Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 8
□ULRftn EFni □c TRÚfiR REVnSLfl ALLIR MENN ERU Rætt \ið Amór Egilsson um Rosicrucian dulspekiregluna o.fL Eftir Ama Þórarinsson 0 Fáir hafa getað komizt hjá að veita þvl athygli, að það þjóðfélag sem Vesturlönd hafa búið sér til á tuttugustu öld, þ.e. svonefnt vel- ferðarþjóðfélag, hefur ekki átt alls kostar upp á pallborðið hjá þeirri kynslóð, sem það hefur fætt af sér, og sem hefur alizt upp I því og á því. Þær efnislegú vel- mektir, sem ungt fólk í dag hefur fyrir augunum, — og nýtur í flest- um tilfellum góðs af — eru að því er virðist ekki jafn verðusgt tak- mark í lifinu og þær voru fyrir næstu kynslóðir á undan, eru ekki sú lífsfylling og það lífsgildi, sem þörf er á I nútímanum. 0 1 þessari heimsmynd togast annars vegar á kyrfileg kerfis- binding á hinu veraldlega of efn- isleg^. sviði, og hins vegar ringul- reið og tóm á hinu andlega. Það andlega tóm hefur hinum hefð- bun nu trúarstofnunum ekki tek- izt aó fylla og þá ringulreið hefur þeim að verulegu leyti ekki tekizt að stilla. Því hefur ungt fólk í síauknum mæli leitað á önnur, fjarlægari og nýstárlegri mið. Fyrir utan víðtækar og vinsælar hreinsanir svonefndra Jesúbarna innan Kristninnar hefur fráhvarf unga fólksins frá Vesturlöndum nútímans beinzt í átt til trúar- bragða og lífsspeki Austurlanda eða til fornra og frumstæðra trú- arbragða. Þetta hefur að visu komið fram I hinum margbreyti- legustu myndum, en nefna má af handahófi taóisma, Búddisma, astrólógiu eða stjörnuspádóma- fræði, djöfladýrkun, galdratrú, Ásatrú, mysticisma eða dulspeki og alls kyns andatrú og dulhyggju (occultisma) sem dæmi um trúar- legar leiðir, sem farnar hafa verið I hvað mestum mæli af ungu fólki, að fundanförnu. 0 Arnór Egilsson er ungur Is- lendingur, sem reynt hefur marg- ar af þessum leiðum. Nú hefur hann hitt á þá, sem hann telur fullnægjandi. Rosicrucian-reglan er alþjóðleg dulspekiregla, sem fáir hafa sjálfsagt vitað að væri til. Þau fræði, sem þessi regla ástundar, er sú leið, sem Arnór hefur valið, — þ.e. jafnframt kristinni trú, því rétt er að taka fram strax I upphafi, að Arnór er kristinn maður og Rocicrucian- simi er ekki trú, heldur dulspeki, reist á vlsindalegum grunni. Eða svo mikið fékk Morgunblaðsmað- ur að vita, er hann ræddi um þessi efni fyrir skömmu við Arnór og Þóru Guðrúnu Sveinsdóttur, konu hans eina kvöldstund. Þau Arnór og Þóra eru bæði háskólanemar, — Arnór er á fyrsta ári I læknisfræði og Þóra á öðru ári I almennri bókmennta- sögu, auk þess sem hún kennir við Hagaskóla. Og þannig sameina þau I einni og sömu persónu vis- inda — eða fræðimann, kristinn mann og dulspeking. Þessa sam- steypu telja þau rúmast og þrlfast vel innan Rocicrucianreglunnar. En það var Arnór, sem komst fyrst á bragðið. „Ég er sennilega með þeim ósköpum fæddur að hafa alla tíð haft þörf fyrir að þekkja sjálfan mig,“ sagði Arnór, „og alveg frá því ég var strákur hef ég verið að lesa mikið um dulræniefni. Eg hafði til dæmis kynnt mér galdra, tarot, Cabala, astrólógiu og þeó- sófíu, en mér tókst ekki að finna neina fullnægju i öllum þessum lestri, og allri þessari stúdíu. Þetta var kaos. En þegar ég kom inn I Rosicrucian-regluna, féll púsluspilið saman. Samt var ég I upphafi mjög efins gagnvart öll- um þeim stórkostlegu hlutum, sem reglan sagðist búa yfir.