Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Síða 14
ALDRAÐIR SÓTTIR HEIM Greinaflokkur eftir Þuríði J. Árnadölfur NÁLEGA hver maður á landinu kann skil á þvi, hvað við er átt þegar talað er um DAS. Flestum er ljóst, að með því er átt við Dvala'rheimili aldraðra sjómanna. Þessi handhæga samstafa hefur fest rætur í mæltu máli og er jafnvel á góðri leið að útrýma því mæta nafni, sem heimilinu var gefið. Hrafnista. Varla verður um það deilt, að vel hafi tekist til um nafngift á Dvalarheimili aldraðra sjómanna á íslandi. Hljómur orðsins er harður og meitlaður og vel við hæfi íslenzkra sjómanna. En eAil vill er fólki ekki almennt kunnugt um hinn forna og norræna upp- runa orðsins. Má geta þess fyrir þá, sem ekki eru kunnugir nor- rænum fornsögum, að þar er Hrafnistu getið sem eyjar úti fyr- ir strönd Noregs. Sú ævintýradul fylgir frásögnum af þeim, sem þar bjuggu, að þeim gafst byr hvenær og hvert sem þeir óskuðu. En það voru þeirrar tfðar Hrafn- istumenn. Á síðari árum hefur merking orðsins þrengst og mið- ast nú, nær eingöngu hér á landi, við íslands Hrafnistumenn. Ekki er þó ómögulegt að íslenskum Hrafnistumönnum svipi enn til hinna fornu frænda sinna. Að minnsta kosti virðist sem þeir hafi notið óskabyrs við uppbygg- ingu dvalarheimilis fyrir aldur- hnigna sjómenn. Svo vel hefur miðað við þær framkvæmdir, að þeir eru nú aflögufærir um vist- rými fyrir aldraða borgara úr öðr- um stéttum þjóðfélagsins. Saga þess málefnis hefur verið kunn- gerð svo rækilega, að ekki verður að því vikið hér. Hinsvegar má minnast þess, hve tiltölulega er skammt síðan fslenskir sjómenn höfðu ekki í neinn vissan sama- stað að venda á sfnum efri ár- um. Fyrir allmörgum árum var ég á ferð vestur við Kyrrahaf. Þar heimsótti ég borg, sem byggð er á lítilli eyju við ströndina. A eyj- unni er hótel og sér þaðan til sjávar. Umhverfis bygginguna er afmarkað landsvæði. Þar eru grasivaxnir hjallar, hæðir og vell- ir til leikja og útivistar. Einhvern- veginn greip mig sú barnalega hugmynd, að hér væri um eftirlfk- inu á Paradís að ræða. Síðan hef- ur mér fundist sem Hrafnista væri hliðstæða þessa staðar. Þar vantar að vísu pálmalundi þessar- ar suðrænu Paradfsar; en Esjan er í baksýn og hver vildi skipta á henni og pálmalundum? Hvort þessi hugmynd mín átti sér stoð í veruleika og aldraðir sjómenn, sem nú gista Hrafnistu, telja þar sfna Parísarheimt? í leit að svari við þeirri spurningu, ásamt öðrum fróðleik. lagði ég þangað leið mína dag einn fyrir skömmu. Öþarft er að lýsa staðháttum. Þeir, sem ekki hafa séð það um- hverfi með eigin augum, þekkja það af myndum, sem víða hafa birst, m.a. á vegum hins viða- mikla og vinsæla happdrættis. Ekki verður annað sagt en að staðarlegt sé heim að Ifta og um- gengni ölltílfyrirmyndar. Aðal inngangur og anddyri hússins bera nokkurn keim umsvifamik- ils gistihúss, en einnig svip hvíld- arheimilis, þar sem vistfólk er á gangi eða situr og ræðir við næsta mann. Umbúnaður innanhúss er allur traustur og vandaður. Samkvæmt vinsamlegri ábend- ingu