Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Qupperneq 2
 Jón Árnason, þjóSsagnasafnari. FAÐIR ÞJÓÐSAGNA SAFNARANS Eftir Gísla Brynjólfsson V___—i Við höfum notið alúðar og gest- risni hjá prófastshjónunum á Skagaströnd — frú Dömhildi og sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni. Eftir matinn slæst sr. Pétur með í för- ina út Ströndina. Hann áerindi út að Sviðningi. Þegar skammt er að Hofi segir prófastur: „Hér skul- um við stanza. Einhvers staðar hér á Prestssætið að vera.“ En hér ber fleira fyrir augu: Mjólkurpallur við vegamót.Menn að reka saman fé til rúnings. Uppi á melkasti hleypir maður á jörp- um fyrir þrálynda tvílembu, tveir strákar standa fyrir fé niðri í mó- anum, niður afleggjarann ekur ungur bóndi á háværum Landrov- er. Hann erað flytja mjólkina í veg fyrir bílinn. En við sr. Pétur leitum að Prestssæti og finnum það. Það er enginn tignarstóll — hálffallið vörðubrot. Úr því hafa verið teknir nokkrir steinar og þeim raðað i slakka undir girð- ingu svo að rollurnar skríði ekki undir. — En nafn þessa sérstæða „mannvirkis“ segir brot úr sögu þessa pláss. Þá sat prestur á Hofi með annexíu á Spákonufelli. Þangað fór hann stundum fót- gangandi á vetrum. Fátækir prestar höfðu ekki alltaf ráð á því' að hafa hest á járnum. Þá var gott að hvíla sig á vörðubroti, sem stóð upp úr snjónum. Það er Préstsætið. — Svona lít- ið fer fyrir sögunni í flýti og framförum nútfmans. Nú er langt síðan nokkur hefur þurft að nota Prestssætið og hvíla þar lúin bein á erfiðri göngu. En sr. Pétur hefur samt stundum komizt í hann krappan, er hann var að húsvitja út á Strönd í bláskammdeginu. Hefur hann sagt frá einu sliku ferðalagi, sem fellur honum ekki úr minni, í 4. bindi af þáttum um ógleymanlega atburði. Reyndist honum þá sannmæli, sem eitt sinn var kveðið: Illviðrin á argri strönd illt er við að búa. Að henni þyrfti einhver hönd æðri því að hlúa. Þá frásögn sína endar hann á þessa leið: „Mér hafa heppnazt ferðalög furðanlega vel og þakka ég það handleiðslu þess, er öllu ræður.“ Nú er Hof annexía frá Skaga- strönd, þar sem presturinn situr og nefnir hús sitt Höfða, enda hét þorpið áður Höfðakaupstaður. Sérstakt prestakall var Hof fram yfir síðustu aldamót. en vár sam- einað Höskuldsstöðum með lögunum frá 1907. Sfðasti presturinn, sem fékk veitingu fyrir Hofi, var sr. R. Magnús Jónsson Ijinn glaðværi og vel- frönskumælandi prestur, húnvetnskur að ætt,en lifði lang- an starfsdag lengst á Vestfjörð- um, þar sem hann söng síðustu kynslóðina í Aðalvík til grafar. Sr. R. Magnús vígðist til Hofs árið 1901 og hélt það í tvö ár. Síðan var því þjónað af nágrannapresti unz það var niðurlagt, eins og fyrr segir. Hof þótti ekki eftirsóknarvert brauð. Þar sat aldrei prófastur Húnvetninga og þar voru fæstir prestar nema fá ár, unz þeir fengu betra brauð. I prestatali sr. Sveins eru nefndir næstum 3 tug- ir Hofspresta. Hér skal aðeins sagt frá einum þeirra. Verður hann fyrir valinu vegná þess, að hann var faðir þess manns, sem mun hafa búið al- þýðu íslands kærara og alþýð- legra lesefni en nokkur maður annar. Þessi prestur var sr. Árni Illugason. Hann hélt Hof 1796—1825. Sr. Ámi var fæddur að Borg á Mýrum árið 1754, sennilega á Þor- láksmessu. Faðir hans var sá brokkgengi, en hæfileikamikli prestur s_r. Illugi Halldórsson, bróðir Bjarna á Þingeyrum, sem kallaður var þyrnibroddur Hún- vetninga. Kona sr. Illuga og móðir sr. Áma var Sigríður Jónsdóttir Steinssonar biskups, sem kunnur var fyrir sína