Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 7
íslendingar eru án efa meiri trúmenn en í fljótu bragði mætti halda og áhugi lands- manna á dulrænum efnum, alit frá reim- leikum til miðla, hefur lengi verið kunn staðreynd. Flestir virðast hafa hugboð um, að ekki sé allt sem sýnist og ótrúlega margir hafa orðið fyrir einhverri persónu- legri reynslu I þessa átt. Meðan á prentaraverkfallinu stóð. fengu blaðamenn Morgunblaðsins það verkefni að kanna þetta fyrirbæri litillega. Birtast greinar þeirra í þessu og tveimur næstu blöðum og er þar víða við komið, allt frá Ásatrúarmönnum nútímans og Oahspe trúfélaginu til miðilstarfsemi Haf- steins Björnssonar og hinna venjulegu og þjóðlegu draugasagna. Að visu heyra mergjaðar draugasögur fremur fortíðinni til óg næsta dáuft orðið yfir mórum og skottum. Hafsteinn miðill hefur raunar skýringu á því. Hann segir: „Þessi fyrir- bæri voru afsprengi haturs og ótta og þeim var við haldið með formælingum. Við erum ögn betri nú orðið, við hötum minna, en biðjum fyrir framliðnum. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að draugar og vofur ganga ekki Ijósum logum eins og áðurfyrr. .,, Af öðru, sem þarna verður tekið fyrir, má nefna grein um Uri Geller, sögu af yfirnáttúrlegri lækningu, frásögn af Rosi- crusian reglunni, grein um kenningar Helga Pjeturs og frásögn Guðmundar Jör- undssonar af draummanni. Þegar allt kemur til alls, bregða þessar greinar upp ákveðinni mynd af trúarskoðunum lands- manna og hugmyndum þeirra um fram- haldslif. Dulræn efni eru eftirlætis viðfangsefni landsmanna og nægir að benda á, hvað bækur um þessi efni seljast vel. Myndin hér að ofan er einmitt af einu slíku fyrir- bæri, sem ekki er öllum gefið að sjá. Skygnt fólk segir, að mislitur og misbjart- ur Ijóshjúpur sé utan um alla menn; hann er nefndur ára. Enda þótt augu okkar flestra greini ekki þennan hjúp, heldur rússneskur visindamaður því fram, að hann hafi náð myndum af árunni. Hafa þessar myndir vakið mikla athygli og verið birtar víða um heim. í grein sem banda- riska vikuritið Time magazine birti ekki alls fyrir löngu um þessi efni, var meðal annars þessi meðfylgjandi mynd. Þeir sem sjá áruna, segja að hún breyti um lit eftir sálarástandi og með svo- nefndri Kirilián aðferð hefur verið hægt að framkalla allt aðra liti, þegar viðkomandi verður fýrir léttu rafhöggi um leið og myndin er tekin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.