Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Side 15
■
Anton Jönsson
SKARPHÉÐINN
GENGUR AFUR
hann skarphéSinn njálsson varnáungi klár
sem nokkra I gröfina lagði.
hann fór ei að gráta þótt gerðist hann sár
en glotti og brandara sagSi.
er pabbi hans visku að vandræðum bar
og vildi ei stjórnast af reiSi.
þá ólmaðist skarphéðinn, ætlð hann var
á einhverju mótþróaskeiSi.
hann eignaSist fjendur og fyrirsátsmenn
sem fengu hann brenndan loks inni.
sviðinn þar lá hann en lifir þó enn
hann lifir I framkomu þinni.
ef atburðir, tár, vilja á hvarm
þú hvltnar og svitnar og reiðist.
þú glottir og reynir að hýsa þinn harm
og höggva vilt allt sem þór leiðist.
en leingur ei dólgsháttur duga mun hér
þvl dauður er flosi ei heldur.
og ef þú nú temur ei tuddann I þér
þá tendraður aftur skal eldur.
EF TILVILL
UM VOR
Örn Snorrason
stœldi urdönsku
Ég dey dag hvern smám saman,
já, á hverju andartaki
sverfur brim dauðans
bergið, sem bær mlns llfs
var reistur á.
— Eða var það kannski sandur?
Ég dey dag hvern.
Hægt og hægt,
af miskunnarleysi,
molnar bergið,
en svo kemur eitt sinn
— ef til vill um vor —
viðkvæm nótt og hlý,
og Itf mitt er fyrir bl.
Þá fer ég eitthvað langt, langt burt
frá hrundu húsi sný. . .
og þá hætti ég að deyja.
um þeirra. Þegar svo var komió
var erfitt að halda atvinnurekstri
áfram í Grindavík, þar sem
heimilió var í Reykjavik. Til þess
að geta verið meira með börnum
sínum breytti Frímann atvinnu
sinni. Fékk hann nú leiguland í
Sogamýri og byggði upp býlið
Melavelli. Þar byggði hann stein-
hús.
— Til gamans má geta þess,
segir Frímann, að efni i stein-
steypu og múrverk húsins var tek-
ið beint upp úr grunninum. Það
þurfti ekki langt að sækja. Þegar
búið var að grafa niður nokkuð á
annan metra, var komið niður á
fínan sand, blandaðan hvitri skel,
sem sýndigreinilega.að þarna hef-
ur á sínum tíma verið sjávar-
strönd. Þennan sand lét ég sigta
og leitaði álits verkfræðings á
efninu. Þegar hann hafði litið
sem snöggvast á það, gaf hann því
sfn bestu meðmæli sem steypu-
efni. Frekari rannsókn var ekki
gerð. Nú nýlega var þetta hús
bortið niður og var mér sagt, að
það hefði staðist vel samanburð
við steinsteypu nútfmans að /
styrkleika. \
A Melavöllum ræktaði Frímann
tún og hafði kýr og hænsni. Auk
þess vann hann við jarðræktar- |
störf, ásamt sfnum eigin búverk- '
um. Frá Melavöllum fluttist hann (
svo með fjölskyldu sína austur að H
Stokkseyri og bjó á Borg, sem er )'
býli miðja vegu milli Stokkseyrar /
og Eyrarbakka. Þar hélt hann I
áfram búskap þar til að hann \
færði sig að Selfossi. Þar byggði ]
hann einnig hús yfir sig og sitt ,
fólk, m.a. vegna þess, að þá voru \(
börnin að komast upp og hentaði i
betur að hafa athvarf þar. Frá (
Selfossi stundaði Frimann sjó,
aðallega á vélskipum.
A meðan Frímann var búsettur
á Selfossi gengdi hann ýmsum
trúnaðarstörfum, var meðal
annars í hreppsnefnd Selfoss-
hrepps. Hann var þátttakandi í
verkalýðs- og sjómannafélögum
og var 12 ár i stjórn verkalýðs-
félags Selfoss.
— Mér hefur alltaf verið annt
um málefni þessara samtaka, seg-
ir Frímann. Lífsbaráttan hefur
oft verið nokkuð hörð en ánægju-
leg þegar litið er til baka. Ég hef
unnið bæði til sjós og lands.
Ellefu börn min af þeim, sem lifa,
hafa bæst við mannfjölda þjóðar-
innar ásamt öðrum afkomendum
mínum. Ég vona og treysti því, að
þetta fólk vinni vel fyrir land og
þjóð.
— Hvenær hættir þú að vinna?
— Ég var svo lánsamur, segir
Frimann, að mér gafst kostur á að
halda áfram að vinna þar til ég
var áttræður. Seinustu sex árin
vann ég hjá malbikunar- og
steypustöð borgarinnar. Það var
létt starf og hæfilegt fyrir mann á
minum aldri. Samstarfsmenn
mínir þar voru mér sérstaklega
velviljaðir.
— Hefur þú búið langi hér á
Hrafnistu?
— Þetta er fjórða árið, sem ég
er hér. Eftir þessu vistplássi beið
ég I tvö ár. En hér var ég ákveð-
inn að eyða minu ævikvöldi og
hafði búið mig undir það.
Frlmann er ekki I vandræðum
með verkefni. Hann segist hafa
nógan tfma til að sinna sínum
hugðarefnum, þó hann telji að
andlegt og líkamlegt afkastaþrek
fari dvínandi. Hann les mikið,
hlustar á útvarp, horfir á sjón-
varp og síðast en ekki síst nýtur
hann þess að fást við ljóðagerð, en
það hefur hann aldrei lagt alveg á
hilluna. Nú á hann í handriti efni
í tvær ljóðabækur, sem hugsan-
lega verða gefnar út. Á áttræðis-
afmæli Frímanns gáfu börn hans
honum ritvél, sem hann komst vel
á lag með að nota. Þar til nú að
fingur hans láta ekki eins vel aö
stjórn og áður. En þá tekur hann
til þess ráðs að lesa verk sin á
segulband í stað þess að rita þau.
