Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Side 3
En fram yfir þetta er hann ei
rétt vel liðinn af sumu sfnu sókn-
arfólki, sem nú býst við að færa
honum upp á verdslegan process
til vitna-áheyrzlu m.v. hvar af sið-
ar hljóta kynni fleira óþægilegt,
nema honum gæfist sem fyrst
tækifæri að komast burt þaðan.
Annars hygg ég að lítið, sem
ekki þar sé út á hann að setja við
hans embættisverk — vel satt að
kaupstaður er þar nærri. Geist-
legt réttarhald yfir honum verður
ei til látið fyrir utan yðar háæru-
verðugheita mynd og befaling,
hvörs mig uggir óskað verði, svo
framt innstefnd vitni falla prest-
inum contra og ekki gefst kostur á
kontrasera millum þeirra van-
sáttu. Tilraun þar um hefur áður
af mér gjörð verið og jafnvel af
hr. sýslumanni V. Krog, síðan
hann kom, en hefur ei viljað luck-
ast.“
Það sem prófastur á hér við er
það, að prestur hafði borið bónda
einn í sókninni, Jón Sveinsson á
Keldulandi, þeim alvarlegu sök-
um, að hann hefði bæði stolið
sauðum ogsilfurskeið. Undibóndi
þessu illa, sem von var, og kærði
prest. Prófastur og sýslumaður
gengust báðir fyrir því að koma á
sáttum með góðum árangri um
siðir. Féll bóndi frá kæru sinni,
en sr. Ami lýsti Jón Sveinsson
fyrir „einn fróman dánumann“ og
slapp svo frá þessu alvarlega
máli, þótt illa liti út í bili. Og
biskup varp öndinni léttar og
skrifar prófasti: „Eftirlæti ermér
að heyra, að hann (sr. Ami?) er
nú forlíkaður við sína mótstöðu-
menn."
Sighvatur lýsir sr. Arna svo —
auk þess, sem áður getur — að
hann hafi verið þolinmóður mað-
ur f mannraunum sfnum, glað-
Iyndur og hagmæltur. Og „vel var
hann að sér gjör um flest, sem
margir ættmenn hans.“
Hvort sem hagmælska Hofs-
klerksins hefur verið mikil eða
lítil er nú ekki annað, sem ber
henni vott, heldur en kvæði tvö,
sem til eru í handritum.
Annað heitir Guðsdómur og er
31 erindi — saga — líklega þýdd
— færð í bundið mál. Og er þetta
upphaf að:
Að þegja mér ei þykir gagn
því skal vekja kvæðamagn
og setja fram á sónarvagn
sögu — litið — smíði,
sem lesiðhef églærðum hjá
lofsvert þetta segja má
til að forðast fár og þrá. —
Fólkið sitjiog hlýði.
Sfðan segir kvæðið frá manni,
sem var þungt hugsi yfir því, hve
dómar Guðs væru undarlegir og
ráðstafanir almættisins kæmu
ranglega niður. Bað hann heitt og
innilega um, að hann fengi „skiln-
ing á vegu skaparans“.
Honum varð að bæn sinni. Til
hans kom engill, sem tók hann
með sér í langt ferðalag og Ieiddi
hann i allan sannleika svo að
þessi verður niðurstaðan:
30.
Haf þú ekki f hjartans rann
hvorki um Guð né náungann
djarflegt svoddan dóma bann,
sem dugir þú ei að skilja.
Um hagi þína heldur bert
hnýsinn mjögog framsýnn vert
að ei dæmdur sfðan sért
að sönnum Drottins vilja.
31.
Gefi oss Jesús frægstur frið
þá fáum hér að skiljast við
svo leiddir verðum hans hjá
hlið
á hæstu dýrðarpalla.
Lykta ég þannig ljóðaskrá,
læri hver sem girnist á.
Kvæðið Dómur höldum hjá
held ég megi kalla.
Hitt ljóðið er „Langloka", lof-
kvæði, sem sr. Arni hefur ort til
konu sinnar.
Hvað viðkemur öðrum „hug-
verkum" sr. Árna skal þess getið,
að í J.S. 4558 eru 23 helgidagapré-
dikanir, langflestar eftir sr. Áma.
