Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 7
 Hannes Þ. Sigurðsson Umferðá Hafnarfjarðarvegi Engar hraðbrautir til á íslandi Ég las með athygli fjörlega ritaða grein Gisla Sigurðsson- ar, sem birtist i Lesbók Morg- unblaðsins hinn 7. júli síöast- liðinn og bar yfirskriftina „Á fjölförnustu hraðbraut lands- ins". Samkvæmt yfirskriftinni og inntaki greinarinnar geng- ur Gisli út frá því sem raun- veruleika, að þeir vegaspott- ar, sem hann nefnir í grein- inni séu hraðbrautir. • Ég tel þessa forsendu al- ranga, þar sem engar hrað- brautir eru ennþá til á íslandi í þeim skilningi, sem ég legg i hugtakið „hraðbraut" og ég hefi kynnzt að erlendis er skilgreint með notkun þess hugtaks. Ekki þýðir að líta i Blöndal til þess að fá skilgreiningu fræðimanns á hugtakinu, svo nærtækt var að gá nú í Is- lenzka orðabók Menningar- sjóðs, sem gefin var út árið 1963. Það virðist einnig vera of snemmt, þvi þar eru hug- takinu engin skil gerð. Þá var næst fyrir að athuga hvort Orðabók Háskólans gæti gefið skilgreiningu á hugtakinu, en slíkt var ekki í handraðanum þó hinsvegar upplýstist í málinu að búið væri að orötaka hugtakið. Ekki veit ég hvenær byrjað var að nota þetta hugtak urn vissa vegi hér á landi, en vera má, að það hafi byrjað um svipað leyti og Keflavikurveg- urinn steypti varð að veru- leika, eða jafnvel nokkru fyrr. Hins vegar hefi ég dálítið hlustað eftir því, hvaða aðilar það eru i þjóðfélaginu, sem mest nota hugtakið og kom- izt að þeirri niðurstöðu, að það eru fyrst og fremst blaöa- menn og fréttamenn alls kon- ar, stjórnmálamenn og opin- berir embættismenn, auk þess sem þetta hefir náð alla leið til leikritahöfundanna. aryfirvöld i landinu ættu sem fyrst að gera gangskör að því, að uppræta með öllu notkun hugtak.sins, nema það sé ætl- unin, að hér á landi verði lagður annar skilningur í inn- tak hugtaksins en tiðkast, þar sem hraðbrautir eru til. Ef litið er 30 ár aftur í timann og kikt eftir um- ræðum um vegamál, minnist ég þess, að stjórnmálamenn og blaðamenn þess tima voru að tala um, að nauðsyn bæri til að leggja varanlegt slitlag á vegi landsins. Sumir töluðu um að steypa, aðrir mal- bika. Að mínu mati er þetta verk rétt að hefjast og á langt í land enn, að þessi fróma draumsýn sé orðin að veru- leika, hvað þá að íslands- menn hafi nú eignazt hrað- braut, því fer fjarri. Lestarstjórarnir hans Gísla á vegunum i dag eru engir hraðlestarstjórar, eins og hann bendir réttilega á, held- ur beinir arftakar þeirra lest- arstjóra, erfyrrum tröðu slóð- ir heiða og fjallla, enda býður vegakerfið ekki upp á annað. Það tekur meira en manns- aldur að skapa umferðar- menningu á þessu landi og mér finnst miklu nær að reyna að mynda sameiginlegt átak til þess að skila öku- manni nútimans nokkuð á- leiðis til þess þroska, heldur en að telja honum trú um, að nú eigi hann völ á hraðbraut- um og geti aldeilis látið gamminn geysa „eða gefið i brakið," eins og sagt er á nútímamáli. Til þess að skapa umferðar- menningu þurfa margir hlutir að gerast helzt samtímis. Einn þeirra er að láta alveg af notkun hugtaksins „hrað- braut" og geyma það i sjóði tungunnar til notkunar þegar þar að kemur. Hannes Þ. Sigurðsson Allur almenningur stendur þessum aðilum enn langt að baki i notkun hugtaksins, svona í mæltu máli sín á milli. Aftur á móti hefir notk- un þessara manna á hugtak- inu haft ómæld áhrif á hinn almenna borgara með þeim árangri, sem lesa má um og fram kemur í fjölgun um- ferðarslysa, þar sem hraðinn er bein orsök umferðaró- happa. Nú er svo komið, að þegar komið er út fyrir þétt- býli (þarf ekki til) og undirlag vegar er steinsteypt, olíumal- arborið eða malbikað, þá hef- ir það síazt inn í ökumanninn, að nú sé hann kominn á hrað- braut og sjálfkrafa og óafvit- andi hagar hann akstri sinum samkvæmt þvi. Samkvæmt umferöarlög- um er 70 kilómetra hámarks- hraði leyfður á þjóövegum landsins og aðeins með þvi að iíta á þessa staðreynd, sjá- um við að löggjafinn er enn ekki kominn á þá skoðun, að það sé til hraðbraut á íslandi. Að vísu er til reglugerð, sem kveður á um, að á viss- um hluta Keflavíkurvegarins megi aka á 