— Telur þú það æskilega ráð-
stöfun fyrir aldr..ð fólk að búa á
dvalarheimili?
— Flestir verða að berjast
nokkurri baráttu til að komast
eða koma sínum inn á þessi heim-
ili. Þegar þvi marki er náð, virð-
ast allir hólpnir. í mörgum til-
fellum reynist þetta farsæl ráð-
stöfun, en þó er það ekki án
undantekninga. Vistfólki ætti að
geta liðið vel, ef heilsufar kemur
ekki f veg fyrir það. Ættingjar
eru, margir hverjir, iðnir að heim-
sækja þá, sem hér búa, en það
hefur sitt að segja, einkum eru
heimsóknir yngstu kynslóðarinn-
ar afar vinsælar og lffga mikið
upp hversdagsleikann hjá okkur
gamla fólkinu.
— Einnig er það mikið atriði að
á dvalarheimilum sé hæft starfs-
fólk og stjórnendur. Gamalt fólk
er viðkvæmt, ekki aðeins andlega
heldur einnig líkamlega. Það þarf
sérstakt mataræði, ekkert eldis-
fæði, en heilnæman og bætiefna-
ríkan mat. Nákvæm matreiðsla
hefur lfka mikið að segja, ekki
síst þegar matreitt er handa svo
mörgum sameiginlega, sem oft
vill verða einhæfara og leiðigjarn-
ara en það, sem vistfólk hefur
þekkt á sínum eigin heimilum.
Gott hráefni I matargerð og fjöl-
breytni er öldruðu fólki jafn
mikilvæg og fólki á öðrum aldri.
Slik hagræðing ætti ekki að þurfa
að skaða f járhagshliðina, þar sem
BRIDGE
í eftirfarandi spili vinnur sagnhafi lokasögnina á skemmti-
legan hátt.
S: K-G-10
H: K
T: Á-9-2
L: Á-K-D-G-9-4
V
S: D-7-4-2
H: 10-5-3
T: K-D-G-5
L: 10-3
A
S: Á-9-8-6-3
H: Á-G-9-6-4
T: 8-6-4
L: —
S
S: 5
H: D-8-7-2
T: 10-7-3
L: 8-7-6-5-2
Sagnir gengu þannig:
Suður: Norður:
1 S 3 L.
3 H 4 L.
4 H 6 S.
Vestur lét út tlgul kóng, sagnhafi drap með ási og eftir
nokkra athugun þá taldi hann sig hafa fundið vinningsleiðina,
en hún var þessi:
Teknir voru slagir á ás og kóng I iaufi og þannig losnaði
sagnhafi við tlglana heima. Næst var spaða 10 látin út, drepið
heima með ási, spaða 3 látinn út og drepið I borði með
gosanum. Nú tók hann til við laufið og vestur gat trompað, en
eftir það var sama hvað vestur lætur út, sagnhafi á afganginn,
þvl hann tekur slðasta trompið af vestri og síðan eru laufin
góð.
Ef spilaskiptingin er athuguð nánar þá skiptir ekki máli þótt
austur eigi fjögur tromp I stað vesturs. Þá sýnir vestur eyðu
þegar tromp er látið út I annað sinn og þá drepur sagnhafi með
kóngi I borði! Slðan lætur hann út lauf og austur er I
vandræðum, þvl ekki dugar að trompa með lágu trompi, þá
trompar sagnhafi yfir, fer inn I borð á hjarta kóng, heldur
áfram með laufið og á slðan innkomu á spaða gosann, ef
austur notar drottninguna til að trompa lauf.
VIÐTAL VIÐ DR. KARAGULLA
j siðasta blaði birtist fyrri hluti viðtals við dr. Shafica Karagulla,
sem fjallaði um rannsókn á mannverunni sem lifandi orkulind. Af
sérstökum ástæðum var ekki hægt að birta slðari hlutann, sem er
nokkuð langur, I þessu blaði og mun hann birtast I næstu Lesbók.
betur nýtist góður matur en lé-
legur.
Það má hafa í huga, að þetta er
ekki aöeins mál þeirra, sem nú
dvelja á vistheimilum, heldur
einnig hinna, sem enn eru í starfi
en eiga í framtföinni eftir að vist-
ast á þessar stofnanir. Helst ætti
vistfólk á dvalarheimilum að vera
virkari þátttakendur í rekstri
heimilisins og hafa ítök í ráð-
stöfunum um daglega hagræð-
ingu og fyrirkomulag. Hér hafa
vistmenn reyndar áheyrnar- og
tillögurétt á stjórnarfundum en
það nær ekki til atkvæðisréttar og
kemur þess vegna ekki til fram-
kvæmda.
Enginn vill í rauninni láta
gömlu fólki lfða illa. Samfélagið
leggur sitt af mörkum til þess að
aðbúð þess megi teljast bærileg.
Þetta aldraóa fólk hefur þegar
lagt til samfélagsins það, sem það
fær til baka í ellilaunum. Allir
viðurkenna, að þetta fólk hefur
lagt hvað mest í þjóðarbúið og er
því vel að því komið að búa við
góð kjör og sæmilega valinn kost.
— Að lokum Frímann, ert þú
ánægður með þitt hlutskipti?
Framhald á bls. 16
©
/