Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Qupperneq 10
J Englandi \/m þaS lengi skoðun almennings, aíjpfetta væn §&eins fyrir kvenfólk- og þaó þurfti lika helzt at^ heita rússneskum nöfnum. . ." # f&PÍíÉlák Ljósmyndir: Sveinn Þormóðsson Dagurinn framundan. Helga Eldon mætir í skólann. Á heimleið: Ásdís Magnúsdóttir og Guðrún Pálsdóttir Önn dagsins í balletskólan- um. Hér er Alan Carter að starfi með nemendum sínum. Brezki ballettmeistarinn Al- an Carter á sjálfsagt einna frekast heiður skilið fyrir að hér hefur verið stofnaður list- dansflokkur í samstarfi við Þjóðleikhúsið, sem ber nafn- ið íslenzki dansflokkurinn. Við hittum Alan Carter að máli og spurðum hann hver hefðu verið tildrög þess, að hann kom til íslands: „Upphafið var það, að Margot Fonteyn, sem hér var við gestaleik í júní 1972, skrifaði mér frá flugvellinum, þegar hún var að fara héðan og sagði mér að verið væri að leita að ballettmeistara við Þjóðleikhúsið. Sjálfri hafði henni fallið afar vel að vera hér og datt í hug, að ég mundi vilja koma. Við erum góðir vinir, höfum verið það í mörg ár, eða allt frá því við vorum saman í einkatímum árið 1932. Eins og sjá má af því, er ég orðinn gamall í hettunni. Ég byrjaði hjá The Royal Ballet Company árið 1936 eða fimm árum eftir að það var stofnað. Þar hef ég verið meira og minna viðloð- andi síðan en hef undanfarin ár verið mikið á ferðinni. Upp úr þessum skrifum Margot Fonteyn fór ég að semja við fyrrverandi þjóð- leikhússtjóra, Guðlaug Rós- enkranz, en sambandið rofn- aði og samningar féllu niður — og ég heyrði ekki meira frá Þjóðleikhúsinu fyrr en Sveinn Einarsson hafði tekið við leikhússtjórn og fór fram á það við mig að ég kæmi. Það var í desember 1972. Ég var þá við gestaleik í Osló og hálfrag- ur við að koma, úr því ekki hafði verið stofnaður sérstakur list- dansflokkur. En Sveinn var bjart- sýnn — svo endirinn varð sá, að ég kom hingað í marz síðastliðn- um ásamt konu minni Juliu Claire, sem einnig er ballettmeist- ari. Okkur féll strax vel að vera hér og byrjuðum að undirbúa stofnun dansflokks. I maílok í fyrra fórum við með hópinn í sýningarferð um nágrenni Reykjavíkur. Um sum- arið var ákveðið að halda listdans- sýningar tvisvar i viku i félags- heimilinu á Seltjarnarnesi og voru sýningarnar aðallega ætlað- ar útlendum ferðamönnum. Við vildum sannprófa, hvort hægt væri að stofna flokk með fólki úr Listdansskóla Þjóðleikhússins. Síðari hluta sumars fengum við okkur frí, en fórum aftur að vinna í október. Þá var enn ekk- ert ákveðið, hvað yrði um flokk- inn í framtíðinni. En stúlkurnar höfðu ódrepandi áhuga og unnu af kappi, þótt þær vissu ekkert hvort eða hvað þeim yrði borgað fyrir. Enn snerum við okkur til ráðherra og fengum svo tilkynn- ingu um fjárveitingu til flokksins þann 1. janúar.“ „Þessar aðstæður hljóta að vera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.