Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Page 16
ustu, segir Frímann. T.d. er heilsufarseftirlit og læknisþjón- usta, eftir því sem við verður komið. Hér er starfandi hár- greiöslustofa og rakarastofa svo konurnar geti verið með litað hár og vel snyrtar og karlar klipptir og kembdir. Vinnustofa er starf- rækt. Margir taka þátt i þeirri starfsemi, þó það henti ekki öllum. Hér er líka nuddstofa. Til dægradvalar hafa verið hafðar kvöldvökur, en nokkuð hefur dregið úr félagslífi í seinni tíð. Á sumrin hafa Kiwanis-félagar boðið vistfólki í einsdagsferðir til ýmissa staða i nærliggjandi sveitum. Einnig býður heimilið sjálft í eina slíka ferð á sumrin. Öðru hvoru koma skemmtikraftar og reyna að hafa ofan af fyrir okkur, eftir bestu getu. Þetta er vistfólki að kostnaðarlausu. Timi er kominn fyrir Frimann að mæta í læknisskoðun. Þegar út á ganginn kemur, segir hann með örlitlum glettnishreim í röddinni: — Eitt af þvi, sem við megum líka telja okkur til hlunninda, er það, að hér getum við farið í kíló- metra langar gönguferðir, innan- húss. Léttur í spori hverfur hann svo fyrir horn á næsta gangi. þja Hvorki þér né Ajax þurfið sjálfvirka þvottavél til ao fá gegnhreinan, hvítan þvott því Ajax er sjálft sjálfvirkt Ajax er blandað efnakljúfum og því óháð orku þvottavéla Ajax er gætt sjálfvirkri Þvottaorku og hreinsimætti, sem óhreinindin fá ekki staðizt. Ajax er kjörefnið í stórÞvottinn - gerir hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er lika tilvalið í fínni Þvotta, t. d. orlon og nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax er rétta efnið, ef leggja Þarf í bleyti, og við forÞvott. Notið Þá Ajax og horfið á óhreinindin hverfa. (t... A Með Ajax - efnakljúfum verður Þvotturinn gegnhreinn og ilæfallegur. Viðtal við FrFmann Framhald af bls. 15 — Hvenær er maður ánægður? Sem aldraður maður er ég að ýmsu leyti ánægður með það, sem áunnist hefur í málefnum aldraðra, einkum á síðustu árum. Ég hef fylgst með uppbyggingu Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna frá upphafi, í fyrstu sem starfandi sjómaður og síðar sem verðandi eldri maður. Mér hefur alltaf þótt vænt um þessa stofnun og hef reynt eftir mætti að leggja því málefni lið. Bygging þessa heimilis var fyrir mér og sjálfsagt fleirum, einskonar hugsjón, sem við sáum rætast. Það er jafn gleði- legt að sjá hugsjónir verða að veruleika, eins og það er sárt að sjá þær bregðast að einhverju leyti. Eins og ég sagði áðan, var ég staðráðinn f að flytjast hingað þegar sá tími kæmi og að því hef ég miðað á undanförnum árum. Seinni kona mín, Kristín Ólafs- dóttir, kaus heldur að fara til sonar okkar, þar sem hún býr nú. Samtal okkar er nú truflað af hjúkrunarkonu, sem kemur til að láta Frímann vita af því, að hann eigi að koma í læknisskoðun innan stundar. — Við höfum hér ýmsa þjón- Ferðin sem aldrei varfarín Framhald af bls. 5 illa samboðið Cæsar, en vald Cæsars nær skammt í þeim efnum, er mestu máli skipta. Eg kunni ekki aðra betri leið. Hver maður, sem lifa vill bærilegu lífi, verður að stefna að einhverju takmarki. Eg vissi, að þú leitaðir gleðinnar, en þú leitaðir hennar ekki samkvæmt lögmáli alheimsins, þínu eigin eðli né þörfum mannlegs sam- félags. Þú varst í styrjöld við náttúruna og þína eigin skynsemi, sem er í samræmi við náttúruna. [Sjá Marcus Aurelius, Hugleiðingar VII, 11.] í þeirri styrjöld hlauztu að fara halloka. Eg beitti valdi mínu til þess að setja ævi þinni takmark, en eg reyndi að gera það svo fjarlægt og ótiltekið, að það hneppti þig ekki f neina fjötra, heldur gerði þigfrjálsariopnaðiauguþínfyrir kostum lífsins og kenndi þér að beita þeim kröftum, sem þú bjóst yfir. Þá þóttist eg vita, að þú mundir sjálfur finna þér ærið starfsvið, sem sæmandi væri syni