Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Qupperneq 6
síðar, og móðir min sagði mér, að ég hefði lent f bílslysi. Foreldrum mínum hafði strax verið sagt frá lömun minni, en ég sjálf spurði aldrei um ástand mitt. Mér var einhvern veginn svo sama. Mér var aldrei sagt beint, að ég væri lömuð. Það komu sjúkraliðar og báðu mig að hreyfa fæturna, en ég gat það ekki og sagði þeim það. Þannig uppgötvaði ég sjálf smátt og smátt, að ég væri lömuð. Það sló mig sem sagt ekkert að uppgötva lömun mina, ég var eitt- hvað svo ægilega sljó. Ég reyndi eitthvað að hugsa um ástand mitt þarna, en komst þá bara að þeirri niðurstöðu, að maður yrði að reyna að taka þessu, þar sem þetta hefði nú einu sinni gerzt. Núna fyrst nær ári sfðar er ég farin að hugsa meira um lömun- ina og afleiðingar hennar. Ég reyni yfirleitt að taka þessu á skynsamlegan hátt, en stundum fer ég þó yfir um og klökkna jafnvel, þegar ég hugsa mikið um ástand mitt og þá staðreynd, að ég komist ekki allt, sem ég komst áður. Ég er flutt af Borgarsjúkrahús- inu yfir á Æfingadeildina við Grensásveg 17. desember og þá sló mér niður. Mér fannst alveg ægilegt að vera flutt á milli rétt fyrir jólin og vildi komast heim til mín. En ég var alls ekki í því ásigkomulagi, að ég mætti fara heim, mátti ekki einu sinni snúa mér á hliðina í rúminu og hélt ekki höfði. Það var rétt svo, að ég var farin að geta lyft höndunum. Þegar ég yfirgaf Borgarsjúkra- húsið var ég nýfarin að geta talað við starfsstúlkurnar. Mér þótti þvf leitt svona rétt þegar jóla- gleðin var að hefjast að þurfa að skilja við fólkið, sem ég var að byrja að kynnast. En ég byrjaði fljótt að kynnast fólkinu á Æfingadeildinni og hér kann ég ágætlega við mig. Hérna er mjög frjálslegt og af því ég dvel hérna svona lengi, hef ég mitt eigið herbergi með mínum persónulegu munum. Ég fór strax að stunda æfingar. Fyrst var ég sett á bekk og reist upp á honum þangað til mig hætti að svima. En vegna minnarlöngu rúmlegu svimaði mig auðvitað mjög er ég var reist upp fyrst. Fæturnir voru líka hreyfðir, svo þeir stirðnuðu ekki og hendurnar voru æfðar á sama hátt. Undir miðjan janúar var hryggbrotið farið að gróa það mikið, að hægt var orðið að snúa mér til í rúminu. Þá var mér snúið á tveggja tíma fresti, til þess að ég fengi ekki legusár. Svo fór ég að geta setið í stól og þá var hægt að aka með mig niður í æfingar. Hendur og fætur voru sífellt þjálfaðar og beygðar og hreyfðar á ailan hátt með tólum og tækjum. Þótt fæturnir séu lamaðir og til- finningalausir verða þeir alltaf að fá hreyfingu annars stirðna þeir. Nú orðið get ég alveg séð um það sjálf að hreyfa þá. 1 höndunum hef ég nefnilega alveg fullt afl nú og raunar meira afl en nokkru sinni fyrr. Nú er farið að setja mig í spelk- ur, svo ég geti hoppað fram og Guðný við æfingar. Hún lamaðist I bllslysi; telur að hún hafi sofnað við stýrið. „EG VIL AÐ FÓLK UMGANGIST MIGÁ EÐLILEGAN HÁTT” Rœttvið GUÐNÝJU GUÐNADÓTTUR sem lenti í bílslysi og lamaðist uppað brjóstum. Eftir Jón Björgvinsson. Fyrir um einu og hálfu ári lenti ungur maður í miklu vinnuslysi og við lásum um afleiðingar slysins og endurhæfingu hans sjálfs í síðustu lesbók. Mú kynnumst við ungri stúlku, sem lenti í miklu bílslysi fyrir um ári. Hér á eftir segir hún okkur á opinskáan hátt frá afleiðingum þess. Á bjartri vetrarnóttu í nóvem- ber síðastliðnum fer nýr brezkur fólksbíll út af þjóðveginum í Hvalfirði. Ökumaður bilsins og jafnframt eigandi hans cr Guðný Guðnadóttir, 18 ára stúlka, búsett á Hvalfjarðarströnd. Allt frá þess- ari nóttu hefur Guðný verið löm- uð upp að brjóstum. „Það var aðfaranótt þriðjudags- ins 20. nóvember milli eitt og hálf tvö, sem slysið varð. Ég var að koma frá olíustöðinni í Hvalfirði, þar sem ég afgreiddi í sjoppunni. Eg hafði unnið þar í tæp tvö ár o^ kunni ágætlega við mig. Það