Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 12
Rollur eða skólamenntun Framhald af bls. 11 Dapur nú í borg ég bý, betri tíma ætti að muna, er ég lifði frjáls og frí í faðmlögum viðnáttúruna. — Eg held ég hafi strax sem drengur og ætíð síðan, hvergi un- að mér betur en einn úti f náttúr- unni. Þegar ég á mfnum upp- vaxtarárum reikaði um heiðarnar á vorin, þá var gaman að lifa. Sólin kyssti hafflötinn og gullið miðnætur geislaflóð roðaði Font- inn. Lóa og Spói léku í lyngmó og svanir lauguðu drifhvíta hálsa í blikandi logntæru fjallavatni. Þá skynjaði ég fegiirð, sem mig hef- ur ailtaf skort orð til að lýsa, enda þótt Einar Benediktsson segi, að orð séu á íslenzku til „yfir allt, sem er hugsaðá jörðu.“ Mér hefur alltaf þótt vænt um mína sveit og finn því betur sem iengra líður, hve fjólkið var heil- steypt og gott, enda þótt mér fyndist eftir að ég fór að heiman og dvaldi f skóla, að íhaidssemi þess ætti sér lítil takmörk. Égskil það nú, að baráttan fyrir lífinu hafði kennt því að vera vel á verði, því oft þurfti lítið útaf að bera, svo að bjargræði þryti og það hefði Iítið í sig og á. — Þá var hver jörð meira en fullsetin. Það voru tveir, þrfr, fjórir og jafnvel sex búendur á betri jörðunum. Og 1922 , sumarið sem ég kom heim frá Iíóium, þá hefði engu máli skipt, þótt ég hefði haft gull í vös- unum. Ég hefði hvergi í sveitinni fengið jarðarskika. Nú eru þessar sömu jarðir ýmist komnar í eyði ellegar eiga þau örlög á næstu grösum. Um og fyrir 1920 var þarna talsvert um að vera. Þá var á Bakkafirði Halldór Runólfsson, dugandi fiskkaupmaður, sem lyfti byggðinni með starfsemi sinni. XXX Þegar ég kom fyrst á Strandir og kynntist heimahögum konu minnar, fannst mér ég aftur kom- inn heim. Þar fann ég snerting þeirra náttúruanda, sem seiða til sín sveitabarnið og vaka í vitund þess að baki glaums og gleði- hyggju borgarlífsins. Tvisvar verður gamall maður barn, og aldrei hef ég fundið eins til þess og nú síðustu árin, að ég hafi svikið moldina, sem brauð- fæddi mig barn. Leiðrétting FURÐULKU meinloka mín olli þeirrí villu í grein uin Búðargil í 1. tbl. Lesbökar 1974. að bernsku- heimili Ki'istjáns Aðalsteins- sonar, skipstjóra. Iiefði verið þar í gilinti. Því fer vitanlega víðs fjarri. þar sem Kristján fæddist vestur í Dýrafirði og ólst þar upp. Ilirísvegar áttu ýmsir nákomnir ættingjar éiginkonu lians, Báru Olafsdóttur. heima í Búðargili en það réttiætir vitanlega ekki þessi mistiik, sem ég bið Kristján og aíla aðra. sem þetta mál snertir. einlæglega afsiikunar á. Þó hefur í meðfiirunum ein- livernveginn skolazt til, hvernig Aðalstræti og Ilafnarstræti krækjast saman. Þar var vitan- lega átt við norðurenda Aðal- strætis og suðurenda Hafnar- strætis eins og hver maður getur séð. Ný þjóðsagna- útgáfa Framhald af bls. 9 ardóttur, skrímslið og fugl- inn, er unnin í anda naivism- ans og næstum því eðlilega barnaleg. Sá stíll klæðir þjóð- sögur vel, þar sem fantasían er allsráðandi og þar sem myndin er góð í lit, tel ég að Jóhanna hafi sloppið vel frá þessari raun. Forsíðumynd Þorbjargar Höskuldsdóttur er kannski einna síst f útfærslu, en hugmyndin, allskyns sæ- kindur kringum ísland, er góð. Aðal púðrið er samt á baksíðunni. En þegar blöðum