Ennfremur hugvekjur um miss-
eraskipti. Er það allt mjög í stíl
síns tíma og sker sig í.engu úr því,
sem Þá var venjulegast.
Nokkuð eru dómar samtíðar-
manna misjafnir um sr. Ama,
eins og gengur. 1 vísu einni er
hann sagður „ekki laus við slað-
ur“. Það mátti Jón á Keldulandi
reyna, eins og fyrr er sagt.
Prestaskrá á Norðurlandi 1820
segir um hann: „Fyrir utan öl
allvel líðandi", en sr. Jón Kon-
ráðsson telur, að sr. Árni sé
„þolinmóður i mannraunum, glað-
lyndur, hægur og hagorður".
—O—
Það hefur tekið skemmri stund
að lesa þetta strjála fróðleikshrafl
um sr. Árna á Hofi heldur en aka
síðasta spölinn frá Prestssæti
heim á hans gamla prestssetur.
Þegar stigið er út úr bflnum við
túnhliðið hellir sól hásumarsins
yfir okkur sinu bjarta, hlýja
skini. — Það á við Skagaströnd-
ina, sem Steingrímur kvað:
„Strangt hún agar sín börn með
sín isköldu él, en á samt til blíðu
og meinar allt vel.“
Hér er vinalegt heim að líta.
Það er þokkasvipur yfir þessum
stað, þar sem hjónin, Ililmar
Ámason frá Vfkum á Skaga og
Aðalheiður Magnúsdóttir frá
Skeggjastöðum, sitja sína eignar-
jörð.
Kirkjan er mjög í hefðbundn-
um stíl, allvænt hús að sjá, án
forkirkju og turnlaus að visu,
eins og svo margar fyrstu timbur-
kirkjurnar í hinum fámennari
prestaköllum voru. En kross-
markið yfir dyrunum og 3 hring-
boga gluggar á hvorri hlið gefa
henni yfirlætislausan helgisvip.
Það er gróðurlegt um að litast
— túnið virðist í mikilli rækt og
vel sprottið þrátt fyrir kuldann í
vor, enda kominn sláttur.
Umhverfis kirkjuna glóir garð-
ur hennar í grænu grasi og gulum
.sóleyjum. En inni hvelfist blátt
loftið yfir brúna bekki og gamlan
predikunarstól með myndum guð-
spjallamannanna og St. Péturs.
Altaristaflan er mynd af kvöld-
máltíðinni og undir henni spjald
með áletrun — gjöf frá sóknar-
presti. — Altarisdúkurinn er
geymdur inni í bæ svo hann taki
ekki í sig tómthúslykt í sjaldnot-
aðri kirkjunni. Þetta er hinn feg
ursti búnaður, saumaður og gef-
inn Hofskirkju af frú Dómhildi
prófastsfrú. 1 blúnduna er hekluð
mynd kirkjunnar ásamt helgi-
táknum kristninnar.
Þegar sr. Pétur hefur sýnt og
sagt frá þvf helzta innan kirkju og
utan göngum við í bæinn. Hús-
freyjan ein heima að steikja
kleinur. Á að messa á sunnudag-
inn? Tími gefst ekki til að þiggja
boðnargóðgerðir. —
Þegar við göngum niður tröðina
og yfirgefum þennan forna
kirkjustað kemur upp í hugann
ein setning, sem hefur átt rúm
sitt i huganum frá því hún var
fyrst lesin — ein setning um al-
vöruríkan atburð f bænum á
þessu prestssetri fyrir næstum
150 árum. Það var25. ágúst 1825.
Jón Ámason, sem þá var 6 ára,
segir frá því, að þann dag hafi
faðir hans andazt. Sfðan bætir
hann við: „Ég var einn hjá hon-
um, þegar hann dó.“ Hvers vegna
hittisf svo á, að hann — barnið —
skyldi vera einn við dánarbeð föð-
ur síns? Að vísu var þetta á engja-
slætti, en tæplega hefur mad.
Steinunn gengið að rakstri á út-
engi. Það munu prestskonur yfir-
leitt aldrei hafa gert.