vai* lítið að gera þarna um kvöldið, og ég man, að við krakkarnir vorum eitthvað að fíflast. Ég lenti í orða- sennu og var nokkuð æst, þegar ég ók af stað eftir vinnuna. Annars man ég lítið frá þessu kvöldi. Ég man þó eftir því þegar ég ek af stað og svo aftur, er ég var að snúa við. Þá hafði ég ekið vestd: „icð Hvalfjarðarströnd. Ég ætlaði fyrst heim til min.en þess í stað ákvað ég skyndilega að bregða mér í Borgarnes. Ég sneri því bílnum við og ég minnist þess, að nokkur hálka var á veginum. En það er allt, sem ég man. Ég hef sennilega sofnað undir stýr- inu, því ég var orðin syfjuð, og ekið út af. Hvort ég var á mikilli ferð man ég heldur ekki. Ég man aftur eftir mér næsta dag, þegar verið var að flytja mig i flugvélina, sem átti að fljúga með mig til Reykjavíkur. Þó að ég muni ekki sjálf eftir slysinu, hef ég heyrt lýsingar á þvf. Bfllinn minn var alveg nýr og ekki einu sinni fullborgaður, þegar slysið varð. Hann fór út af veginum og valt einu sinni. Ég var ekki í öryggisbelti og hentist því út úr bílnum og lenti í snæviþökktum skurði við veginn. Það voru öryggisbelti í bílnum, en þau lágu ónotuð í þetta sinn því miður. Annars hefði örugglega ekki farið svona illa. Ég nota öryggisbeltin yfirleitt og stíg nú aldrei svo upp í bfl, að ég spenni þau ekki um mig. En þarna um kvöldið hafði ég bara ekið af stað f einhverjum flýti og æsingi og ekki spennt þau á mig, en það gerði ég yfirleitt. Ég hef sennilega henzt út um afturrúðuna, því hún var í maski. Það var bíll rétt á eftir mér og hann kom fyrstur á slysstaðinn. Það voru tveir strákar í bílnum og annar beið hjá mér á meðan hinn fór á næsta bæ og hringdi þaðan á sjúkrabíl. Hann bað þá að flýta sér því þetta væri upp á lif og dauða. Ég man ekkert eftir því, þegar ég lá og beið eftir sjúkrabílnum, en sá, sem beið hjá mér sagði, að ég hefði talað við hann og kvartað mikið um verki. Sfðan kom sjúkrabíllinn og flutti mig til Akraness. Um bílinn minn erhins vegar það að segja, að hann eyði- lagðist nú ekki alveg og var síðar seldur. Á Akranesi lá ég í hálfan sólar- hring á meðan ég var skoðuð og teknar af mér myndir. Þá kom f ljós, að hryggurinn hafði brotnað og mænan skaddast. Ég var því flutt til Reykjavíkur f flugvél. Ég man aftur eftir mér, er ég var á leið í sjúkrabíl út á flugvöll. Mér fannst hann aka svo ofboðslega hratt og bað ökumennina um að aka hægar, þvf ég fyndi svo ægi- lega til f hálsinum, þar eð ég hafði viðbeinsbrotnað. Þeir báðu mig bara að vera rólega og slappa af. Ég man lfka eftir því, þegar verið var að taka mig út úr sjúkrabíln- um og ég sá pabba og mömmu bfða í flugvélinni. Ég var flutt á Borgarsjúkra- húsið við komuna til Reykjavíkur og þar var gerð aðgerð á hryggn- um á mér. Ég var í lífshættu allan tímann unz ég vaknaði til meðvit- undar á Borgarsjúkrahúsinu á ný 2 eða 3 dögum síðar. Ég vaknaði ekki snögglega heldur smátt og smátt. Meiðslin voru viðbeinsbrot og hryggbrot, sem skaddaði mæn- una. Auk þess er ég með ör á vinstri hendinni eftir skurð. Foreldrar mínir fréttu um slys- ið kl. 9 næsta morgun og brá að sjálfsögðu við. Þau áttu bágt með að trúa þessu, sérstaklega þar sem slíkt hafði aldrei hent neinn úr fjölskyldunni. Móðir mín var alveg hjá mér fyrir sunnan fyrsta mánuðinn og pabbi kom alltaf þegar hanngat. Þegar ég vaknaði á ný var verið að flytja mig af gjörgæzludeild niður á slysadeild. Ég vaknaði smá stund og talaði tómt rugl við lækninn. Ég lá í tæpan mánuð á Borgarsjúkrahúsinu og var í hálf- gerðu móki allan tímann. Ég hugsaði mjög lftið um ástand mitt þennan tíma og fannst einhvern veginn ekkert eðlilegra en ég lægi þarna. Ég spurði ekki einu sinni að því, hvað væri að mér. Ég man að vísu að einu sinni spurði ég að því, hvað hefði hent mig, það hef- ur sennilega verið þrem vikum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.