forstöðukonu heimilisins held ég á fund Frímanns Einars- sonar, en hann býr á herbergi nr. 381, á annarri hæð. Einn gangur tekur við af öðrum, merktir bók- stöfum frá A og áfram uppeftir stafrófinu. Innst á G-gangi kem ég aðhurðmeðréttunúmeri og nafni. Svo vel vill til að Frímann Einarsson er heima, hefur reynd- ar verið að hlusta á útvarp frá fyrsta þingfundi nýmyndaðrar ríkisstjórnar. Frímann segist enn hafa áhuga á þjóðmálum og hafa tekið nokkurn þátt í félagsmálum á sínum fyrri árum. Frímann býr í fremur rúmgóðu herbergi. Þar hefur hann sína húsmuni, eigið útvarp og sjón- varp og sinn eigin sfma; segist vilja greiða afnotagjald af síma til þess að geta haft hann fyrir sig einan. Af sjónvarpi og útvarpi þarf hann ekki að greiða fremur en aðrir aldraðir. Sjálfur er Frí- mann hress í bragði og hvatur í hreyfingum, virðist alls óbugaður af sínum háa aldri. I fljótu bragði á ég erfitt með að trúa því, að hann hafi þegar fjögur ár um áttrætt. — Ég er fæddur árið 1890 á Eyrarbakka, en fór þaðan að Þingskálum á Rangarvöllum þeg ar ég var á 3ja ári, segir Frímann. Þar ólst ég upp hjá Guðrúnu Filippusdóttur og Sæmundi Guð- mundssyni, en hann var bróðir Guðmundar Guðmundssonar, skólaskálds. Mér er það mjög minnisstætt, að Guðmundur skáld eyddi sumarleyfum sínum ýmist á Þingskálum eða heima á sfnu bernskuheimili í Hrólfsstaðahelli, en bæirnir standa á móti hvor öðrum en aðskildir af Rangá. Kvæði sín sendi Guðmundur jafn- óðum heim til fjölskyldu sinnar og var hverju nýju kvæði hans tekið fegins hendi. Þar held ég að áhugi minn á ljóðum og ljóðagerð hafi fyrst vaknað. — Þekkir þú ef til vill þann stað, sem Guðm. Guðmundsson yrkir um í sínu ljúfa álfatrúar- kvæði, Kirkjuhvoll? — Ég er ekki viss um, að neinn viti það með vissu. Þó hef ég heyrt, að sá staður, sem þessi hug- sýn skáldsins á við, sé nálægt Galtalæk í Landsveit, eða í Galta- lækjarskógi eins og hann er nú nefndur. — Var mikið um álfatrú á þess- um slóðum? — Nei, það held ég ekki. Síst meira en annarsstaðar. Þó var ég myrkfælinn en mér tókst að venja mig af því. — Þú hefur sjálfur fengist við skáldskap og gefið út ljóðabækur. Fórst þú snemma að fást við ljóða- gerð? — Ég held, að ég hafi verið farinn að hnoða saman vísum þegar ég var um sjö, átta ára. En eftir þvf sem mér óx aldur og þroski, lagði ég mig meira fram og víst er, að áhuginn var fyrir hendi. Hugurinn stefni hátt í þeim efnum, eins og títt er á ungdómsárum. Ég hafði brennandi áhuga á skáldskap og vilja til að leggja stund á bók- fræði, en ýmsar hömlur urðu til þess, að mín lífstefna tók aðra rás. Vegna heimilisaðstæðna fór ég seinna að heiman en ég hafði ráð- gert. Ég var orðin 23ja ára þegar þar að kom og þá lá leið mín til starfa á hafinu kringum Island í stað þess að stefna inn i heim bókmenntanna. — Á hvaða skipi hófst þú þitt lífsstarf á sjónum? — Ég var fyrst á áttæringi, sem ekki var haft svo mikið við að gefa sérstakt nafn. En formaður var þar Eggert Gíslason í Kothús- um í Garði, sjósóknari góður, og á hann afkomendur meðal afla- kónga síðustu