Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 6
EXPRESS J ONIST AR
í SVIÐSLJÓSINU
Eftir Braga Asgeirsson. Síðari hluti.
Myndir úr þýzkum
söfnum, sem nasistar
sýndu sérstaklega og
nefndu „úrkynjaða
list". Þarna má lesa,
að fé þýzkra verka-
manna hafi verið
notað til kaupa á
þessum ófögnuði.
Oskar Kokoschka:
Teikning af Herwarth
Walden.
HERWARTH Walden var
nokkurs konar radar tímanna,
hann var ákaflega vakandi fyrir
hræringum samtímans. -Arið 1910
stofnaði hann tímaritið ,,Der
Sturm“, það kom út í dagblaða-
formi í stóru upplagi og á hóflegu
verði. Blaðið var hugsað sem bók-
menntalegt baráttublað, en fékk
fljótlega gagngera þýðingu fyrir
þróun myndlistar samtíðarinnar,
útbreiðslu hennar og kynningu.
Walden hafði kynnst Oskar
Kokoschka í Vín árið 1910 og
hvatt hann til að koma til Ber-
línar. Kokoschka tók að sér að
teikna „andlit vikunnar“, og því
er strax i fyrsta árangri að finna
furðulega röð meistaralegra
teikninga, sem á einu sviði grund-
völluðu expressjónísku andlits-
myndina. í næsta árgangi er
Brucke-hópurinn orðinn með-
starfandi og í þriðja árgangi bæt-
ist við Der Blaue Reiterhópur-
inn. Franz Marc skrifar gagnrýni,
Kandinsky skrifar fræðikenning-
ar um óhlutbundin form. Fútúr-
istarnir birta stefnuskrá sina
(manifestation), viðtöl birtast við
Delaunay og Léger, fyrstu
abstrakt teikningar Kandinskys
eru þrykktar, og 1913 eru teikn-
ingar eftir Klee á forsíðu.
Árið 1912 færir Walden út
kvíarnar og stofnsetur sýningar-
sal, og nú rekur hver viðburður-
inn annan, i marz sýna „Der
Blaue Reiter“ og Kokoschka, í
apríl ítalskir fútúristar, í maí er
sýnd frönsk grafík með áherzlu á
Pícasso. Síðan koma þýzkir ex-
pressjónistar (Kandinsky, Marc, i
Jawlensky, Campendonk o.fl.). og
næst eru það franskir expressjón-
istar (Braque, Derain, Vlaminck,
Friez, Laurencin, Herin). Þá
heldur röðin áfram: Ensor,
Kandinsky, Klee, Marc, Delaunay,
Soffici, Severini, Archipenko og
samband svissneskra nútíma-
listamanna. — Haustið 1913 setur
Walden upp „Fyrsta þýska haust-
salinn“ með „Salon d’ Automne" i
Paris sem fyrirmynd. Með þrjú
hundruð verkum fékkst þver-
skurður þess, sem uppskorið
hafði verið i framúrstefnulist
siðustu ára. Marc var sérstaklega
ráðinn til aðstoðar, en allir lista-
mennirnir veita hjálp með ráðum
og dáð. Rúmlega 30 verk eftir
Henry Rousseu fengu heiðurs-
vegginn, þá komu, „Der Blaue
Reiter“, „Die Briicke" ásamt ein-
stökum þýskum expressjónistum
svo sem Kokoschka, Kúbin,
Rohlfs, Nolde, Feininger o.fl., —
ítölsku fútúristarnir, frönsku
orphistarnir, Delaunay, Lqger,
Gleizes, Metzinger, Picabia o.fl.,
þá listamenn austursins þeir
Chagall, Archipenko, Brancusi,
Epstein og Larionoff, ennfremur
komu frá Mondrian, Max Ernst og
Hans Arp. Þessi viðamikla upp-
talning sýnir að með furðulegu
öryggi átaksins náði Walden að
safna saman yfirgripsmiklum
kröftum, sem sumir hverjir áttu
fyrst síðar að setja svip á nútíma-
list að marki.
