Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Síða 14
Hann horfði forvitnislega á mannfjöldann, sem safnaðist saman á gangstéttinni. Hann minnti hann á hafsjó af bylgjandi andlitum, sem öll litu upp til hans. Sífellt óx fjöldinn og nú stóðu margir á götunni. Þeir, sem voru að koma, stukku eins og engisprettur og drógust að hinum eins og að rafsegli. Umferðin var að stöðvast og menn þeyttu hornin í sífellu. Allt virtist svo lítið og leyndardómsfullt og ótrúlegtséð af tuttugu og sex hæðum. Hljóðin sem hann heyrði voru veik, en um æsinginn var ekki að villast. Hann skipti sér lítið af undrunarsvipnum á þeim, sem gægðust út um gluggann til að glápa á hann eða sárbæna hann um að koma inn. Fyrstur kom drengur, sem horfði ávftandi á hann og fitjaði upp á nefið; þá lyftuvörður, sem spurði hörkulega og með grafar- raust, hvað þetta ætti að þýða. Hann leit á lyftuvörðinn. „Hvað heldurðu?" spurði hann rólega. „Ætlarðu að stökkva?“ spurði maðurinn slægðar- lega. „Farðu,“ sagði maðurinn á syliunni uppstökkur og leit niður á götuna. Enn var allt með kyrrum kjörum. Það hafði enginn séð hann ennþá. „Þú lifir aldrei svona fall af,“ urraði lyftuvörðurinn um leið og hann fór inn. Andartaki síðar birtist aðstoðarforstjórinn í glugganum og gluggatjöldin flögruðu umhverfis virðulegt, nauðrakað, hálfhneykslað andlit hans. „Afsakið;" sagði aðstoðarforstjórinn. Maðurinn benti honum að fara. „Þetta er mjög heimskulegt,“ sagði aðstoðarforstjór- inn ánægður i sinni trú og með sínar óhagganlegu röksemdir. Loks kom forstjórinn sjálfur, feitur og þrútinn í andliti. Fyrst leit hann niður á manninn, sem stóð á syllunni og virti hann fyrir sér um stund. „Hvað eruð þér að gera hér?“ spurði forstjórinn. Smásaga eftir M. F. Haggarth „Ég ætla að stökkva." „Hver eruð þér? Hvað heitið þér?“ „Carl Adams og ástæðan fyrir þvi að ég geri þetta kemur yður ekkert við.“ „Hugsið þér nú málið, maður,“ sagði forstjórinn og undirhakan titraði, þegar hann talaði. Hann varð enn rauðari í framan af áreynslunni við að halla sér út um gluggann. „Ég hef hugsað málið. Farið þér og látið mig í friði“. Syllan var mjó, um það bil átján þumlunga breið. Hann stóð mitt milli tveggja glugga, en það var ekki unnt að ná til hans frá öðrum hvorum þeirra. Hann stóð upp við vegginn' og sólargeislarnir féllu beint í andlit hans. Hann hafði skilið jakkann eftir inni. Hvft skyrtan var fráhneppt í hálsinn og hann minnti á mann, sem leiddur er til aftöku. Hver á fætur öðrum leit út um gluggann. Allir töluðu rólega við hann og kölluðu hann hr. Adams. Sumir töluðu við hann eins og þegar væri sannað, að hann væri vitskertur. Þeir sögðust vera læknar, ýmsir starfsmenn hótelsins, prestur. „Hvers vegna kemurðu ekki inn fyrir og við ræðum málið?“ spurði presturinn vingjarnlega. „Það er um ekkert að tala,“ sagði Adams. „Viltu, að ég komi út og styðji þig inn um glugg- ann?“ „Ef þér eða einhver annar kemur hingað út á sylluna," sagði Adams gagnyrtur, „þá veit hamingjan, að ég stekk.“ „Geturðu ekki sagt mér, hvað amar að þér?“ „Nei.“ „Hvernig getum við hjálpað þér?“ „Það getur enginn. Farið.“ Smástund kom enginn að glugganum. Þá birtist lögregluþjónn þar og hann virti hann hæðnislega fyrir sér. „Halló,“ sagði hann. Adams leit á hann og horfði lengi framan i hann. „Hvað viltu?“ spurði hann. „Þeir báðu mig um að koma og sögðu mér, að hér væri náungi, sem segðist ætla að stökkva niður. Ætlarðu annars að gera það?“ „Já.“ „Hvers vegna ætlarðu að gera það?“ ,JVIér veitist auðvelt að gera það, sem áberandi er.“ „Þú hefur kimnigáfu," sagði lögregluþjónninn. Hann ýtti húfunni aftur á hnakka og settist í glugga- kistuna. „Það líkar mér. Viltu sígarettu?" „Nei,“ sagði Adams. Lögregluþjónninn hristi sigarettu úr pakkanum og kveikti í henni. Hann andaði reyknum djúpt að sér og blés honum frá sér út í sólskinið, en vindurinn feykti reyknum á brott. „Það er gott veður í dag.