miklu læknishæfi- leika, en lítill lánsmaður. Sigriður var sögð vanstillt f geði. Foreldrar sr. Áma voru ör- snauð. Fimm ára gamall fór hann f fóstur til Bjarna frænda síns á Þingeyrum og síðar til frænku sinnar, Þorbjargar dóttur Bjarna, er átti Jón varalögmann Ólafsson síðast í Víðidalstungu. Þau létu kenna honum undir skóla og kost- uðu hann til náms. Ekki gekk lærdómurinn nema í meðallagi. Þó þótti hann góður í stærðfræði. Sótti Jón lögmaður fast eftir fullri ölmusu fyrir hann, en fékk ekki. Taldi biskup gáfur piltsins ekki réttlæta slíkt. Varð Ámi stúdent frá Skálholtsskóla 1778, en ekki fékk hann brauð fyrr en 10 árum sfðar, að hann gekkst inn á að taka Grímsey og var vígður þangað á uppstigning- ardag 1787. í Grímsey þótti prest- um vistin bæði ill og ömurleg og entust fáir til að vera þar lengi. En Ámi átti ekki frá miklu að hverfa, því hann bjó við mikla fátækt á Höfðahólum og síðan Harrastöðum á Skagaströnd. Hins vegar gaf biskup, sr. Ámi Þórar- insson, nafna sínum þetta fyrir- heit: „Vissir kunnið þér vera um, að ég fyrir minn part skal gjarna hjálpa til að þér fáið eitt betra kall eftir nokkra ára vel forréttuð embættiseyrindi f Grímsey." Vígslubróðir sr. Áma var jafnaldri hans, Pétur Pétursson, faðir Péturs biskups, sem vígðist til Miklabæjar. Yfirheyrði biskup báða kandidatana, en sakir las- Ieika gat hann ekki vígt þá sjálfur og fól það Þcrkeli stiftprófasti Olafssyni. Ölíkur varð æviferill þeirra vígslubræðranna í efna- legu tilliti. Sr. Pétur varð einn mesti auðmaður á Norðurlandi, en sr. Ámi barðist við sára fátækt alla sína ævi. — Nokkru áður en sr. Ámi vígðist hafði hann kvænzt sinni fyrstu konu, Guðrúnu Grímsdóttur. Þau áttu nokkur börn m.a. 2 dætur, sem giftust í Eyjafirði. Eftir því, sem á leið veru sr. Áma í Gríms- ey, kreppti mjög að honum og fólki hans. Verst var mjólkurleys- ið, því að engin kýr var í eynni. Undir lokin taldi hann kringum- stæður sínar óþolandi, konan fylgdi varla fötum, hún væri tæp- ast nokkra dagstund ósjúk, önnur dóttir hans orðin „vatnsveik" o.s. frv. Haustið 1791 ritar hann biskupi og segist næsta vor muni verða að hrekjast húsvilltur til fastalands- ins eftir 5 ára þjónustu og feta þannig í spor fyrirrennara sinna. Til þess kom þó ekki. Nokkur ár þraukaði hann þar enn, síkvart- andi við prófast og biskup og sótti oft um brauð, sem losnuðu á Norðurlandi. Loks var þolinmæði hans þrotin gagnvart biskupi og þá skrifar hann stiftamtmanni, Ölafi Steph- ensen, og ber sig upp við hann — en ekki bar það árangur. Loks tók þessi langþreytti Grímseyjar- klerkur það ráð, vorið 1795, að segja brauðinu lausu, án þess að fá annað embætti, og flytjast i land. — Raunar komst hann I ,, J. /. -/Jts. Æ 7, . j/~A- ó Á .T.. ý/ * ‘ ■' “ ?, / * y' " ' r -7 ' ' ;»-r •“*//(!?//* ^ tjfolJ U >' */?>■•*•/ ,'9 / * 4 v L ^ Y C v r. A- sfS* l ,f4i* ?l . .■^4 ^be.x.4- '**.»4 /^, l'f* »''-■“■ ***»*■ iírn. 3 ^ r/,-j2S *■*>&/* 's fyrsta áfanga ekki lengra en til Flateyjar, þar sem hann dvaldi eitt ár. Þar missti hann konu sína því að mad. Guðrún dó. 4. marz 1796. Það sama ár fékk sr. Árni veitingu fyrir Hofi og hélt það brauð til dauðadags. Hann kvænt- ist öðru sinni 25. apríl 1797 Sess- elju Þórðardóttur frá Stóru-Borg. Af börnum þeirra komust upp sr. Þórður á Mosfelli, faðir sr. Jóns á Auðkúlu, og Ingibjörg kona Guð- mundar Ólafssonar hreppstjóra á Vindhæli. Þau voru foreldrar sr. Davíðs á Hofi í Hörgárdal. fótum á Auðkúlu og sitja þann stað með dugnaði og sóma. Svo fór