Þetta voru hinir gullnu tímar
Sturm-hreyfingarinnar, og þeir
héldu áfram allt fram að stríðs-
árunum. Eftir stríðið glataði
hreyfingin þýðingu sinni, þrátt
fyrir mikil umsvif svo sem skóla,
leiksvið og bókaverzlun. Að visu
hélt blaðið á fram að
koma út fram að árinu
1932, en hafði þá Iifað sig.
Herwarth Walden hvarf til
Rússlands laust fyrir árið 1930 og
hefur ekki til hans spurst síðan.
— Fyrstu stileinkenni þeirra
Briicke-félaga má segja að' hafi
markað nokkurn svip á árunum
1907—8, en þá höfðu þeir losað
sig við árifin frá Bonnard,
Vuillard og Jugendstílnum og
fjarlægst deplamynstur neoim-
pressjónistanna, til verulegs hags
fyrir stærri lýsandi litafleti. Hin
beina abstraktsjón náttúruforma
leiddi svo til frumlegrar, knappr-
ar og tjáningaríkrar grófskriftar
þungra útlína, og nú taka við bein
áhrif frá fauvistum. List féfag-
anna þróast nú á fyrsta stigi til
grófrar og umbúðalausrar með-
ferðar lita og forma, litirnir voru
spenntir til hins ýtrasta svo og
tjáningaraflið, þannig að jaðraði
við sprengingu.
— Skyggnumst svo litillega inn
á þjóðfélagslegan bakgrunn
þessara tima. Hin nýja heims-
mynd, sem bar einkenni ótta,
öryggisleysis og innri mótsagna,
eignast á þessum tímum rismikla
og forvitna forvígismenn í bók-
menntum Norður- og Austur-
Evrópu. í Rússlandi hina miklu
episkú rithöfunda, Tolstoj og
Dostojevsky, í Noregi þá Ibsen,
Björnson og Hamsun, í Svíþjóð
Strindberg, í Danmörk
Kirkegaard, og í Þýskalandi Ger-
hart Hauptman, sem allir draga
upp persónumynd, sem lítur öðru
vísi út en hjá nýrómantíkurum og
nýklassíkerum hámenningar
Frakklands. Þetta er mynd mann-
legrar tilveru, sem er haldin
ástríðum og illum öndum og er
algerlega hjálparvana gefin á
vald frumafli náttúrunnar og
hinna miskunnarlausu refsilaga
þjóðfélagsins. í málverkinu birt-
ist þessi tvíræða heimsmynd í
mörgum líkingarmyndum.
Edward Munch sýnir fórnardýr
þessa þjóðfélags, — istöðulitlar
’/erur rifnar upp með rótum, en
slíkum hafði hann sjálfur kynnst
á æskuárum, ásamt táknmyndum
angistarfullra bernskuminninga,
þar sem sjúkdómar, afbrýði, sorg
og dauði einkenna hið ömurlega
lífssvið. En Belgíumaðurinn
James Ensor sér heimsmyndina í
formi jafn kynlegs sviðs sem af
mynduðu og tötrum búnu brúðu-
safni í bland með glottandi
gjálífisverum i „Karnivals”-
fagnaði. Verur þessar hafa ekki
eiginleg sjónaugu, heldur tómar
starandi augnatóttir, — eru svip-
vana vofur, óhæfar til að sjá og
þar með einnig óhæfar til að
skiíja, en gangandi fram i styrk
sínum sem harðsviraður grálynd-
ur félagshópur. Þannig kynnir
Ensor aldamótaþjóðfélagið.. .
— Við getum hugleitt í dag
hvernig ráðvöndu, skinhelgu og
siðprúðu fólki þessara tima hefur
orðið við, er það kom á fyrstu
sýningar þeirra Brúcke-félaga og
raunar annarra expressjónista, á
tímum viðurkenndra náttúrulífs-
mynda í samræmdum litum,
þegar við þeim horfðu hárrauð
tré, últramarínbláir gangstígar og
grasgrænir himnar, andlit, sem
voru að hálfu sólgul og að hálfu
himinblá, eða ábúðarmiklar
erótískar fyrirsætur, grænar, rós-
rauðar eða bláar, og baksviðið
jafnvel messinggult. En Brucke
félaga skorti ekki sjálfstraust,
þrátt fyrir allt mótlæti, um það
ber nafngiftin „Die BrUce“
(Brúin) vitni, því að hér var ekki
átt við að þeir hygðust brúa bilið
til f jöldans, heldur að vísa honum
náðsamlegast veginn til þeirra
sjálfra. Hér var á ferð hrá og
skynræn innsæisstefna og algjör
andhverfa ljósmyndarinnar, litir
og form skyldu tjá hugarástand
listamannsins þegar hann skóp
myndir sinar.
