Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Page 13
Nú heitir það frjáls menning að skrifa undir lista og bera fram tillögur á Alþingi ís- lendinga, þar sem bandarísk hermálayfirvöld eru náðarsamlegast beðin að opna sjónvarps- stöð fyrir þann helming þjóðarinnar, er býr á suðvesturhorni landsins. Það er stórt orð frelsi, og hver vill leggja fjötra á frjálsa menn- ingu? Og hvað er frjáls menning? Einhverju sinni var þjóðernistilfinning talin ríkur þáttur i menningu hverrar þjóðar. í sumra augum a.m.k. er það því vottur um fremur frjálslega þjóðernistilfinningu að fara bónbjargarveg til annarra þjóða í því skyni að fá þær til að starfrækja fjölmiðil og menningartæki eins og sjónvarp i okkar eigin landi. Við erum fullvalda þjóð og það getur verið varasamt að fara um of frjálslega með þjóð- ernistilfinningar fólksins í landinu, vitundina um, að við erum ein þjóð og höfum skyldum að gegna gagnvart sjálfum okkur og öðrum þjóðum. Sigurður Nordal segir frá því á einum stað, að nokkrir landar hafi setið á lítilli veitingastofu i Weimar. Gamall þjónn, sem þar gekk um beina, hafi boðið útlendingum að tala við þá ýmsar Norðurálfutungur. „En þegar við fórum að tala islenzku saman," segir Sigurður, „gat hann ekki stillt sig um að spyrja, hvar í veröldinni þetta ókennilega mál væri talað. Á fslandi. Þess lands hafði hann aldrei heyrt getið. Við sögðum honum, að það væri eyland mikið nyrzt i Atlantshafi, miðja vegu milli Evrópu og Ameríku. Hann hlustaði með undirgefni á þennan nýstárlega fróðleik, varp öndinni mæðulega og sagði, um leið og hann gekk burt: „Ach ja! Uberall gibt es Menschen" (Æi jæja! Alls staðar eru mann- eskjur)." Sannarlega erum við bara manneskjur. En við erum líka þjóð. Við höfum tryggt öryggi og varnir landsins með sérstökum samningi við Bandarikjamenn. Aðstæður allar eru með þeim hætti, að hjá því verður ekki komist. Af þeim sökum dvelst hér bandariskt varnarlið, sem jafnframt gegnir ákveðnu hlutverki i varnarviðbúnaði Vestur-Evrópuþjóðanna. Vitaskuld kysu íslendingar fremur, aðaðstæð- ur væru með þeim hætti, að við þyrftum ekki að tryggja öryggi okkar með þessum hætti. Varnarliðið er því hér af illri nauðsyn. Einmitt fyrir þær sakir, að varnarliðið er hér í flestra augum af illri nauðsyn, verðum við að gæta þess, að við verðum ekki háðir því á öðrum sviðum, hvorki efnahagslegum né menningarlegum. Með því móti stöndum við best vörð um frjálsa menningu í landinu. Manneskjur, em vilja vera þjóð, verða að hafa vilja til þess, þess vegna eru því takmörk sett, hversu frjálslega má fara með þjóðernistilfinn- inguna. Alþingi leyfði aldrei sjónvarpssendingar frá- varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, er næðu út fyrir vallarsvæðið. Um það mátti að sjálfsögðu deila, hvort rétt hafi verið að fyrirskipa tak- mörkun á útsendingum stöðvarinnar. Hitt ættu flestir að geta fallist á, að með öllu er ótækt og raunar fyrir neðan virðingu þjóð- arinnar að biðja Bandarikjamenn að reka hér sjónvarp fyrir hluta þjóðarinnar, þó að þeir hafi hér enn um sinn sérstöku hlutverki að gegna á öðru sviði. Jafn varhugavert er fyrir okkur að flétta um of saman íslenskum efnahags- og atvinnumál- um við starfsemi varnarliðsins. Þessa hefur verið gætt hingað til og verður vonandi áfram, meðan nauðsynlegt er að tryggja varnir lands- ins með þessum hætti. Vitaskuld er ekki unnt að komast hjá því, að nokkur hópur ís- lendinga vinni þjónustustörf vegna varnar- starfseminnar, er falla utan hins hernaðarlega þáttar. Ástæða er þó til þess að gjalda varhug við, að íslendingar taki að sér í ríkum mæli störf, er lúta reglum um heraga. Atriði af þessu tagi virðast e.t.v. Iftilfjörleg og léttvæg, en þau skipta eigi að síður máli og geta haft þýðingu um stöðu okkar sem frjáls menn- ingarþjóð. Þorsteinn Pálsson. i-x * Vi • k —— LTÓS- 11 O Cl Si u (L pý'P- HUÐ-^^mFHUL $Ttc> - RN/1 fí um- OÆMI mm ö«ð| ftST ' r\ /n rK 1- \ a l*9 serap >t j- L/tf-an H <-k$> 'ffiLd r-l \/ Ma'lh ua r*- '1? FT- oDUA wm ftT- aR sri l KK6M M AFN r H e f UPP 'fí '/ÞP- tjTTA' mam/J 1 ■Rim- —i n- w /N H lA 6 l eim 1 V/ESVC 1 L L MÆC- IR. HA'tlÐ NAU.- / N N F o F. TTiiil T11- .. ÚTL^ fLUC- £NP- / N &, c- KNUM AJ V VCIKA ei ó k- ítafik H M - HPP- (A R. - fUCxL WTTfl VÉflVC- FK. £ l T SK. sr. f.UU ALDI|< upp L'l K - flWrí \JetBKSf. a- To’mm IþfKkT y fcri yeZK PÆBI SkoLI E.N0- l^k TZ' -/LtT 5t- l-Ð | PúK- AKN Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu AL ■fó 61101 íf'VftlO ■ t9 4"' “ IAUS > ;■ .* MB A. —» p U R R K A R 4 t Á L K A /T ( ’JoTp IVÍÍ A N A R A’ T T A FtvT- IHUM U ruu- U M 0* R N U M r.-.L A 5 A’ r T A R n 4 /V-K iKftH i M 0 F U N D A R Sfc-J R H R A U 5 A A AiT A R <Á L <zó»» ’/ÚT l V wea SPIK R Á N 4- F ö N 1 L L A 523,- TTTtr- o F H A KW- ETTI 3 0 L T R L /t (in- VBTh i £ r 1 N u B5T CNU TU £ F S T u TT kk.; Þ R E K 1 1 T Æ M R FpuM g FHI N A 3/3 Á T 8 [ 1 íein 7 A U M VIP KV- N J> R o' 5 0 KuLU /‘ 5 T R U $it* U N D 1 AF Art £ r A’ L oV F«c,l VERA A R A & PrtNi K.M*. R Æ L R Á K /. U a U íí;ví Ca Ð U M M 1 U Á -> S r M A N N i R L 5 U T |Kul- 1 01 F R O s T VCRK p/t«l T A N L R fí R 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.