Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 13
Þessi nýja biblía, eins og Njáll orðaði það, er skrifuð gegnum mann að nafni dr. John Ballou, Nowborough, sem var uppi í New York á sl. öld. Hann var miðill og hafði i 20 ár rannsakað og verið i sambandi við um 200 miðla, þ.á m. marga frægustu miðla heims, en fannst, að hann fengi ekkert æðri skilning á tilverunni gegnum þá en hjá mönnunum á jörðinni. Þá fékk hann innblástur um að undirbúa sig til að verða tæki til æðra skilnings á lífinu fyrir nýja opinberun til mannanna og þekk- ingu á almættinu, eins og Njáll orðar það. Hann undirbjó sig líkamlega, með því að lifa á græn- metisfæðu einni og með andlegri hugareinbeitingu o.fl. til að hreinsa sjálfan sig af öllum óæðri hugsunum og allri eigingirni. Og að því kom, að honum vitraðist, að hann skyldi kaupa ritvél, sem þá voru nýjar á markaðinum. Og á hana skrifaði hann ósjálfrátt þessa bók um sólarupprás á morgnana i heilt ár, án þess að vita hvað hann var að gera. Bókin kom út 1881 og oft siðan. Nú munu aðhyllast hana hópar fólks í Bandaríkjunum og Bretlandi, ekki stórir þó, og stöku maður víða annars staðar. Ég stöðva Njál í útskýringum hans með innskotsspurningu um það, hvers vegna betra sé að lifa á grænmeti einu saman. Það gerir hann sjálfur, þó að erfitt sé á Islandi. — Það er eitt atriðið í því að hreinsast, að hætta fisk- og kjötáli, útskýrir Njáll. Hinn andlegi líkami er ekki ánægður með að fá kjöt og annað með blóði. Borði maður það, vill maöur halda þvi áfram hinum megin, því þar er fyrst fram- liald á öllu hér og mað- urinn er ekkert annað en vani. Maður er þá bundinn við jörðina af því. Jarðneski líkaminn er eins og akkeri, sem heldur manni niðri. Grænmetisfæða er strax hjálp, þó að hún sé ekkert sáluhjálparatriði ein sér, ef maður gengur með slæmar hugsanir. En allar neikvæðar langanir verða að hverfa. Maður verður t.d. að losna við eigingirn- ina og hjálpa þeim, sem styttra eru komnir. Það- er eini vaxtar- broddurinn, sem maður hefur. Enn er blaðamaðurinn litlu nær um það til hvers maðurinn er að vinna og hvað um hann verður. — Fyrst verður maður að komast á brautu, þar sem hann gengst undir aga, skólun og starf, eftir að þessu lífi lýkur segir Njáll. Maðurinn er sem sagt ekki laus við sínar gerðir, þegar hann deyr. Þá verður hann að vinna upp það, sem hann hefur ekki gert eða gert í ósamræmi við ljósins braut. Við erum í korpor-jarðneskum lík- ama. Annað stigið er svo þegar maður lærir að verða hluti aí heild og vinna sem einn af heild- inni. Þá er maður farinn að vinna að vissu verkefni með einum vilja og verða hluti af samvirkri heild. Og þriðja stigið er það svo, þegar maður útskrifast alveg frá jarðar- sviðinu og er samræmdur skapara sfnum og eitt með hans vilja. Leiðin liggur upp á við. Maður verður að læra að vera i samræmi við almættið og vilja þess. Allt ósamræmi er vansæla. Það er ekk- ert, sem heitir illt eða gott, heldur eru allir á þroskabrautinni. En þeir geta tafizt, verið lengi á leið- inni. Maður getur verið lengi niðri við jörðina og ekki komizt lengra. Það eru þessir jarð- bundnu andar, sem menn verða oft varir við gegnum miðla. Milljónir eru enn bundnar niðri við jörðina. Fólk, sem er bundið við sinn óæðri heim, getur ekki skilið að annað. sétil. Menn ákalla bara Jesús, Múhameð og Búdda og trúa, að þá sé öllu borgið. — Samkvæmt bókinni OAHSPE, sem er saga jarðar- innar í 24 þúsund ár, ný heims- fræði, sköpunarsaga efnisins og ný þekking á þeim „himni“, sem við förum til, þá er jörðin á brautu og fer eftir óreglulegum, stórum baug kring um