Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 16
W Blode W smidige hænder mens De vasker OPVASK biologisk nedbrydeligt 505 g Palmolive hefur sérstaka efnasamsetningu, sem veldur því að þér notið minna magn í uppþvottinn. Notið aðeins smá skvettu ög uppþvotturinn verður spegilskínandi. Þannig hafa fleiri og fleiri uppgötvað, að það borgar sig aó nota Palmolive I uppþvottinn. Reynið það sjálf. Palmolive uppþvottalögur-gerir hendur yðar mjúkar og liprar, um leið ogþérþvoið upp. palmolive VOR SIÐUR Framhald af hls. 15 kristin trú þiggi ýmislegt frá heiðnum trúarbrögðurn, enda eru þau eldri. (Auðunn Arnoddur verður þögull um stund, en segir siðan:) — Ég skal leyfa þér að heyra tvær vísur úr Hávamálum, sem að mínum dömi sýna vel muninn á vorum sið og kristinni kirkju: Vin sínum skal maðr vinr vera ok gjalda gjöf við gjöf; hlátr við hlátri skyli hölðar taka, en lausung við lygi. — Láttu bænina aldrei bresta þig, segir Auðunn annars hugar og andvarpar. — Styrkur trúar- innar er hverjum manni nauðsyn- legur. Þetta er ef til vil) sjálfssefj- un sem er áreiðanlega mjög gagn- j leg frá sálrænu sjónarmiði. Sjálfs- sefjunin má þó ekki ganga svo langt að hún verði sjálfsblekking. Hvað trúarlega reynslu snertir hef ég ekki fundið fyrir neinni snöggri breytingu eða orðið fyrir opinberun ef það er þáð sem þú átt við. Hins vegar kemur trúar- leg reynsla fram á löngum tíma og síðan ég kynntist vorum sið hef ég mikið lært og tel mig hafa öðlast meiri vitneskju um umheiminn en ég hafði áður. Til forna fylgdi ásatrúnni trú á alls konar vætti, álfa, tröll og drauga. Ert þú trúaður á yfir- náttúruleg fyrirbrigði? —Það er rétt, að álfar og vættir voru þáttur í vorum sið til forna, en ég held að það sé misskilning- ur að trú á yfirnáttúruleg fyrir- brigði séu skyldari vorum sið en öðrum trúarbrögðum. Drauga- og huldufólkstrúin hefur t.d. fylgt þjóðinni í gegnum alla kristnina. Hvað sjálfan mig varðar, hef ég aldrei orðið fyrir yfirnáttúrulegri reynslu og get þess vegna ekki tekið afstöðu með slíku. En ég hafna því ekki algjörlega einfald- lega vegna þess að ég veit ekkert um það. Hefurðu trú á að Félag ásatrúar- manna eigi eftir að verða sterkt afl f fslenzku þjóðfélagi f framtfð- inni? — Það er erfitt að segja fyrir um það og f sjálfu sér skiptir það engu máli svo framarlega sem við fáum að vera í friði með vorn sið. Við rekum ekki trúboð og gerum engar tilraunir til að veiða menn til okkar með orðagjálfri eða þvingunum eins og sum trúar- brögð gera. Við viljum ekki troða vorum sið upp á neinn því að vor siður leggur mikla áherzlu á einstaklinginn og að menn fái að vera i friði með eigin skoðanir. sv.g. Vin sínum skal maðr vinr vera þeim ok þess vin; en óvinar síns skyli engi maðr vinar vinr vera. — Hér er sem sagt ekkert verið að skafa af því, — enginn maður ætti að vera vinur manns, sem er vinur óvinar hans. Lífið er bar- átta og þessar tvær vísur sýna það á vissan hátt. 1 kristni er þetta öfugt. .Þar er ætlast til að maður ( rétti fram vinstri vangann sé hann sleginn á hinn hægri. Ég held að þetta sé andstætt eðli mannsins og i vorum sið kemur slíkt ekki til greina. Það er ekki eðlilegt að láta troða á sér án þess að bera hönd yfir höfuð sér. Vor siður er að minum dómi mun mannlegri en flest önnur trúar- brögð sem ég þekki til. Það er gert ráð fyrir mannlegum breysk- leika, ekki bara uppsprengdur hátíðleiki. Ertu þá f fullkominni andstöðu við kristna kirkju? — I raun og veru er vor siður ekki i andstöðu við allar kenning- ar Krists, heidur helzt við þær hugmyndir kristninnar sem bjóða upp á þrælslund og undirgefni. Hins vegar finnst mér aó kirkjan sem slik hafi í mörgum tilfellum brugðið út af kenningum Krists i gegnum aldirnar og það er ef til vill megin ástæðan fyrir því að ég hvarf frá kristinni trú. Auk þess held ég að mjög erfitt sé að greina á milli hvað af Nýja- Testamentinu er ómengað frá Kristi sjálfum og hvað sé tilbún- ingur þeirra er seinna rituðu bók- ina. Kristur sjálfur skrifaði ekki staf af því. Það er útbreidd skoðun, að Ása- trú fylgi siðleysi, sukk og svall- veizlur — er þetta rétt? — Nei, þetta er alrangt. Vor siður leggur einmitt áherzlu á hófsemi sérstaklega hvað varðar áfengisneyzlu. (Og enn kveður Auðunn:) Byrði betri berr-at maðr brautu at en sé mannvit mikit; vegnest verra vegr-a hann velli at en sé ofdryggja öls. Hvað um blót og fórnir? — Blótin eru trúarathafnir en ekki svallveizlur. Enn sem komið er höfum við ekki slátrað dýrum við trúarathafnir okkar, en ég sé ekkert athugavert við það að slátra dýri við slika athöfn frekar en á sláturhúsi ef það er vanur maður sem fremur verknaðinn. Það má líka benda á, að þetta tfðkast sums staðar í kristninni enn þann dag í dag eins og t.d. i Rúmeníu þar sem páskalambi er fórnað um hverja páska. Hefurðu orðið fyrir einhverri trúarlegri reynslu eða fundið fyrir trúarlegum styrk eftir að þú gerðist ásatrúarmaður?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.