Ef lýsa ætti einkennum þessara
listamanna, er þeir höfðu hver
um sig öðlast auðkennandi stíl,
má segja að Kirchner hafi verið
hinn tilfinninganæmi og órólegi,
Scmidt Rottluff hinn grófi og
kröftugi, en Heckel hinn Iyriski.
Ég þekki ekki feril Fritz Bleyl, og
geri ráðfyriraðhannhafiorðið
viðskila við hópinn þvi að hans er
að litlu getið í heimildum. Með
árunum óx þessi hópur, t.d. var
Emil Nolde þar félagi i eitt ár, og
bauð hann þá Scmidt Rottluff til
sín á eyjuna Alsen og seinna
Erich Heckel, þeir urðu þar fyrir
miklum áhrifum bæði af um-
hverfi og Iist Nolde. Árið 1906 var
Max Pechstein tekinn í hópinn,
svo og Kees van Dongen, en hann
tilheyrir ekki expressjónistum,
heldur er dæmigerður fauvisti.
Þá gerðist Otto Múller félagi árið
1910. Allt eru þetta víðfræg nöfn,
en fleiri töldust til þessa hóps,
sem minna eru þekktir i dag.
Fyrstu árin, sem þeir félagar
höfðust við í skósmíðaverstæðinu,
nutu þeir einungis stuðnings frá
föður Kirchners, sem var forstjóri
pappirsverksmiðju. Hann gaf
þeim samanbrotnar pappírsarkir,
sem hann annars notaði sem
sýnishorn til viðskiptavina sinna.
Þetta sýna margar teikningar og
grafík-blöð á árunum 1907—’9, en
á þeim koma fram brestir eftir
þeim endilöngum. Félagarnir áttu
í sameiningu aðeins einn „litho-
stein“, en þetta var á þeim tímum,
er slíkir voru verðmætir. Fékk,
því hver einn einungis aðþrykkja
þrjú einiök af hverri mynd, áður
en hún var slípuð burt, og svo
yfirtók sá næsti steininn!. . .
Leikurinn barst til höfuðborgar-
innar Berlín árið 1911, þar sem
þcir Pechstein og Múller bjuggu
þegar hér var komið sögu. Þetta
sama ár fá þeir boð frá galerie
Tietz f Köln um að halda þar stóra
sýningu. Gagnrýnin, sem þeir
fengu varð yfirþymandi, þeim var
jafnvel líkt við mannætur, og
slik málaralist var sögð fyrirboði
endaloka málverksins. Deilurnar
vegna þeirra félaga urðu hat-
ramar og stóðu allt fram að stríðs-
árunum, en það var einmitt stríð-
ið er stöðvaði umræðuna um hin
byltingarsinnuðu vandræðabörn,
því að þá fékk fólk annað að
hugsa.
— Hin fléttaða upptalning stíl-
bragða í þessari grein sýnir, að
menn voru uppteknir af svipuð-
um vandamálum, hringinn frá
París yfir Norður-Þýskaland,
Dresden og til Múnchenborgar, og
komust þeir að ýmsum ólikum
niðurstöðum vegna ólíkra skap-
gerðaréinkenna, umhverfis og
aðstæðna, þótt baksviðið væri hin
sama grundvallarhugmynd.
Striðið batt enda á hið frjóa
samstarf félaganna í „Die Blaue
Reiter”, en þeir sem lifðu striðið
út, hittust nær allir aftur í Bau-
haus I Weimar, sem varð starfs-
vettvangur þeirra.
Það var árið 1913, sem
„Brúcke“-hreyfingin tvistraðist.
Var tilefnið frekar ómerkilegar
deilur út af riti nokkru, „Brúcke
Chronik", sem Kirchner skrifaði.
En einmitt þetta atvik varð til að
innsigla persónuleika hvers eins
þeirra, en allir félagarnir halda