“ „Þetta byrjaði allt með því,“ hélt Arnór áfram, „að þegar ég er 17 ára finn ég af tilviljun mánað- arblað reglunnar, „Rosicrucian Digest“, heima hjá mér. Þegar ég spurði föður minn að því hvað þetta væri, vildi hann ekki segja mér það, en sagði þó, að ég gæti lesið þetta ef ég vildi. Upp úr þessum kynnum mínum af fræð- um reglunnar sótti ég um inn- göngu, og varorðinn félagi 18 ára. En það var svo ekki fyrr en seinna að ég komst að því, að faðir minn hafði einnig orðið félagi, ásamt nokkrum fleiri Islending- um á fyrri hluta aldarinnar, sum- um raunar nafnkunnum. En þess ir menn voru dreifðir, og aðild þeirra að reglunni fór dult. Ég veit ekki hvað þeir voru margir I raun og veru.“ © Arnór og Þóra: „Maður metur lifið svo miklu meira". (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Tákn Rosicrucian-reglunnar: Rósin og krossinn. RÓSIN OG KROSSINN Rosicrucian-reglan, eins og hún er kölluð á ensku, dregur nafn sitt af latneska heitinu „Rosae Crucis", eða „af rós-krossinum“. Heitið kemur frá tákni reglunnar, sem er margra alda gamalt, og samanstendur af krossi og rauðri rós. Krossinn er I þessu sambandi ekki kristið tákn, heldur felur hann I sér sína sérstöku, tákn- rænu merkingu, er „tákn llfsins, þar sem allar leiðir mætast", eins og Arnór sagði. Og rósin I miðju krossins, eða á „krossgötunum", er tákn sálarinnar eða sjálfsins. Arnór sagði okkur I þessu sam- bandi frá draumi Islendings og félaga I Rosicrueian-reglunni, sem leggur stund á sálfræði við Háskóla Islands. Hann dreymdi „svarta kassann“ fræga, tákn hins óþekkta, sem sálfræðin er stöðugt að reyna að komast að, og sveif kassinn I draumnum eins og steinn Stanley Kubricks, hið sam- svarandi tákn hins óþekkta í myndinni „2001 — A Space Odyssey“. Opnaðist kassinn siðan smám saman, fyrst framhliðin, síðan hliðarnar, toppurinn og botninn, og tók þannig á sig mynd krossins. Og inni I kassanum, — i miðju krossins — var rauð rós. FuIIu nafni nefnist reglan „Ancient Mystical Order Rosae Crucis“, skammstafað A.M.O.R.C., og undir þessu nafni gengur hún um heim allan, , en reglan starfar nú I öllum heimsálfum og I tugum landa. Alþjóðleg miðstöð reglunn- ar er I San Jose I Kaliforníu I Bandarlkjunum. Þaðan dreifir hún fræðum sínum til félaganna, auk þess sem hún heldur uppi ótrúlega víðtækri rannsóknar- og útgáfustarfsemi, með rekstri há- skóla, stjörnurannsóknarstöðvar, vísindasafns, egypzks safns, lista- safnso.fl. (sjámyndir). HINN EGYPZKI UPPRUNI Sögulega séð, sagði Arnór, að Rosicrucian-félagar litu á regluna sem upprunna I hinu forna Egyptalandi, hjá hinu svokallaða Stóra hvíta dulspekibræðralagi, og litið á þann fræga faraó, Ikhnaton sem stofnanda reglunn- ar I kringum 1350 fyrir Krist, og Keops-pýramídann