Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 2
Að ofan: Samvizkubit, 1911 —1947. Ol. K. Magnússon tók þessa mynd og Andlát Einars Jónssonar 18. okt. 1954 vakti alþjóðar athygli þótt hljótt væri um hinn aldraða listamann á efstu árum hans og fjöldi samborgara hans þekkti ekki i sjón hinn hlédræga mann, sem víðar um lönd hafði borið hróður íslenzkrar myndlistar en nokkur Islendingur annar. Þótt Einar Jónsson lifói nálega lifi ein- setumanns í vinnustofu sinni og heimili síðustu æviárin var mynd hins mikla myndskálds greypt í vitund þjóðar hans sem braut- ryðjanda og stórmennis í íslenzkri listsögu. Flestum þeim, sem nokkru létu sig varða íslenzka Iist, var um það kunnugt, að fram eftir ævi sinni var Einar Jónsson nálega eini is- lenzki listamaðurinn, sem kunnur var utan landsteinanna, og það svo rækilega, að á mörgum þjóð- tungum höfðu erlendir menn borið hróður hans austan hafs og vestan og kynnt í heimsblöðunum list hans með mikíu lofi. Hann fæddist 11. maí 1874 á Galtafelli i Hrunamannahreppi þar sem foreldrar hans bjuggu, Jón bóndi Bjarnason og Gróa Einarsdóttir húsfreyja, merkis- hjón. Með alla þá möguleika til list- náms, sem nú eru fyrir hendi, og með alla þá Iist fyrir augum, sem flestar myndanna meö þessari grein. unglingar eiga nú aðgang að, er eðlilegt, að þeir fjölsæki mynd- listarskóla, en hitt er óráðin gáta, hvernig það gat gerzt, að sveita- drengur í gersamlega listsnauðu umhverfi fyrir nálega heilli öld verður altekinn þeirri ákvörðun í bernsku að gerast myndlistar- maður og meira að segja mynd- höggvari, án þess að hafa séð myndir af slíkum listaverkum, hvað þá höggmyndirnar sjálfar. Er það ekki líkast ævintýrasögn, að fyrir 90 árum lætur lítill drengur austur I Hrepp systkin sín afklæða annan snáða og halda honum í vissum stellingum til að hnoða mynd hans 1 mold? Hvaðan kom syni Galtafells- hjónanna þessi hugmynd? Hvað- an hafði hann fengið hana. Einar Jónsson var I dagfari allra manna ljúfastur, en hann lét ekki leiða sig eitt spor af vegi, sem hann hafði valið sjálfur. Og hann var gæddur stálvilja, sem ekkert mótlæti gat kúgað, engir erfiðleikar drepið. Jafnframt sinni ljúfu lund var hann gæddur heitum og sterkum geðsmunum. Þess vegna vann hann þann sigur, að á unglingsaldri heldur hann nálega allslaus að fjármunum — með eitt hundrað krónur í farar- eyri — og nálega ómenntaður á flestum sviðum til listnáms I Kaupmannahöfn. Og þar réðst hann ekki á garð- inn, þar sem hann var lægstur. Með hjálp Björns Kristjánssonar síðar ráðherra, slns mikla vel- gjörðarmanns og vinar þeirra Galtafellshjóna, nær hann fundi sjálfs Stephans Sindings, fræg- asta myndhöggvara Norðurlanda og þótt miklu lengra væri leitað. Skömmu síðar tók þessi frægi maður íslenzka drenginn til Iær- dóms I vinnustofu slna, og þar dvelur Einar Jónsson því nær óslitið, unz hann fær inngöngu I Listaháskólann I Kaupmannahöfn og lýkur þar námi. Þetta er upphaf að löngu ævin- týri og fyrstu orrusturnar I ára- tuga langri baráttu og baráttu, sem hlaut að verða fyrir það harð- ari, að Einar Jónsson lét sér aldrei nægja hið smáa, þegar um Iistina var að tefla, en horfði hátt, stefndi hátt. Nokkru síðar en námi lauk I Listaháskólanum veitti Alþingi Einari myndarlegan fjárstyrk til námsdvalar I Rómaborg. Þar dvaldist hann I nálega tvö ár, og á leiðinni norður aftur dvaldist hann um skeið I Ungverjalandi, og hafði þá hlotið stóra Iista- mannastyrkinn danska, sem svo var nefndur. Hann ferðaðist vlðs vegar um Evrópu og sótti heim höfuðstöðvar Iistanna I Þýzka- Dögun nefndi Einar þessa mynd. í fyrstu hafði Einar tröllið með útréttan lófann — og sést sá lófi til hægri á myndinni. En síðar kaus Einar að hafa krepptan hnefa I stað lófans. Portret af Einari Jónssyni eftir Johannes Nielsen. Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.