Quintusar, rómversk- um borgara og dugandi manni. Þú hefur búið þig vel og drengilega undir þá ferð, sem keisari þinn kvaðst hafa fyrirhugað þér. Þú stendur nú frammi fyrir mér albúinn til þess að færast hverjar þær þrautir í fang, sem þér kunna að bera að höndum. Þú hefur gert þína skyldu. Nú á eg eftir að gera mína: að leysa þig frá þessari kvöð. Ferðin, sem eg talaði um, verður aldrei farin. Þú getur horfið aftur að morgni til heimilis þíns og þarft ekki framar að bíða eftir neinni skipan frá Cæsar. Lucius! Eg sé, að vonbrigði og gleði eru á hvörfum I svip þínum. Ef til vill hefurðu í morgun í hugskoti þínu hlakkað til þessarar raunar manndóms þíns, um leið og þú kvaddir heimili þitt með söknuði og trega. Eða finnst þér sem líf þitt muni nú verða tómlegt, er þú hefur ekki framar þetta takmark að hugsa til? Hafðu biðlund enn um skeið. Vér eigum allir líka ferð fyrir höndum og þér var fyrir huguð. Einmana förum vér til ókunnugs lands, þar sem eg verð ekki Cæsar og þú getur jafnvel ekki haft með þér spjót þitt né sax. Naktir munum vér standa frammi fyrir konungi þess lands, alls lausir nema þess, sem vér erum í hug og hjarta. Eg nam það af meisturum mínum, að eftir dauðann mundi hin hreina sál eins og lítill logi sameinast báli guðdómsins í undursamlegum fögnuði og sigurgleði. Hinir fornu spekingar trúðu á dóm f öðrum heimi og sjáfstæða tilveru sálarinnar eftir þann dóm og undir þeim dómi. Ekki er á mínu færi að skera úr, hvort sannara er. En því vil eg trúa, að þar verði ekki dæmt eftir neinum öðrum lögum, ef til dóms kemur, en þeim, sem letruð eru í þennan sama hug, sem þú ferð með, og náttúruna, sem hann er í samræmi við, þegar hlustað er eftir ótruflaðri rödd þeirra beggja. MunduekkiþeirMinosogHradamanþys ef þeir eiga að dæma þig, vera undir órjúfanlegu lögmáli alheimsins líkt og þú sjálfur? Þó að þeir vildu fegnir vera sem mildastir, gætu þeir ekki í einni svipan losað mann við allar þær blekkingar, sem hégómlegar hugsanir, yfirdrep og dáðlaust líferni geta ofið um hann. Þar sem hér verður ekkert annað en þin eigin viðleitni þér nokkurs virði. Nú er mál að ganga til veizlusalsins, Lucius, þar sem min bíða nokkurir vinir, sem eg ætla að kveðja i kvöld eins og þig. En á morgun skaltu rísa árla, sem siður þinn er, og hugsa ráð þitt. Ef þér finnst þú hafa glatað þessum tíu árum, sem þú varst að búa þig undir ferðina, sem aldrei verður farin, þá hverf þú aftur að þínu fyrra líferni, og fyrirgef þú keisara þínum. Þú ert enn ungur maður og fær um að njóta lífsins nógu lengi. En viljir þú halda áfram að búa þig undir þá ferð, sem oss öllum er jafnvís, þá muntu ekki sakna hugsunarinnar um hina ferðina. Og þér mun aldrei þykja lífið of langt til þess að vera við því búinn að standa einn frammi fyrir eilífðinni og enn slyppari en þú stendur nú hér. Eg sé, hvað þér er í huga. Þú ætlar að beiðast þess að fara með mér I herferðina gegn Markómönnum. En það leyfi eg ekki, Lucius. Mig skortir ekki liðsmenn, sem reyndari eru I hernaði en þú. Hitt þætti mér meira virði, ef eg vissi, að eg skildi eftir hér I Latium marga slíka menn til forsjár ríkinu í fjarveru minni. Vertu sem tillögubeztur í öldungaráðinu. Gefðu samborgurum þín- um gott eftirdæmi. A1 þú upp sonu þína til þess að verða föðurbetrungar. En nú skulum við senn tæma skilnaðar- skál af hinu bezta víni, sem til er frá dögum Trajans. Síðan skiljast leiðir okkar. Þú ferð til búgarðs þíns og heimilis, og vona eg, að þín bíði þar langt líf og heillaríkt sjálfum þér og öðrum. Eg geng undir hinu forna arnar- merki til vígvallanna, þar sem jafnan getur skammt verið milli lifs og dauða. En — eins og Sókrates mælti: „Hvor okkar fer betri för, er öllum hulið nema guðinum einum“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.