er flett í heftum þessum, fara von- brigðin að vaxa og maður hlýtur að spyrja þeirrar spurn- ingar, hvað þetta fólk hafi lært í skólunum sínum. En einnig hér er árangurinn mjög misjafn. Færi ókunnur útlendingur að meta stöðu ■ slenzkra myndskreytinga eft- ir meðaltalinu af þessum teikningum, er hætt við að hann fengi ekki háar hug- myndir. Ég tel að Guðrún Svava Svavarsdóttir skili sínu verk- efni með mestum sóma; hennar teikningar eru prýði- lega frambærilegar, auk þess leynir sér ekki, að hún leggur alúð í verkið og nýtir mögu- leika pennans allvel. Myndir Guðmundar Ár- manns Sigurjónssonar eru dæmigerðar skólateikningar farvegur, sem listskólanem- endur lenda einhverntíma í, en flestir losna við hann með árum og þroska. Bezt lætur Guðmundi að fara með Ijós og skugga, en einfaldar línu- teikningar eru ákaflega stirð- legar. Gylfi Gíslason á hrós skilið fyrir nýstárlega sjön á þessu myndefni; t.d. er skrattinn í sérlega vönduðum forstjóra- stól og þrir djöflar hans eru eins og undirkontóristar í fyr- irtæki. Ég er sannfærður um, að teikningar hans ná tilætl- uðum árangri í þá veru, að börn og unglingar skilja þær og meta; t.d. myndasöguna af jarðarförinni I Aðalvík. Peysufatakerlingin, sem fór til altaris er að mínu mati bezt allra einstakra verka í þessum heftum og mjög verðug mynd af hinni sigildu en nafnlausu kerlingu, sem svo oft kemur fyrir í þjóðsög- unum. En skessurnar i Búr- felli og Næfurholtsfjalli eru eitthvað undarlegar og minna einna helzt á venjulegar mið- aldra kellingar með rúllur í hárinu. Kannski stendur Gylfa mestur stuggur af þess- konar skessum. Teikningar Jóhönnu Þórðardóttur eru sumar góðar í byggingu, en furðulegur klaufaskapur í meðferð pennans einkennir þær allar. Stundum gæti manni virzt að klaufskan i meðferð línunnar væri gerð af ásettu ráði, en engan veg- inn er það þó augljóst. Erfitt er að trúa, að Þorbjörg Höskuldsdóttir geti ekki bet- ur; annað vil ég helst ekki segja um hennarhlut. Framtak Helgafells er lofs- vert, en því miður er dapur- legt að bera árangurinn saman við teikningar þeirra Schevings og Þorvalds Skúla- sonar fyrir sama forlag fyrr á árum. GS. Hugsað til tveggja meistara Framhald á bls. 9. þetta féllst allt i faðma með þeim hætti, að unun var á að líta. Mér finnst það vera synd, að Hannes Péturs- son skyldi missa af því að sjá bæ Magnúsar Björnssonar á Syðra-Hóli. Auðvitað fór hann ekki er- indisleysu. Hann sá ættar- óðalið, sem Magnús unni svo, að hann fórnaði því ungur þrá sinni til mennta og lista. En gamli bærinn fól í sér svo mikið af persónuleika Magnúsar, að gesturinn hefði horfið rikari á braut en ella. Sá, sem átti þess kost að koma inn i stofu til Magnúsar, Uusta á tifið i klukkunni hans, finna þessa ólýsanlegu friðsæld og ró gamla sveitarbæjar- ins umlykja sig og líða inn í sálina, hann gleymir því ekki svo gjarnan. Og eftir að hafa horft á hendur hans, þegar hann var að binda inn bækurnar sínar, átti þess enginn von að sjá neina fljótaskrift koma frá þessum manni tæki hann sér penna í hönd, — en það er önnur saga. Komi einhvern tímann að því, að gefið verði út heildarsafn verka Magnús- ar Björnssonar, má það ekki bregðast, að meðfyigi mynd af gamla Syðra- Hólsbænum. Af