Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Page 15
■sfV^Q Hér er búið að leggja dúk á grænt grasið og börnin eru búin að kveikja bál handan við lækinn. Þetta lítur út fyrir að vera prýðileg útilega. BÖRNIN TEIKNA í þetta sinn eru á feröinni þrír ungir og upprennandi Hafnfirðingar, Jakob Ingi Jakobsson, 11 ára, Halidór Magnússon, 7 ára og Hjördís Pálmarsdóttir, einnig 7 ára. Hún er sýnilega með minningar frá liðnu sumri, því myndin heitir Útilega. Jakob Ingi er með hugann við atvinnulífið; hann teiknar sjómann að gogga fisk af öngli. En Halldór teiknar stórmerkilegan svínastofn. Gaman væri að fá meiri teikningar til að birta. Bezt er að teikna þær með lituðum filtpennum eins og Hjördís gerir. Munið, að þið megið teikna allt milli himins og jarðar. Og gaman væri að fá örstuttar frásagnir, sögur og Ijóð. t ins eftir minni, en Hér eru svínin hans Halldórs. Hann teiknar þessi svín áreiðanlega það verða líka oft skemmtilegar myndir, sem gerðar eru eftir minni. „Nei svaraði hann. „Viltu koma inn núna?“ „Þér sóið tímanum til einskis, faðir.“ „Ég er ekki að sóa tíma mínum.“ „Jú, það gerið þér. Ég kem ekki inn.“ „Viltu að við leyfum þér að hugsa í friði?" „Gerið það sem ykkur sýnist.“ Presturinn hvarf og hann var aftur einn. Hann virti mannfjöldann glettnislega fyrir sér. Hann var ekki lengur lofthræddur eins og hann hafði verið, þegar hann fór fyrst út á sylluna. Honum fannst hann hluti af húsunum umhverfis sig. Hann braut heilann um þær flóknu björgunarað- ferðir, sem þeir hlutu að vera að ráðgera. Reipi, stiga, net, stól í bandi. Hann vissi, að þeir myndu fara að öllu með gát, því að enginn þeirra hafði hugmynd um, hvað hann væri að hugsa. Lögregluþjónninn birtist aftur. Adams hafði vitað fyrirfram að hann myndi gera það. Hann hafði talað öðruvísi við hann en alla hina og því hlaut lögreglu- þjónninn að reyna aftur. „Þú ert eiginlega að gera mér greiða, Adams,“ sagði lögregluþjónninn og tyllti sér aftur kæruleysislega á gluggakistuna. „Það ertu svo sannarlega.“ „Hvernig?“ „Ef allt væri með felldu væri ég að stjórna umferð- inni þarna fyrir neðan. Það er þér að þakka, að ég get tekið lífinu með ró og haft það gott.“ „Er það?“ „J á.“ „Þú getur svo sem eins haft það gott hérna uppi. Þú átt ekkert erindi niður. Það er engin umferð um götuna lengur.“ Lögregluþjónninn skellti upp úr. „Rétt,“ sagði hann. „Fólkið þarna fyrir neðan,“ hann benti niður á göt- una,“ bíður allt eftir að sjá þig stökkva. Þér að segja hlakka allir til þess. Allir biða í eftirvæntingu og ofvæni.“ Adams leit á hann. „Hlakka allir til þess?“ Allir biða í eftirvæntingu og ofvæni." Adams leit á hann. „Hlakka allir til þess?“ „Já. Nú hafa allir ákveðið, að þú hljótir að stökkva og langar til að horfa á atburðinn. Ætlarðu að láta fólkið verða fyrir vonbrigðum?" Adams leit niður fyrir sig á röð eftir röð af vegfar- endum, sém stóðu í hnapp og mændu upp til hans. „Þú heyrir ekki til þeirra hingað upp,“ sagði lög- regluþjónninn, „en allir eru að skora á þig að stökkva.“ „Jæja?“ „Jamm. Fólki finnst það eiga það skilið af þér. Það er þér að kenna, að það hefur hímt þarna f allan dag.“ „Þetta fólk minnir mig mest á glorsoltið úlfastóð," sagði Adamsrólega. „Já, það er rétt. Hvers vegna ætlar þú að deyja til að skemmta því?“ Lögregluþjónninn, sem virti Adams sífellt fyrir sér, fannst hann sjá bregða fyrir óvissu í svip hins um stundarsakir. „Komdu nú inn,“ sagði hann lágt og lokkandi. „Láttu þetta fólk lönd og leið.“ „Ef til vill hefurðu rétt fyrir þér,“ sagði Adams. „Þú veizt, að ég hef það.“ Adams hikaði, hann færði sig ögn frá veggnum, en hörfaði svo aftur upp að honum og tók með hendinni fyrir augun á sér. „Hvað er að?“ spurði lögregluþjónninn. „Mig svimar víst. Það væri kannski betra, ef þú hjálpaði mér að fara inn.“ Lögregluþjónninn leit yfir götuna. Nú voru blaða- ljösmyndarar komnir á þökin hinum megin og þeir voru með myndavélarnar á lofti. Þetta yrði aldeilis fréttamynd í morgunblöðunum. Loksins tækifæri til að verða frægur og hækka í tign. „Þáþað,“ sagði lögregluþjónninn. „Stattu kyrr.“ Mannfjöldinn hrópaði af æsingi og skelfingu, þegar hann sá lögregluþjóninn klifra út um gluggann og standa á syllunni örskammt frá grafkyrra manninum í hvítu skyrtunni. Þeir horfðu á hann þokast gætilega áfram og rétta fram höndina. Adams rétti hönd sína til lögregluþjónsins. „Ég vissi, að þú hlauzt að koma hingað að lokum,“ sagði Adams. „Það var ástæðan fyrir því, að ég valdi þennan stað.“ „Hvað áttu við?“ spurði lögregluþjónninn og reyndi að halda jafnvægi á mjórri syilunni. ,ílg heiti ekki Adams, Steve. Karen var konan mín. Veiztu, hvað hún gerði í gærkveldi...?" Skelfingm skein úr andliti lögregluþjónsins, þegar hann reyndj að hörfa, en hinn hélt dauðahaldi um hönd hans og svo kom stökkið og þrýstingurinn og snúningurinn og hann féll út í bláinn, niður til öskr andi mannfjöldans og það sfðasta, sem hann vissi af, var þessi hönd, sem hélt svo þéttingsfast um hönd hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.