Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Page 3
Myndin, sem séra Matthías sendi Sigurði Nordal með áritaðri vísu.
segir Skakesp. í Anton, og
Cleop., þetta but (aber, enn)
er böðull, sem kemur með
delinquentinn. Ég bíð boð-
anna. „Jeg er eig þeirra jafni,
sem jörðin geymir nú lík."
But look here: ertu ekki ör-
vinglaður yfir þessu rugli?
Svona teikna ég, skrifaði
Rafael Kranak, og svona
skrifa ég sagði pst. Páll, og
svona bautum vér Háleygir
björnina, sagði séra Þórir
hundur.
En það er með Jóhann
skáld að aðdáun minni á hans
dramatisku gáfu og Ibsensku
snild vantaði hann eitthvað
af hinu sama og meistara
hans [sic]. Hvað? Hann vant-
aði Björnsons bjartsýni og
kærleikans himneska eld,
sem hinn gamli Prometheos
náði góðu heilli frá guðunum,
þótt sjálfs hans auga mændi
aumt og rautt frá heljargrind
— sbr. bezta kvæði
Gröndals. Ég fer ekki lengra,
þú skilur mig — eins og þú
skilur Sn. Sturluson. Bók E.
Kvarans3) dáist ég að —
hvað sem hver segir; hún er
samin með mikilli list, ef bor-
in er saman við afarmargflók-
ið og mikið efni. Að málefnið
er ísjárvert er vitaskuld og
þeim vorkunn sem sjá mikið
af sínu í veði. Enda er málið
enn í fyrstu byrjun.
Fyrirgefðu, sé nokkuð að
fyrirgefa, þvi óvíst er hvert þú
getur lesið og skilið mitt
spark. Og svo kyssi ég þig
falslausum föðurkossi. Heils.
frænkum mínum.
Matth. J.
Ég hálfiðrast nú eftir að
hafa verið svo hortugur við
mér meiri mann.
1 7. sept. 1919.
Elsku vinur! Snillingur
ertu! Allir æsir veri þér
ávarðir fyrir eftirmæli þín
eftir minn kæra kunningja og
lang-lang-afa Björn hvíta f
Mörk.4) Betri ritgerð þess-
konar hef ég aldrei lesið!
Ég rubbaði t þig heilum
hringlanda um daginn, sem
þú þarft nú að svara. 10 s.
bless!
Matti.
15. okt. 1919
hlskul. vinur: ég á að þakka
þér geisilega gott og
grenjandi skemtilegt og for-
kostulega fróðlegt bréf. Ég
var að klóra þér bréfspjald
þegar síðasta ferð féll með
kvítteringu fyrir „Björn
heitinn í Mörk" sem nýl.
hafði komið f borðfót hjá mér
og borið sig enn björgulega
— á baki Kára! Svona á að
kommentera allar okkar sög-
ur — alveg einsog biflfuna,
því við höfum önnur gleraugu
nú en á liðnum öldum.
Þú skrifar einsog ég (c:
mitt vesæla skar) hafi orðið
þér, snillingnum, eitthvert
gefundenes Fressen; en hvað
þá þú mér? Svar: meira en
reiðarhvalur sextugur milli
skurða, rekinn á fátæks
manns fjöru vestur á Horn-
ströndum! Drottinn hefur
e.kki notað teskeið þegar
hann nestaði þína sál, nei!
hann hefur helt í þig úr hálfs-
fjórðungs dalli himn. nectar
og ambrosia. Mér liggur við
að þykja nóg um að sjá og
heyra hvernig hans Hátign
hefur svínalið þig á eigin
kostnað norður f Vatnsdal á
fátækum bóndabæ! Nú finst
mér allur íslands hávísi
háskóli hafi þar hlotið svo
feitan bita að hann kingi hon-
um varla nema með meðöl-
um . . . Nú, kunna nú engir
að skjalla nema þú?
Jæja — hafi Skaparinn
heiður og þökk fyrir þig,
hvort þú ert meiri eða minni
en ég hálfblindur heimsking-
inn bulla, já, og lofi þér að
endast, lifa, njóta þín, ef ekki
sfn eða þín vegna, þá þjóðar-
innar vegna. En guð fyrirgefi
hvað beztu börnin eru oft
endaslepp. Reyndar held ég
að þeir séu allir idíótar sem
ekki sjá gegnum tjaldið, að
andinn og lífið er alt, en
Þanatos 5) vitleysa — hvern-
ig f skrattanum sem oss
stundum sýnist. Gú ved om
du kan klare dette
Kaudervelsk og læse mine
Kragetæer.
Ég hætti — sé ekki Ifnu
skil. Gú natt!
