Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Page 11
1 töluvert frábrugðnar því, sem þið hafi vanizt erlendis." „Já, hér er margt öðruvísi en gengur og gerist í öðrum löndum Evrópu. Ef til vill er það vegna fámennisins. En hér er áreiðan- lega góður jarðvegur fyrir list- sköpun — og nýjungar í listum. I stórborgunum vill það við brenna að allir hermi eftir öllum, ef svo má segja. Hér háir þó peninga- skortur nokkuð, en mér finnst það ekki skipta aðalmáli — ég hef lfka unnið við leikhús, þar sem hafa verið of mikil peningaráð. Ég varð ballettmeistari 1947 og hef síðan unnið við sams konar störf og ég vinn hér og alltaf leitað eftir frelsi til að vinna og skapa. Þessi vinna min er fjölþætt og er fyrst og fremst í því fólgin að kenna nemendum listdans — i öðru lagi að kenna þeim að vera * listafólk — í þriðja lagi að leiða þá, sem sérstökum hæfileikum eru gæddir, áfram á listabraut- inni — og loks að skapa verk, sem veitir þroska. Þetta er að vissu leyti ekki ó- svipað starfi leikritahöfunda. Við þurfum að vita mikið um marga hluti — um búninga, tjöld, ljós, danstækni og músik. Starfið er vissulega margþætt, en þó er sá þátturinn ótalinn, sem er einna' erfiðastur viðfangs í listdansi, en það er sá sálfræðilegi. Ég er raunverulega alltaf að biðja nemendurna að gera meir en þeir geta. Ég fer ekki fram á að þeir nái því bezta — en ég vil að þeir reyni að ná þvf bezta. Sér- staklega á þetta við um þá hlið, sem að likamanum lýtur. Þessi listgrein á 300 ára þróun- arsögu að baki og einn þátturinn í iðkun hennar hefur alltaf verið sá, að fá fólk til að gera það sem það getur ekki — en með tíman-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.