andblænum í grein Hannesar Péturssonar skilst mér, að hann sé ein- lægur aðdáandi Magnúsar Björnssonar, og hafi nánast komið heim undir túngarð hans til að votta honum látnum þökk sína og virðingu. Að slíkur at- burður skuli eiga sér stað, vekur í senn hryggð og gleði. Hryggð yfir því að hafa sjálfur gengið svo oft hjá garði án þess að taka eftir þeim bjarma, er nú dregur að sér stórmenni yfir fjöll og dali, — gleði vegna þess, að sagna- meistaranum á Syðra-Hóli skuli veitast sá verðskuld- aði heiður, að vera sóttur heim af svo tignum gesti. Þórir Haukur Einarsson Það er ákaflega þýöingarmíkið fyrir sagnhafa að fylgjast nákvæmlega me8 afköstum andstSBÖinganna og þannig getur hann fengiS upplýsingar um spilaskiptingu þeirra. Þegar hann hefur fengið þessar upplýsingar getur hann hagað úrspUinu samkvæmt því og verður það oft til þess, að hann kemst hjá þvl að geta sér til um hvar háspil þau eru, sem hann vantar. Gott dæmi um þetta fer hérá eftir. NORÐUR. S. Á-K-7-3 H. K-6-4 T. K-9-8-3 VESTUR S. D 9-5 H. 9-7-2 T. 4 L. 10-9-8-7-5-2 AUSTUR. S. G-10-8 H. G-8 5-3 T. D-6-5-2 L. 6-4 SUÐUR. S. 6-4-2 H. Á-D-10 T. Á-G-10-7 L. Á-G-3 Suður opnaði á einu grandi. norður sagði 6 grönd, sem varð lokasögnin. — Vestur lét út laufa 10, drepið var með kóngi og nú sá sagnhafi. að til þess að vinna spilið var nauðsynlegt að finna tiguldrottningu. Hann ákvað þvi að reyna að finna út spilaskiptingu andstæðinganna og taka síðan ákvörðun um hvernig tíglinum skyldi svínað. Næst lét hann út spaða 3, andstæðingamir fengu slaginn, lauf var látið út og drepið heima með ási. Næst var laufagosi tekinn og þá kom i Ijós. að vestur hafði upphaflega átt 6 lauf. Þá tók hann ás og kóng f spaða og síðan 3 slagi á hjarta og nú hafði hann fengið vitneskju um 12 spil hjá vestri þannig að vestur átti samkvæmt þvi aðeins einn tigul. Tígul 7 var þvi látið út, drepið með kóngi, spaða 7 tekið, tígull látinn ut og nú gat sagnhafi rólega svínað tígli þvi hann vissi að austur átti tíguldrottnínguna. Það verður aldrei of oft brýnt fytir sagnhöfum að vera varkárir og athuga gaumgæfilega hvernig best og áhættu- minnst er að haga úrspilinu. Eftirfarandi spil er gott dæmi um þetta. NORDUR. S. 8-5-4 H. Á-8-2 T. Á-K-D-G L. K-Ð-9 VESTUR. S. — H. K-D-7-4 T. 9-8-6-5 2 L. 10-4-3-2 SUÐUR. S. Á K-G-10-9-7-2 H. 10-8 T. 10 4-3 L. 5 AUSTUB. S. D-6-3 H. G-6-5-3 T. 7 L. Á-G-8-7-1 Spil þetta er frá bridgekeppni og var lokasögnin sú sama við bæði borð, þ.e. 6 spaðar. Við bæði borð lét vestur út tigul 9. Drepið var i borði spaði látinn út, drepið heima með ási og kom þá i Ijós hvernig spaðarnir skiptust hjá andstæðingunum. Augljóst er, að til þess að vinna spilið þarf að svína spaða og þess vegna þarf að komast aftur inn i borðið. Annar spilaranna var kærulaus, hefur ef til vill haft i huga að reyna að fá alla slagina. og lét því út tigui. Þetta varð til þess, að austur trompaði, tók siðan laufa ásog spilið tapaðist. Hinn spilarinn var varkár og gerði sér grein fyrir, að verið gætí, að annar andstæðinganna hefði i upphafi átt einspil i tigli og lét þvl út hjarta, drap i borði með ási, svínaði spaða og þar með fékk hann 1 2 slagi og vann spilið. Sverrir Pálsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.