ára. Á fleiri ára- skipum reri ég frá Grindavík. — Árið 1919 giftist ég fyrri konu minni, Maríu Björnsdóttur, heldur Frfmann áfram. Þá byggði ég hús vestur á Grímsstaðaholti í Reykjavík. Við byggðum í félagi, mágur minn og ég. Þessi hús standa enn og eru númer 10 og lOa við Fálkagötu. Á þessum ár- um stundaði ég sjó á ýmsum skip- um, var m.a. á Sigurfara, sem nú er kominn í heimahöfn á Akranesi. Einnig var ég á Máfin- um eða Seagull eins' og hann var nefndur. Bæði þessi skip voru gerð út frá Duusverslun og lögðu upp í Reykjavík. Arið 1928 gerði ég sjálfur út trillu á net frá Grindavík. Ekki væri það talið til stórskipa f dag. Trillan var fjögur tonn. Fiskinn seldi ég til Hafnar- fjarðar en það var nýlunda í Grindavík, þar sem enginn hafði áður selt fiskafurðir út úr þorp- inu. Þetta ár féll fiskverð úr 54 aurum í 24 aura fyrir hvert kíló. Þennan sama vetur missti Frímann konu sína frá sex börn- Viðtal við Guðnýju Framhald af bls. 12 fram að ég væri yfir 75% öryrki. Meðan ég er á Æfingastöðinni fæ ég um 20 þúsund krónur á mán- uði í dagpeninga og þegar ég kemst héðan fæ ég örorkubætur, sem ég veit ekki hvað verða háar. Ætli ég reyni ekki bara í fram- t, tíðinni, að fá mér fbúð við mitt hæfi og þar sem ég kemst allra minna ferða. Það verður sannar- lega ekkert auðvelt að verða sér úti um slíka íbúð. Ég gæti að vfsu fengið inni hjá Sjálfsbjörgu, en ég vil ekki loka mig inni á slíkum stöðum. Ég vil vera innan um eðlilegt fólk. Ætli ég fái mér ekki vinnu á skrifstofu, við símavörzlu eða þess háttar. Ég er ólærð, svo það er nú ekki svo ýkja margt, sem til greina kemur. Ég hef aldrei verið námfús og held ég fari ekki að grípa til bókanna núna. En ég á eftir að kynna mér atvinnumögu- leikana betur. Ég vil ekki vera að loka mig inni, þótt svona sé komið fyrir mér. Ég er ekkert á því að gefast upp og er ákveðin í að berjast áfram og njóta lífsins sem mest. Maður verður að taka lömuninni með stillingu og ég tek hlutunum eins og þeir eru. Sjálf sætti ég mig við ástand mitt og vil þvf, að aðrir geri það líka. Ég vil bara að fólk umgangist mig á eðlilegan hátt, en sé ekki að vorkenna mér eða tala um, hvað auminginn eigi bágt og litla framtfð fyrir sér. Sumir halda, að ég bresti í grát í hvert sinn, sem minnst er á lömun mína og reyna þvf að horfa fram hjá henni. Ég er hins vegar löngu komin yfir afleiðingar slyssins og styggist því ekki, þótt um veikindi mín sé talað á eðlilegan hátt. Það var mikið f jör í manni, áður en slysið varð og ég er raunar enn mikið á ferðinni. Ég hef farið á bíó einu sinni eftir að ég lenti f slysinu. Ég hélt fyrst, að bfógest- irnir myndu stara á mig, en raun- in varð sú að þeir störðu eingöngu á kvikmyndina. Dyravörðurinn var mjög almennilegur og hjálp- aði mér inn í hjólastólnum. Svo sat ég bara á miðjum ganginum og skemmti mér ágætlega. Aður fór ég mjög mikið á böll og hjóla- stóllinn skal ekkert fá að draga úr því. Ég hef meira að segja brugðið mér tvisvar á ball núna nýverið. — JB.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.