Pólstjörn- una, heldur Njáll áfram frásögn sinni. — Athoferan er utan um jörðina, fylgir henni og snýst með henni. Þarna eru mörg lög, margar vistarverur, sem hægt er að fara til. Leið okkar liggur þar svið af sviði, upp á við, eftir því sem við losnum við sjálfir. Það, sem við köllum himna, er athos- feran, sem nær langt út, en þegar við komum úr henni, erum við eitt með almættinu, sem skapaði okkur. Þá erum við eitt með hon- um, enda yrði eintóm ringulreið ef allir færu að vinna sitt á hvað. Það yrði ekki betra en á jörðinni. Þannig er allt kerfið fastmótað. — A braut jarðarinnar hefur almættið sett ljóssvæði og eru um 3000 ár milli þeirra. Þar fer jörð- in inn í ljóssvæði og það lyftir manninum upp, segir Njáll. Þá er hinn andlegi maður efldur á jörð- inni. Við erum nú að koma úr dimmu svæði og byrja að koma inn í ljósið. Þegar litið er á mál- efni jarðarinnar núna, þá eru allar fréttir um upplausn. Þar er ekkert i ró. Það eru fæðingar- hríðir ljósskeiðsins að byrja. Við breytum okkar hugsunarhætti. Annað stig námsins er smám saman að færast niður á jörðina. Allt þarf að samræma í sama punkti. Þannig getur maðurinn risið upp á mikil menningarstig og farið svo aftur niður á við, jafnvel niður á mannætu- og hellisbúastigið. Það hefur komið fyrir aftur og aftur. I upphafi, var maðurinn ekkert annað en dýrmaður, sem ekki hafði neina möguleika til að verða eilífðarvera. Þá kom „erkiengill" á geimskipi, sendur til jarðar- innar til að reisa manninn upp. Með honum kom fjöldi manna, sem gat tekið sér likamsgervi, því að aðstæður voru hagstæðar. Þeir blönduðust dýrmanninum og af þeim varð nýr kynstofn. Það var upphaf mannsins. Seinna, fyrir 450 þúsund árum, kom kall um, að 10 millj. sjálfboðaliðar skyldu fara til jarðarinnar með einum foringjanum í geimskipi og áttu þeir að innblása jarðarbúum hærri hugsanir, lyfta þeim upp til hærra siðgæðis og skilnings og efnislegra framfara og þekkingar. Og þá kom fram hér á jörðinni víða mikil menning. Þessir sjálf- boðaliðar sjást ekki. Þeir hafa fengið ljóslikama eftir að þeir út- skrifuðust frá jarðarsviðinu. — Flóðið mikla kemur líka fram í bókinni, heldur Njáll áfram. Til var land á jörðinni, sem nefndist Pan og var í Kyrra- hafi, og eru Indónesisku eyjarnar og Japan leifar af því. Menn voru þá öfugsnúnir i þróun sinni, voru komnir I mikið myrkur, hegðuðu sér eins og dýr merkurinnar og drápu alla. Þúsund milljónir af lágum verum höfðu safnazt niður við jörðina, komust ekki lengra. Þá var öllum smalað saman við jörðina, landinu sökkt og allar þessar lágu verur teknar og fluttar á stað, sem hæfir ástandi þeirra: Þær voru settar í sérstaka nýlendu, sem hæfði þeirra grófu lifnaðaháttum og þar hefur náðst góður árangur við að bæta þær. Þegar mikið er orðið af verum við jörðina, sem ekkert gera nema illt af sér, eru þær teknar og hvít- þvegnar. Þannig hefur verið hreinsað til og endurskipulagt á jörðinni öðru hverju. En síðan hefur alltaf sótt í sama farið. Mennirnir eru svo tregir til að þroskast og trúa, að til séu aðrar veraldir. Þess vegna liggur svo mikið verkefni fyrir hinum við að hjálpa þeim. Þeir, sem sluppu frá syndaflóðinu, voru þeir, sem trúðu á almættið. Þeim var sagt að smíða sér skip og þeir gerðu það. 38 skip voru gerð og á þeim björguðust þeir. Vindar voru látn- ir blása þannig, að þeir skiptust á meginlöndin og af þeim er fólkið komið á hinum ýmsu megin- löndum. Njáll segist geta sagt mér ótal margar slikar merkilegar sögur úr Bókinni, en ég segist ekki geta innbyrt miklu meira i einu af svo framandi efni. Við setjumst að borðinu. Hann hefur búið