16. okt. í nótt [hér hefur
skrift hinssjóndapra öldungs
efst á nýrri blaðsíðu, lent fyrir
ofan hana, nema eitt f — og
má helzt giska á að hann hafi
skrifað: flaugst ég] aftur á við
fúlan draug. Mér hefur
máske hefnst fyrir bænagerð
mína í gærkvöldi, sem gekk í
þá átt, að hátignin tæki enn
viku til að endurbæta sitt
gamla vikuverk, þar nú væri
enn alt að fara í hundana
álíka og skeði í Noahs tíð!
Svo ákærði ég hana Loka-
fóstru Ellina, sagði einsog er
að kerlingin væri orðin svo
naum og nísk að hún teldi
eftir hvern bita og sopa. Hún
heimtar því hærra próventu-
gjald, sem ég ét minna. enda
kosta nú 2 dilkakroppar
80—100 kr. Og enn kom ég
með fleiri breytingaratkvæði
og tillögur — að Abrahams
dæmi. Mér hríðmokar aftur,
enda er bezt að ég noti þig —
úr því okkur lenti saman, og
nöldri einsog aftekur. — Nú
skil ég langtum betur Skaga-
stelpuna. Jú! hac tenus ertu
kominn. 6) Stefna þfn er stór-
myndarleg, genial og —
hreinskilin. Ég hlakka tii að
sjá Snorra — verði ég ekki
kominn úr kararvistinni.
Við erum hér allir á nöfinni,
J. Havsteen, gl. Laxdal,
Stefán umboðsm. stein-
dauður, og púnktum.
Kærar kveðjur Háskólans
hávísu Hildibröndunum, þér
sjálfum, Ágústusi með „sál-
fræðina" og dugnaðinn og
last not least Gvöndunum;
item Dósent Magn. (sem ég
vil að kalli sig ekki eintómt
„M.J.", því þá stafi á karl
norður á Akureyri. Skrifi
hann: „Magn. J." þangað til
ég er allur, og er þess varia
langt að bíða. Grein hanS í
Eimr. Friður dável samin,
annað flest skal óumtalað. Ég
er að krota hálfyrði um vin
minn. Dr. Carus, sem dó í
sumar og var stórmerkur
Þjóðverji, en þó þýzkt flón
qua filosof. — Myndin er á
ferðinni. Þökk fyrir frænd-
konur mínar, og heilsaðu
þeim.
Þinn gamli Matti.
20. marz 1920.
Elskul. vinur!
Berðu kæra kveðju frænd-
systrum mfnum og segðu
þeim að þessi „hviti vetur"
hafi farið skammarlega með
mig, því auk þess að gera
veröldina vitlausa, hafi þessi
„friðar"-vetur gert mig að af-
hraki og hreinsun veraidar. 7)
Samt sé ég nú stund og
stund Ifnuskil og get stautað
skýrt prent, enda er aðal-
ambitiónin orðin sú f lífsbú-
hokrinu að ég fái að halda
skímu sjónarinnar uns
„actum est". Mín elzta lífs-
skoðun — og yngsta — er
sú, að við séum látnir byrja
skák áður en við þekkjum
mannganginn, og verður því
ályktunin sú, að ítreka þurfi
taflið tuttugu — ef ekki 100
X 20 sinnum áður en við
nemum listina, sbr. ieikborð
þessarar veraldar hodie. 8)!
„Gaman er að þér
humbugs heimur, hamalt
fylkir glösum Brahminn,"
kvað ég til V. Briems
sextugur. Ég held ég hafi
aldrei þekt heimskara kvik-
indi en sjálfan mig, og er
samt talinn „Sólon
Islandicus"! a la Sölfi Helga-
son! Ég hef nýl. iesið hið
stórkynlega rit Juliusar
Magnussens: „GudsSmil".9)
Væri hvert orð satt i þeim
spirít., mystfsk, poetiska
samsetning — eða sé hávað-
inn af því sannur, mætti
hávaðinn af Hafnarbúum fara
út og hengja sig! Annars er
bókin svo mikið literært
fenomen og furðuverk að mér
finst engum manni i Danm.
fært að fást við hana, svo
nokkru verði nær. Sonurinn
er galgopi eða gáfaður froðu-
snakkur og afglapi, en faðir
hans ? Nei, lestu sjálfur ritið
og reyndu þinn brilliant heila
á þeim karli með 100 skynvit-
um móti stráksins fimm!
Enga spirit bók hef ég lesið
ýmist eins einhliða og þröng-
sýna eða viðsýna og fulla
super-normal skoðana.
— Að veröldin sé að hafa
fataskifti er bersýnilegt. Hvað
hefur steypt siðmenn-
Framhald á bls. 4.
©
(