sem eitt af elztu musterum hennar. Segir sagan, að eftir hans dag hafi regl- an verið bæld niður og ofsótt. Siðan fór hún bæði leynt og ljóst á hinum ýmsu skeiðum, en barst út, fyrst til Grikklands, síðan til Rómar, og á miðöldum starfaði hún víða undir ýmsum nöfnum, og var þá I flestum tilfellum lokuð leyniregla. Það var svo á sextándu öld, að Rosicrucian-reglan kemur fram á sjónarsviðið á ný, og nær út- breiðslu m.a. fyrir tilkomu prent- Iistarinnar, en talið er, að hinn sögufrægi, brezki heimspekingur, Sir Francis Bacon, hafi að veru- legu leyti staðið að baki þessari endurreisn, þótt aðstandendur hennar hafi notað dulnafnið Christian Rosenkreuz. „Það er annars skemmtilegt," sögðu þau Arnór og Þóra, sem kynntist reglunni f gegnum eigin- mann sinn, „að maður kemst að raun um, að ýmsir frægir menn, sem maður hafði lesið um I sög- unni, höfðu verið félagar I regl- unni.“ Sem dæmi nefndu þau brezka stærðfræðinginn og heim- spekinginn Isaac Newton, mann- inn, sem uppgötvaði þyngdarlög- málið, þýzka heimspekinginn og stærðfræðinginn Gottfried Leibn- iz, franska heimspekinginn René Descartes, og tónskáldið Claude Debussy. Og af kunnum nútíma- manni má nefna Walt Disney. Þannig erkvikmyndin „Fantasía“ sköpuð undir greinilegum áhrif- um frá Rosicrucian-fræðum. Einnig var John Dalton, sem kom fram með atómkenninguna, félagi I reglunni. Rosicrucian-reglan er því dul- spekiregla, sem byggir á uppgötv- unum Forn-Egypta, en hefur þró- að þær gegnum aldirnar og enn I dag er haldið áfram að rannsaka hin upprunalegu viðfangsefni hennar I ljósi nýrra tíma óg nýrra staðreynda. I dag er hún öllum mönnum opin til inngöngu burt- séð frá trúarbrögðum þeirra, þjóðerni, stétt, litarhætti, kyn- ferði o.s.frv. „Reglan er leynileg að því leyti einu,“ sagði Arnór, „að sá fróðleikur, sem hún miðlar, er ekki gefinn út opinberlega, heldur er hann sendur reglu- bræðrum og systrum I persónu- legum bréfum. Ein af ástæðum þessa er sú, að þetta verður að vera I sveigjanlegu formi, vegna þess að stöðugt er unnið að rann- sóknum og endurskoðun þessa fróðleiks, og frekari þróun hans. Hins vegar gefur reglan út bækur og bæklinga um ýmiss konar hlið- arefni, — einstök áhuga- og við- fangsefni sín.“ AÐ VIRKJA ÖFL MANNSAND- ANS En hver eru fræði Rosicrucian- reglunnar, og hvernig eru þau numin? „Þú færð um það bil eitt bréf á viku, eða 52 á ári,“ sagði Arnór, „og I þessum bréfum er ákveðinn skammtur af fróðleik, viss ritúöl eða vissar tilraunir, sem þú vinnur úr.“ „Þetta beinist allt að þessari gömlu spurningu um að þekkja sjálfan sig, sitt rétta eðli,“ hélt hann áfram. „Og til þess einbeitir reglan sér að því með dulspeki- kerfi sínu að vekja upp og virkja hin duldu, svæfðu eða bældu öfl, sem sérhver einstaklingur ber innra með sér, rannsaka þau nátt- úrulögmál, sem búa I hverjum manni og I alheiminum og leið- beina honum svo, að hann geti náð valdi á þeim og beitt þeim I sínu daglega lifi. Þannig er til- gangurinn sá, að gera öllum kleift

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.