Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 4
ALDA ALDAIIA Fundna barnið, 1940. Myndin til vinstri: Alda aldanna, 1894—1905. Fæðina sálarinnar, 1915—1918. Deiglan, 1913—1914. Steinöldin. 1945—1948. EIIVAR fDffliH húsið komst upp meðfram vegna þess, að margir Reykvíkingar lögðu úr eigin vasa myndarlegt framlag til að fullgera bygging- una. Eftir fyrirsögn iistamanns- ins teiknaði Guðjón Samúelsson húsið. Safnið var opnað almenn- ingi á Jónsmessudag árið 1923. Einar Jónsson færðist í aukana eftir að heim var komið, listaverk- in urðu til, stór og smá, hvert af öðru. Nýjar áimur voru byggðar við safnhúsið, og við lá, að Einar Jónsson dæi með leirinn í hönd- um sínum. Hann var enn að móta fáum dögum fyrr en hann and- aðist áttræður að aldri. Heim kominn eftir nálega 30 ára dvöl i öðrum löndum sat hann að mestu um kyrrt í sínum Hnit- björgum og vann sleitulaust. Eins og hann skildi við safnið, verður það látið standa á komandi árum. Degi áður en haldið var vestur um haf 1917 gekk Einar í hjóna- band með unnustu sinni, Önnu Marie Jörgensen. Þá fyrst sá hann hilla undir möguleika á að geta boðið henni heimili, en f 16 ár hafði hún setið í festum, unnið fyrir sér í Kaupmannahöfn og beðið þessa dags án þess að hika eða efa eitt augnablik. Og nú situr hún nálega níræð f sjúkrastofu sinni og unir við minningarnar um margbreytta sögu þeirra Einars, sögu, sem er nálega jafn- gömul þessari öid. Frá þeirri sögu kann frú Anna Jónsson margt að segja um listamannslif, baráttu, sorgir og sigra. Síðustu árin varð að vonum hljóðara um Einar Jónsson. Fram að ævilokum hans birtust þó öðru hvoru lofsamlegar greinar er- lendis frá, þeirra manna, sem sótt höfðu heim safn hans og fundizt meira til um það en annað, sem fyrir augu bar á Islandi. 1 íslenzk- um blöðum var öðru hvoru sagt frá nýjum verkum hans. Listamaðurinn var orðinn gamall maður. Upp höfðu komið nýjar listastefnur, sem hann gat stundum fellt um ómilda dóma, því að skoðunum sínum og skaps- munum var hann trúr. Vinir frá fyrri árum voru að hverfa af þess- um heimi, og sjaidnar og sjaldnar sást Einar Jónsson á almanna- færi. Sumir þeir, sem þekktu hann ekki, sögðu hann sérvitran mann. En hvar eru mörk milli þess að vera sérvitur og hins að halda fast á rækilega yfirveguðu máli? Aðrir, sem ekki höfðu af honum persónuleg kynni, héldu hann einrænan og ómannblend- inn. Hann var þvert á móti manna elskulegastur í vinakynnum og hafði nautn af því að blanda geði við aðra menn. A fyrri árum var oft mikil gleði í hinu fagra listamannaheimili frú Önnu og Einars. Hún var hús- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.