“ „Það verður gott að deyja í dag,“ sagði Adams og starði á hann. „Þú hlýtur að vera eitthvað skrýtinn, vinurinn. Attu einhverja fjölskyldu, ha?“- „Nei, en þú?“ „Ég á konu.“ „Ég á engan að.“ „Það er slæmt.“ „Já,“ sagði Adams. Það er ekki svo langt sfðan ég átti fjölskyldu, hugsaði hann. Ekki lengra síðan en í gær. Hann fór að heiman í vinnuna og Karen kvaddi hann í gættinni (hún kyssti hann ekki eins og hún hafði verið vön að gera; það var litið um kossa i hjónabandi þeirra nú orðið, en hún var enn konan hans og hann elskaði hana, þá og ævinlega og ætlaði aldrei að láta henni eftir skilnað og hélt fast við þá ákvörðun sína, þó að hún hótaði að yfirgefa hann fyrr eða sfðar). Svo kom hann heim klukkan sex um kvöldið og þá átti hann enga konu lengur, enga ást, ekkert, aðeins tómt glas af svefntöflum og bréf og þögnina í íbúðinni. . . og lik Karenar liggjandi í rúminu. Hún skildi bréfið eftir á koddanum hans. Það var vel skrifað, hún hafði auðsýnilega hugsað málið vand- lega og skipulagt það, sem hún ætlaði að segja, áður en hún byrjaði að skrifa. Steve hafði sagt henni, að hann færi aldrei frá konunni sinni til hennar. Steve hafði svikið hana. (Þá var það loksins á hreinu, svona opinskátt og blátt áfram; nú gat hún minnzt á Steve og hann mátti vita allt — eins og hann hafði vitað það svo mánuðum skipti. Hann hafði einu sinni séð þau saman á skemmtun í nágrenninu. Hún hafði aldrei reynt að leyna hann neinu. Hún hafði sagt honum, að hjóna- bandi þeirra væri lokið, hún hafði talað opinskátt um Steve við hann). Það kvöld þræddi hann göturnar til miðnættis, fór aftur heim og fór að sofa. Hann vaknaði um morgun- inn og vissi strax, að hann hafði tekið ákvörðun, að hann ætlaði sér að gera það, sem hann var nú að gera. Hann fór í þennan borgarhluta, gekk inn á hótel og bað um herbergi á efstu hæð. Hann vissi að allt sem gerðist eftir það myndi koma líkt og af sjálfu sér. Nú voru göturnar svartar af glápandi, forvitnum vegfarendum. Lögreglan ýtti mannfjöldanum frá og hafði autt svæði fyrir neðan, ef hann skyldi stökkva. Hann sá slökkviliðsmennina standa með björgunar- netið, sem minnti hann á kringlótta, svarta pönnu- köku með rauðan hring málaðan í miðju, en hann vissi, að netið myndi ekki bera mannslíkama, sem félli af tuttugustu og sjöttu hæð. Þessir svokölluðu björgunarmenn hans gátu alls ekki bjargað honum. Brunastigarnir náðu ekki svo hátt og húsþakið gnæfði út yfir gluggann, svo ekki gátu þeir náð í hann þaðan. „Þetta er vonlaust, heimskulegt," sagði maðurinn við hann og hallaði sér út um gluggann. „Finnst þér það?“ spurði Adams. „Ég er læknii;“ sagði maðurinn hreinskilnislega. „Ég get hjálpað yður.“ „Á hvaða hæli?“ „Ég heiti því að þér verðið ekki sendur á neitt hæli, hr. Adams.“ „Það er um seinan.“ „Það verður um seinan ef þér stökkvið. Núna gefst okkur einmitt tími til að lagfæra allt.“ „Farðu og annastu einhvern, sem þarfnast þín, læknir. Ég hef ekkert við þig að gera.“ Læknirinn hvarf. Adams horfði gagnrýnandi á mannfjöldann. Honum fannst hann svo undarlega fjarri þeim ólíkur mannkyninu f heild þvf að nærvist dauðans staðfesti djúp milli hans og mannanna. Hann var ólikur öllum, hann stóð einn. Hann var einn í heiminum. Allt þetta fólk þarna niðri beið og beið. Þau fá líka sitt af hverju að'Sjá, hugsaði hann. Og mennirnir inni í herberginu. Hann heyrði þá masa, ráðgera, áætla og leita að leiðum til að sannfæra hann. Sennilega voru þeir margbúnir að hringja til sérfræð- ings f sjálfsmorðum. Hann leit í kringum sig, það var einhver í gluggan- um, sem horfði á hann. Presturinn aftur, kringluleit- ur, áhyggjufullur, einlægur maður. „Getum við eitthvað gert fyrir þig?“ spurði prestur- inn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.