Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Blaðsíða 4
HVERNIG ER BUIÐ AÐ VANGEFNUM BÖRNUM Á ÍSLANDI? „Þarfað gera foreldrum kleift að ala vangefín böm upp í heima- Margrét Margeirsdóttir. húsum ” Rætt við Margréti Margeirsdóttur, félagsráðgjafa Margrét Margeirsdóttir, félags- ráðgjafi, hefur síðastliðin tvö ár verið starfandi félagsráðgjafi hjá Styrktarfélagi vangefinna. \ Er þetta í fyrsta skipti hér á landi, sem félagsráðgjafi er ráðinn gagngert til að sinna málefnum vangefinná. Hefur Margrét komið á foreldrastarfsemi i kringum barnaheimilið Lyngás og einnig starfað við vinnuheimilið Bjarkarás. Ég spyr Margréti um það, hvernig félagslegar aðstæður vangefinna barna og foreldra þeirra séu á Islandi í dag? — Það, sem ég rak mig fyrst á, er ég hóf störf við Lyngás til dæmis var það, hvað þessir for- eldrar höfðu mikla þörf fyrir að hittast og kynnast viðhorfum hver annars. Hefur þetta reynst mjög samstæður og duglegur hópur. — Hverjir eru mestu erfiðleik- ar þessa fólks? — Það er meðal annars mikið bundið yfir börnum sínum, vegna þess, að mun erfiðara er fyrir foreldra að fá gæslu í heimahús- um eða koma börnum sínum fyrir á barnaheimilum, ef börnin eru vangefin. Er þarna um að ræða tilfinnanlegan skort á barnagæslu og gegnir raunar sama máli um aðra hópa í þjóðfélaginu, eins og til dæmis einstæða foreldra. Reykjavíkurborg þarf sem allra fyrst að koma upp starfsstétt til hjúkrunar, barnagæslu og að- stoðarstarfa í heimahúsum. — En stendur þetta fólk fjár- hagslega undir þeim kostnaði, sem slík hjálp hefur í för með sér? — Nei, yfirleitt ekki. Þeir eru fáir í nútimaþjóðfélagi, sem geta borið slíkan aukakostnað. 1 nauð- synjatilfellum þyrfti borgin að greiða einhvern hluta af þessari hjálp. Hitt er svo annað mál, að aukin aðstoð við foreldra van- gefinna barna þyrfti að koma f greiðsluformi. Fyrstu merki þess, að fólk fái þetta misrétti sitt bætt að einhverju leyti er barnaör- orkan, sem lögfest var árið 1971, en hún hrekkur því miður skammt. — En börnin, njóta þau jafn- réttis á við önnur börn? — Nei, þau fá ekki inni á dag- heimilum eða leikskóitim. Þau eiga ekki kost á sumardvöl yfir sumartfmann. Þau njóta ekki kennslu og þjálfunar, sem þau eiga rétt á eins og hver önnur íslensk börn og læknisþjónustu þeirra er ábótavant, vegna þess hve fáir íslenskir læknar hafa sér- hæft sig á þessu sviói. En þegar foreldrar þessara barna standa saman er mikið hægt að gera til að bæta úr þessu félagslega mis- rétti. 1 Lyngási eru 46—48 börn og býr sá hópur auðvitað við betri félagslegar aðstæður en margir aðrir. í sumar var til dæmis starf- rækt sumardvalarheimili fyrir börnin f Lyngási. I fyrravor höfðu foreldrar og starfsfólk í Lyngási sýningu á verkum eftir börn á dagheimilinu og höfðu jafnframt kaffisölu. Tókst þetta mjög vel og unnu allir saman sem einn maður. Jafnframt var starfsemi Lyngáss kynnt í bæklingi, sem dreift var á sýningunni. — Virtust þér vandamálin vera svipuð hjá aðstandendum ur.gl- inganna í Bjarkarási. — Þar eru vandamálin engu síður augljós. Unglingsárin og upp úr bjóða heim ýmsum vanda- málum eins og barnsaldurinn. Nauðsynlegt væri að foreldrar þessara barna fræddust meira um félagsmál og tryggingamál og um það, hvaða réttindi vangefnir ein- staklingar hafa i þjóðfélaginu i dag. Mörgu er auðvitað ábótavant í sambandi við þessi réttindi, sér- staklega hvað varðar foreldrana. Þeir eru ekki eins frjálsir að því og annað fólk að nota sér ýmiss réttindi, sem þjóðféiagið hefur upp á að bjóða. Það er til dæmis margfalt erfiðara fyrir einstætt foreldri að sjá fjölskyldu far- borða, ef vangefið barn er á heim- ilinu. Fyrirvinna heimilis, sem neyðist til að taka sér frí frá vinnu vegna veikinda vangefins barns, fær það á engan hátt bætt. Fjölskyldan lifir bara á loftinu á meðan. Fólk getur heldur ekki stundað nám, því að dagheimilin eru þessum börnum lokuð og svpna mætti lengi telja. — Hvað er helst gert til að bæta úr félagslegri þörf unglinganna í Bjarkarási? — Þeir hafa jafnmikla þörf fyrir félagsskap og annað ungt fólk. Sfðasta vetur höfðum við dansskemmtun fyrir þá inni i Glæsibæ. Tókst hún með ágætum og höfðu krakkarnir sjaldan skemmt sér betur. I sumar var farið með hóp vangefins fólks til Spánar. Með þessu fölki för for- stöðukona Bjarkaráss og fleira starfsfólk. Þetta er afar merkilegt framtak og sýnir viðurkenningu á rétti vangefins fólks til að njóta sömu lífsgleði og þeir sem heil- brigðir eru. Það vill stundum gleymast, að vangefin börn og unglingar hafa svipaðar þarfir og aðrir jafnaldrar þeirra. — Hvað er hægt að gera til að brúa bilið á milli vangefinna ein- staklinga og eðlilegra lífshátta? — Það þarf að gera foreldrum kleift að ala vangefin börn upp í heimahúsum með aukinni fjár- hagsaðstoð og aukinni dag- vistunar- og kennsluaðstöðu. Það er nú einu sinni þannig, að van- gefin börn hafa ekki siður þörf fyrir foreldra sína en önnur börn. Þá þarf að koma upp öflugri heimilis- og gæsluaðstoð eins og ég minntist á áðan. Dagheimili og leikskólar borgarinnar þurfa svo að geta tekið á móti þessum börnum eins og þeim heilbrigðu. Ef við eigum að hætta að úti- loka þennan hóp úr þjóðfélaginu og útrýma ýmsum fordómum í þessu sambandi verður að byrja að blanda börnunum saman strax á dagheimilum og leikskólum. Þess eru engin dæmi, að heilbrigð börn læri ekki að umgangast á eðlilegan hátt börn, sem eru greindarskert eða fötluð. Það er ekki fyrr en börnin eldast, að afstaða fullorðinna og þjóðfélags- ins almennt fer að mynda skoð- anir þeirra. Er þetta varhugaverð þróun, því að heilbrigð börn fara á mis við eðlilega reynslu, ef þau alast ekki jafnframt upp með þroskaheftum börnum. Ef byrjað er að framkvæma þessa blöndun þegar á forskólaaldrinum verða vandamálin í sambúð heilbrigðra og þroskaheftra ekki teljandi er fram líða stundir. — Telur þú það vera framtiðina i þessum efnum, Margrét, að æ Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.