Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Page 8
Skotland er ásamt Grænlandi
næsta nágrannaland okkar. En
það verður að teljast til undra og
stórmerkja í þessu upplýsta
landi, að fáar þjóðir á norður-
hveli jarðar eru okkur til muna
ókunnari en einmitt Græn-
lendingar og Skotar. Þeim er það
sameiginlegt, að hvorug býr við
sjálfstæða yfirstjórn sinna máia,
en f mannfjölda skilur allmikið á
milli; Skotar eru um 6 milljónir.
Við höfum taiið það sjálfsagðan
hlut að eiga talsverð menningar-
samskipti við Norðurlönd; í hátfð-
legum ræðum eru þjóðir Norður-
landa gjarnan nefndar frænd-
þjóðir. Þar af leiðandi höfum við
talsverða nasasjón af Norður-
landabókmenntum og jafnframt
þvf sem norrænir myndlistar-
menn haf a sýnt verk sfn í Reykja-
vík, hafa okkar menn annað veif-
ið hengt upp skilirí f Hásselby-
höll og víðar um Skandinavfu og
Sýn Esekiels, höggmynd eftir Benno
Schotz.
©
Danaveldi. Við teljum áreiðan-
lega, að líkur sæki likan heim,
þegar efnt er til þesskonar
menningarsamskipta við „frænd-
þjóðirnar“. Vera má, að íslenzkir
iistamenn hafi sótt einhverja
hvatningu f þessi samskipti; alla-
vega í kynni af færeyskri mynd-
list, sem stendur svo framarlega,
að það er hreint ótrúlegt. Það
sýnir eins og menn hefur löngum
rennt grun í, að það er eitthvað
annað en mannfjöldi sem ræður
úrslitum um það, hvort ein þjóð
eignast góða listamenn.
Þessi ástundun samskipta við
Norðurlandaþjóðir er góð svo
langt sem hún nær, en kannski
full einhliða. Og það verður að
teljast vafasamt uppá listræna
hvatningu og ávinning að um-
gangast helzt þá, sem líkastir eru
okkur sjálfum. En það er önnur
saga.
Það var með framangreind
atriði í huga, að sá, er þessar línur
ritar, lagði leið sína til Skotlands í
þeim tilgangi að huga að myndlist
Skota, ef einhver væri. Það hafði
farið fyrir mér eins og fleirum, að
tiltölulega stuttar viðkomustund-
ir í þessu ágæta nágrannalandi
höfðu einna helzt verið nýttar til
þess að fara í búðir. Og þegar
betur var að gáð, kom í ljós, að í
Glasgow er prýðilegt listasafn,
sem hýsir ýmsa lítt metanlega
dýrgripi genginna stórmeistara.
Þar gat einnig að líta svipað úrtak
úr skozkri list eins og Listasafn
Islands gefur hugmynd um fs-
lenzka myndlist. En þar fyrir ut-
an — og það var trúlega þýðingar-
mest — stóð hin árlega haust-
sýning Skota yfir um þessar
mundir og þar var á fimmta
hundrað verka, sem ættu í
sameiningu að gefa all glögga
hugmynd um getu Skota á þess-
um vettvangi.
Það skal þó játað, að það var
ekki að eigin frumkvæði eða Les-
bókarinnar, að ég tók að huga að
myndrænum viðfangsefnum
Skota. Sjálfir stigu þeir fyrsta
skrefið. Þannig er, að sýninga-
nefnd starfar á vegum Glasgow-
borgar og gerir hún áætlun um
myndlistarsýningar tvö ár í senn
fram í tímann. Af einhverjum
ókunnum ástæðum hafði þessi
nefnd — eða einhver úr henni —
fengið augastað á íslendingum og
Flugfélag íslands var beðið um að
koma því á framfæri, hvort Ís-
lendingar væru til taks með
sýningar í Skotlandi — eg jafn-
framt hvort Skotar gætu endur-
goldið með sýningum á islandi.
Þessari frómu ósk var um leið
komið á framfæri við Félag ís-
lenzkra myndlistarmanna og má
fastlega gera ráð fyrir, að einhver
myndlistarsamskipti eigi sér stað
á næstunni milli Skota og is-
lendinga.
Þessi möguleiki varð mér
hvatning til þess að reyna að meta
stöðu skozkrar myndlistar, en það
mat er aðeins persónulegt mat
mitt og því ber að taka því — eins
og allri myndlistargagnrýni —
með fyrirvara.
Sú staðreynd er víst öllum
kunn, að nú er aðeins hálfs ann-
ars tíma ferð til Skotlands. Það er
að vísu bara tíminn, sem ferðast
er i loftinu. Flestum finnst að
óþarflega löngum tíma verði að
eyða í báða enda, ef svo mætti
segja; hangsið og tafirnar á jörðu
niðri eru að ganga fram af þolin-
móðustu mönnum. Nóg um það.
Hitt vita ef til vill færri, að til
Glasgow er skemmst að fara tii
þess að komast í kynni við alhliöa
listasafn og sjá verk eftir karla
eins og Feneyjamálarana ítölsku,
impressjónistana frönsku allt frá
Manet og Renoir til Sisleys. Þar
fyrir utan er slangur af myndum
eftir Cézanne og Van Gogh, frá-
bær Kristsmynd Salvadors Dali
og ekki má gleyma því sem mér
fannst rúsínan i pylsuenda safns-
ins: Vígbúinn barokhermaður eft-
ir Rembrandt.
Þetta safn stendur í miðbiki
Glasgowborgar og heitir einfald-
lega Art Galleries. Það er byggt í
heimsveldisstíl Viktoríu gömlu
rétt uppúr aldamótunum: Ytra út-
litið er alls ráðandi með turna og
spirur og þak, sem illa gengur að
láta halda vatni. Bæði húsið og
inntak þess eru skilgetin afkvæmi
heimsveldistímans, þegar auður-
inn hrannaðist upp í borgum eins
og Glasgow. Vellríkir Skotar hafa
keypt sér Cézanne og Rembrandt
og eftir þeirra dag hefur safnið
eignazt verkin. Það segir líka sína
sögu, að áberandi vöntun var
þarna á verkum eftir beztu
málara Breta; ég sá þar ekki einn
einasta Turner til dæmis. I sal
eftir sal voru 17. og 18. aldar verk,
en augljóst vöntun á alþjóölegri
list samtímans; til dæmis ekki ein
einasta mynd eftir Francis Bacon
eða Henry Moore, sem verður að
telja víðfrægasta brezkra mynd-
listarmanna núna.
Mér þykir ómaksins virði að
geta um þetta safn vegna þess að'
hvergi mun unnt að sjá verk eftir