Jón Árnason safnaði fleiri
sögum en nokkur annar lslend-
ingur. En um þennan sorgarat-
burð úr eigin, bernsku sinni fer
hann ekki fleiri orðum. Þar hefur
honum þótt þögnin hæfa bezt.
LANGLOKA KVEÐIN AF SR.
ARNA GRlMSEVJAR-
PRESTI UM KONU SÍNA MAD.
GUÐRÚNU — UNDIR SAMA
HÆTTI OG
HRANNAR SANNA SPÖK
SPÖNG:
Rínar fína báls blíð
brfkin rík af dygðþýð
meður gleði mæt fríð
moturs — snotur — hlíð.
Þér vil ég baugabil
bjóða Kvásirs dreira — að
heyra.
Dúka hlíð — hjúkrun lýð
hefur gefið fyr og síð.
Eyðir stríðu og misklíð
aldrei sæmir háð né níð
dáðavæn — drósin kæn
dillar tiðt við huga minn.
Lófann sinn — liljan svinn
leggur tiðt við vanga minn.
Díaljóma — fría, fróma,
foldin aldrei gjörirstygð.
Bætir alt —'bölið kalt
bræðir, græðir mein ávalt.
Krakasáða — fold fjáð
falleg ráð — um hyggju láð
hefirtjáð — og hérmeðnáð
hylli beztu manna — eg sanna.
Ilússins sómi — sæmd og ljómi
sérhvör ber um hanarómi.
Kvenna blórni — að drengja
dómi
Drottins rækir veginn— mjög
fegin
satt segi, þó að tregi —
þungi megi
þánka smegjast inn í slot.
Sefar góð — sorgar móð
sævar seisu hrundin fróð.
Hvað sem mann hrella kann
hýrust rírir fin
elskar hann — innst af rann
aldrei vann — þar á bann
aukast auðs hjá lín.
Kórónan kær með sann — kvíða
ei ann.
Kona þessi er mín.
Lilja fögur, ljósa bjarta
rósar skartar — hrós i hjarta.
Sem sól á póla skærust skin.
Skýringar eftir Bjarna
Vilhjálmsson, þjóðskjalavörð.
Ffna Rínar báls (gulls) bríkin
(konan) rík af dygð, þýð meður
gleði, mæt, fríð, snotur moturs
hlið (kona).
(Þetta er tvöfalt ávarp til kon-
unnar) snotur. líkl. hér = vitur.
Bauga bil (kona, ávarp), eg vil
bjóða þér að heyra Kvásis dreyra
(skáldskap). Dúka hlíð (konan)
hefur (og) gefur lýð(num) fyrr
og síð hjúkrun, eyðir stríðu og
inisklíð, aldrei sæmir (lætur sér
sæma, hefur f frammi) háð né
níð, rfk af dáðum; kæn drósin
dillar títt við huga minn. Svinn
(vitur) liljan, leggur tftt lófann
sinn við vanga minn (lilja: hálf-
kenning).
Dýja ljóma (gulls) foldin (kon-
an) (þú hin) fría (og) fróma
(guðhrædda) gjörir aldrei styggð
(móðgar engan), bætir allt, bræð-
ir (yljar) bólið kalt, græðir ávallt
mein.
Kraka sáða (gulls) fold (kona)
fjáð (efnuð) hefur tjáð falleg ráð
um hyggju láð (úr hugarfylgsn-
um sínum?) og hér með náð hylli
beztu manna, eg sanna (ég lýsi
mfnum vitnisburði um það).
Sérhver ber urn hana rómi (það
er almannarómur, að hún sé)
hússins sómi, sæmd og ljómi, (og
hún er) kvenna blómi aðdrengja
dómi.
Hún rækir Drottins veginn
mjög fegin, eg segi það satt (eða:
eg segi það satt mjög feginn), þó
að (hinn) þungi tregi megi
smeygjast (smeygi sér) inn i hug-
arfylgsni mfn.
Góð (og) fróð sævar eisu
(gulls) hrundin (konan) sefar
sorgar móð; fin.hýrust (kvenna)
rýrir hvað sem hrella kann mann
(með glaðværð sinni dregur hún
Framhald á bls. 16.