamínum sá ég tvær verur koma út úr húsinu — mann og hund. Hundinn þekkti ég. Ég hafði áður horft á ungfrú Frost breyta sér í hundslíki. En maðurinn? Hann nam staðar á miðri grasflötinni, en hundurinn hoppaði og skoppaði f kringum hann. Það var eitthvað kunnuglegt við manninn. Hann var ungur, og mér fannst hann bæði aðlaðandi og frá hrindandi í senn. Eg gat ekki annað en horft stöðugt framan í hann. En nú fór titringur um andlit hans, það fór að breytast, nefið lengdist og eyrun urðu löng og mjó. Áður en ég vissi af, var hann kominn á fjóra fætur, og andartaki seinna voru þarna tveir hundar, sem brugðu á leik. Síðan stukku þeir samhliða yfir girðinguna og voru á svipstundu horfnir út í myrkrið. Ekki veit ég, hvernig ég komst inn í barnaherbergið. Það næsta, sem ég man eftir mér, var það, að ég stóð þar inni á miðju gólfi, titrandi af hræðslu og hugaræsingi. '%%, gat ekki annað en beðið þarna skjálfandi. Þegar ungirú Frost birtist að lokum, með nistið um hálsinn, var eins og eitthvað leystist úr læðingi hið innra með mér. „Það er nistið þitt,“ hrópaði ég framan í hana, „þú verður að segja mér, hvað þetta á að tákna — þú verður, þú verður, þú verður . . .“ Ég fór að hlæja, eins og ég hefði fengið móðursýkiskast, þangað til ungfrú Frost rak mér kinn- hest. Ég hætti að hlæja, og við stóðum þögul og horfðum hvort á annað. Þá fór ungfrú Frost að stíga dansspor á gólfinu og sönglaði undir: „Hó litli vinur, ég náði íþig. Sá, sem sér sjálfan sig í nistinu mínu, verður fyrr eða síðar á mfnu valdi. Við hittumst aftur . . .“ „Ég er drengur," öskraði ég. „Ég vil ekki vera andstyggilegur hundur eins og þú — ég vil ekki vera hundur, ég vil ekki, ég vil það ekki, ég vil það ekki . . .“ „En þú verður að hundi, góði minn,“ sönglaði hún, „og þú verður hrifinn af því. Við förum saman á veiðar að eilífu, eilifu, eilífu.“ Ég missti alla stjórn á sjálfum mér. Ég þaut að píanóinu og sló með krepptum hnefunum, eins fast og éggat, ofan á nótnaborðið. Síðan hljóp égtil baka til ungfrú Frost greip um nistið og togaði í það af öllum krökröftum. Keðjan slitnaði, en ungfrú Frost þreif nistið úr lófa mínum, og ég held, að hún hafi barið mig, því að ég man ekki meira. Ég rankaði við mér x' rúminu mínu. Einhver með mjög góðlegt andlit sat hjá mér. „Eg er nýja kennslukonan þin, ungfrú Bird,“ sagði hún. Þetta eru minningar mínar í auðu herberginu, sem eitt sinn hafði verið barnaherbergið mitt. Þeim skaut upp í huga mfnum, og nú fór ég að líta á þetta allt með augum fullor^'ns manns. Mér varð litið á hundinn. Hann lá fram á app c sfnar við fætur mér og horfði upp á mig stórum, gulum augum með rauðgulum dílum — augum, sf:m ég mundi eftir. Það fór um mig hrollur. Ég varð að drepa þennan hund. Hann var illur, það varð að gera út af víð hann — og það samstundis, áður en það væri um seinan. En þá var eins og ég hefði ekki lengur sjálfstæðan vilja. Hundurinn stóð á fætur, dinglaði skottinu og labbaði fram að dyrunum. Ég elti hann ósjálfrátt niður stigann og út í garðinn. Hann fór að hoppa gáskafullur i kringum mig. Sfðan hljóp hann að girðingunni, leit til mín viðbjóðsleg- um augunum, og það var ekki minnsti vafi á þvf, að hann var að bjóða mér að koma með sér. Svo stökk hann yfir girðinguna og varóðara horfinn úr augsýn. Ég hripaði þetta niður fyrir nokkrum vikum, og þegar ég nú les það yfir, botna ég ekkert í þvi, að ég skuli geta hafa verið svona móðursjúkur. Ég hefi oft komið í húsið síðan. Hundurinn er allra bezta skinn, og hann hefir ósköp gaman af að leika sér. Og ég hefi komizt að því, að ég get fengið húsið keypt fyrir sama og ekki neitt. Maja Baldvins þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.