til ljóm- andi máltíð úr margs konar græn- meti og býður jurtaís á eftir. Ég spyr hann, hvað hann geri sjálfur. — Eg geri ekkert. Eg bíð og er alltaf að burðast við að þroska mig, svarar hann. Maður er alltaf i prófum og fellur kannski hvað eftir annað án þess að vita um það. Ég les bókina OAHSPE hvað eftir annað og fæ aukinn skilning á henni í hvert skipti. Ég er heillaður af henni. Sjálf- ur er ég ekkert — bara venju- legur maður. Að lokum spyr ég, hvort fleiri hafi kynnzt þessari bók hér á landi og hvort Njáll hafi í hyggju að kynna hana eða þýða. Hann segir, að nokkrir hafi lesið hana að einhverju leyti og að hann hefði siður en svo á móti því að komast í samband við göðan þýðanda. Hann sé ekki maður til að þýða hana sjálfur. Þetta sé svo djúp bók. Þannig endar samtal okkar og Njáll og Haukur litli sonur hans fylgja blaðamanninum út í bilinn. — E.Pá. Allir menn eru meistarar Framhald af bls. 10 hann var inntur álits á þessum hlutum, ,,að þessi lyf geta haft viss vitundarvíkkandi áhrif. En þetta eru utanaðkomandi stímúl- antar eða hvatar, gerviefni, sem hafa skaðleg áhrif á líkama og sál. Ég tel fólk sem notar þess konar lyf á algerlega rangri braut. Hvers vegna skyldi ég taka inn LSD til að sjá alls kyns litadýrð, þegar ég get séð hana með þvi einu að þrýsta á augnalokin á mér?“ Galdrar er annað fyrirbæri sem mikill áhugi hefur vaknað á sið- ustu ár. Arnór kvaðst hafa til- hneigingu til að líta á galdra út frá sálfræðilegum sjónarhóli, eins og t.d. Carl Jung. „Það eru vissir frumþættir I manninum hvar og hvenær sem hann er, arkitýpur sem alls staðar eru fyrir hendi, og koma fram sem mýþólógísk eða goðsagnaleg tákn í hinum fjar- lægustu heimshlutum. Það eru þessir frumþættir og þessi tákn sem galdrar byggja á, — þeir byggja á hinum frumstæða hugsunarhætti." „En það er alveg vitað mál“, hélt hann áfram, „að þetta er hægt, — að galdrar eru raunveru- leiki sem ekki má horfa framhjá. Ég veit það af eigin reynslu". Og Arnór sagði frá ákveðnum atburði, sem hér á landi gerðist fyrir nokkrum árum, og hann reyndi persónuiega ásamt mörgu fleira fólki. Morgunblaðsmaður veit að þessi atburður átti sér stað, þótt ekki hafi hann þekkt einstök atriði. Ekki er talið rétt að skýra frá málsatvikum I þessari grein. „Það er töluvert um þetta hér á landi núna“, sagði Arnór, „einkum svarti galdur og necróm- ancý eða uppvakningar, saman- ber Galdra-Loft. En þetta eru hlutir sem fara verður varlega með.“ Trúir hann þá að til séu ill öfl, ekki í manneskjunni, heldur utanaðkomandi? „Ég er í vafa hvort kalla eigi þetta ill öfl. Þetta eru öfl sem menn magna upp sjálfir, en hvers eðlis þau eru get ég ekki sagt um. Oft segir fólk að það trúir ekki á guð, en trúi hins vegar á djöfulinn. En það er alveg ljóst að ef fólk trúir á aðra þess- ara andstæðna, þá verður það að gera ráð fyrir hinni, og um leið trúa á tilvist hennar. Égtrúi hins vegar á guð, en þarf ég þá líka að trúa á djöfulinn? Hitt er ég sann- færður um, að hann getur ekki gert mér neitt mein, án þess að ég magni sjálfur upp öfl hans.“ AÐMETA LlFIÐ Dulspeki Rosicrucianregl- unnar er sú leið, sem Arnór og Þóra hafa valið að fara i átt til svara við grundvallarspurningum af þessu tagi. En einnig hafa þau í henni fundið svör við ýmsum smærri atriðum daglegs lífs, — atriðum sem þó eru ekki siður mikilvæg. „Ég segi fyrir mig“, sagði Þóra, „að ég sem er alveg óskaplega skapmanneskja, hef öðlast innra jafnvægi og sam- ræmi, innri frið. Ég hef losnað við þá áráttu að vera að leita að full- nægju i hinu og þessu glysi. Maður metur lifið svo miklu meira.