80 km hraða, en ákvæðið breytir ekki stað- reyndum, Keflavikurvegurinn er ekki hraðbraut. Þá hefir hugtakið verið nefnt á Al- þingi, en lögformlega skil- greiningu hefir það ekki feng- ið. Til þess að möguleiki sé á að telja veg eða vegarspotta hraðbraut, er lágmarkið að akbrautin sé 3 akgreinar þ.e.a.s. ein akrein sín í hvora áttina og sú þriðja fyrir fram- úrakstur. Aukaakreinin á slík- um hraðbrautum hefir víðast hvar verið nefnd „dauða- brautin" og er sem betur fer ennþá ekki til hér á landi, nema á vissum kafla Hellis- heiðar, og næsta nágrenni Reykjavíkur. Þegar vegur er þannig gerður, að tvær akreinar eru hlið við hlið í sömu átt, get- um við fyrst farið að tala um raunverulega hraðbraut, enda er þá önnur akreinin jafnan beinlinis ætluð farar- tækjum með þungaflutning eða þeim, sem verða oft aö fara hægar en venjulegir fólksbilar eins og t.d. aáætl- unarbifreiðir. Nú veit lesandinn svona nokkurn veginn hvaða hug- mynd ég geri mér um hugtak- ið hraðbraut. Allt tal um tilvist hrað- brauta á Islandi eins og vega- kerfið er í dag, tel ég vera ábyrgðarlaust hjal og umferð- Nafn- giftin rœður varla úrslitum Athugasemd við grein Hannesar Þ. Sigurðssonar ÞESSI síðbúna athugasemd Hannesar Þ. Sigurðssonar snýst um orðaval: Hvort rétt sé að nefna Hafnarfjarðarveginn, Keflavíkurveginn og aðra álíka spotta hraðbrautir — miðað við hraðbrautir erlendis. Að sjálfsögðu er það meira en vafasamt. En samkvæmt skil- greiningunni er hraðbraut tvær sjálfstæðar akreinar í hvora átt. Eftir þeirri skilgreiningu eru Hringbraut, Miklabraut og Kringlumýrarbraut hraðbrautir. En þessar götur eru það ekki heldur. Að vísu er eitthvað auð- veldara að komast leiðarsinnar þar á eðlilegum hraða, en i stórum dráttum ríkir silakeppa- gangurinn allsstaðar og vinstri akreinin er ekkert frekar notuð til framúraksturs. Alsendis ónauðsynlegt er að leita til orðabóka um skilgrein- ingu á orðinu hraðbraut. En Hannes hefur ekki skilið, að i greininni um Hafnarfjarðarveg- inn var orðið hraðbraut notað í háðungarskyni. Þessi vegur er öllum aðilum til skammar, sem með hann sýsla; hann tengir Reykjavík og Kópavog við næstu nágrannabæi, þar sem 13 þúsund manns eru í meira og minna daglegu sambandi við Reykjavík. Umferðin til og frá Suðurnesjum er þar að auki. Samt er ekki hægt að leggja meira í þennan fjölfarn- asta veg landsins heldur en spottann, sem tengir Grindavík við Keflavíkurveginn. Þegar Hafnarfjarðarvegurinn er nefndur hraðbraut, þá það einungis sem fjarstæða. Hann er eins lítil hraðbraut og hugs- azt getur. Aftur á móti mæla öll rök með því að þessir fjöl- mennu byggðakjarnar séu tengdir saman með alvöru hraðbraut. Omögulega get ég séð, að hraðbraut þurfi að vera bannorð, sem hafi „ómæld áhrif á hinn almenna borgara með þeim árangri, sem lesa má um og fram kemur i fjölgun umferðarslysa," eins og Hannes segir. Hér kemur enn einu sinni fram þessi forpokaði hugsunar- háttur, að hraðinn einn sé orsök umferðarslysa. Rétterað vfsu, að jöggjafinn hefur sett 70 km hámarksreglur og 80 km hraði er leyfður á Kefla- víkurvegi. En það er heimsku- legt að setja lög og reglur, sem svo eru fjarri lagi, að nánast engum dettur í hug að taka þær alvarlega. Hannes segir einnig, að „lestarstjórarnir", sem ég gerði að umtalsefni og eru alþekkt plága, séu „beinir arftakar þeirra lestarstjóra, er fyrrum tróðu slóðir heiða og fjalla, enda býður vegakerfið ekki upp á annað". Ég hygg, að hér sé full djúpt í árinni tekið. Þótt vegir séu hvorki breiðir né góðir, er mál að lestagangi linni. Jafnvel á Hafnarfjarðarvegi er vorkunn- arlaust að halda uppi greið- um meðalhraða, t.d. 70—80 km á klst. Að það er ekki hægt, er einkum tvennu að kenna: Flutningabílum og óhæfum ökumönnum, sem mundu aka nákvæmlega eins þótt við hefð- um þýzkan Autobahn eða hinn ítalska Autostrata del Sole. Ég get vel fallizt á það, að bíða með að nota orðið hrað- braut unz það ber nefn með rentu. En það verður bæði löng bið eftir því og hinni marg- þráðu umferðarmenningu, ef menn ætla sér að halda fast við löngu úreltar hugmyndir um umferðarhraða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.