líka, að sr. Árni fékk ekki Auðkúlu. Hún var veitt að- stoðarpresti sr. Asmundar, sr. Jóni Jónssyni. Þegar það var um garð gengið skrifar biskup pró- fasti, sr. Jónasi á Höskuldsstöð- um: „Ekki sýndist mér það hent- ugt brauð, eftir því, sem þér lýsið því, handa sr. Á. okkar, jafnvel þótt ég sé enn 1 þeirri meiningu, að hann sem fyrst ætti að komast frá Hofi til annars brauðs, sem Iengra erfrá kaupstað." Sesselja andaðist eftir tæplega tveggja áratuga sambúð þeirra hjóna, og þann 17. júní 1817 kvæntist sr. Ámi í þriðja sinn, er hann gekk að eiga Steinunni Ólafsdóttur hreppstjóra Guð- mundssonar á Harrastöðum á Skagaströnd. A þeim hjónum var 35 ára aldursmunur, hún var fædd 1789, en sr. Ámi 1754. Synir þeirra voru Jón þjóðsagnasafnari og Ölafur. Hann dó ungur. Stein- unn var síðar alllengi ráðskona hjá Magnúsi Pálssyni á Syðri-Ey. Þau fluttust að Auðkúlu og þar andaðist Steinunn hjá sr. Jóm Þórðarsyni 30. maí 1864. Eins og fyrr er sagt, er Hof ekki tekjuhátt brauð. I prestsskapartið sr. Arna voru 15 prestaköll í Húnavatnsþingi og var Hof það 11. í röðinni, hvað tekjur snerti. Tekjur Hofsprests voru því lágar samanborið við flesta embættis- bræður hans í prófastsdæminu. Ekki bætti það úr skák, að sr. Ami var „litill fjárhagsmaður", ' eins og Sighvatur Borgfirðingur orðar það í Prestaævum sínum „enda var jafnan nokkur þröng í búi hans.“ Því mun með öðru hafa I valdið, hve veikur sr. Árni var fyrir áhrifum Bakkusar. Og ekki skorti vínföngin í Höfðakaupstað þótt ekla væri á nauðsynjavörum. Þegar Auðkúla losnaði við frá- fall sr. Ásmundar Pálssonar árið 1803 var sr. Árni meðal umsækj- enda um það notalega, tekju- drjúga kall. I dómi sínum um umsækjendur segir biskup, að sr. Ami hafi „gode Naturgaver, fore- staaer sit Embede som Præst upaaklagelig og hans övrige mor- alske Opförelse er offentlig upaa- talt“. Hins vegar telur hann, að erfitt muni honum veitast að kljúfa þann kostnað, sem leiði af brauðaskiptunum, koma fyrir sig —O— Sr. Árni taldi, að ekki hefði aðkoman verið góð að Hofi. Segist hann lengi hafa mátt gjalda þess, að hann „lét ei strax taka út aftur þann í botn og grunn rúíneraða stað og kirkju“, sem hann tók við aðeins með smávægilegu álagi. Samt hlaut hann að ráðast f kirkjubyggingu „af nýjum viði að mestu í þessari þrengstu viðar- tíð“. Segist hann vera kominn í 40—50 rd. skuld, ef ei meir, og er þó ærið eftir. „En mér þykir það forkunnar hart, veit og það er ei konungs vilji, að ég, sem hef það örðugasta brauð, ef ekki í öllu Norðurlandi, þá samt í þessari sýslu, skuli láta það, sem hans náð hefur tillagt mér til embættislegra þarfa heila tíð skuli ganga til uppbyggingar Hofskirkju og ég svo þjóna fyrir ekki neitt mína Iffstíð framar öll- um öðrum." En það varfleira heldur en erf- iður fjárhagur, sem mæddi Hofs- klerkinn í starfi hans. Samkomu- lagið við söfnuðinn var ekki gott. Mátti hann sjálfum sér um kenna. Máski hefur ógætni hans í orðum undir áhrifum Bakkusar valdið. Þetta kemur ljóst fram f eftir- farandi kafla úr bréfi frá prófasti til biskups 31. ágúst 1802: „Þess hlýt ég í undirgefni og bezta trausti til yðar háeðla Patro- cinii að geta, að prest. sr. Árni Illugason þrengir til annars lifi- brauðs þvf ekki einasta horfir til vandræða með hans húshald og formegan eins og margra annara i nærverandi hallæristíð sérdeilis á þessum útkjálka, heldur og einn- ig mun hann vanta efni til að uppbyggja snart fallferðuga kirkju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.