Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 5
Draumur og dagsverk, 1953. Myndin var ófull- gerS, þegar listamaðurinn lézt. Skuld, 1900—1927, hluti úr myndinni. freyja ágæt, og blærinn allur á heimili þeirra var vinum og gest- um til gleði. Þegar staðið var upp frá góðri máltíð í borðstofunni i miðju safninu, var unaðslegt og sérstætt að ganga um salina, sem Björn Th. Björnsson listfræðing- ur kallar „hvítan kynjaskóg", og Guðmundur skáld frá Sandi kall- aði í ágætu ljóði „heim hvitra töfra". List Einars Jónssonar verða væntanlega gerð betri skil en unnt er í blaðagrein, þegar út kemur siðar á þessu ári bók með myndum af listaverkum hans og aldarminningu, sem Almenna bókafélagið gefur út i tilefni aldarafmælisins, en hér skal að lokum minnzt þess, að list lians ber þess ljósan vott, hver trú- maður hann var. En einnig um það fór hann sínar eigin götur og hafði opna glugga við ölium átt- um. Hið dulræða, mystíska, i trú- ararfi kynslóðanna var honum heilagt land innan allra trúar- bragða. Eg kont að honum einhverju sinni þar sem hann vann að trúar- legri mynd. Ég spurði barnalega, hversvegna allar þær linur, sem hann var að draga í gibsið, leituðu upp. Hann þagði andartak og sagði þvinæst lágum rómi: „Upp? Öll fórn fæðist fyrst hjá Guði.“ Svo settist hann og þagði drykk- langa stund. Þá þögn var ekki unnt að rjúfa, en þetta var Einar Jónsson: Hjá Guði á upphaf sitt allt, sem er göfugt, háleitt. Eins og endurskin frá honum er allt, sem við finnum heilagt í mannlif- inu, mannssálunum. Þar fæddist listgáfa þessa sér- stæða, háþroskaða listamanns. Og þeirri gjöf að ofan gaf hann allt, sem hann átti til að gefa, og fórn- in varð stundum stór. Jón Auðuns. mw- MATll sér um þáttinn. I þetta sinn: ?inn (iilsson S0Ð1N FISKFLÖK MEÐ SPAGHETTI í TÓMAT- SÓSU. Ro5 og bein eru hreins- uð úr fiskinum og hann skorinn i hæfilega stór stykki. Pottur eða panna er smurð í botninn með smjörlíki, smátt skornum lauki stráð í botninn, fisk- stykkjunum raðað ofar á laukinn, sitróna kreist yfir fiskinn, kryddað með salti, pipar og tfmian, vatni hellt yfir svo rétt hylji fiskinn og siðan soðið. Spaghetti, sem soðið hefur verið i vel söltu vatni, er látið i djúpt fat, rifnum osti blandað saman við, siðan er fiskin- um raðað ofan á. Þykk sósa er löguð úr fisksoð- inu, krydduð með sama kryddi og fiskurinn ef þurfa þykir, ásamt riflegu af tómatmauki eða tómat- sósu og ögn af hvitlauks- dufti, bætt með rjóma- blandi og hellt yfir fiskinn. Framreitt með brauði og smjöri. SUNNUDAGSKVÓLD- MATUR þegar lambasteik hefur verið i hádegismatinn. Laukur er smátt saxaður og látinn krauma i potti i smjörliki ásamt papriku og karrydufti. Smátt skorinn lambasteikinni bætt út i ásamt skornum sveppum, öllu blandað vel saman, bökuðum baunum (úr dós) bætt út i ásamt litilsháttar af steikarsósu og mjólk eða rjómablandi. Soðið vel saman, bragðbætt með salti, pipar og sherrv, einn- ig bætt úti meira af karrý og papriku ef með þarf. Framreitt með laussoðn- um hrisgrjónum, brauði og smjöri. STEIKT LAMBSLIFUR AÐ UNGVERSKUM HÆTTI. Lambslifur er skorin t þunnar sneiðar, sem eru kryddaðar með salti og pip- ar, velt upp úr hveiti, steiktar á pönnu i smjör- liki, brúnaðar vel og síðan færðar upp i djúpt fat. Á sömu pönnu er látið krauma saxaður laukur, bacon og paprikuduft. Þegar þetta hefur kraumað i u.þ.b. 3—4 min. er hveiti stráð yfir og bakað vel saman, látið kólna aðeins, en þá er mjólk eða rjóma- blandi bætt á pönnuna, hrært vel í og soðið vel saman, mjólk bætt i ef með þarf. Bragðbætt með tómatsósu, súpudufti, salti og pipar hellt yfir lifrina á fatinu. Framreitt með soðnum kartöflum og grænum baunum. BAUTI BAKARAKONUNN- AR. Finthakkað magurt nautakjöt er hnoðað með eggi, svo að það verði mjúkt og þétt. Frans- brauðssneið er skorinn hringlaga, heldur minni en fyrirhugaður bauti á að vera, brúnuð i smjöri. Kjötdeigið flatt út, u.þ.b. 1 sm þykkt, brauðsneiðin lögð ofan á kjötið, það brotið vel utan um og kantarnir klemmdir vel saman. svo að þeir opni sig ekki þegar bautinn er steiktur. Kryddað salti og pipar og steikt á vel heitri pönnu. Sósu er bezt að laga á pönnunni, þegar búið er að steíkja bautann út i og hræra vel i á meðan, bragðbætt með súputen ingum, salti og pipar, siað i finu sigti. Franireitt með sósunni soðnum kartöflum og sýrðu grænmeti. Hafsteinn Gilsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.