“ „Einhver kann að skilja þetta svo,“ sagði Arnór, ,,að við teljum okkur vera fullkomin. En það er langt frá því. Okkur, og öðrum sem eru i reglunni, gengur bæði „vel“ og „illa“ í lífinu, eins öðru fólki. Erfiðleikar eru þroskandi, ekki satt? Og ef maður kemst yfir þessa erfiðleika án þess að verða bitur, þá hefur manni áunnizt eitthvað varanlegt. Rosicruciani- reglan hefur hjálpað okkur í þess- um efnum.“ „Þetta er auðvitað árangur sem hægt er að ná eftir nufíandi: II.f. Artakur. Kt vkjuvík Frumkt Iluruldur SvrinvMin Kilsljúrur: MuUhius JmIiuiiuom'U K> júlfur kourúú Ji'miwmii Si\rmir (•unnursMin Kilslj.fllr.: (íisli SimirAsMin Aiiulv siintur: Arni (iurúur KrislinsMin Kilsljúrn: Aiiulslru'li H. Simi 1011)11 ýmsum öðrum leiðum, og það er merkilegt, að svo til öll leitarkerfi komast að alveg hliðstæðum niðurstöðum. Aðeins orðin yfir fyrirbærin eru ólík. En Rosicruc- iankerfið er vörðuð leið, sem farin hefur verið oft áður. Ég veit ekki um neinn sem á annað borð hefur byrjað á þessu, sem hefur ekki orðið fyrir neinum áhrifum af þvi sem Rosicrucianreglan hef- ur kynnt honum.“ EKKI SlZT REGLA UNGA FÖLKSINS „Það er uppi gifurlegur áhugi á fræðum reglunnar núna,“ sagði Arnór, er hann var spurður um stöðu hennar hér og nú. „Ég veit ekki með vissu hversu margir eru félagar hér á landi, en ég gizka á að þeir séu alla vega 40. Kannski eru þeir miklu fleiri, en hér i háskólanum er talsverður fjöldi ungs fólks sem veit hvert af öðru, og við erum nokkur sem höldum hópinn og hittumst vikulega. Og erlendis er þetta að verða regla ungs fólks. Það var t.d. stöðugur straumur ungs fólks inn í regluna i San Jose þegar ég var þar fyrir nokkrum árum. Það sem okkar hópur hér heima gerir, er að við vinnum að okkar Rosicrucian stúdíum hver i sinu horni, en komum svo saman og röbbum um árangur okkar, setjum okkar reynslu í púkk og Iærum hvert af öðru. Og nú ætlum við að reyna að fá svo marga I hópinn að við get- um starfað opið og sett upp minnstu starfseiningu sem þarf i reglunni, en sú eining er kölluð „pronaois" og er um 100 manns. Næst kemur „chapter" og síðan ,,lodge“. Þeir sem hafa áhuga á þessu geta snúið sér til mín, en ég hef fengið útnefningu reglunnar í San Jose til að annast útbreiðsl- una hér, eða þá snúið sér beint til aðalstöðvanna i Kaliforníu." „Eitt verða menn að hafa í huga þegar þeir hyggja á inngöngu i Rosicrucian-regluna," bætti hann við, „og það er að vera alveg for- dómalausir, alveg opnir, en trúa um leið engu fyrr en • það er sannað fyrir þeim.“ MAÐURINN OG ALHEIMURINN Og hver er svo hin persónulega staða eftir 6 ára kynni af fræðum Rosicrucian-reglunnar? „Þetta er afskaplega erfið spurning. Við getum sagt að ég hafi fundið minn innri mann. Dýr til dæmis og blóm hafa vitund. Maðurinn hefur hins vegar einnig sjálfsvit- und. En takmark hans er að hafa alheims-vitund Uconscious, self- conscious, Cosmically conscious), samkvæmt Rosicrucianismanum. Ég finn nú að ég er ekki einn, heldur hluti af alheiminum. Þegar maður kemst í alheimsvit- undarlegt ástand er hvorki tími né rúm til. En þetta ástand getur varað aðeins augnablik í einu, maður fer rétt sem snöggvast inn i kyrrðina. Þess á milli hefur maður þá dagvitund sem við not- um núna þegar við tölum saman." Takmarkið? „Takmarkið er að þekkja sannleikann. Ég er enn í vafa um marga hluti, og þegar maður þekkir sannleikann, þá er enginn efi lengur. Svo lengi sem maður er efins, er enn margt óþekkt. Og ég er með engar grill- ur um að ég sé búinn að ná þessu takmarki. Það er langt, langt frá því.“ — A.Þ.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.